Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Flmmtudagur 23. ágúst 1951 Klak§töðin Framhald af 8. síðu. un. í þeim báðum eru nú langt á annað hundrað þúsund síli. Þegar þnu voru sett í tjarnirn- ar í maí s.l. voru þau ekki nema 1—2 cm á lengd en eru nú orðin allt að 7 cm löng. Synda þau þarna í tjörnunum í þykk- um torfum og taka gráðuglega til matar sins, en þeim eru ge»- In þorskahrogn eða vítamínrík fóðurblanda. Hiti vatnsins ræður miklu um hraðann í uppeldinu. í sumar hefur Skúli fengið afnot af hveravatni til klakhússins en gott væri að fá smáæð frá hita- veitunni í fóðurtjarnirnar til þess að skapa þarna sem bezt skilyrði fyrir sílin. Skúli telur að sílin verði orð- ln 10—12 cm að lengd í okt. n. k. og fer þá fram grisjun, þ. e. nokkur hluti ungviðsins verð ur fluttur í aðrar tjarnir, sem nú eru að verða tilbúnar. Er þetta gert til þess að ekiki þrengi að ungviðinu og það hafi jafnan nægilegt súrefni- Næsta ár hyggst Skúli að fá hrogn aftur erlendis frá, og þá meira magn en í vor, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Athyglisvert ræktunar- starf. S. 1. vetur gerði Skúli tilraun með laxaklak og náðu seiðin á rúmum mánuði 3—4 cm lengd og þótti það ágætur árangur. Getur þarna í klakstöðinni far- ið fram mjilg þýðingarmikið uppeldi fyrir ár og vötn, og ættu bændur og aðrir sem ráð hafa á veiðiám og vötnum ekki að láta þá miklu ræktunar- möguleika fram hjá séir fara, sem Skúli Pálsson er að skapa af dugnaði og framsýni. Þeg- ar seiðin eru orðin nægilega harðger og hafa náð hæfileg- um þroska má sleppa þeim í árnar og viðhalda þannig stofn- inum og auka hann, en á slíku er víða mikil og knýjandi nauð- syn, eftir rányrkju undanfar- andi ára. Getur orðið útflutníngs- vara. Þessi merkilega tilraun Skúla Pálssonar er áreiðanlega þess virði að henni sé fullur gaum- ur gefin og veittur sá stuðn- ingur sem mögulegt er að láta í té. Hér getur vissulega verið um að ræða upphaf að nýrri atvinnugrein ef vel gengur hér eftir sem hingað til. Víða er- lendis, ekki sizt í Bandarikjun- um og Danmörku, er laxa- og silungsklak og uppeldi álitleg- ur atvinnuvegur. Telur Skúli að eftir 3—4 ár hafi fiskurinn náð hæfilegri stærð sem útflutn- ingsvara. Kaf f ih 23. Cora Sandel fer mesti ljóminn að hverfa af þessum stað. Böggullinn er heitur. Jæja ? Larsen þurrkar borðið, þótt Sönstegárd eigi að sjá um það og sé nýbúin að þurrka af því. Eitthvað verður hún að gera. Eða öllu heidur volgur. Þetta virðist helzt vera skaftpottur eða eitthvað þvíumlíkt. En lyktin er af honum. Ekkert get ég að því gert. Ég á ekki að sjá um þetta borð. Larsen er allt í einu orðin önug. Að halda áfram -að rausa um þennan pakka og láta einS og ekkert sé, þegar þau eru tvö ein. Ætlar hann kannske að láta eins og ekkert hafi gerzt? Svei mér ef þetta er ekki grænkálslýkt. Þau hafa gleymt matn- um sínum. Alltaf butnar það. Einmitt það. Já, já, já, Larsen litla, hvort sem það er grænkái eður ei, þá skrifið þér hjá mér'kaffi, þrjár kökur og glas af port- víni. Ég lít hingað aftur inn í fcvöld. Já, það var satt, kaffið handa frú Öyen líka------ Ég þori það ekki vegna frú Krane, segir Larsen önug: Hún vill ekki hafa allar þessar skriftir. Þá vilja allir láta skrífa hjá sér. Þér þorið það vel. Lydersen lítur í kringum sig, tekur snögga ákvörðun og kyssir Larsen bakvið eyrað. Nei, hvíslar Larsen lémagna. Jú. Hann kyssir hana aftur og fer. Fyrir utan dymar gengur hann beint í flasið á Sönstegárd. Ef til vill hefur hún séð eiethvað. Sennilega hefur hún séð það. Fékkstu nú veður af einhverju gamla mín? hvæsir hann: Þessar eilífu gægjur þínar eru óþolandi. Ef þú heldur að þú hafir eitthvað upp úr þeim------- Sönstegárd sýgur úr tönnunum. Hún er á leið inn á prívatið KCPLINGU vantar mig í Ford 1942. — Sími 7500. SUNDMERKIN FÁST Nfl AFTUE. Allir verða að eiga sundmerkln, þeg- ar úrslitin milli Norðuriandanna verða gerð kunn. SUNDHÖLLIN SUNDLAUGAENAR Auglýsið í Þjóðviljanum Ð AV t Ð að sinna sínum eigin boðum, hann á löglegt erindi hingað, og hún svarar svona ósvifnum dylgjum með ískaldri fyrirlitningu. Élísa Öyen er að fara. Hún ýtir á glerhurðina en nemur staðar. Lydersen er á hælunum á henni. Það er eins og vera ber. Hún er á hans vegum, þau komu saman inn. Sást þú líka húsbónda þinn? Þarna skall hurð nærri hælum. Það er ekki vel viðeigandi að koma héðan út í miðjum vinnutím- anum. Það kemur engum við nema mér. Jæja þá. Annars ætiuðum við að tala saman. Og við gerðum það. Það er engin þörf á því heldur. Einmitt það ? Það er ánægjulegt áð heyra. Hvers vegna ertu þá svona skapill? Þú varst nógu blíð þegar við komum. Kemur það þér nokkuð við ? Stilltu þig gæðingur, ég hélt endilega að mér kæmi það við. Meðal annarra orða, þá er eitthvað sérstakt í fasi þínu í dag. Ég hef tekið eftir því allan tímann, af hverju svo sem það staf- ar. Það er annað og meira en þessi fíni blárefur---- Alltaf eruð þið karlmennirnir eins. Þið vitið aldrei af hverju neitt stafar. Jú, það er blárefurinn. Biárefurinn og ekkert ann- að. Nú fer ég. Vertu sæll. Frú Krane hefur mjakað sér nær. Hún er að taka til á af- greiðsluborðinu. Nú er Elísa farin áð þræta við Lydersen. Það er naumast hún er vígreif í dag. Frú Krane beygir sig niður við borðið flytur til konfekt- kassa og annað slíkt, og hún heyrir Lydersen segja: Segðu inér-----var þetta óþarfa hræosla í þér? Ætlarðu að hjálpa mér cða ekki? Ég get ekki ítt áhættu-------Og ég lét þig hafa — — Þú ert ekki það fifi, að þú eigir neitt á hættu. Það sem þú lézt mig hafa kom ekki að neinu gagni. Það var einskis nýtt. Ef ég verð að giftast Pétri, þá er það þér að kenna. Ég er á vakt í nótt, segir Lydersen. Jæja. Þú kemur bakdyramegin. Eins og éður fyrr. Þrjú smáhögg á gluggann. Elísa svarar engu. Skelfing er frú Krane illt í bakinu. Hún verður að rétta úr sér og um leið sér hún að Lydersen grípur um handlegg Elísu: Vertu nú ekki með neina vitleysu. Það er allt búið milli þín og karlsins. Og hinn vill ekki sjá þig. Og þá er ég eftir. Þú ættir að vera þakklát fyrir það. Því að ekki geturðu leitað til gamla eig- inmannsins þíns, sem er nýkominn á vettvang. Það fór aldrei svo að við töluðum ekki saman. Ekkert svar. Fallegt skinn, segir Lydersen: Ljómandi fafiegt. Það er alls ekki víst, að hann vilji ekkert með mig hafá, segir Elísa þrákelknislega. Eiginkonan kemur með næsta skipi. Fallegt skinn er alltaf í sínu gildi. Þetta er mjög skynsamleg ráðstöfun. Þú ert óþokki. Já, sem betur fer. Það er lítið á góðmennskunni að græða. Frú Krane hefur þokað sér að hinum borðsendanum, og þar rís hún upp stirð og af sér gengin eftir allt bogrið. Hún sér Elísu fara, sér Stordal sitja eins og himinfallinn á stól upp við vegginn. Hann virðist ekki botna neitt í neinu. Elísa hrópar hann eins og hann væri að vakna af svefni. En hún er komin út á götu. Hurðin skeilist ofsalega á eftir henni, hún er svo reið. Frú Krane lætur fallast niður á stól. Bak við peningakassann. Hún hefur verk bæði í bakinu og sálinni. Þarna kemur Larsen. Á hverju heldur hún? Frú Krane, á ég að setja þennan pakka fram í eldhús? Það hefði átt að vera búið að fjarlægja hann fyrir löngu, hann forpestar loftið. Að dctta í hug að láta þetta liggja! Þau hafa víst gleymt þessu. Mér finnst það helzt vera grænkál. Farið þér fram með hann, segir frú Krane magnþrota. Larsen er einnig magnþrota að sjá, en hún hafði þó þirek til að senda Sönstegárd eiturskeyti. En hún kom ekki aö tómurii kofanum. Sönstegárd lætur hana ékki eiga neitt hjá sér. Hún er mesta hörkutól. Sjálf segist hún vera hert. Hún lítur upp andartak, þar sem hún situr yfir servíettunum og segir: Skelfing eruð þér aumingjalegar, Larsen? Hefur eitthvað komið fyrir yður?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.