Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1951, Blaðsíða 3
Fimmtuiagur 23. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Allt hœkkar nema ríkisstjórnin smækkar VERÐHÆKKANIR þær sem orðið hafa tvö síðustu árin hafa margar hverjar komið svo smátt og smátt að við höfum ekki ailtaf veitt því eftirtekt, en síðustu mánuðina virðist dýrtíðin í landinu rísa eins og iholskefla sem enginn treystir sér lengur að reisa rönd við. VIÐ húsmæðurnar stöndum ráðalausar að láta kaupið hrökkva fyrir brýnustu þörfum. Frá því í maí í vor hafa allar nauðsynjavörur undantekning- arlaust hækkað meira eða minna. Hækkun trygginga- gjalda, lyfja og strætisvagna gjalda eru einnig hlutir sem ikoma tilfinnanlega við fólk, en látum okkur halda okkur við nokkrar nauðsynjavörur og at- huga hvað þær hafa hækkað síðustu 2-3 mánuðina. Nýlega hækkaði kaffipakkinn enn þá einu sinni, snemma í vor var hann.... 8,40 nú 10,45 Strásykur..... 4,60 nú 5,25 Molasykur .....5,16 nú 5,50 Hrísgrjón..... 4,70 nú 6,00 Hveiti.........2,80 nú 4,10 1 heilhveitibrauð 2,25 nú 2,70 Grænsápa 1 pk. . 7,50 nú 10,00 HÉR er aðeins stiklað á nokkrum liðum til þess að sýna að við alþýðukonurnar þurfum ekki að undrast, þótt kaupið hrökkvi ekki til; jafnvel þótt það hækki örlítið. Almenningur er ofurseldur dýrtíðinni. Menn- írnir sem lýstu því yfir við síðustu alþingis- og bæjar- stjórnarkosningar að þeir ætl- uðu að stöðva dýrtíðina, berjast fyrir nýjum ibúðum og lækkandi sköttum ef þeir aðeins yrðu kosnir og kæmust á þing stjórna landinu nú. Urga ekki kosningaloforð þessara herra í eyrum ykkar, góðu konur? Eig- um við að halda áfram að taka öllu með þögn og þolinmæði, hvað miklum sköttum og á- lögum, sem á okkur er dembt? ÍEr ekkí kominn tími til að við gerum okkur í fullri alvöru grein fyrir af hverju þessi ó- stjórn í landinu stafar? Höf- um við ekki sem helmingur kjósenda lvft litlum köllum upp í ábyrgðarmiklar stöður, og ,súpum við og heimili okkar : c-kki seyðið af því nú? STÓR kvenfélagasambönd og kvenfélög hafa margsinnis mót- mælt dýrtíð og svartamarkaðs- braski í landinu, en slíkar sam- þykktir verða næstum brosleg- ! ar og bera engan árangur, sé þeim ekki fylgt eftir með al- vöru og einbeittni. Sameinaðar hafa íslenzkar konur lyft mörgu Grettistakinu þjóðinni til . þroska. Hver vill halda því fram að kvennasamtökin gætu ekki látið meira til sín taka í þessum málum. Um íslenzkan listiðnað Bréf frá Kaupmannahöfn Á stríðsárunum var flutt inn til Reykjavíkur mikið af ófögr- um leirmunum, sem ég veit ekki hvaða villimönnum hafa verið ætlaðir upphaflega, og fylltust margar búðir af þessu og tæmd ust aftur, en kvenfólkið var að staðnæmast fyrir utan glugg- ana og heyrðist vera að veg- sama í háum tónum dýrðina fyrir innan. Nú þykist ég vita að þessir fílar með einhvers- konar hræðilega hnútaveiki um allan kroppinn, þessir „plattar“ með myndum af heimsfrægum stjórnmálamönnum logagýltum, muni standa og hanga enn á mörgum vegg og á margri hillu og vera augnayndi margri góðri húsmóður, skárt og heiður síns húss, og langtum hærra metnir en nokkrum hefði getað til hugar komið, þegar verið var að framleiða þetta af ó- tuktarskap handa villimönnum. Það var haldin hérna í vor sýning á norskum listiðnaði í hinu sama húsi og Jónas Hall- grímsson háði dauðastrið sitt, fárveikur síðustu nóttina og næsta óliklegur til að hafa ver- ið að lesa skáldsögu (hver sem kann að hafa spunnið þetta upp) Ég gekk þarna einu sinni og fannst hver hlutur öðrum eigulegri og skemmtilegri og þó að hver þeirra væri frum- smíði sem ekki á enn marga sína líka, var verðið mjög skap- legt. Þó nokkuð sé umliðið man ég enn vel eftir mörgu, einkum myndavefnaðinum. Þar var veggtjald ofið af Hannah Rygg en, ágætri listakonu norskri og vel frægri um Norðurlötnd. Ég vil skora á íslenzku kvenfé- lögin að þau hlutist til um að hennar, en rósaverkið, sem hún flosaði og krosssaumaði, er enn verið að burðast við að stæla á íslandi. Á stríðsárunum (1939-1945) hljóp mikill vöxtur í ýmislegt á íslandi, þ.á.m. sjálft fólkið; bæ'kur urðu óhandleikanlega stórar, stólar og sófar og önn- ur húsgögn beigdust út á alla kanta og íbúðimar þrefölduð- ust að stærð eða vel það. En náttúran, sá mikli listamaður segir að svo megi ekki til ganga, að dautt eða lifandi nái að vaxa í óhófi, henni þykir meðalhófið fegurst, allt það, sem fer fram úr brýnni þörf bannar hún. Á sýningu þessari var svo að sjá að náttúran hefði feng- ið að hafa hönd í bagga með listafólkinu, svo hagkvæmt og hæfilegt virtist allt vera. En það þýðir ekki að lýsa hlut- unum með orðum, ég vil aðeins geta þess að mér virðist að íslenzkur listiðnaður hefði orð- ið hjáleitur þarna, með undan- tekningum þö, en þetta er því meiri óþarfi sem ágætar list- gáfur búa með þjóðinni og list- smekkur margra manna batnar ár frá ári. En þó að oss sé' áskapaður skilningur á því hvað fagurt er og hvað ekki, virðist mér sem ekkert nám sé lengra en listnámið. Margar ný- stárlegar myndir eru fyrst ráð- gáta fyrir augað, en þá skalt þú ekki gefast upp, heldur skoða betur, og þrautseigja þín mun fá ríkuleg laun. Og hafi einhverjum orðið það á í ein- feldni að halda, að heimili sé því betra sem það er stærra, húsgögn þess því betri sem þau FaUegur síðsumarsfrakkl. Athugið að kragann nota sem Hettu ef svalt er í veðri. MATAK- UPP- SKRIFTIR Krækiberjasaft 1 1 krækiberjasafi 400 gr sykur Betra er að berin séu vel þroskuð. Þau eru hreinsuð og þvegin úr köldú vatni og sett í krukku. Krukkan er látin ofan í pott með vatni og hitað þangað til að öll berin eru sprungin. Berjunum er hellt í línpoka, sem hengdur er á slá eða grind. Það má ekki hræra í berjunum heldur láta síga úr þeim án þess. Það tekur lengri tíma, en saftin verður tærari og betri þannig. I 1 1 af krækiberjasafa er sett 400 gr af sykri og það soðið í 20 mín. við hægan eld. Froðan veidd vel ofan af. Saft- inni 'hellt sjóðandi heitri í heitar fiöskur. Tappi settur í og lakkað yfir. — Geymist á köldum stað. Krækiberjasaft með benzoesýru (hrá) 1 kg. krækiber % gr benzoesýra %—xh kg sykur 5 gr vínsýra HH haldin verði í Reykjavik sýning á veggtjöldum Hannah Rýggen og verkum annarra ágætra lista- kvenna norskra, ef það er mögulegt og ef unnt væri að vekja íslenzkar hannyrðakonur af svefninum í sínu hundrað- æra krosssaums-rósagerði. Eng- in kona á Islandi mundi fást til að bera klæðnaði Karólínu Am- elíu drottningu Kristjáns VIII. og tæplega að kaupa „langstól- inn“ hennar, chaiselongue Hannyrðir í nútímaskiln- ingi. — Felatta teiknuð og saumuð af finnsku lista- konunni Kalju Mustakollio. taka meira pláss, menn því betri sem þeir vega meira, þarf þó ekki að vera öll von úti um hann, einnig hann getur lært að athuga betur, skoða bet- ur, skilji betur. En þeim sem segja fyrirvaralaust að mynd eftir meistarann Braque eða Svavar Guðnason sé „1 jót“ og „vitleysa" getum við ekki hjálp- að; út úr blindni þeirra er engin leið því þeir „vita“ og trúa engum nema sér. Ég vil leggja til að haldin verði í Reykjavík sýning slík sem hér var um að ræða, feng- in frá nágrannalöndum úrvals1- hlutir til nytsemdar og prýði, húsgögn, tjöld, dúkar, silfur- munir o.s. frv. Einangrun sú sem komið hefur verið á á Is- landi á síðustu árum má ekki verða langvinn. Það var fyrir sig þó að við staðnæmdumst öldum saman í einangrun við Islendingasögur, og unaðslegan tréskurð og útrennur frá 14. öld. En að staðnæmast við Churchill logagiltan og mamm- út-sökkvabekki frá Bandaríkj- unum (svo kalla ég sófa sem maður sekkur í) það er lakara, þó ekki sé nema í 5 ár. Við verðum að sjá hvað aðrar þjóð- ir kunna fyrir sér og skilja hvar við stöndum. Málfríður Einarsdóttir Krækiberin eru hreinsuð og þvegin vel úr köldu vatni. Sett í leirkrukku. 1 af vatni er soðið, í því er vínsýran brædd, vatnið kælt. Þegar það er vel kalt er því hellt yfir berin, bíði í tvo daga. Hræra þarf í berj- unum við og við. Öllu úr krukk- unni er hellt í línpoka, saftin látin síga úr berjunum, án þess að hrært sé í þeim og síðan’ mæld. I hvern líter af saft er látið minnst % kg sykur, en í sykurinn er áður blandað benezoesýrunni, sem áður er brædd í heitu vatni. Síðan er hrært í saftinni heila klukku- stund og síðan er henni hellt á flöskur sem skolaðar eru úr b. n. upplausn. Flöskurnar eru geymdar á köldum .og dijmnum stað. • v. Bláberjamauk með litlu sykri ! 1 kg bláber ’ 375 gr.sykur Bláberin verða að vera ný- tínd og ókramin. Bezt eru að- albláber. Þau eru hreinsuð og þvegin vel, vatnið , látið síga af þeim. Sett í gleraðan pott með sykrinum. Soðin í 15—20 mín. Þá er maukið sett sjóð- andi heitt í vel heitar gler- krukkur. Pappír vættur í b. h. upplausn og bundið yfir krukk- urnar. Maukið geymist á köldum stað og ekki í of mikilli birtu. Komast má af með minni sykur, jafnvel 200 gr í 1 kg. ________j [Ritstjóri: ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.