Þjóðviljinn - 15.07.1951, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1951, Síða 5
Sunnudagur 15. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN — Bryter freden los? TiJ *N. H. og S. T . skrives j r.aturlige etterkrigskonjimktur pð á De ttprre internasjonaie knser i ebbe ut. Tilbakeslaget var pé trap- Fyrirsögnin úr „Norges Handels- og Sjöfartstidende“. „Skellur friöur á?“ segir í fyrirsögn í „Norges Hand- cls- og Sjöfartstidende“ 6. júní síðastliöinn. Undir þessari fyrirsögn er birt grein, þar sem. látnar eru í ljós áhyggjur norska útgerðar- auðvaldsins, sem blaðið er mál- gagn fyrir, yfir friðvænlegri horfum í heiminum. „Friður þýðir efnahags- legt hrun“ 1 greininni, sem er undirrit- uð „Tilskuer", segir meðal ann- ars: „Ef alþjóðleg deilumál verða leyst þannig að verulegar horfur séu á friði, mun verða efnahagslegt hrun“. Hö.fundurinn bendir á, að all- ar meiriháttar kreppur á yfir- standandi öld hafi átt upptök sín í Bandaríkjunum og nú séu „bæði ytri merki og innri líkur" á að kreppa sé í uppsiglingu. Verðlækkanastríðið milli banda- rísku stórvöruhúsanna benti til þess. Fyrir ári „var hin mikla eftirspurn, sem stríðið skapaði, að f jara út“ en „þá tók við ný stríðseftirspum með Kóreustríð- inu og ókyrrðin í Iran ýtti undir hana“. En nú er „hætta á friði“ og greinarhöfundur er áhyggjufullur yfir framtíðar- Svíar saimreyna vestaan frétta- horfum fyrir norsku stórútgerð- armenmna. flotnÍBg Á heimsmeistaramótinu í skylmingum sem haldin var í Stokkhólmi nýlega kom m. a. fjalmennur flokkur frá Ung- verjalandi. Að sögn Dagens Nyheter, stærsta blaðs Svíþjóð- ar, var meira en lítið bogið við þann flokk. Það skýrði þannig frá í stórri frétt á forsíðu: „Ungverski skylmingaflokkur- inn er umkringdur lögreglu- þjónum; í höfuðborg hinnar frjálsu Svíþjóðar býr hann við sömu cgnir og heima fyrir. Aðeins giftir skylmingarmenn voru valdir í flokkinn, og marg- ir prýðilegir nngverskir skylm- ingamenn, meðal þeirra ólym- píumeistarinn Maszlay, fengu ekki leyfi til að yfirgefa land sitt.“ Þetta er ein þeirra klassísku frétta sem stöðugt prýða hin heiðarlegu vestrænu málgögn, en að þessu sinni gátu Svíar sjálfir reynt eannleáksgildið. Ungverski flokkurinn náði af- bragðsgóðum árangri, fékk hemsmei'Stara í þremur grein- tim, tvö önnur sæti og eitt þriðja sæti. I flokknum reynd- ust aðeins vera beztu skylm- ingamenn Ungverja, en enginn lögregluþjónn. Flestir skylm- ingamennirnir voru ógiftir! Og meistarinn Maszlay var reyndar einn af meðlimum flokksins og meira að segja einn af dóm- tirum mótsins!! uStálafi" slgraSí glœsilega ii Þegar ákveðið var að láta fara fram hjólreiðakeppni eftir endilangri Svíþjóð sótt? 66 ára gamall maður, meðjj skeggið niður á bringu, Gustaf Hakonsson frá Hals- ingborg, um að vera skráð- ur til þátttöku, en dómar- inn neitaði að skrá hann, þar sem svo gamall maður gæti ómöglega þoiað siíkt erfiði sem keppnin væri. Hakonsson ákvað þá að sýna hvað hann gæti. Hann iagði af stað frá Haparanda samtimis keppendunum, en ekki leið á Iöngu áð'ur en hann var kominn fram úr þeim. Sænskur alimenningur vdltti för hans langtum meiri athygli en sjálfri keppninni og nefndi hann í„stálafa“. Sú varð raunin á, að „stálafi“ kom til Ystad á suðurodda Svíþjóðar degi á undan fremstu keppendun- um og ók yfir markalínuna beint í fangið á ,,stálömmu“ konu sirnii. Þúsundir manna ;; fögnuðu honum, er hann kam í mark. Hann hafði ekið 1764 km leið á 158 ; \ klukkatímum og 20 minút- um. Hreppsnefndar- maður kornþjófur Svend Mygdal Madsen, full- trúi sósíaldemokrata í hrepps- nefnd Lellinge á Mið-Sjálandi, situr nú . í fangelsi uppvís að stórfelldum kornþjófnaði. Danska lögreglan segir, að hann hafi stolið að minnsta kosti. 30 tonnum af korni þar sem hann vann sem bílstjóri, en hreppsnefndarmaðurinn hef- ur ekki viljað játa stuld nema fimm tonna. Nýtt tónverk eftir Béla Bartok Nýlega voru haldnir í Búda- pest tónleikar til heiðurs hinu heimskunna . ungverska tón- skáldi Béla Bartók, sem lézt í sárasta skorti í Bandaríkj- unum í stríðslokin, sumir segja úr hungri. Var þar leikinn nýr fiðlukonsert eftir tónskáldið, og var verkið flutt af fíl- harmóniuhljómsveitinni í Búda- pest, undir stjórn Pál Lukács. Béla Bartók hafði samið þetta verk eftir beiðni fiðluleikarans William Primrose, en honum tókst ekki að fullgera það áður en hannn lézt. Nemandi hans, Tibor Serly, lagði síðustu hönd á konsertinn og bjó hann til hljómsveitarflutnings í anda meistarans, að sögn ungverskra blaða. Sundföt karlmanna nái uppí háls og niður að lmjám9 sólböð böiannð án snndfata Kaþólska kirkjan á Spáni og Francostjómin herða reglur um klæðaburð fólks Landstjórar spönsku héraðanna hafa skipað lögregl- unm að líta vandlega eftir því, að gildandi reglum um kiæöaburö sé hlýtt einkum á baðströndum. Þessi f>TÍrskipun er þáttur í herferð, sem kaþólska kirkjan á Spáni rekur ásamt ríkisstjóm fasistans Francos fyrir þeim Þýfið fannst við gegn- umlýsingu Hjón nokkur í Indlandi eltu nýlega gest sinn útúr húsinu og sökuðu hann um þjófnað, er dýrmætra eyrnalokka hús- freyjunnar var saknað rétt eft- ir að hann kvaddi. Gesturinn neitaði hryggur og reiður, en lögreglan tók ekki orð hans gild. Hann var dreginn fyrir gegnumlýsingartæki og það leiddi í ljós, að hann hafði gleypt eymalcikkana. Ungt fóik frá Israel á síðust’u æskulýðshátíð í Búdapest. 9 ára drengur kom ftraðbáf í höfn með ofa sinn Með afa sinn látinn á þóftunni við hliðina á sér, siglai níu ára drengur hraðbát í höfn á Long Island nærri New York fyrir rúmri viku. T el ja Vodka leyni- Formaður bindindissamtaka kvenna í Bandarikjunum hefur lýst yfir undrun sinni og skelf- ingu yfir því, að bruggað skuli vera þar og drukkið vodka í milljóna lítra tali. Sagði hún, að Bandaríkjamenn hefðu þó átt að hafa lært að vara sig á þeim drykk í stríðinu, því að þá hefðu Rússar helt samn- ingamenn þeirra fulla í vodka í Jalta og Potsdam og síðan látið þá skrifa undir hvað sem þeim sýndist. Drengurinn, Joseph Brown, hafði farið út að fiska með afa sínum, Robert Kerr, í hrað- skreiðum 22 feta bát, sem afinn átti. Jeff, einsog hann er kallaður, sat á afturþóftunni að greiða línu, er hann varð þess var, að afi hans hné niður við stjórn- völinn án þess að koma upp nokkm orði. Jeff hafði aldrei stýrt bátn- um, sem er svo hraðskreiður, að hann kemst 30 hnúta, einn síns liðs, en nú skreið hann fram á framþóftuna og tók við stjórn. Hann hélt að liðið hefði yfir afa sinn, snéri bátnum við og sigldi til lands. Innsiglingin á höfnina í Mattituek á Long Island er erfið og krókótt, en drengurinn sigldi hana slysalaust upp að bryggju og hrópaði á lækni, sem kom á vettvang og gekk úr skugga um að Kerr var lát- inn af hjartabilun. Stríðsgíæpíi- manni iagnað sem þjéðhetjn Bernhard Ramcke, sem var fallhlífarliðshershöfðingi í her Hitlers, var fagnað sem þjóð- hetju er hann kom heim úr fangelsi í Frakklandi nýlega. Frakkar höfðu dæmt hann fyrir þátttöku í morðum og misþyrm- ingum á frönskum mótspyrnu- hreyfingarmönnum. Þegar Ramcke kom til Bonn tók Adenauer, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands, á móti hon- um og talið er að hann hafi boðið stríðsglæpamanninum virðingarstöðu í tilvonandi vesturþýzkum her. I heimabæ Ramcke, SlésvT.i, söfnuðust 10. 000 manns saman til að taka á móti honum og var bæjar- stjórnin í broddi fylkingar. Var Ramcke síðan borinn heim til sín í gullstól en lúðrasveit lék nazistalög á leiðinni. hugmyndum, sem hún hefur um siðgæði, og fréttaritari ,New Yoilk Times“ í Madrid, Sam Pope Brewer, skýrði frá í * blaði sínu síðastliðinn sunnu- dag. Ritskoðun frá ,,siðgæðis“- sjónarmiði á rituðu máli og kvikmyndum hefur verið hert. Pils á sundbolum Iögbdðin Kirtkjustjómin kvartar yfir því, að gildandi reglum um klæðaburð á baðstöðum hafl ekki verið framfylgt sem bezt undanfarin ár, en í sumar verða engin brot á velsæminu þoluð. Reglúrnar um klæðaburð á baðstöðum giltu þegar Spánn var konungsríki, en lýðveldis- stjómin nam þær úr gildi. Aft- ur vom þær teknar í lög þegar Franco hrifsaði völdin. Samkvæmt spönskum lögum verður sundklæðnaður karl- manna að hylja bringuna og vera með skálmum, sem ná niður undir hné. Sundföt kvenna verða að hylja bakið á þeim og vera með pilsi. Snndföt bönnuð nema niðri í vatni. Landstjórinn í héraðinu Viz- caya við Biskajaflóa hefur ný- lega gefið út tilskipun um að allur „ósiðlegur" búningur sé bannaður, og þetta þýði „að bringan og bakið verða að vera hulin og auk þess verður að vera á þeim pils handa konum og leikfimisbuxur handa karl- mönnum“. Og þessi allthyljandi sundfút er með lögum bannað að bera á baðströndinni eða í bátum eða „yfirleitt nokkurs staðar nema niðri í vatninu" segir í tilskipuninni. Sólböð á almannafæri bönnuð 1 tilskipuninni er að finna reglur um sólböð. Þau eru bönnuð allsstaðar á almanna- færi, meira að segja á bað- ströndinni, og mega ekki eiga sér stað nema í sérstökum byrgjum, þar sem karlar og konur eru vandlega skilin að. í býrgjunum verða þeir, sem ætla að fá sér sólbað, að vera „að minnsta kosti í sundföt- um“. Á leið í byrgin og úr þeim verða þeir að bera klæðn- að „sem hylur líkamann al- gerlega“. . Biskup hótar eilífum eidi fyrir „ósiðlegan klæðaburð“. Kaþólski biskupinn á Maj- orca hefur gefið út hirðisbréf, þar sem hann ræðst á „rísaadi öldu ósiðsemi í klæðaburði" og kemst svo að orði: „Verður þeim aldrei hugsað til þess, að þeir sem leita svala strandarinnar og þægilegs ferskleika sjávarins, hafa að engu lögmál siðgæðisins, eiga á hættu eilífan eld ? Óttast þeir þá ekki? Vissulega er ótti drottins uppspretta vizkunnar".

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.