Þjóðviljinn - 15.07.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.07.1951, Blaðsíða 8
Visir iýslr afEesðsogynnm af sfjórn Ihaidslns: Menn bua j skúrum úti um holt og haga við óviðunandi aðbúðT Byggja þarf „600—700 íbuðir á ári hverju— Jafnframf má svo heita að lánsfé fil bygginga sé með öllu ófáanlegf .Fföldi húsa hér í hm grotnar niður vegna shorts á eiðhaldV „Samkvæmí rannsóknum, sem fram hafa farið að tilhlutan bæjarstjórnar Reykjavíkur, búa nú nokkur hundruð fjölskyldur í hermannaskálum og öðrum vistarverum lítt hæfum til íbúðar. Gert er ráð fyrir að byggja þurfi 600—700 íbúðir á ári hverju tii þess að fullnægja eðlilegri þörf, en fjarri fer því að leyfi hafi íengizt til slíkra framkvæmda á undanförnum árum." „Svo virðist sem byggingarframkvæmdir séu óvenjúlitlar á þessu sumri .... Jafnframt má heita svo að lánsfé til bygginga sé með öllu ófáanlegt, jafnvel þótt aðeins sé um bráðabirgðalán að ræða." um slíka skráningu — allt til jUÓÐVIUINM Sunnudagur 15. júlí 1951 — 16. árgangur — 157. tölublað Prestasfefna íslands skorar á þjóð- ina að standa vörð um móðurmáiið og kristilegt siðgæði gegn spilling- aráhrifum hins bandaríska hernáms Prestastefnan sem haldin var hér í Eeykjavík dag- ana 20.—22. júní s.I. samþykkti eftirfarandi varðandi hernámið: „Með tilliti til dvalar erlends herliðs í landinu og þeirra alvarlegu tíma, sem fram undan eru, beinir Presta- stefna íslands 1951 þeirri áskorun til foreldra, kennara og alls almennings, ac- standa trúlega á Verði um móður- málið og önnur þjóðleg verðmæti, efla hverja þá starf- semi og uppeldisráðstafanir, sem stuðla mega að heil- brigðu íélgsiíí'i og kristilegu siðgæði.“ Myndin hér að ofan er frá móttökuathöfninni á Akureyri s.I. þriðjudag er varðskipið Ægir kom þangað með lík íþrótta- mannanna tveggja er fórust s.l. sunnudag í hinu hörmulega slysi á Óshlíðarveginum. — Karlakórar Akureyrar sungu Hærra minn guð til þín, þegar Ægir hafði lagzt að bryggju, en íþrótta- menn úr Þór báru kistur liinna látnu félaga sinna til kirkju. Sr. Friðrik Kafnar vígslubiskup flutti minningarræðuna. Fánar blöktu í hálfa stöng um alla Akureyri og öllum skrifstofum og sölubúðum var Iokað meðan á móttökuathöfninni stóð (Ljósm. Haukur Jónsson) Allgóð síldveiði var í fyrrinótt Útlend veiðiskip flykkjast á miðin Tocrarinn Jörundar aílahæsfur með 2000 mál Siglufirði, á hádegi í gær Frá fréttar. Þjóðviljans AHgóð veiði var í nótt og í morgun og var talsvert salt- að á allmörgum stöðvum í nótt og í morgun. Togarnn Jörundur er er aflahæstur, fékk 2000 mál í gær og í nótt. Allmörg skip eru nú á leið fil lands með fullfermi. — Út- Iend veiðiskip koma nú sem óðast á miðin. Framangreind ummæli eru tekin úr leiðara íhaldsblaðsins Vísis 11. þ. m. Það er ekki á hverjum degi sem málgögn Ihaldsins gera slíkar játning- ar um stjórn Íhaldsins á Reykjavr'íurbæ og afleiðingar hennar. Vafalítið verður Krist- ján Guðlaugsson að biðja eig- endur „hlutafélagsins Sjálf- stæðisflokkur" afsökunar á þessu, því hann hafi sagt sann- leikann í ógáti. Þó ekki allur sannleikurínn. Framangreind ummæli Vísis um húsnæðismál Reykjavíkur eru sönn, — en þar er þó ekki nema hálfur sannleikurinn, enda tæpast von að Ihaldið geti sagt fullkomlega satt um stjóm sína á b$num. Vísir ,,gleymir“ því að það var fyrir áralanga baráttu Sósialistaflokksins í bæjar- stjórn að rannsókn fór fram á húsnæðisþörfinni og skilaði hagfræðingur bæjarins skýrslu um þá rannsókn í nóv. 1948. Þrátt fyrir það ömurlega á- stand er rannsókn þessi leiddi í Ijós hefur bæjarstjórnarmeiri- hlutinn — „Sjálfstæðisflokkur- inn“ — ekki fengizt til að gera nokkrar viðhlýtandi ráð- stafanir til að bæta úr hús- næðisleysinu. Á þeim 5 árum sem liðin eru síðan rannsóknin var framkvæmd hefur húsnæð- isleysið aukizt um allan helm- ing. Sjálfstæðlsfloi'ikurinn brýtur heilbrigðis- samþykktina. Sannleikuurinn er þó ekki fullsagður enn. Sósíalistar i bæjarstjórn lögðu til að fram væri látin fara skrásetning á öllu húsnæði í bænum, til þess að nauðsynleg vitneskja feng- ist um húsnæðismálin eins og þau raunv'erulega eru, en Ihald- ið hefur ætíð komið í veg fyrir að slíkt væri gert. Það hefur meir að segja brotið ákvæði gildandi heilbrigðissamþykktar þess að reyna að leyna því hve húsnæðisleysið er gífur- legt. Sjálífstæðisflokkurinn kaus lúxusvillur fyrir auðmennina — bragga og skúra fyrir fátæk- an almenning. Þegar 1942 lögðu fulltrúar sósíalistaflokksins í bæjarstjórn til að gerðar yrðu ráðstafanir Framliald á 7. síðu Finnskur síld- veiðabátur sektaður Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Ægir kom hinga'ð í fyrrakvöld með finnskan síldveiðibát. Fékk hann smásekt, um 400 kr„ fyr- ir að hafa samband við Gríms- eyinga áður en hann hafði feng- ið tollafgreiðslu á löggiltri höfn. Loftferðasamningur við Nor**g I dag, 14. júlí, var undirritað- ur í Reykjavík loftferðasamn- ingur milli Islands og Noregs. Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra undirritaði samning- inn fyrir íslands hönd, en T. Anderssen-Rysst sendiherra Norðmanna á Islandi undirrit- a'ði fyrir hönd Noregs. (Frá utanríkisráðuneytinu). NORRÆNA ' SlMARÁÐSTEFNAN Bréfaskeytaþjónusta verður hafin Fulltrúar frá símamálastjórn unum í Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi og Svíþjóð svo og Mikla Norræna Ritsímafélag- inu hafa setið norræna síma- ráðstefnu í Keykjavík 9.—12. júlí til þess að ræða sameigin- leg hagsmunamál varðandi síma rekstur. Eftirfarandi ályktanir voru m. a. samþykktar: 1. Gefið skal út til reynslu frá næstu áramótum sameigin- legt norrænt eyðublað undir heillaóskaskeyti milli norður- landanna og verður það skreytt með flöggum þeirra allra. 2. Gildandi samningar milli norðurlandanna um talssíma-, fjarrita- og ritsímaviðskipti þeirra á milli voru endurskoð- aðir. 3. Komið mun verða á bréfa- skeyta-þjónustu milli Islands og annarra landa, sem hafa þá þjónustu. Slík skeyti hafa Veiðiveður hefur verið sæmi- legt. Hér á Siglufirði er suð- vestan kaldi og rigning. Aðalveiðin er 15—30 sjómíl- ur aust-norð-austur af Grímsey. Erlend veiðiskip koma nú sem óðast á miöin, bæði snurpinóta- skip og reknetabátar. Á miðnætti í fyrrinótt var bú ið að salta samtals 9365 tunn- ur. Mest á Siglufirði eða 5154 tunnur, þar næst á Skagaströnd 1230, Raufarhöfn 1114, Dalvík 711, Djúpuvik 350 Ólafsfirði 52 og Hrísey 51. Á Vestfjörðum höfðu verið saltaðar 703 tunn- ur. minnst 22 orð og eru um helm- ingi ódýrari en venjuleg sím- skeyti. Framhald á 7. síðu. Hljómsveit Björns R. Einarssonar Leggur af stað vestur á firði á morgun með Esjunni. Mun hún halda hljómleika á ísa- firði, fyrstu hljómleika íslenzkr ar jasshljómsveitar. Hljómsveit in mun einnig lialda dansleiki á Suðureyri, Bolungarvík og Flateyri og víðar. Síðari hluta ágústs mun hljómsveitin leggja af stað í 23. daga ferðalag um Austur- land. I hljómsveitinni eru 8 menn, auk fararstjórans, Péturs Guð- jónssonar. Framhald á 6. síðu Nær 6 þus. tonn voru hert < í —-— «> Fyrir síðasta stríð var allmikið af fiski þurrkað í trönum <ig fluttur út hertur fiskur. Siðan hvarf sú verkunaraðferð, tn hefur verið tekin upp að nýju síðustu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélaginu fóru í herzlu 5784 tonn af vertíðaraflanum á þessu ári fram til 31. maí. Við toerzluna léttist fiskurinn um allt að 80%. Hertur fiskur mun nú aðallega seldur til Italiu, Afríku og það bezta af honum til Dandaríkjanna. — Á myndinnl hér að ofan sést fiskur í herzlu hjá Bæjarútgerð Halnarfjarðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.