Þjóðviljinn - 30.08.1951, Qupperneq 3
Fimmtudagur 30. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
||jitstjóri; ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR
Á HEIMASTOfiVUM
Viðtal við frá Rannveigu Kristjánsdóttur Hallberg
Frú Rannveig Kristjánsdótt-
ir-Hallberg, sem allflestum Ies-
endnm blaðsins er kunn s;<5-
an hún var ritstjóri Kvenna-
síðu Þj í'iviljans áður en hún
fluttist til Svíþjóðar og glft'-
ist n.'annl sínum dr. I’.H.-i
H'tilberg, kennara við liáskól-
ann i Oautaborg, hefur dvalið
hér heima í sumar ásamt
manni sínum og tveímur börn-
um, en er nú á förum niestu
daga.
Finnst þér margt hafa breytzt
síðan ])ú kvaddir okkur fyrir
rúmum þremur árum, spyr ég
Rannveigu, formálalaust stað-
ráðin í að fá rabb við hana í
Kvennasíðuna áður en hún
kveður í þetta sinn.
Já og nei, sem betur fer er
landið á sínum stað og fegurra
en nokkru sinni og Reykjavík,
höfuðborgin sjálf, finnst mér
bafa stórprýkkað. Maður geng-
ur um bæinn, dáist að lauf-
skrúðinu og blómadýrðinni í
görðunum, háskólalóðinni þar
sem Suðurfjöllin blasa við í
allri sinni dýrð, Tjörninni og
Tjækjargötu, þessum fyrsta
,,boulevard“ höfuðstaðarins, og
maður finnur hvað allt þama
5 kring hefur fengið frjálsmann
legri svip við að búið er að f jar
lægja hinar óþolandi girðingar
sem gera hvem fallegan blett
áð forboðnum reit. En þó mað-
ur sjái allt i þeim dýrðarljómá
sem verið hefur yfir landinu í
eumar, heldur Rannveig áfram,
þá geta engir sumardagar
hversu yndislegir sem þeir eru
breitt yfir ýmsar sárgrætileg-
ar staðreyndir sem halda á-
fram að ergja mann og vera
umhugsunarefni við nánari
kynningu á bænum. Ég tek til
dæmis kjallaraíbúðirnar í nýju
liverfum bæjarins — ég minn-
ist ekkj á braggana, þá höfum
við talað oft um áður .... Það
sem mér gremst mest í sam-
bandi við kjallaraibúðirnar
hérna í bænum er að lagðar
skuli vera slíkar fjárfúlgur í
mannahýbýli að einum þriðja
eða hálfu leyti niðri í jörðu.
Hvergi á Norðurlöndum að
minnsta kosti grefur fólk sig
með eins miklum kostnaði nið-
ur i jörðina Þessar stóru niður
gröfnu kjallaraíbúðir eru áreið-
aiúega alíslenzkt fyrirbrigði.
Eg vildi stinga upn á því, úr
því ævinlega er farið hvort sem
er kringum byggingarsamþyklct
ir bæjarins og nauðsynlegt virð
Ist hverium þeim sem ræðst í
að byggja hús að hafa ein-
hverjar mjólkurkýr í húsinu til
að greiða hluta af húsverðinu,
að leyfa viðkomanda að byggja
ofanjarðar þær leiguhæðir sem
nauðsynlegar eru til að geta
ráðizt í húsbyggingu, en bannz
með lögum að fólk haldi áfram
að grafa sig niður í jörðina. Þú
áhrif á þjóðfélagsmálin í heild.
— Með allri virðingu fyr-
ir íslenzku kvennasamtökun-
um er ómögulegt að neita
því að samþykktum þeim, sem
oft og tíðum hafa verið gerð-
ar á fundum kvenfélagasam-
banda og stærri kvenfélaga í
dýrtíðar og öðrum hagsmuna-
málum kvenna, er ekki nógu
vel fylgt eftir og hafa því ekki
borið þann árangur sem skyldi.
Og satt að segja finnst mér ís-
lenzkir stjómmálamenn ekki
taka meira tillit til þessara
samþykkta heldur en mús tísti
fyrir utan vegg.
Starfar þú nokkuð í sænskum
kvennasamtökum ?
Nei, ég hef lítið gert annað
en að stússast við mann og
krakka — þó hef ég ' unnið
nokkuð méð manni mínum að
þýðingu íslenzkra bókmennta á
sænsku. Og það er kannski
þess vegna að mér hefur fund-
izt þessi ár sem ég hef dvalið
úti ég vera heima að hálfu
leyti. — En aldrei hafa ís-
lenzku fjöllin verið fallegri
en í sumar, ég hef teig-
að í mig birtuna og blámann og
eitt var það sem hreif mig á
leiðinni norður, hvað búið var
reisa margar myndarlegar
byggingar þar sem áður var
illa hýst, og hvað vélakostur
á bæjum hefur aukizt og rækt-
un fleygt fram síðan ég fór um
síðast.
Hvað ertu búin að vera lengi
heima?
Á þriðja mánuð, og nú er ég
á förum með Gullfossi á laug-
ardag, og úr því þú ert ákveð-
in að setja þetta rabb í Kvenna
síðuna þá skilaðu kærri kveðju
til hinna mörgu góðkunningja
minna, það eru svo ótal marg-
ir sem mér vannst ekki tími
Framhald á 7. síðu.
Afgreiðsliistálkur í mjóikur- og
brauðsölubuðum setja svip sisui á
memiingu höfuðstaðarins
Rannveig með tveim bömum
sínum Kristjáni og Maríu
talar eins og aftan úr fomöld,
sagði vinkona mín um daginn,
þegar við ræddum þessi mál.
Heldurðu að nokkur tali um
eða dreymi um að byggja, það
er búið að banna slíkt fyrir
löngu. Veiztu ekki að húsnæðis-
vandræðin hafa aldrei verið
meiri og það er blátt áfram
móðgandi að vera að skammast
út af kjallaraíbúðum, þegar
þriðja hver fjölskylda býr í slík
um vistarverum.
Haltu bara áfram að segja
okkur til syndanna, segi ég,
það eru alltaf einhver móðgað-
ur við einhvern hvort sem er.
Ef ég hefði búið í miðbænum
og haft bíl til umráða hefði ég
áreiðanlega haft minna að at-
huga við bæinn okkar. En ég
lenti nú til heimilis í einu út-
hverfinu og rakst fljótt á
hvað erfitt er að komast á milli
í Reykjavík, borið saman við
aðrar borgir margfaldar aö
fólksfjölda. Eins og það t. d.
að varla skuli vera hægt að
ferðast milli Voganna og Klepps
holts án þess að neyðast fyrst
til að fara niður í miðbæ, slíkt
er illa viðunandi skipulagsleysi
eða vanrækslusynd, ef þú vilt
það heldur, sem virðist vera orð
in að ,,drottnandi vana“. En
látum okkur taka upp léttara
hjal.
Segðu mér eitthvað nm sænsku
kvennasamtökin. Finnst þér
sænsku konunnr.r félagslega
þroskaðri en íslehzku konurn-
at?
Já, það finnst mér. Sænskar
konur fylkja sér einbeittari
saman um ýms hagsmunamál
og þau mál sem varðar konurn-
ar og heimilin sérstaklega. Pé-
lagssamtök þeirra hafa haft
sýnileg áhrif á vöruframboð og
vöruvöndun í landinu. Þær
gera sér ekki allt að góðu.
— Þær krefjast þess bezta
og fá það. — Lélegar og
sviknar vörur er menningar-
leysi, hvort sem þær koma af
erlendum eða innlend.um mark-
aði. Með félagssamtökum sín-
um hafa sænskar konur mikil HAGKVÆMAR OG ÖDÝRAR ÍBÚÐIR FYRIR ALMENNING
Fyrir nokkrum vikum lét
heilbrigðisnefnd hengja upp
reglur í allar mjólkur- og brauð
sölubúðir bæjarins sem segja
fyrir um hvernig afgreiðslu-
stúlkum er skylt að klæðast og
snyrta sig o. fl. þegar þær eru
við vinnu.
Reglur þessar eru að flestu
leyti ágætar, en eftirlit með
því að þeim sé hiýtt virðist
ekki vera fullr.ægjandi, því að
enn kemur það fyrir, að við
húsmæðumar erum óánægðar
með klæðnað og snyrtingu
sumra stúlknanna.
Stúlkur þessar setja að
nokkru leyti svip sinn á menn-
ingu höfuðstaðarins og því
ber okkur að gera miklar krcif-
ur til þeirra hvað þrifnað snert
ir. Vitanlega bera stúlkurnar
ekki einar ábyrgð á klæðnaði
sínum og snyrtingu þegar þær
eru við vinnu, það gera miklu
fremur forráðamenn fyrirtækja
þeirra, sem þær vinna hjá, heil-
brigðiseftirlit bæjarins og jafn-
vel við húsmæðurnar, því að
það færi áreiðanlega margt
miklu betur hér í okkar bæ ef
við létum oftar til okkar heyra.
I reglum heilbrigðisnefndar
segir meðal annars að af-
greiðslustúlkunum sé skylt að
bera höfuðskýlu. Mér skilst að
höfuðskýlur k\renna í mjólk-
ur- og brauðsölubúðum eigi
fyrst og fremst að vera til
þrifnaðarauka, til að fyrir-
byggja að hár, hárnálar, hár-
klemmur eða annað sem notað
er í hár geti fallið í mjólkina.
Það er ekki eins dæmi að hár-
nálar hafi komið inn á heimilin
í mjólkinni og slíkt finnst okk-
ur húsmæðrunum ekki geðslegt.
Ef höfuðskýlan á að koma að
notum þarf hún að hylja allt
hárið, eða að minnsta kosti allt
hárið að framati.
Hvernig hlýða nú stúlkurn-
ar ákvæði reglugerðarinnar um
að nota höfuðskýlur? Sumar
þeirra bera ekki við að hafa
neitt á höfðinu, aðrar hafa skýl-
ur aftur á hnakka þar sem
hennar er síst þörf, enn aðrar
hafa band um höfuðið og er
þá ekki óalgengt að þær séu
með upphringað hárið í hár-
nálum, hárklemmum eða krullu-
pinnum framundan bandinu,
sem sagt hárið er í undirbún-
ingi undir greiðslu, sem á senni
lega að fara fram að kvöldinu.
Þetta köllum við húsmæð-
urnar að vera ógreidd við
vinnu sína og okkur fellur það
illa að stúlkurnar, sem okkur
er svo hlýtt til skuli gera sig
sekar um slíkt.
Það eru því tilmæli min til
aígreiðslustúlknanna, hús-
bænda þeirra, heiibrigðisnefnd-
ar og húsmæðra, sem áhuga
hafa fyrir snyrtimennsku • cg
þrifnaði í búðunum, að þið tak-
ið höndum saman og sjáið um
að reglur heilbrigðisnefndar
séu í heiðri hafðar.
G. G.
NÝTÍZKU VERKAMANNAHEIMILI í PRAHA HÖFUÐBORG
TÉKKÓSLÖVAKlU — ELDHOSIÐ ER STÓRT OG BJART
OG NOTAÐ SEM BORÐSTOFA UM LEIÐ — STÆRSTI LIÐ-
JRINN I FIMM ÁRA ÁÆTLUN LANDSINS ER AÐ REISA
MATAR-
UPP-
SKRIFTIR
BLÁBEE ÁN SYKURS.
í síðustu kvennasáðu voru
nokkrar uppskriftir af kræki-
berja- og bláberjasaft. En þótt
sykur sé ekki lengur skammtað
ur er hann dýr og þessvegna er
einnig gott að geta geymt ber
án sykurs og nota þau svo
eftir hendinni.
Ókramin bláber eru látin I
pott og hituð, hrært í þeim
gætilega svo þau springi ekki.
Þau eru hituð þannig, vatns-
laust, þar til þau þrútna út, en.
mega alls ekki springa. Sett
með teskeið í heitar þurrar
flöskur. Hrista verður flöskum
ar gætilega svo berin liggi þétt
saman. Soðinn tappi settur í og
bundið yfir flöskurnar með
pergamentpappír, eða lakkað
yfir. Þessi ber má borða ein3
og ný bláber, eða matbúa úr
þeim ýmiskonar rétti. Flöskum
ar geymist á kcldum og dimm-
um stað.
BLÁBEEJA- OG RIBS- I
BERJAMAUK. \
% kg. bláber 1
V4 kg. ribsber
1 kg. sykur '
1 Yi dl. vatn.
Bláberin eru hreinsuð og þveg-
in og sömuleiðis1 ribsberin.
Va.tnið sígi vel af berjunum, á
meðan er sykur og vatn soðið
saman. Froðan veidd ofan af.
Berin eru sett út í sykurlögin
og soðið við hægan eld í 5 mín.
Berin tekin uppúr með gata-
spaða og lögurinn soðinn í 15
mín. Berin sett aftur út í og
suðan látin koma upp. Mauk-
ið er látið sjóðandi heitt í þurr-
ar og heitar krukkur, sem bund
ið er strax yfir.