Þjóðviljinn - 17.07.1951, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.07.1951, Qupperneq 1
ifigstt veiðiútlit Mestan aíla haía íengið til þessa Víðir 3600 mál og Helga 3500. Margar síldartorfur sáust vaða á austursvæðlnu seinni partinn í gær og vc'ru síldar- skipin yfirleitt á leiðinni þangað og sum þegar kom- in á vettvang í gærkvöld og farin að kasta. Veiðiveður var mjög ákjósanlegt og bezta útlit með veiði. — Það var síldarleitarflugvél'in sem fann síldina á þessu svæði|i í gær og er það f jórða kvöld- i? í röð sem hún Ieiðbeinir skipunum á síldarmið. Af síldarskipimum hafa nú hæstan afla Víðir frá Eski- firði með 3600 mál og Helga frá Reykjavík með 3500 mál. de Gasperi fer frá Forsætisráðherra Italíu, de Gasperi baðst í gærkvöld lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Er gert ráð fyrir að honum vaki endurskipulagning stjóm- arinnar, en stjórnarflokkarnir hafa átt i vaxandi erjum inn- byrðis frá því í kosningunum í suxnar, er ítalski Kommúnista- flokkurinn vann hinn glæsilega kosningasigur. Frjálsari flug- ferðir Stjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hafa krafizt þess af efnahagsstofnun Evrópu í París að hún beiti sér fyrir því að bætt verði skilyrði flug- félaga til frjálsrar samkeppni á flugleiðum landa á milli. Takmarkanir þær sem nú séu í gildi hamli mjög heilbrigðri þróun loftsamgangna. Þriðjudagur 17. júlí 1951 16. árgangur 158. tölublað Bandaríkjamenn reyna að hindra árangur af umræðunum í Kaeson Norður-Kóreumenn deila harðlega á ivöfeldni og óbyrgðarleysi bandarísku hernaðaryfirvaldanna í blöðum og útvarpi Norður-Kóreumanna er harð- lega gagnrýnd framkoma bandarísku samninganefndar- innar á vopnahlésfundinum’ í Kaeson, og "'-hún talin merki þess að Bandaríkjastjórn sé lítil alvaiJá með friðar- tal sitt. Telja Norður-Kóreumenn að bandaríska nefndin komi til viðræðnanna furðulega illa undirbúin og hafi á fundunum nú í gær og fyrradag ekkert haft fram aö læra annað en almenna talsliætti. Nefnd Norðanmanna hafi hinsvegar flutt á fundinum ákveðnar tillögxir um vopnahlé cg friðarumleitanir í Kóreustyrjöldinni, og á- herzla lögö á þau atriöi er brýnust væri til þess aö það mætti takast. Benda blöð Norðanmánna á að Bandaríkjamenn haldi lát- laust áfram hermdarverkáárás- unum á bæi og þorp Norður- Kóreu, engu síður nú eftir að vopnahlésviðræður eru hafnar og sýni það eitt með öðru „frið- anna. Miðar í áttina — að dagskrá! 1 opinberri tilkynningu sem yfirherstjóm Bandaríkjamanna í Japan birti í gær segir að ekki sé að vænta verulegs ár- angurs af þeim stuttu fund- um sem haldnir hafi verið, en þó megi segja að miðað hafi í áttina til samkomulags um dag- skrá. Viðurkenna Bandaríkjamenn að Norðanmenn hafi fylgt ná- kvæmlega settum reglum um að flytja burt hvem einasta hermenn frá Kaeson og ná- grenni og frá veginum til borg- arinnar. Ósvíínar ögranir Víðsvegar um heim láta blöð í ljós ánægju sína með fram- hald vopnahlésviðræðnanna. Aðfarir Ridgways hershöfð- ingja er hann hugðist slíta við- ræðunum vegna jafn smávægi- legs ágreiningsmáls og „blaða- mannadeilunnar" svonefndu, hafa mælzt mjög illa fyrir, og algerlega misheppnazt sem á- róðurstiltæki. Blaðamennirnir — átylla! I enskum blöðum var fram- koma bandarísku herstjórnar- innar tekin mjög óstinnt upp, m. a. af stórblöðunum Nevv Chronicle (frjálsl.) og Daily Telegraph (íhaldsblað). Fréttaritari News Chronicle í Kóreu upplýsir að einnig áður en blaðamennirnir voru stanzaðir á fimmtudaginn hafi „æðsti fréttaþjónustuforinginn, Frank Allen hershöfðingi, á eig- in ábyrgð sent fimm blaðaljós- myndara til Kaeson, dulbúna sem hermenn“. Telur frétta- maðurinn að jafn ábyrgðarlaust tiltæki sé með öllu óafsakanlegt, og því síður sú ögrun er Ridge- way sendi 20 blaðamenn gegn- um víglínu Norðanmanna, án þess að samkomulag hefði ver- ið um það gert. Fréttamaður Daily Telegraph í Múnsan, segir hiklaust að Ridgeway hafi notað blaða- mannamálið sem átyllu til að hætta viðræðunum. Fréttaritari þessa áhrifamesta íhaldsblaðs Bretlands segir: „Eftir þeim sönnunargögnum' sem fyrir liggja hefur Ridgeway, hershöfðingi af ráðnujn hug gert málið um nærveru blaða- manna að striði sem á að sanna, að gangi viðræðnanna sé ekki stjórnað af kommúnist- um“. Það var ekki fyrr en banda- rísku herstjórninni var orðið ljóst að þessi átylla dugði ekki til að breiða yfir andúð banda- riskra stjórnarvalda á vopna- hlésviðræðum að Ridgeway bar fram nýjar kröfur um hlutlaust svæði í Kaeson og fleira, ea hafi verið tilætlunin að látaJ stranda á þeim tókst það ekki vegna þess hve NorðanmennJ brugðu skjótt við, alls ósmeyk- ir að ganga að kröfunum. BANDARÍSK MÚTUBOÐ TIL ÍRANS Karrimann býtur nefnahagshjálp“ ef olíudeilan verður leyst í samræmi við hagsmuni Breta! í fregaum frá Teheran er skýrt frá því að Averil Harrimann reki þar erindi Bandaríkjastjórnar meö því aigera blygðunarleysi sem einkennir diplómatí Banda- ríkjanna siðustu árin. í fyrsta samtali við forsætisráðherra írans aflienti Harrimann orðsendingu frá Truman forseta, og er þar boðin „efnahagshjálp“ frá Bandaríkjunum til írans EF .,viðunandi“ lausn fæst á olíudeilunni, og er tekið fram að átt sé við „viðunandi lausn“ fyrir Breta! Forsætisráðhsrrann lýsti yfir þyí að hann væri fús að leita sætta í deilu íransstjórnar við enska auðfélagið Anglo Iranian, en einungis á grundvelli þjóðnýtingar- laganna. Fólkið rís gegn kúgurunum Samtímis hefur Iransstjórn ráðizt gegn hinni róttæku al- þýðuhreyfingu í landinu, sem mest og bezt hefur ýtt á eftir þjóðnýtingarhreyfingunni. Á sunnudag voru famar geysifjölmennar kröfugöngur í Teheran gegn íhlutun Bretlands og Bandarikjanna um innan- landsmál Irans og krafðist mannfjöldinn þess að Harri- mann, útsendari Trumans, færi tafarlaust úr Iandi. Iransstjórn sendi lögreglu og her gegn kröfugöngumönnum og kom til ákafra bardaga. Sagt er að þrir kröfugöngumenn hafi látið lífið og fjöldi manna særzt, einn lögregluþjónn beð- ið bana og 62 særzt. Talið er x.ð manntjón hafi orðið mun meira en þarna er viðurkennt. HERNAÐARÁSTAND I gær lét íransstjórn lýsa yf- ir hernaðarástandi í Teheran og nágrenni. Til þess að hægt væri að framkvæma það varð að skipta um héraðsstjóra í því héraði sem höfuðborgin stendur í, því hann neitaði að framkvæma ráðstafanir til að koma á hem- aðarástandi. OFSÖKNIR Jafnframt lét stjórnin gera árásir á aðalstöðvar friðar- hreyfingarinnar og Túdeh-al- þýðuflokksins í Teheran, fang- elsa marga leiðtoga þeirra og banna blöðin. Er ólga mikil í íran vegna þessara atburða, s^m af mörg- um er talið að geti boðað~ und- anhald ríkisstjórnarinnar í olíu- málinu. Æ. F. R. Ef nægileg þátttaka fæst, fer Æskulýðsfylkingin í sum- arleyfisferð í Þjórsárdal laugardaginn 28. júlí. Dval- ið verður í viku í tjöldum! við Ásólfsstaði og gengið; • þaðan um dalinn og hann skoðaður. — Þátttaka til- kynnist á skrifstofu ÆFR kl. 6 til 7 daglega. Franco og Truman semja Samningar liafnir milli spánskra fas- ista og „lýðræðishetjannaí4 í USA um hernaðarbandalag Sherman aðmíráll, yfirmaður bandaríska flotans, kom í gær til Madrid og fébk tafarlaust viðtal við fasistaforþigjann Franco. Er talið að í undirbúningi sé hernaðarbandalag fasiþta- stjórnar Spánar og „Iýðræðisstjórnarinnar“ í Washington, og liafi jafnvel komið ti.l mála að Franco breytti stjórn sinni eitt- hvað í þá átt að hún yrði „vinsælli“ rneðal þjóða Atlanzhafs- bandalagsins! Talsmaður utanríkisráðu- neyta Bretlar.ds og Frakklands létu í Ijós að stjórnir þeirra teldu ekki hyggilegt að nein þjóða Atlanzhafsbandalagsins hæfi nána hernaðarsamvinnu við Franco á Spáni, Stjórnir Evrópuríkja óttast þá reiði- öldu alþýðu manna er rísi af slíku bandalagi við böðla spönsku þjóðarinnar. En Banda- ríkjastjórn fer sínu fram án þess að spyrja um álit eða vilja annarra ríkisstjóma Atlanz- hafsbandalagsins. Sherman að- míráll svaraði brezkum blaða- manni því einu til að ferð sín væri Bretum óviðkomandi! — Bandaríkjaafturhaldið telur sig hafa kúgað hægrikratana brezku svo að hægt sé að bjóða þeim allt — líka faðmlög við Franco. Hótað stríðí! Hemámsstjóri Bandaríkjanna. í Vestur-Þýzkalandi lét svo um mælt í ræðu um helgina að Þjóðverjar mættu ekki draga þáð lengi úr þessu að leggja fram skerf til sameiginlegra ,,varna“ Vestur-Evrópu. Tíminn er orðinn naumur, sagði hernámsstjórinn, það sem gera á má ekki draga. Tafar- laust yrði að koma upp sam- eiginlegum Evrópuher, það þyldi enga bið. Ræðan var haldin í veizlu bandarískra foringja og voru viðstaddir háttsettir brezkir og franskir herforingja»*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.