Þjóðviljinn - 17.07.1951, Síða 8
Nútt heimsmet ríkisstjórnarinnar:
á bandaraska hernámsliðið
fiar seiti það var að brjóta fyrlrinæli rikis-
stjórnarÍBinar nsn brottför tir bænum
Svo vjrðist sem Islendingum sé nú ekki lengur Ieyfilegt að
Iiorfa á hernámslið herraþjóðarinnar.
Á langardaginn var tók Iögreglan tvo Islendinga fasta
fyrir þá sök að þeir voru staddir í sömu göt'u og hemámsliðið
sté upp í bíla sína — og leyfðu sér þá ósvltmu að horfa á
yfirþjóðina.
Fyrir um það bil hálfum öðrum mánuði tilkynnfu stjórnar-
vöJdin að hinu bandaríska hernámsMði yrði hleypt til Reykja-
víkur sér til dægrastyttingar. Jafnframt gaf ríkisstjómin út
kátíðlega yfirlýsingu um að „verndaramir“ ættu þó ekkíi að
l.afa Reykjavík að skemmtistað á næturnar, heldur skyldu þeir
fara úr bænum eigi síðar en kl. 10 að kvöldi.
Þesssi yfirlýsing — sem hlýtur að vera enn í gildj þar sem
ekki er vitað að önnur hafi verið gefin út — hefur verið þver-
brdiin um síðustu helgar.
Þriðjudagur 17. júlí 1951 —- 16. árgangur — ‘158. tölublað
íslenzkur verksmiðj uiðn-
aður 200 ára í dag
o
Félag íslenzki'a iðnrekenda minnist afmælisins með
framleiðslusýningu á íslenzkum veiksmiðjuvörum
á næsta án
I dag eru liðin 200 ár frá því stofnað var á Alfnngi fyrir
forgöngu Skúla Magnússonar landfógeta „Viðreisnarfélagið“ sem
stóð fyrír innréttingunum frægu í Reykjavík. Dagurinn í dag
er því ráunverulega tvcggja alda afmælisdagur íslenzkrar verk-
smiðjustarfscmi, þótt aðalþróun hennar og viðgangur hafi átt
sér stað síðustu áratugina. I tilefni þessa afmælis hefur stjóm
Félags íslenzkra Iðnrekenda kosið nefnd manna úr hópi iðn-
rekenda til að vinna að undirbúningi framleiðslusýningar á is-
lenzkum vcrksmiðjuv<)rum á næsta ári.
Það var einmitt eftir að einn
„verndarinn" reyndi áð gera
reykvískt veitingahús að æf-
ingasvæði fyrir hnífstungur sem
það var áberandi hve margir
setuliðsmenn voru að flækjast
hér um götumar eftir þann
tíma er tilkynnt hafði verið að
þeir skyldu vera farnir brott.
Þess varð þó hvergi vart að
nokkur minnsta tilraun væri
gerð til þess að láta hina er-
lendu hermenn virða yfirlýsingu
stjómarvaldanna.
fslendingum óviðkomandi
Þótt hernámsliðinu nægði
ekki hinn tilskildi tími til full-
nægingar skemmtanafýsn sinni
í hinni íslenzku höfuðborg töldu
Islendingar sér það óviðkom-
andi, Bandaríkjamönnum bæri
að sjá sér fyrir skemmtunum
sjálfir, eða agentum þeirra að
taka þá heim til sín. Væntu all-
margir þess jafnvel í lengstu
lög að stjórnarvöldin hefðu
þann snefil af sómatilfinningu
að láta hinn erlenga her virða
fyrirmæli sín.
Islendingar mega ekki horfa
á hvernig herraþjóðin fer
að því að stíga upp í bíl
Slík varð þó ekki raunin,
heldur er nú íslendingum ekki
leyfilegt lengur að horfa á
hvemig herraþjóðin fer að því
að stíga upp í bíl!
Ari Guðmundsson
vamt sundbikar
íslands
Setti nýtt íslenzkt met
íslendingasundið fór fram s.l.
sunnudag í Nauthólsvíkinni. —•
Vann Ari Guðmundsson Æ. það
á nýjum mettíma: 6,48,5 og
hlaut þar með sundbikar Islands
og meistaratitilinn.
f 100 m bringusundi karla
sigraði Sigurður Jónsson HSÞ
á 1,17,4 ir.ín. 100 m bringusund
kvenna vann Þórdís Árnadóttir
Á. á 1,29,2 mín. 100 m baksund
karla vann Rúnar Hjartarson
Á. á 1,21,3. 100 m skriðsund
karía vann Pétur Kristinsson Á.
á 1,07,7 mín.
Ennfremur var keppt í 01-
ympíusundi, en Olympíubikar-
jnri verður ekki afhentur fyrr
en fréttist um úrslit á öðnun
str"'iin á landinu.
Þjóðviljinn hefur haft tal af
cðrum þeirra íslendinga sem
voru teknir fastir s. 1. laugar-
dag fyrir þann „glæp“ að horfa
á skemmtanaþreytta Banda-
ríkjamenn stíga upp í bíl. —
Sagðist honum svo frá að s. 1.
laugardagskvöld, kl. liðlega
hálftólf, hafi sér orðið gengið
niður á hornið á Pósthússtræti
og Tryggvagötu.
íslendingum skipað í burtu
I Tryggvagötunni stóðu tveir
bílar er flytja hernámsliðið á
skemmtiferðum þess til Reykja-
víkur. Voru Bandaríkjamenn-
irnir að tínast í bílana. Auk
þess stóðu þarna nokkrir Is-
lendingar. Kvaðst hann hafa
gefið sig á tal við íslending er
hann þekkti. Rétt á eftir kom
lögreglan og skipaði Islending-
unum að hypja sig í burtu.
Hvern andsk.... varðar
þig um þao!
Islendingur þessi kvað sér
ekki kunnugt um að Tryggva-
gatan væri bannsvæði fyrir Is-
lendinga og svaraði á þá leið
að sér myndi vera frjálst að
vera í götunni, en hann vissi
ekki betur en Bandaríkjamenn-
irnir ættu að vera farnir úr
bænum kl 10 að kvöldi.
Hvern andskotann varðar þdg
um það! svaraði lögreglan, og
tók hann, ásamt öðrum Is-
lendingi og fór með þá báða
inn í lögreglustöð. Hinir ís-
lendingarnir höfðu tekið til fót-
anna.
Þið megið fara
Þegar á lögreglustöðina kom
kvaðst hann vilja fá að tala
við vaktstjórann og fengið það
Framhald á 7. síðu.
Ársþing L.Í.H.
Ársþing Landssamb. hesta-
mannafélaga var haldið í Rvík
30. f. m. og 1. þ. m. Mættir
voru 26 fulltrúar frá 12 hesta-
mannafélögum. Hestamannafé-
lagasambandið var stofnað 18.
og 19. des. 1949. Stofnendur
voru 12 félög, siðar bættust 2
í hópinn. — Ávarp þingsins
hefur áður verið birt hér. 1 að-
alstjórn voru kosnir Steinþór
Gestsson Hæli formaður, Pálmi
Jónsson Reykjavík, gjaldk., Ari
Guðmundsson Borgarnesi ritari;
meðstjómendur Kristinn Há-
'konarson og Samúel Kristjánss.
Fékk 75 þúsund
kr. sekt
S.l. laugardag kom varðskipið
Sæbjörg til Seyðisfjarðar með
enskan togara, sem tekinn hafði
verið að veiðum í landhelgL
Skipstjórinn neitaði sekt
sinni og var skipið kyrrsett. I
gær vár kveðinn upp dómur í
málinu og skipstjórinn dæmdur
í 75 þús. kr. sekt og afli og
veiðarfæri gert upptækt. Skip-
stjórinn hefur áfrýjað dómnum
til Hæstaréttar.
Hraðfrystihús Grinda-
víkur 10 áta
Grindavík. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Hraðfrystihús Grindavíkur
var 10 ára s. I. laugardag. Var
þess minnzt með hófi að aflokn-
um aðalfundi félagsins.
Hagur félagsins er allgóður.
Á aðalfundinum voru þessir
menn kosnir í stjóm þess: Guð-
steinn Einarsson, formaður,
Gisli Hafliðason, Bened. Benón-
ýsson, Þorvarður Ólafsson og
Svavar Árnason.
Úrvalið vann í gær-
kvöld 1:0
I gærkvöld kepptu Válerengen
og úrval úr Fram og Víkingi og
vann úrvalið Norðmennina með
1 marki gegn engu.
Sláttur hafinn í
Arnessýslu
Túnasláttur er nú að hefjast
í Árnessýslu. Byrjuðu nokkrir
bændur að slá í s. 1. viku, þótt
tún séu yfirleitt mjög illa
sprottin, einkum í neðri hluta
sýslunnar, Víða voru tún kalin
til stórskaða og fyrirsjáanlegt
að töðufengur verður mjög rýr.
Hins vegar er sæmilegt útlit
með sprettu á útengjum, sér-
staklega þar sem áveituvatn
hefúr legið á.
Herpinótarskip Mál og Botnvörpungar tunnur
Tryggvi gamli Rvík 959
Þórólfur Rvík 1.446
Línuskip Ólafur Bjamason Akr. 1.180
Mótorskip
Ágúst Þórarinss. Stykkish. 895
Skemmtifcrð
sjómanna-
dagsráðs
Fulltrúaráð Sjómannadagsins
efndi til almennrar skemmti-
ferðar með m.s. Esju s. 1.
sunnudag, var farið frá Rvík
í dágóðu veðri kl. 1 e. h. og
farið til Akraness, og komið
þangáð kl. 2,30. Er á daginn
leið fór að rigna, og versnaði
veðrið er á kvöldið leið. Með
skipinu fóru rúmlega 500 manns
og virtist fólkið skemmta sér
vel. Á vegum Sjómannadags-
ráðsins í Reykjavík og Hafn-
arfirði var dansleikur haldinn í
Báruhúsinu fyrir troðfullu húsi.
Kl. 3,30 hófst á íþróttavellinum
á Akranesi knattspyrnukapp-
leikur milli 1. flokks Iþrótta-
bandalags Akraness og starfs-
man-na vélsmiðjunnar Héðins í
Reykjavík. — Þrátt fyrir að
veðrið var ekki sem bezt, var
leikurinn fjörugur. Héðinsmenn
sigruðu með 3 mörkum gegn 1,
og voru öll mörkin sett í síð-
ari hálfleik. Ríkhnrður Jónsson
dæmdi leikinn og dæmdi vel. JECl.
10 um kvöldið fór Esjan frá
Akranesi. Er skipið var að fara
flutti formaður Sjómannadags-
ráðsins á Akranesi, Hallfreður
Guðmundsson, ávarp, þar sem
hann þakkaði Reykvíkingum
fvrir komuna, og Böðvar Stein-
þórsson þakkaði Akurnesingum
fyrir ánægjulegar móttökur
Framhald af 4. síðu.
Bjöm Jónsson Rvík 932
Dagný Siglufirði 954
Edda Hafnarfirði 1.058
Eldborg Borgarnesi 1.064
Fagriklettur Hafnarfirði 830
Haukur I. ólafsfirði 1.103
Heimaklettur Rvík 732
Helga Rvík 2.118
Illugi Hafnarfirði 2.305
Þjóðviljanum barst í gær um
þetta svohljóðandi fréttatilk.
frá Félagi íslenzkra iðnrekenda:
„I tilefni 200 ára starfsaf-
mælis íslenzks verksmiðjurekst-
urs á næsta ári, hefur stjórn
Félags íslenzkra iðnrekenda á-
kveðið að vinna að því, að fram-
leiðslusýning verði haldin á ís-
lenzkum verksmiðjuvörum á ár-
inu 1952“.
Hverjir voru hinir
heppnu?
1 gær var dregið í B-flokki
í happdrætti ríkissjóðs. 75 þús.
króna vinningurinn kom á nr.
3678. 40 þús. kr. á nr. 9570. 15
þús. kr. á nr. 124 724. 10 þús.
króna vinningarnir, sem eru
þrír, komu á eftirtalin nr.:
23 449; 98 566; 109 603. (Birt
án ábyrgðar).
Keyrði aftan á
vörubíl
Um kl. 3 í gær lenti fólksbif-
reiðinni R 1964, og vörubifreið-
inni R 3261 saman á gatnamót-
um Skólavörðusfcígs og Lauga-
vegs. Báðar voru bifreiðarnar
á leið niður Skólavörðustíginn
og rann R 1964 aftan á vöru-
bifreiðina um leið og hún
stanzaði samkv. umferðamerkj-
um á horninu. Skemmdir urðu
talsvcrðar á fólksbifreiðinni við
áreksturinn, luktir brotnuðu og
brettin lögðust inn o. s. frv.
Engin slys urðu á mönnum.
Isbjörn ísafirði 615
Kristján Akureyri 570
Marz Reykjavík 1.751
Pólstjarnan Dalvík 998
Skjöldur Siglufirði 729
Smári Húsavík 1.458
Stígandi Ólafsfirði 1.500
Súlan Akureyri 805
Sæfinnur Akureyri 1.301
Víðir Akranesi 1.284
Víðir Eskifirði 1.872
Hringnótaskip
Ársæll Sigurðsson Njarðv. 683
Ásgeir Rvík 771
Bangsi Bolungavík 612
Framhald á 7. »íðv
Bræðslusildln þrefalt melri en í fyrra
15 809 tiiniiiir í salt — ekkert í fyrra
Samkvæmt skýrslu Fjskifélagsins var bræðslusíldaraflinn á
miðnætti aðfaranótt s.I. sunnudags orðinn 91 þús. 729 hektó-
l'trar, eða nær þrefait meiri en á sama tima í fyrra, en þá var
hann 32 þús. 210 hi. — Saltsíldin var þá orðin 15 809 tur.nur,
en engin á sama tíma í fyrra.
Þessi skip hafá aflað 500 mál og tunnnr og þar yfir: