Þjóðviljinn - 21.07.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1951, Síða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 21. júlí 1951 PIÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuðl. — Lausasöluverð 75 aur. elnt Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Truman í hlutverki Hitlers Fimmtán ár eru liðin fra þvi fasistiskar herforingja- klíkur, í fararbroddi alls afturhalds Spánar, gerðu upp- reisn gegn löglegri lýðræðisstjóm landsins, og tókst með þriggja ára borgarastyrjöld, herstyrk frá Hitlers-Þýzka- iandi og Ítalíu Mússolinis — og lúalegum svikum Bret- lands og Frakklands, að hrifsa völdin í hendur sér. Stjórn Francós var aö sjálfsögðu fasistísk einræðis- stjórn, eftir fyrirmyndunum frá Þýzkalandi' og Ítalíu. Með hryllilegri grimmd var verkalýðshreyfing landsins bæld niður, foringjar verkalýðsins myrtir, fangelsaðir eða hraktir í útlegð. Innlent og erlent auðvald og landherrar fengu frjálsar hendur til að arðsjúga spönsku þjóðina, sökkva henni djúpt í eymd og niðurlægingu. Alþýða allra landa, frjálshuga menn hvarvetna um heim, fylgdist með hetjubaráttu sp>önsku þjóðarinnar gegn innlendum og erlendum fasistum af heitri samúð og veittu margs konar virka hjálp, þótt afturhaldsríkis- stjórnum tækist að hindra að sú hjálp nægði. Enn í dag nýtur spánska þjóðin heitrar samúðar allra frjálshuga manna og alþýðu heimsins. Nú í vetur, þegar spánska alþýðan reis upp til fyrstu skipulegu að- gerðanna gegn fasistastjórn Francós, í verkföllunum miklu í Barcelona, á Norður-Spáni og víðar, blossaði upp fögnuður alþýðu allra landa, hún sá í þessum þróttmiklu aðgerðum vott þess að blóði stokkin fasistastjóm Francós rambaði til falls. En heimsafturhaldið rumskaði líka. Hvað yrði um Spán ef þjóðin risi gegn blóðveldi Francós? Hitler var dauður, Mússólíni hengdur, — hvar var sá maður, hvar vár það afl, sem gæti haldið fasistískum einræðisherra, blóðugum til axla af ofsóknum gegn verkalýðshreyfingu og lýðræðissinnum lands síns, á veldisstóli sem þegar riðaði til falls? Hvar átti heimsafturhaldið þann kraft er tæki við í baráttunni gegn framfaraöflum heimsins, öfl- um lýðræðis og verkalýðshreyfingar; þar sem Hitler og Mússólíni voru neyddir til að sleppa? Þeim spurningum er svarað í heimsfréttunum þessa daga.Forseti Bandaríkjanna, Harry Truman, hefur hik- laust tekið við því hlutverki Hitiers og Mússolinis að styðja rambandi blóðveldi spánska fasismans. Banda- ríkjaauðvaldið þekkir sína, samningur þess við einn ó- þokkasælasta fasista heimsins varpar skírri og miskunn- arlausri birtu á hræsni þess um lýðræði og frelsisást, sýnir þá staðreynd nakta að þjóðfélagsöflin að baki fas- istastjórn Francós á Spáni og stjóm Trumans í Banda- ríkjum eru samskonar. En Bandaríkjaauðvaldið vill hafa eitthvað fyrir snúð sinn og dollar. Fasistinn Francó hefur greitt stuðning Bandaríkjanna með ránsfeng sínum, með eign spænsku þjóðarinnar, sjálfu landi hennar. Spán hefur hann selt bandarísku húsbændunum að herstöð og fótaþurrku, sett hann í aðstöðu hersetinnar hálfnýlendu. í samningi spánskra fasista við Bandaríkjaauðvaldið felst enn blygð- unarlausara afsal landsréttinda en Francó taldi heppi- legt að láta uppskátt meðan húsbændurnir hétu Hitler og Mússólíni. Og meira að segja ríkisstjómir Bretlands og Frakklands, sem einmitt þessa daga eru að breiða faðm sinn og Atlanzhafsbandalagsins við fasistastjórnum Tyrklands og Grikklands, skilja hve erfitt muni reynast að halda yfirskini lýðræðis og frelsisvarna á því banda- lagi með aðalríki þess í innilegum hemaðarmökum við blóðhundinn Francó. íhaldssamur brezkur útvarpsfyrirlesari hefur líkt samningi Bandaríkjastjórnar og Francós við bandalag Bandaríkjanna og annars fasista — Sjang Kajséks. Einn- ig þar var fasisti keyptur, seldi land sitt fyrir dollara og völd. Þar — og víðar — hefur Bandaríkjaauðvaldinu reynzt dýrt að ætla að kaupa land og landsréttindi af fasistum. Kínverska þjóðin sýndi hver átti landið. Spánska þjóðin mun einnig sýna það — og aðrar þær þjóðir sem beittar hafa verið sömu lúalegu þrælatökunum. Sjúkrasamlagið. „Llsa“ skrifar: „I „Bæjar- pósti“ Þjóðviljans 18. þ.m. er minnst á kjaraskerðingu þá, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur stendur fyrir. En vegna þess að mér finnst þar ekki nógu fast að orði kveðið, þá langar mig að biðja „Bæjarpóstinn" fyrir fá orð í viðbót. S.R. hef- ur ekki aðeins lækkað greiðsl- ur sínar úr % í V2 gjald, held- ur algerlega hætt að greiða sum nauðsynleg lyf. T.d. þekki ég gamla konu, sem hefur að staðaldri nú á annað ár orðið að nota pillur vi’ð of háum blóð þrýstingi, sem læknir hennar telur mjög mikilsvert að halda niðri eftir því sem föng eru á. En nú bregður svo undarlega við, að S.R. greiðir ekki einn einasta eyri fyrir þessi bráð- nauðsynlegu lyf. • Báðist á garðinn þar sem hann er lægstnr. „Það virðist sannarlega að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, að svifta gamal- menni sem komið er á grafar- bakkann — og hefur rúið sig inn að skyrtunni í mörg ár, til að greiða gjöld sín í S.R. — þessari sjálfsögðu hjálp til að geta keypt þau lyf, sem eiga að halda lífinu í henni. Ég þekki fleiri dæmi þess hvernig ráðstöfun S.R. kemur við fá- tækt fólk og lasið, en læt þetta nægja í bili. Get þó ekki stillt mig um að spyrja hvort ekki mætti spara örlítið hjá S.R. með því að fækka svolítið starfs fólkinu sem minnst veit. — — Lísa“. • Mjólkin þrotin kl. 9. Bæjarpósturinn hefur af mörgum verið beðinn að vekja athygli Mjólkursamsölunnar á því, að útkeyrslu mjólkurinnar í búðirnar á morgnana hljóti að vera eitthvað meira en lítið á- bótavant. I allt vor og sumar hefur flöskumjólkin þrotið í búðunum um kl. 10 á morgnana og jafnvel brúsamjólkin líka. Hefur fólk því orðið að hverfa frá og fara aðra ferð eftir mjólkinni kl. 11—12, en þá er keyrður út nýr skammtur. Nú síðustu dagana hefur þetta óviðunandi ástand enn versnað, því nú fæst engin mjólk eftir kl. 9 á morgnana og búðirnar eru mjólkurlausar a.m.k. til Jtl. Þetta er afar óþægilegt fyrir húsmæður og aðra sem á mjólk inni burfa að halda strax á morgnana. Tíminn milli 11 og 12 fer hjá húsmæðrunum í eldamennsku og undirbúning há degisverðar. — Þessu hlýtur að vera hægt að kippa í lag með því að auka útsendingu magns- ins sem keyrt er í búðirnar strax á morgnana. • Sagt upp eftir 33 ára starf. Verkamaður skrifar: „Mér finnst rétt að allur almenning- ur fái að vita hvernig Ihaldið framkvæmir nú uppsagnirnar í bæjarvinnunni. Meðal þeirra 40 verkamanna, se.n var sagt upp í gatnagerðinni fyrir . síðustu helgi voru ýmsir eidri verka- mer.n, sem hafa unnið hjá bæn- um árum saman. Er skal nefna tvö dæmi, sem sýna Ijóslega hversu löng þjónusta hjá bæn- um er metin og hvert öryggi verkamenn í bæjarvinnunni búa við: Meðal þeiira sem kastað er út í atvinnuleysið er verka- maður á sjötugsaldri, sem unn- ið hefur hjá bænum í 33 ár. Þessi verkamaður er slitinn orð inn og litlar líkur til að hann geti fengið vinnu annarsstaðar. Öðrum er sagt upp eftir 18 ára starf. Mér finnst þetta ákaf- lega táknrænt um þáð öryggi sem verkamenn búa við í hinu margprísaða auðvaldsskipulagi. — Verkamaður". ★ ★ Eimskip Brúarfoss fer frá Reykjavik kl. 1 e. h. í dag vestur og norður. Dettifoss fór frá New York 19. þm. til Reykjavíkur. Goðafoss er í Antwerpen. Guilfoss fer frá R- vík kl. 12 á hádegi í dag til Leith og Khafnar. Lagarfoss kom til Siglufjarðar I gærkvöldi. Sel>- foss er í Rvik. Tröllafoss kom til Gautaborgar 19. þm. frá London. Hesnes fermir i Antwerpen og Hull í lok þessa mánaðar. Skipadelld S.I.S.: Hvassafell er á leið til Kotka i Finnlandi frá Khöfn. Arnarfell fór frá Vestmannaeyjum 16. þm. áleiðis til Itaiu. Ríkisskip Hekla er í Glasgow. Esja var væntanleg til Reykjavikur í morg- un að vestan og norðan. Herðu- breið kom til Rvikur í gærkv. að austan og norðan. Skjaldbreið er á Vestfjórðum á norðurleið. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann er í Rvik. Flugfélag lslánds í dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Blönduóss, Sauðár- króks, Isafjarðar, Egilsstaða og Siglufjarðar. Á morgun er áætl- að að fljúga til Akureyrar (kl. 9,30 og 16,30), Sauðárkróks og Vest- mannaeyja. — Gullfaxí er í K- höfn og er væntartlegur þaðan til Rvikur kl. 18,15 á morgun, yf , 8,0Q—9,00 Morgun- útvarp. 10,10 Veð- urfregnir. 12,10— 13,15 Hádegisút- varp. 15,30 Miðdeg- isútvarp. 16,25 Veð- urfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Samsóngur (plötur). 19,45 Auglýs- ingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Einsöng- ur: Nelson Eddy syngur (plötur). 20,45 Erindi: Ferð um England á heslbaki (eftir dr. Jón Stefáns- son. — Andrés Björnsson flytur). 21,10 Tónleikar: Hljómsveit Sidney Torch leikur létt lög (plötur). 21,35 Upplestur (Haraldur Björns- son leikari). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Danslög (pl.) til 24,00. ^ _ Já, það hefur löng- um þótt við brenna að ljúgvitnunum bærl illa saman. Þrjú marsjallblöð- in birtu í gær mikla frétt um giftingu dóttur Stalíne. Morgunblaðið og Tíminn segja að brúðkaupsveizlan hafi staðið yfir í hálfan mánuð en Vísir segir að hún hafi staðið yfir í viku. Hefði nú ekki verið nær að reyna að halda í hann lvar hér lieima og feia honum að annast samræmdan fréttaflutn- ing marsjallblaðanna ailia til að koma í veg fyrir svona leiðinleg mistök? Helgidagslæknir frá kl. 2 í dag til kl. 12 á miðnætti er Signiundur Jónsson, sími 9717. Helgidagslækne ir á morgun (sunnudag) er Ólaf- ur Sigurðsson, Barmahlíð 49. — Sími 81248. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnss., Berg- þóra Bachmann Friðgoirsdóttir, Sundlaugavegi 24 og BaTdur Magnús Stefánsson prentari, Karfavogi 13. Heimili þeirra verður að Karfavogi 13. — 7. júní sl. voru gefin saman í hjónaoand af sr. Eiríki Bryn- jólfssyni að Útskálum, ringfrú Kolbrún Bjarnadóttir, stúdent og Sigurður Jónsson (Þingeyingur), íþróttakennari, frá Yztafelli. — Heimili ungu hjónanna er í Máva- hlíð 30. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e. h. á morg- un. — Sr, Þor- steinn Björnsson. — Nesprestakall. Messa í kapeliu Háskólans kl. 11 árdegis. Eftir helgina verður prestur safnaðar- ins, Jón Thorarensen, fjarverandi um tí na. Forseti Hæstaréttar Dómarar í Hæstarétti hafa kjörið Jón Ásbjörnsson forseta dómsins frá 1. sept n. k. til 31. ágúst 1952. 75 ára er í dag Júlíus Guðbrands- son, Laugaveg 50. Hann varð rétt eftir aldamótin húsvörður við Mið- bæjarbarnaskólann og kannast all- ir eldri Reykvíkingar vel við hann. Síðan hann liætti þeim starfa, hefur hann unnið sem hafnarverkamaður og lengst af hjá Ríkisskip. Július er alþekktur dugnoðar- og atorkumaður, enn vel ern, þrátt fyrir langan og erf- iðan starfsdag, — og heldur enn áfram starfi sínu hvern morgun af fullu fjöri. Munu margir hugsa hlýtt til gamla mannsins i dag, þegar hann stendur við vinnuna sína eins og endranær. Frá húsameistarafélagi Islands Á síðasta aðalfundi Húsameist- arafélags Islands, voru þessir kosne ir í stjórn: Hörður Bjarnason, skipulagsstjóri, formaður; Gunn- laugur Halldórsson, arkitekt, gjald- keri, en fyrir voru í stjórninni: Aðalsteinn Richter, arkitekt, ritari og Sigurður Guðmundsson, arki- tekt, sem nú er meðstjórnandi. Ritnefnd tímarits félagsins „Bygg- ingarlistin", var einnig kosin á fundinum, og hana skipa nú: Sig- valdi Thordarson, arkitekt, Sig- uröur Guðmundsson, arkitekt, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, Hannes Davíðsson. arkitekt og Hörður Bjarnason form. fél. fþróttablaðið, júli- heftið 1951 er kom- ið út. Efni: Sigr- arnir styrkja þjóð- areiningu Islend- inga. Viðbragðið í spretthlaupunum. Móttaka lands- liðsins. Deyfð á þjóðhátíðardaginn. Sexmenningarnir í sigurför. Frétta bréf til drengja. Knttspyrnari: Ak- urnesingar urðu íslandsmeistarar 1951. Landskeppnin Island—Svi- þjóð. Á grasafjalli. Frá íþrótta- þinginu. Frá Skíðasambandi Is- lands. Fréttir frá ÍSI o. fl. Næturlæknlr er í læknavarðstof- unni. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavikur- apóteki. — Sími 1760.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.