Þjóðviljinn - 21.07.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1951, Blaðsíða 8
Umráð tslenélinga gfir KeflaríktirflugreHi: islendmgum við fæknlstörf sagt upp og bandapískir Iteriiieiiii settlr í stad þeirra íslenzku marsjallblöSin hafa ekkert tækifæri ónotaS látið til að reyna að telja þjóðinni trú um að Keflavíkur- ílugvöllur væri undir íslsnzkri stjórn. Á sínum tíma skýrðu þau frá því að hópur íslendinga hefði hafið nám til að geta tekið að sér stjórn vallarins, og væri þaö liður í því að íslendingar tækju að sér stjórn hans að fullu. Á þriðjudaginn var skýrði Morgunblaðið frá því sem miklum sigri að íslendingar hefðu nú tekið við „stjórn þeirra deilda sem sjá um hið almenna farþegaflug. Er brevting þessi gerð samkvæmt Keflavíkursamningnum." Það sem gerðist á miðnætti aðfaranótt s.l. mánudags var hinsvegar það, að 10—12 fslendingar sem unnið höfðu tækni- störf á vellinum hættu starfi sínu, vegna þess að fjórum dögum áður sagði bandarísbi flugvallarstjórinn Mr. Gribbon, þeim upp starfi sínu, ÞAR SEM BANDARÍSKI FLUGHERINN HEFÐI TEKIÐ VIÐ STJÓRN FLUGVALLARINS. Ofan á allan blekkingavað- alinn á undanfömum árum til þess að reyna að telja þjóðinni trú um að Islendingar réðu sjálfir yfir Keflavíkurflugvell- inum reyndu marsjallblöðin að láta það líta svo út að Islend- ingar hefðu fengið aukin völd á Keflavíkurflugvellinum um sið- ustu helgi. Það sem gerðist var raunverulega "það, að um helm- Líf og lisf efnir til verðlaunaget- raunar Líf og list, júlíheftið er ný- komið út. Flytur það kvæðið Blóðlaus skuggi, eftir Vilhjálm frá Skáholti og tvö keltnesk Ijóð í þýðingu Hermanns Páls- sonar. Af sögum eru í heftinu Tvær ferðaminningar, Anna María og Dorovisky, eftir Sig- urð Benediktsson, •I þessu hefti er efnt til myndKstargetraunar. Birtar eru 10 myndir í heftinu og eiga lesendur að leysa úr því hverj- ar myndanna séu málaðar af óbrjáluðum mönnum og hverj- ar af geðveikum. Svör eiga að hafa borizt fyrir 20. ágúst n. k. Sá eða sú er sendir rétta lausn fær myndabók Kjarvals eða dýrmæta erlenda listabók að verðlaunum. Á forsíðu heftisins er mynd eftir Gaugin af nakinni konu frá Tahiti. — Kaffihúsarabbið um mannvígagloríuna nýju þurfa allir að lesa. ingi þeirra Islendinga er unnu tæknistörf var sagt upp. Stutt gaman skemmtilegt Sem frægt er orðið voru Is- lendingar aðallega notaðir til að SÖPA og annarra ámóta starfa á Keflavíkurflugvelli. — Skyndilega var svo tilkynnt að nú ættu íslendingar að fá að gegna þýðingarmeiri störf- um en SÓPUN á Keflavíkur- flugvelli, og gáfu sig þá fram áhugasamir ungir menn til áð læra tæknileg störf, í því augna miði að gegna þeim síðan á flugvellinum. Þessir ungu Islendingar urðu ekki langlífir í starfinu, því 12. júlí s. 1. fengu 10—12 íslend- ingar uppsagnarbréf frá Mr. Gribbqn, sem verið hafði flug- vallarstjóri. Framhaid á 2. síðu. ALMENN OG TÖLUVERÐ SÍLDVEIÐI í FYRRINÓTT 4000 mál og 1485 tunnur til Rauíarhafnar á einum sólarhring Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Velði var töluvert almenn í gærkvöld og nótt. Var almenn og töluverð söltun á Siglufirðí í nótt og dag. I dag var engin veiði og í kvöld var veðrið farið að versna á miðunum. Síldin veiddist út af Skaga- grunnshorni og 20 mílur norð- vestur af Grímsey og ennfremur 40 mílur norðaustur af Gríms- ey. 1 morgun fengu nokkrir bátar veiði 20—25 mílur norð- ur af Siglufirði. 900 tunnur í einu kasti Eitt skip, Illugi frá Hafnar- firði, fékk 900 tunnur í einu kasti á Skagagrunni. Missti annan bátinn og hálfa nótina Þótt veiði væri i gær og í nótt var veðrið ekki alltaf sem bezt. Dagný missti annan bát- inn og hálfa nótina. Norðmenn ferðbúast til Jan Mayen Norsk skip sem stunda rek- í dag til að fá olíu o. fl. og ætla að fara til Jan Mayen á reknetaveiðar. Til viðbótar þessu síðasta í fréttinni er rétt að geta þess, að á s.l. sumri sagði rannsókn- arskipið Sars norsku síldveiði- mönnunum til er síldin var kom in austur og norður, en þeir tóku þá ekki mark á því. Rann- sóknarmennirnir á Sars sögðu þáð í vor, og byggðu það á und- angengnum rannsóknum Norð- manna, að síldin myndi ekki Framhald á 7. síðu. Togaranum Austfirðingi fagnað vel á Eskifirði. Fáskrúðsfyrði og Reyðarfirði Togarinn Austfirðingur kom Siœmt viðhald vega í Þingeyjarsýslu Ifantar tilfinnanlega veghefil í sýslnna Þjóðvegurirm frá Akureyri um Ljósavatnssbarð, Kalda- kinn, Reykjadal og Aðaldal til Húsavíkur hefur verið mjög slæmur í sumar, ósléttur og holóttur. Kvarta bifreiða- stjórar yfir því að veglhum sé illa við haldið og valdi það tíðum skemmdum á ökutækjum. Hinsvegar ber mönnum saman 'um að vegurinn um Mývatnssveit geti talizt góður, en Pétur Jónsson í Reynihlíð sér um viðhald þess vegar. Umferð er nú mjkil um sýsluna. Enginn veghefill er nú staðsettur innan sýslunnar þótt undarlegt kunni að virðast, þeir næstu á Akureyri, enda ei*u vegirnir sjaldan heflaðir þrátt fyrir kvartanir bifreiðastjóranna. S.l. fimmtudag voru þó tveir vegheflar sendir frá Akureyri austur í sveitírnar og var talið að þeir hefðu staðið ónotað<r á Akureyri í \ibu. 1 ,*#'##<#'#<#<#<#<#'#<##<##'#<#'#<#'##'#'#'#<##'###'#*#<##>##'#>#<#<#<##<#<#<##<##>#<#<#'###<#'##<##*##*#J þlÓÐVILIINN Laugardagur 21. júlí 1951 — 16. árgangur — 163. tölublað til Eskifjarðar í fyrrinótt og var komu hans fagnað með hófi og ræðuhöldum í gær. Þaðan fór hann til Fáskrúðsfjarðar en síðan til Reyðarf jarðar í gær- kvöld og fagnað þar með há- tíðlegri móttöku. Það eru Reyðarfjörður, Eski- f jörður og Fáskrúðsfjörður sem eiga hinn nýja togara og gera hann út í sameiningu, en heima höfn hans verður á Eskifirði. Skipstjóri er Þórður Sigurðs- son. Framkvæmdastjóri útgerð- arinnar er Þorleifur Jónsson frá Hafnarfirði. Togarinn er smíðaður í Aberdeen og er 707 lestir að stærð. Æ. F. R. Ef nægileg þátttaka fæst, fer Æskulýðsfylkingin í sum- arleyfisferð í Þjórsárdal laugardaginn 28. júlí. Skóli Guðmundsson sigraði Banda- ríkjamanninn Bryan í hástökki ðrn Clausen sefti nýtt íslandsmet í 110 m grinda- hlaupi. — Seinni hluti meistaramáts Reykjavíbur hefst kl. 2.30 í dag Skúli Guðmundsson sigraði Bandaríkjamaiminn Gaylord Bryan í hástökkinu á Reykjavíkurmeistaramótinu í gærkvöld. Guðmundur Lárusson varð aðeins */» úr sek. á eftlr Robert Chambers í 800 m hlaupi. Örn Glausen setti nýtt íslandsmet i 110 m grindahláupi á 14,8 sek. Gamla metið, sem var 15 sek., átti hann sjálfur. I 800 m hlaupinu setti Akureyringurijin Hreið- ar Jónsson nýtt drengjamet. Er það 2 mín. og */, úr sek. Bandaríkjamenn: sigruðu I undanrásum í 100 m hlaupi, í 800 m hlaupinu, spjótkasti, 200 m hlaupi, langstökki og 3000 m hlaupi, en náðu hvergj íslenzkum metárangri nema í 3000 m þlaupi. Formaður Frjálsíþróttasam- bands Islands, Garðar S. Gísla- son, setti mótið og bauð hina bandarísku íþróttamenn vel- komna. Mótið hófst síðan með undanrásum í 100 m hlaupi. Sigraði Gaylord Bryan í I. riðli og McKenley í II., en næstir þeim voru Hörður Haraldsson, Ásmundur Bjarnason og Finn- björn Þorvaldsson, sem allir hlupu á sama tíma, 10,9 sek. I hástökkinu var einvígi milli Skúla og Bryan. Stökk Skúli léttilega yfir 1.85, en Banda- ríkjamaðurinn byrjaði með að fella slána í þeirri hæð þótt hann kæmist síðar yfir. Réði það úrslitum því báðir reyndu árangurslaust að stökkva 1,90 m. Keppni þeirra Gu'ðmundar og Barnaverndarfé- lagið býður námsstyrk Barnavemdarfélag Reykjavík- ur hefur ákveðið að gefa efni- legum námsmanni kost á átta þúsund króna styrk á ári til að stunda tveggja ára nám í fávitakennslu. Til greina koma aðeins kennaraskólamenn og stúdentar. Umsóknir um styrk þennan, ásamt prófskírteini og meðmælum, eiga að sendast Barnavemdarfélagi Reykjavík- ur, Melaskólanum, fyrir 15. á- gúst n. k Chambers í 800 m hlaupinu var tvísýn og skemmtileg. Guðm. tók forystuna í byrjun hlaups- ins, en hleypti Chambers fljót- lega fram fyrir sig og var talsvert tail á milli þeirra um tíma. Biðu menn með óþolin- mæði eftir endaspretti Guð- mundar og töldu áhorfendur að hann hefði komið nokkuð seint. Sótti Guðmundur stöðugt á sið- ustu 100 m og var aðeins 2/10 Framh. á 7. síðu íslenzkir lista- menn fá góða dóma í París Svo sem kunnugt er opnu'ðu íslenzku listamennirnir Gerður Helgadóttir og Hörður Ágústs- son sýningar í París 3. og 5. júlí. Sýnir Gerður tíu stand- myndir, tvær íágmyndir og teikningar í garðinum við sýn- ingarsal Colette Allendy, en Hörður sýnir 30 oliumálverk og 20 teikningar í sýningarsal Breteau’s. I vikublaðinu Arts föstudag- inn 6. júlí er farið lofsamlegum orðum um báðar sýningarnar. Einkum er farið miklum viður- kenningarorðum um sýningu Har'ðar sem listdómarinn virð- ist telja eftirtektarverðustu sýn ingu vikunnar. Um Gerði segir, að hún sé enn að leita að tján- ingarformi en muni eiga mikla framtíð fvrir sér. Sfórþjófnaður í skartgripaverzlun Þýfið um 40 þús. kr. virði Stórþjófnaður var framinn hér í bænum í fyrrinótt, er brotizt var inn í Skartgripa- verzlun Kornelíusar Jónssonar á Skólavörðustíg 8; Ekki hefur verið rannsakað til hlýtar hve miklu hefur ver- ið stolið úr búðinni, er áætlað að það sé um 40 þús. kr. virði. Talið er að stolið hafi veri'ð um 40—60 úrum, aðallega karl- mannsúrum, og voru þau ýmist úr stáli, gullpletti eða gulli. Ennfremur mun hafa verið stol- ið 2—3 tylftum að silfurteskeið- um, 30—40 hringjum, 38 eyraa- Framhald á 7. síðu. Slæmar sprettu- horfur Reyðarfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Unnið er nú að lagningu jarðsíma milli Reyðarf jarðar og Eskifjarðar og starfar 20—30 manna hópur að símalagning- unni. Mikið kal er í túnum hér og sprettuhorfur slæmar og útlit fyrir að heyfengur ver'ði með rýrasta móti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.