Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 23. ágúst 1951 IINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson. SigurBur Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askrlftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. elnt, Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Óttinn viS staðrsyndirnar Málgögn bæjarstjórnarmeinhlutans, Morgunblaðið og Vísir, hafa ekki getað leynt ótta sínum við afleiðingar þsss óhæfuverks ''haldsins, að stofna til aukaniðurjöfn- unar á miðju fiárhagsári, gegn rökstuddum og ein- dregnum mótmælum almennings, sem þegar styn- ur undan þeim gifurlegu greiðslum, sem honum er ætl- að að inna af hendi í óreiðuhít íhaldsins. Morgunblaðið nefur tekið þann kostinn að forðast umvæður um málið eins og heitan eldinn. Það hefur reyr.t að velja sér annað umræðuefni meðan ólgan er mest og málið ferskast. Hafi það verið neytt til að leggja orð í bslg, hefur tal þc-ss allt verið hjáróma og utangarna. Þegar öllum heilskyggnum mönnum er ljóst að spilaborg Reykj avíkur-íhalds ins er að hrynja og veruleiki fjár málaöngþveitisins blasir við hverjum bæjarbúa, þá held- ur Morgunblaðið samt unpteknum hætti og talar um glæsilega fjármálastjóm íhaldsins og „traustan fjárhag Reykjavíkur“, eins og skrum „Bláu bókarinnar“ séu staðreyndirnar um fjármálastjórn bæjarstjómaríhalds- ins en ekki niðuijöfnun þeirra 6 millj. kr. í aukaútsvör- um sem nú hefur verið ákveðin af íhaldinu með sam- þykki Framsóknarráðherrans Steingríms Steinþórssonar. Ádeilunni á gegndarlausa fjársóun íhaldsins. óstjórn þess og óreiðu í bæjarrekstrinum öllum hefur Morgun- blaðið ekki boriö við að svara. Það hefur viðurkennt óstjórnina með þögninni og talið hana hæfa bezt óverj- andi málstað íhaldsins. Það hefur ekki vikið einu orði að þeim sparnaðar- tillögum sem fram hafa verið bornar. Vegna hvers? Vegna þess að jafnvel Morgunblaðinu er ljóst að þær eru á fyllstu rökum reistar og eiga almennt fylgi bæjar- búa. í raun og vera hefur Morgunblaðið gefizt upp við að verja íhaldsmálstaðinn og alla óstjórnina, sem þrífst undir handarjaðri skjólstæðinga þess. En heildsalablaðið Vísir hefur reynt að beita annarri aðferð. Það hefur einfaldlega logið kalt og rólega að lesendum sínum, að íhaldið hafi framkvæmt nákvæma rannsókn á öllum möguleikum til meiri hagsýni og sparnaðar í rekstri bæjarins og stofnana hans, og að .,cl! úrræði bafi verið athuguð til þrautar, áður en á kvföið var að efna til aukaniðurjöfnunar.“ Ailir, sem fylgzt hafa með gangi þessara mála vita að þessi staðhæfing heildsalablaðsins er vísvitandi ósann- indi og líka rakaiaus. íhaldsmeirihlutmn felldi allar tillögur sósíalista um sparnað. m.a. á hinum óhóflegu bílastyrkjum og bíla- kostnaði, sem nam s.l. ár hvorki meira eða minna en 815 þús. kr. íhaldsmeirihlutmn felldi að draga nokkuð úr þeirri ótrúlegu fjárhæð; sem árlega er varið til veizluhalda og risnu. íhaldsmeirihlutmn felldi að láta rannsaka hvemig á þeirri óhæfu stendur að áhaldahús bæjarins hirðir 285 þús. á ári fyrir ,,leigu“ á hökum, skóflum og'náð- húsum til gatnagerðarinnar. íhaldsmeivihlutinn felldi að fresta samþykkt aukaniður- jöfnunarinnar og láta fara fram athugun á leiðum til spamaðar á hinum sívaxandi skrifstofukostnaði bæj- ai ins, sem orðinn er með öllu hóflaus. íhaldsmeirihlutinn vildi enga rannsókn, enga athug- un á sparnaðarmöguleikum. Hann vildi fá að halda óáreittur áfram sukk-nu og óreiðunni og sækja til þess aukin fjárframlög í vasa skattþegna bæjarins. En hvers vegna er ])á heildsalamálgagnið að stað- hæfa aö „öll úrræði hafi veriö athuguð til þrautar, áöur en ákveðið var að cína til aukaniðurjöfnunar“. Skyldi það ekki vera vegna þess, að jafnvel Vísir veit að þessi krafa á almennan hljómgrunn meðal allra Reykvíkinga, þótt íhaldið hafi hafnað henni með fyrirlitningu? Það er óttinn við staðreyndirnar, sem hefur rekið heildsalablaðið til að beita lyginni í vörn fyrir vonlaus- an málstað íhaldsins. Sagði allt biilvað Völundur skrifar — „Ég hltti kunningja minn einn fyrir nokkrum dögum. Hann stjórnar iðnfyrirtæki. Ég spurði hann frétta, eins og gengur þegar menn hittast. Hann sagðist segja allt bölvað. Nú hvað er eiginlega að, varð mér að orði hefur eitthvað sérstakt komið fyrir, eða gengur þitt fyrir- tæki ekki sæmilega. „Þetta hef- ur rétt flotið fram að þessu,“ svaraði kunningi minn, en ég sé ekki fram á annað en sölu- skattur ríkisstjórnarinnar ætli að ríða þessum rekstri, sem ég hef með höndum, gjörsamlega að fullu. Og þegar svo er kom- ið, eftir alla fyrirhöfnina við að koma þessu á sæmilegan grundvöll, getur maður tæpast hælt ástandinu". hreinasta óhæfa og til þess framkvæmd að heimsmeistarinn geti gortað í þingbyrjun í haust af glæsilegri fjárhagsafkomu hjá ríkissjóði. Aðferðin er ofur einföld: Almenningur í landinu og atvinnufyrirtækin eru rúin á hinn ósvífnasta hátt, til þess að svala metnaði heimsmeistarans og stuðningsmanna hans. Ætli það þætti þokkalegt búskapar- lag hjá bónda í sveit, sem hefði þá aðferð við búreksturinn að svelta skepnurnar til þess eins að sýna fyrningar að vori? Ég býst við að slíkt þætti ekki eftirbreytnisverð búmennska. En söluskattsinnheimta núver- andi ríkisstjórnar er nákvæm- lega af sama toga spunnin. Þar er bókstaflega enginn munur á. — Völundur" Skatturinn í ár 30 þúsundir kr. Eg innti hann nánar að því hvað söluskatturinn, sem hann á að standa skil á til Eysteins Jónssonar í ár næmi hárri upp- hæð. Hann sagði það 30 þús- undir króna. Og hann trúði mcr fyrir því, að fengi hann ekki víxil í bankanum, sem nú væri orðið næsta 3rðugt, lægi tæp- ast annað f>TÍr en láta lög- regluna innsigla hjá fyrirtæk- inu og hætta starfrækslunni. „Við höfum ekki þann afgang að hægt sé að standa undir þessu öllu lengur.“ Hann bætti því við sem raunar liggur í augum uppi, að svona er ástatt fyrir fjöldanum öllum af smærri atvinnufyrirtækjum. Söluskattur Eysteins og Sjálf- stæðisflokksins er beinlínis að setja þau á höfuðið. • • Innheimt í verzluninni En það eru ekki aðeins at- vinnufyrirtækin,, sem eru að sligast undir söluskattinum. Hann hefur átt drjúgan þátt í að hækka nauðsynjavörur alls almennings og stóraukið dýr- tíð í landinu. Almenningur greiðir Eysteini Jónssyni, heims meistara í skipulagðri dýrtíðar- aukningu, sinn hluta af sölu- skattinum um leið og lífsnauð- synjarnar eru keyptar í kaup- félaginu eða hjá kaupmannin- um. Það er handhæg innheimta fyrir ríkisstjómina. Fólkið get- ur illa án lífsnauðsynjanna ver- ið og þessvegna þarf ríkis- stjómin ekki að beita neytend- ur sömu hörkutökunum og vofa yfir þeim smærri atvinnu- rekendum, sem ekki eiga fyrir söluskattinum. En buddán getur líka sagt stopp hjá neytendun- um og þá verður að draga v-ið sig vörukaupin. Tóm pyngja kemur þá í stað innsiglisins frá lögreglunni. • • Hvað gengur þeífa k:ngi ? En hvað lætur fólk bjóða sér þessa óhæfu lengi án iþess að mynda samtök til varnar ? Ætla atvinnufyrirtækin að láta setja sig á höfuðið, eitt og eitt, og hafast ekkert að? Öllum er ljóst að þessi skattheimta er RIKISSKIP: Hekla er í Reykjavík og fer það an kl. 20,00 á laugardagskvöld til Glasgow. Esja er i Reykjav: Herðu breið fór frá Reykjavík i gær aust ur um land til Siglufjarðar. Skjald breið er í Reykjavik og fer þaðan á morgun til Skagafjarðar og Eyja fjarðarhafna. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Skipadeiid S.I.S.: Hvassafeii lestar síld fyrir norð urlandi. Arnarfell átti að fara frá Stettin í dag, á’eiðis til Kaup- mannahafnar. Jökulfell kom til Guayaquil 21. þm., frá Valpara- EIMSKIP: Brúarfoss fer væntanlega frá Milos 22. þm. til Hull. Dettifoss cr í N.Y. Goðafoss er i Keflavik væntanlegur til Rvikur í fyrramál ið 23.8. Gullfoss fór frá Leith 21.8. til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er i Reykjavík. Selfoss er i Rvík. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15.8. til N.Y. Hesnes fer frá Reykjavík i dag 22.8. til útlanda. Loftleiðir h. f 1 dag verður flogið til Vestm.-eyja (2 ferðir),lsafjarðar, Akureyr- ar og Keflavíkur (2 íerðir). ,-- Frá Vestmannaeyjum verður flog- ið til Hellu. — Á morgun er ráð- gert að fljTiga til Vestmannaeyja, lsafjarðar, Akureyrar, Sigiufjarð- ar, Sauðárkróks, Hólmavíkur, Búð ardals, Hellissands, Pati-eksfjarðar, Bildudals, Þingeyrar, Flateyrar og Keflavíkur (2 ferðir). FLUGFÉLAG ISLANDS: Innanlandsflug: 1 dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannneyja, Ólafsfjarðar, Reyð arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Blöndu óss, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Kópaskers. — Á morgun er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (2 íerðir), Vestmannaeyja, Kirkjubæj arklausturs, Fagurhólsm., Horna- fjarðar og Siglufjarðar. — Frá Ak- ureyri verður flugferð til Aust- fjarða. — Millilandaflug: Gullfaxi fer til Osló og Kaupmannahafnar á laugardagsmorgun. er opinn alla. virka daga kl. 1—7 og á sunnudögum kl, 1—10. Frá skóiagörðum Reykjavíkur. 1 dag kl. 12 verður farið í berjaför frá skólagörðunum við Lönguhlíð. Börnin eru beðin að hafa með sér nesti. — Komið verður í bæinn um kl. 8. G E R P I R, 6.-7. tbl. 1951, er komið út. Efni: Um vor við Skrúð, kvæði eftir Knút Þorsteinss. fráÚlfs stöðum. Hrafnkatla hin nýja og Sigurður Nordal prófessor, eftir Aðalstein Jónsson, Vaðbrekku. Um strönd og dal: Samkórinn Bjarmi á Seyðisfirði. — Heimsókn Bjarma til Neskaupstaðar. — Veturinn 1950—1951. —- Vegamál. Skógarferð eftir Kristján Benediktsson, Ein- holti. Kyr.nisför til Noregs, eftir Árna Vilhjálmsson, Siðu-Hallur, eftir Sigurð Vilhjálmsson og 1 Gerpisröstinni. ypf ^ 19,30 Tónleikar: Danslög. 20,30 Ein- söngur: Robert Wil son syngur. 20,45 Dagskrá Kvenrétt- indafélags Isl. 21,10 Tónleikar. 21,20 Frá útlöndum (Ax el Thorsteinson). 21,35 Sinfónískir tónleikar Symphonie Espagnol fyr ir fiðlu og hljómsveit eftir Lalo (Huberman og Philharmoníska hljómsveitin i Vínarborg leika; George Szell stjórnar). 22,00 Frétt ir og veðurfregnir. 22,10 Fram- hald sinfónisku tónleikanna: Sin- fónia nr. 1 i B-dúr op. 38 (Vor- sinfónian) eftir Schumann (Sinfón íuhljómsveitin i Boston leikur; Serge Koussevitzky stjórnar). 22,40 Dagskrárlok. Vaxmyndasafnlð er opið í Þjóð- minjasafninu alla daga kl. 1—7 og sunnudaga kl. 8—10. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Ólöf Sigurð ardóttir forstöðu- kona á Staðarfelli, og Hjörtur Þóratv insson, kennari frá Reykhólum. — Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Lára Ólafs- dóttir, Blönduhlíð 6 og Kristmund ur Sörlason, Tjarnargötu 39. ---- Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Halldórú Gisladóttir, Óðinsgötu 16 og Ástþór Markús- son, skipverji á Goðafossi., Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ung- frú Iris Kristjánsdóttir, Njálsgötu 30 og Þorsteinn Sigurðsson vél- stjóri, Brunnstíg 4, Hafnarfirði — Nýlega opnberuðu trúlofun sína Guðbjörg F. Torfadóttir, Hvítadal Dalasýslu og Sigurður Ágústson, Njáisgötu 85 Þaö er naumast að Gummi Daníeís son orkaði örvandi á frásagnargleði Pólværjans, ssm sakadómari var bú inn að gefast upp við. Væri ekki liægt að láta Gumma liafa við- tal við Sigurð Jónasson, forstjóra um olíumál? Ljósatíml bifrelða og annarra ökutækja er frá klukkan 22,50— 04,15. SÖFNIN: Landsbók'asafnið er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga kl.10—12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið er opið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga nema laug- ardaga yfir sumarmánuðina kl. 10^—12. — Þjóðminjasafnið er lok- að um óákveðinn tíma. — Lista^ safn Einars Jónssonar er. opið kl. 1,30—3,30 á sunnudögum. — Bæj- arbókasafnið er opið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4. — Náttúrugripasafnið er opið kl. 10—10 á sunnudögum kl. 2—3. — Listvinasalurinn, Freyju- götu 41, er lokaður um óákveðinn tíma. Ungbarnavernd Líknar Templara sundi 3. Opið þriðjudága 3,15—4 og fimmtudaga 1,30—2,30. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. — Sími 1760. Skrifstofa ÆF verður framvegis opin alla virka daga frá kl. 8—10 e.h. nema á laugardögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.