Þjóðviljinn - 30.08.1951, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1951, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. ágúst 1951 Rætt við Evrópu- meistarann Framhald af 5. síðu. feasti. — Tékkinn Kormuth kastaði lengst 47,57 m. Kúluna vann ég keppnislítið með 16,07 m en sá næsti var með 15,43, en hefur lengst kastað 15,98. Verð launaafhendingarnar fóru mjög virðulega fram. íslenzki þjóð- söngurinn var leikinn en á meðan var íslenzki fáninn dreg- inn hægt að hún. Aostæður mjög góðar til keppni. — Hvernig var leikvangur- inn? — Hann var aiveg nýr og sá hezti sem ég hef keppt á. Sæti er fyrir 80000 manns og mikill f jöldi er af stæðum. — Jæja, þetta er orðið nokk- uð langt viðtal. En áður en við hættum, hvað mundir þú heiat vilja segja ? 'Þakklæti og ánægja. — Fyrst og fremst er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara ti! Berlínar. Ég hef haft mikið gaman að íörinni og einnig mikið gagn. Það var nefnt við mig í Berlín að koma einhvern- tíma aftur og það vildi ég að orðið gæti af því. Ég er einnig mjög þakklátur samferðafólk- xnu sem var sérstaklega skemmtilegt og ving.jarnlegt og þá ekbi sízt þeim félögum Finn- birni Þorvaidssyni og Ingólfi Steinssyni en betri ferðafélaga var ekki á kosið. Berlínaför min var og er umdeild en svo hefur veríð um allar mínar utanferð- ir og kippi ég mér ekki upp v’ð það. — Berlínarmótið í heild var stórglæsilegt. Stemningin var geysiieg og aiiir voru á- nægðir og glaðir. Fyrir okkur úr fámenninu var mannf,jöldinu í Beriín alveg sérsíök lífs- reynsla. Það væri sannarlega gaman að fara á svona mót aftur. Bradley Framhald af 1. síðu. voru“ að taka í sínar hendur „forustu í heiminum" ef kom- múnismi eigi ekki að breiðast út um heim allan. Bradley gaf þessa yfirlýsingu er utanríkis- og landvarnanefndir öldunga- deildarinnar voru að leita á- lits hans um tillögur stjórnar- innar um aðstoð við önnur ríki. Sagði Bradley, að Bandaríkin yrðu að vera „reiðubúin til að mæta árás hvar sem er í heim- inum“. Verkamannajiing- maSnr krefst frií- ar í líérei! LONDON, (Telepress). í bréfi til „Manchester Guardian“ segir verkamannaflokksþingmaður- inn Emrys Hughes, að stríðið í Kóreu sé „efnahagslega þýð- ingarlaust og kjánalegt". Hann leggur til að „allt herlið verði flutt á brott“ og að öll lönd, þar á meðal Kína og Sovétríkin, sameinist um endurreisn lands- ina. / / 29. Kaffihús / / Cora Sandel Hvað skyldi Borghildur eiga við? Hún hlýtur að vera að tala um foreldra sína. Ekki getur hún átt við Katinku og Harð- kúluhattinn. Engum dettur í hug að telja hann með mönnum. Nú verður þú að fara Borghildur. Það er tilgangslaust fyrir þig að standa hérna og rausa. Ég læt það eins og vind um eyru þjóta. Einn góðan veðurdag grípur tilfinningaleysið um sig. Þá er manni borgið. Og hitt fólkið getur sparað sér fyrirhöfnina. Við héldum að við værum börnih þín. Það hélt ég líka. Maður heldur svo margt. Ég bar vonir og óskir í brjósti ykkur til handa, ég gerði áætlanir. En svo eruð þið ekkert annað en bláókunnugt fólk sem gerir kröfur á kröfur ofan og ætlast til alls. Við getum kreist það út úr henni. Til þess er hún. Og svo munið þáð bara eftir þeim skiptum, þegar þið gátuð ekki kreist meira út úr mér. Það eruð þið sem standið ofan á mér og traðkið á mér. Traðkið á mér. En mamma-------- Þú hefur ekkert hér að gera, Borghildur. Og allt í einu hrópar Katinka, hátt og ofboðslega: Nú kem- ur sturlunin. Þessi dýrlega sturlun. Bjargvætturinn mikli. Sem opnar allar dyr upp á gátt og veitir manni frjálsræði. Hún hlær stjórnlaust. Þetta er hræðilegasti hlátur sem frú Krane hefur heyrt. Hún tekur fyrir eyrun, reikar burt og sezt aftur á sinn stað bakvið afgreiðsluborðið. Nú er líklega mál til komið að einhver verði sóttur? segir Sönstegárd. En nú kemur Borghildur æðandi út. Hún horfir beint af augum og hverfur út um dyrnar. Kannske er hún að sækja einhvern, kjökrar frú Krane, sem er aftur orðin fljótandi í tárum. Það er vandalítið að gráta, segir Sönstegárd háðslega: En að gera eitthvað------ Og inni á prívatinu grætur einhver, hátt og ofsalega. Það heyrist greinilega vegna þess að Borghildur skildi hurðina eftir hálfopna. Lágri rödd — röddinni —• huggar Harðkúluhatturinn hana: Það er ekki-nema von, þau hafa verið andstyggileg við þig. Gráttu bara, þér léttir við það. Katinka grætur. Eftir andartak stynur hún upp‘: Ég hef ekki þrek til að rífast við þau. Ja, ef þú getur það ekki, þá ert þú búin að vera. Þá er ein3 gott að þú takir saman pjönkur þínar og farir. Maður blóðgar bara hnúana, aftur og aftur. Ég er búin að fá nóg af því. Mér ber ekki skylda til að gera meira. Nei — — leysa allt upp, sópa yfir sporin sín---- Já, það er lóðið. Ef þau fá ævinlega vilja sínum frani- gengt — — Um leið er hurðinni ýtt aftur svo að hvín í öllu. Þetta má ekki halda svona áfram, frú Krane, segir Sönste- gárd. Útidyrnar opnast. Borghildur kemur inn aftur. Og það er Gjör sem ýtir henni inn á undan sér. Hún streitist á móti, en hann heldur um handlegg hennar. Það er þykkt lag af krapi é hattbarðinu hans og það byrjar strax að bráðna og rennur niður í stríðum straumum, bæði í bak og fyrir. Frafckakraginn hans er brettur upp. Frú Krane varpar öndinni feginsamlega. Já hann Gjör. Justus Gjör. Það var gott að það var hann sem kom. Svona nú, segir hann við Borghildi: Setjizt þér niður. Já, setjizt þér. Þér skuluð fá eitthvað heitt og svo tölum við sam- an. Borghildur. heldur áfram að færast undan, en liann ýtir henni niður í stólinn og byrjar að hneppa frá henni kápunni. Þegar hann er búinn að ná henni úr kápunni, tekur hann af sér rennblautan hattinn, hengir hann á snaga og fer úr frakk- anum. Borghildur er þungbúin á svip og hugsandi. Hún kastar ekki einu sinni kveðju á Larsen, sem kemur til þeirra. Það er te handa okkur báðum. ungfrú. Gott, heitt og sterkt te og nóg af sjóðheitu vatni. Hvað getum við fengið að borða? Getið þér ristað brauð handa okkur? Ég býst við því ----- Og smjör og berjamauk. Eða----------viljið þér heldur fá að borða? Viljið þér mat? Við getum sjálfsagt fengið eitthvað. Steikt flesk og egg, hvað segið þér um það? Getum við ekki fengið það, ungfrú? Ég býst við því. Við höfum ekki heitan hádegismat á sunnu- dögum, en — Þakk fyrir, te er ágætt. Te er prýðilegt, segir Borghildur. Hún situr þarna og strýkur rennvott hárið frá enninu hvað eftir annað og nístir tönnum. Og viti menn, Gjör beygir sig niður og þreyfar á skónum hennar, rétt eins og hún væri smákrakki. Larsen stendur kyrr og bíður eftir frekari fyrir- mælum, svo að hún sér þetta með eigin augum. Takið af yður skóna, skipar hanm Við getum sett þá á miðstöðvarofninn á meðan. Dragið sokkana niður, hafið legginn fyrir framleist og setjið fæturna upp á stól. Hingað kemur enginn í þessu veðri og það er bezt að komast hjá ofkælingu ef hægt er. Viljið þér fá eitthvað sterkt meðan við bíðum eftir teinu? Nei, þakk fyrir. Borghildur hlýðir og fer úr skónum. Hún verður dálítið feimnisleg, þegar Gjör þreifar á sokknum henn- ar, en tekur því vel að öðru leyti. Og svo er sagt að hún sé einstaklega feimin og tepruleg. Einu sinni rauk hún á dyr, eldrauð í framan, þegar hún hafði verið að dansa við Lydersen. Og hann stóð eftir með útbreidd- an faðminn, leit í krlngum sig og sagði: Ég botna ekki neitt í neinu. Þakk fyrir, þetta er ágætt, segir hún og dregur að sér fæturna. Um leið og Larsen fer heyrir hún að Gjör segir: Hvernig í ósköpunum hafið þér getað orðið svona blautar. Gleymduð þér skóhlífunum ? Það megið þér alls ekki gera í svona veðri. Nei, guð forði okkur frá fleiri gestum, hugsar Larsen: Þetta er nú orðið svo skringilegt hér, að engu tali tekur. Móðirin drukkinn í fylgd með skuggalegum náunga í öðru herberginu og dóttirin næstum berfætt í hinu herberginu í fylgd með — ja, bláókunnugum manni. Hann er ekki einu sinni úr þessum bæ. Hm hvað skyldu þau nú vera að tala? Samkvæmt síðari skýrslum frá Frú Krane og Sönstegárd varð fyrst löng þögn. Það varð dauðaþögn langa hríð. Gjör gekk buri; og hækkaði útvarpið. Þeir voru löngu hættir að leika Næturljóð eftir Lizst. Það hafði verið haldinn fyrirlestur i hálfum hljóðum sem enginn hlustaði á. Og nú var farið a-ð leika arlekin valsinn. Það er vissulega dásamlegur vals, en þessa stundina hirtu frú Krane og Sönstegárd ekki um hann. Þær heyra þó orð og orð á stangli. Og þær heyri meira og ineira eftir því sem líður á samtalið. Samtalið snýst um Kat- inku en fyrst í stað eru viðræðurnar mjög tregar. Borghildur lítur órólega í kringum sig og Gjör talar mjög lágt. -----eitthvað verður að breytast, og það sem fyrst, segir hann um leið og hann kveikir sér í pípu og tottar hana. Þau þegja enn um stund. Svo segir Borghildur: Við hefðum getað farið þangað inn, ef-----

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.