Þjóðviljinn - 30.08.1951, Page 8
Rekstrarafgangur ríkissjóðs á fyrra
árshelmingi rumlega söluskatturinn!
Tekjur ríkissjóðs á fyrra helmingi yfirstandandi árs
nema 157% millj. króna, en voru á sama tíma í fyrra
106,4 millj. kr. og hafa því aukizt um ca. þriðjung.
Mesta tekjulind ríkisstjórnarinnar er verðtollurinn,
sem gefur nær 50 millj. kr. eða fast að þriðjungi heild-
arteknanna. Næstar koma ríkisstofnanirnar með 42%
millj. kr. hriði hæsti tekjuliðurinn er svo hinn illræmdi
söluskattur, sem stjórnarflokkarnir framlengdu enn á
síðasta þingi, og færir hann ríissjóði rúml. 37 millj. kr.
á þeim sex mánuðum sem yfirlitið nær yfir. í fyrra nam
söluskatturinn á sama tíma 15 millj. kr. og í hitteðfyrra
aðeins 10% millj. kr.
Rekstrarútgjöldi nema samanlagt 121,7 millj. kr.
auk heimildarlaga, þingsályktana o.fl. er nema 1,7 millj.
kr. Rekstrarafgangur ríkissjóðs eftir hálft árið nemur
því nú 39,2 millj. kr. í stað 13,2 millj. kr. í fyrra og 12,8
millj. kr. í hitteðfyrra.
Eins og þessar tölur bera með sér nemur rekstraraf-
gangur ríkissjóðs rúmlega allri þeirri upphæð, sem ríkis-
stjórnin hefur kreist undan blóðugum nöglum almenn-
ings og atvinnufyrirtækja í landinu með innheimtunni á
söluskattinum. Þegar Alþingi kemur saman mun svo
Eystenn Jónsson, heimsmethafi í skipulagðri dýrtíðar-
aukningu, hrósa sér af glæsilegri fjárhagsafkomu ríkis-
sjóðs. En almennigur skilur nú enn betur en áður hve
gjörsamlega óþörf og óverjandi álagning og innheimta
söluskattsins er.
SóEborg kom til ísafjarðar í gær
íssfirðingar hafa nú eignast tvo togara
Isafirði. Frá fréttaritara Þjóðviijans.
Hinn nýi togari, Sólborg, kom hingað um sex-
leytið í kvöld og var komu skipsins vel fagnað. Sól-
borg er 732 lestir og stærsti togarinn í íslenzka flot-
anum.
þlÓÐVlUINM
Fimmtudagur 30. ágúst 1951 — 16. árgangur — 196. tölublað
Hér sést Gunnar H'useby kasta kringlunni til sigurs í Berlín,
48,09 m. Var keppnin í kringlunni geysihörð, því að Tékldnn
Kormuth var Iengi fyrstur með 47,57 m. Þriðji í röðinni varð
Formaschka frá Tékkóslóvakíu, kastaði 44,84 m.
Afli Akureyrartogaranna:
Komu með 11 þús. tonn af fiski til
Krossaness
Við komu skipsins flutti
Matthías Bjamason formaður
Óháða fríhirhju-
söfnuðinum
berst höfðingleg gjöf frá
hjónum í Vesturheimi
Nýlega hafa vestur-íslenzku
hjónin Margrét Oddgeirsdóttir
Bjarnason og Skúli Bjarnason
í Los Angeles sent Óháða frí-
kirkjusöfnuðinum hér í bæ um
2000 krónur að gjöf í íslenzk-
um krónum talið. Þessa stór-
höfðinglegu gjöf, sem Andrés
Andrésson safnaðarforma'ður
hefur veitt viðtöku, gefa þau til
eflingar kirkjubyggingarhug-
sjón þessa safnaðar jafnframt
því sem þau láta í ljósi aðdá-
un á áhuga þeim og samheldni,
er þar ríkir fyrir kirkjumál-
unum og óska þess að söfnuð-
urinn megi sem fyrst eignast
kirkju.
Frú Margrét er dóttir séra
Oddgeirs Guðmundssotiar í
Framhald á 7. síðu.
Sæmileg veiði í
Eyjum
Vestmannaeyjum.
Frá fréttaritara Þjóðv.
Flestir bátanna munu hafa
landað í dag, voru að koma
fram á kvöld. Afli frá 50—100
tunnur. Flestir munu hafa feng-
ið 60—70 tunnur.
Isfirðings h.f. og Ásberg Sig-
urðsson framkvæmdastjóri fé-
lagsins ávörp, en Sunnukórinn
söng. Síðar um kvöldið var
hóf fyrir skipshöfn og bæjar-
stjórn.
Sólborg er smíðuð hjá Alex-
ander Hall í Aberdeen. Skip-
stjóri er Páll Pálsson frá
Hnífsdal, fyrsti stýrim. Guð-
mundur Thorlacius og fyrsti
vélstjóri Kristinn Gu'ðlaugsson.
Sólborg er annar togari Is-
firðings h.f., en Isafjarðarbær
á meirihluta hlutafjár í félag-
inu. Fyrri togari Isfirðings,
Isborg, er enn á síldveiðum.
Fjórir af bátum samvinnu-
félags Isfirðinga eru að faia
á reknetaveiðar við Faxaflóa.
Ferð að Hagavatni
Páll Arason, bifreiðastjóri
ráðgerir að fara með ferðafólk
í vikulokin um Kakladal og
Skessubásaveg að Hagavatni,
en það er mjög sérkennileg leið
og fögur.
Gerir Páll ráð fyrir að fara
héðan úr bænum á morgun og
gista í Brunnum á Kaldadal
næstu nótt. Á laugardag verður
gengið á Hlöðufell og tjaldað
um kvöldið í Lambahrauni,
sunnan Langjökuls. Að Haga-
vatni verður komið á sunnudag
og eki'ð um Gullfoss til Reykja-
víkur á sunnudagskvöld.
Farið verður i 2—3 bifreið-
um og munu nokkur sæti laus
ennþá. Frekari upplýsingar um
ferðina geta menn fengið í
síma 7641.
Bisquit,
bisquit!
★ Æskiliegt væri að Sæ-
mundur Elías, foreman in a
bisquit factory, skrifi sem mest
í Alþýðublaðið. Bæði er . hann
með því að borga fyrir matinn
úr heimboðinu westur og svo
sýnir hann innræti sitt og
flokks síns svo skýrt að aðrir
gætu ekki gert það betur, og
mannskinnið er líka að borga
fyrir 10 þúsund króna dúsuna
sem íhaldsstjómin íslenzka
stakk að honum áður en lagt
var af stað til Trumans.
★ Hvernig væri að reyna
að borga eitthvað af þessum
þungu samvizkuskuldum með
kexinu sem ekki gengur út?
Lítil síld til
Keflavíkur
Keflavík. Frá fréttarit-
ara Þjóðviljans.
1 dag lönduðu aðeins 6 eða
7 síldveiðibátar í Keflavík,
lönduðu flestir í Sandgerði og
Grindavík. Einstaka bátur mun
hafa fengið sæmilega. góðan
afla í dag en afli yfirleitt
tregur.
3300 tunnur salt-
aðarí Sandgerði
27 bátar lönduðu þar
í gær
Sandgerði. Frá fréttarit-
ara Þjóðviljans.
1 dag lönduðu hér 27 bátar
samtals rúmlega 1000 tunnum.
Aflinn var nokku'ð misjafn
eða frá 7 til 109 tunnur á bát,
meðalafli um 38 tunnur. Afla-
hæstir voru Egill Skallagríms-
son og Haffell með rúmlega 100
tunnur. — Afli var beztur í
Grindavíkursjó í dag, en lítill
í Miðnessjó og undir Jökli.
I dag hafði verið saltað í
sanitals 3300 tunnur í Sand-
gerði.
Um 4006 bíða eftir
síma í Reykjavík
Byrjað á kjallara viðbót-
arbygginar í haust
Um 4000 manns er nú á bið-
lista í Reykjavík eftir því að
fá síma. Ástæðan til þess cr
einfáldlega sú að húsnæði lands
símans er orðið of Iítið og get-
ur ekki fjölgað símanúmerum
nema með stækkun húsnæðis.
Leyfi Fjárhagsráðs hefur nú
fengizt fyrir byrjunarfram-
kvæmdum á þessu hausti við
stækkun landssimahússins og
hefur húsið sem stendur á lóð-
inni bak við landssímahúsið
verið auglýst til ni'ðurrifs, en
Fjárhagsráð mun ekki hafa
leyft meiri framkvæmdir að
sinni en byggingu kjallara und-
ir væntanlega stækkun.
Togarar Utgerðarfélags Ak-
ureyrar lögðu afla sinn á karfa-
Tjara til boða
Á síðasta bæjarráðsfundi var
skýrt frá því að Reykjavíkur-
bæ hefði borizt tilboð um kaup
á tjörubirgðum Reykjavíkur-
flugvallarins. Var tilboði þessu
vísað til afgreiðslu bæjarverk-
fræðings.
Hér mun vera um að ræða
tjörubirgðir þær sem geymdar
eru í vatnsgeymum flugvallar-
ins, en á sínum tíma voru
nokkrir af geymum þeim á
flugvellinum, sem ætlaðir voru
fyrir vatn til notkunar þegar
slökkva þyrfti eld, fylltir af
tjöru.
Loks levft að graf a
fyrir bæjar-
sjukrahusi
Á bæjarráðsfundi 24. þ. m.
var lagt fram bréf frá Fjár-
hagsráði, þar sem ráðið leyfir
byrjunarframkvæmdir við bygg
ingu bæjarsjúkrahúss.
Sjúkrahúsaskorturinn í bæn-
um og drátturinn á byggingu
bæjarsjúkrahúss er enn einn
vitnisburðurinn um það sem
Ihaldið kallar „góða stjórn
Sjálfstæðisflokksins“ á Reykja-
víkurbæ.
vertíðinni í sumar hjá Krossa-
nesverksmiðjunni. — Alls tók
verksmiðjan á móti hjá togur-
unum um 11 þús. tonnum fiskj-
ar og framleiddi úr aflanum
2200 tonn af mjöli og 550 tonn
af lýsi.
Skiptist aflinn þannig á tog-
arana: Kaldbakur 3.300 tonn,
Harðbakur 3.300, Svalbakur
3.200 og Jörundur 1.200 tonn.
Jörundur hefur sem kunnugt
er verið á síldvei'ðum í sumar,
og er hlutur hans í aflanum því
ekki meiri.
Togararnir
Pétur Halldórsson sigldi í
fyrrakvöld með ca. 300 tonn af
saltfiski til Danmerkur. Ingólf-
ur Arnarson fer væntanlega á
ísfiskveiðar í dag. Neptúnus
kom inn af karfaveiðum í
gær.
Islandsnieistar-
arnir unni
Akureyri
Knattspyrnuflokkur frá Akra
nesi, sem varð Islandsmeistai-
ar 1951, kom til Akureyrar í
lok sl. viku. Kepptu Akurnes-
ingar við úrvalslið úr Knatt-
spymufélagi Akureyrar og Þór
á laugardaginn og sigruðu með
2 mörkum gegn 1. Á sunnudag-
inn kepptu Islandsmeistararnir
aftur við sama lið, og unnu þá
með 10 mörkum gegn 1.