Þjóðviljinn - 04.09.1951, Side 3
Þriðjudagur 4. september 1951 —; ÞJÓÐVILJINN — (3
ÍÞRÓTTIR
RITSTJÖRl: FRlMANN HELGASON
Glímuför K.R. til Færeyja
Þorsteinn Kristjánsson glímukennari segir: ,,Við
eigum að haía meira íþróttasamstarf við Færeyjar"
eyjar og sýnt í Götu kl. 7 og
þaðan var farið með bifreiðum
til Fuglafjarðar og sýnt þar
og gistu glímumenn síðan á
heimilum við frammúrskarandi
viðgjör'ðir.
Næsta dag vár haldið á vél-
ipfpF
flokknum haldin góð veizla og
voru margar ræður fluttar og
flokknum þökkuð koman og
við leystir út með gjöfum. —
Hópur manna’ fylgdi okkur út
í skipið og kvöddust þar allir
vinarkveðjum.
Fyrir okkur félagana væri á-
greiddu götu okkar í þessari
stæða að nefna nöfn manna sem
Færeyjafarar K.R. Talið frá vinstri: Þorsteinn Kristjánsson,
Guðmundur Márusson, Aðalsteinn I. Eiríksson, Jónas Jóhanns-
son, EIí Auðunsson, Sigurður Br. Þorsteinsson, Matthías Sveins-
son, Óli Haukur Ólafsson, Ólafur Jónsson, Tómas Jónsson og
Sigurður Sigurjónsson.
Gerum 15 ára afmœli ÞjóB-
viljans sem veglegast
Þann 31. október næstkomandi, eða eftir tvo mán-
uði, verður Þjóðviljinn 15 ára, en fyrsta tölublað hans
kom út 31. október 1936.
Starf og barátta Þjóðviljans öll þessi ár fyrir hags-
munum íslenzkrar alþýðu og sjálfstæði þjóðarinnar verð-
ur ekki metið til fjár. Hinsvegar hefur síaukin út-
breiðsla Þjóðviljans verið glöggur vitnisbwrður um þann
hug, sem íslendingar bera til blaðsins og er skemmst
að minnast hinnar öru áskrifendasöfnúnar á síðast-
liðnu vori.
Nú er undirbúningur hafinn að 15 ára afmæli blaðs-
ins, en það sem mest er um vert er það, að öll alþýða
landsins taki þátt í þessum undirbúningi, og geri afmæli
blaðsins þar með sem veglegast.
Miðstjórn Sósíalistafloikksins vill því beina þeim
tilmælum til allrar alþýðu landsins að undirbúa af-
mæli Þjóðviljans með því
að útvega blaðinu sem f|esta nýja á-
skrifendur fram að afmælinu og
að færa Þjóðviljanum afmælisgjöf,
hver eftir sinni getu.
Sameinumst um að gera 15 ára afmæli Þjóðvilj-
ans sem veglegast.
MIÐSTJÓRN
SAMEININGARFLOKKS ALÞÝÐU —
SÓSÍALISTAFLOKKSINS
Dauft Septembermót
í friálsum íþróttum
Ármann setti ísl. met í 1000 m boðhlaupi
Síðast í júlímánuði fór 11
manna glímuflokkur frá KR í
glímusýningaferð til Færeyja.
Var það Iþróttasamband Fær-
eyja sem bauð flokknum og
voru nokkrar sýninganna þætt-
ir í Ólafsvökuhátíðinni' sem er
þjóðhát.íð Færeyinga. Farar- og
glímustjóri flokksins var þjálf-
ari hans hinn gamalkunni
glímukappi Þorsteinn Kristjáns
son. —
Iþróttasíðan hefur snúið sér
til Þorsteins og beðið hann að
segja nokkuð frá þessari ferð,
og fer frásögn hans hér á
eftir:
Fyrsta sýningin fór fram 29.
júl? kl 7,30 í svonefndum
„Skólagarði", og var þar yfir-
fullt af fólki og fjöldi manns
sem ekki komst að og varð því
að hafa aðra sýningu kl. 9,30
og var þá enn fullt. Talið var
að um 20 þús. manns hafi
verið staddir á Ólafsvökunni
þennan dag. —
Á Ólafsvökunni er margt til
skemmtunar, s. s. kappróður,
veðreiðar, knattspyrna, leik-
þættir o. m. fl. Þó eru þjóð-
dansarnir þeirra e. t. v. það sem
setur mestan svip á hátíðina.
Mér finnst dansar þessir merki-
legir og sérkennilegir. — Ekki
kannski fyrir breytileg dans-
spor eða margbrotið stigmál,
lieldur fyrir þá sameiningu sem
þeir virðast hafa og eggjun.
Söngurinn, þessi löngu hetju-
kvæði úr fornum sögum og
sögnum, hrærir vissulega á-
kveðna strengi í brjóstum Fær-
eyinga og miðar að því að
sameina fólkið á þessum eyjum
til sameiginlegra átaka i lífs-
baráttu sinni við hamra og
haf.
Ég hef fengið nýjan og dýpri
skilning á þessum dönsum Fær-
eyinga — þessi hátíð er há-
tíð fólkeins. Allir taka þátt í
lienni í hátíöarskapi.
Farið í Kirkjubæ
Næsta dag var svo farið i
Kirkjubæ og tók Páll Paturs-
son höfðinglega á móti okkur.
og sýndi staðinn.
Kirkiubær á merkilega sögu
að baki. Þar er baðstofa sem
er 900 ára gömul, og eins og
hún leit. út er hún var byggð.
Þessi staður var um langt ske'ð
biskupssetur i kaþólskum sið.
Þar hefur búið sama ættin í
nokkur hundruð ár — Patur-
sonsætt.in. Þessi staður varð-
veitti margar min.iar frá sögu-
öldinni, sem eru ómetanlegar.
Næsta svningin var líka i
Þórshöfn og þá í leikhúsi bæ.i-
arins og voru áhorfendur mest
allt boðsgestir bæjarstiórnar-
innar. — Þar ávarpaði bæjar-
st.iórinn flokkinn með ræðu.
Næst var haldið til Austur-
bát til Klakksvík og sýnt þar
í fimleikahúsinu og urðu marg-
ir áhorfendur frá að hverfa
vegna þrengsla. Var þetta síð-
asta sýningin í ferðinni.
Allsstaðar var sýningunum
vel tekið og mikill áhugi fyr-
ir glímunni. Hefur það m. a.
átt sinn þátt í því að Færeying
ar áttu sína glímu að því er þeir
sögðu og nefndu ,,Brókartök“ og
töldu hana vera af sama stofni
og íslenzka glíman. Þessi glíma
þeirra hefur þó ekki verið iðk-
uð sem íþrótt um fjölda mörg
ár. Það kom fram hjá þeim
að ef til vill mætti samræma
þessar tvær glímur.
Einnig kom fram áhugi hjá
þeim að fá glímukennara frá
Islandi til að kenna glímu í
Færeyjum, og ber okkur að vera
hjálplega í því efni ef til
kæmi.
Ég varð var við mikinn á-
huga fyrir auknu íþróttastarfi
víðsvegar í Færeyjum. I þessu
sambandi má geta þess að
færeysk íþróttaæska vill kom-
ast í nánari tengsl við íslenzka
íþróttamenn. Gæti það haft
mjög mikil áhrif á framgang.
og þroska íþróttanna þar. Ég
tel því nauðsynlegt og eðli-legt
að teki'ð sé upp meira samstarf
við Færeyinga um íþróttamál,
með því að senda flokka þang-
að og taka á móti flokkum
þaðan en fátt lyftir meira und-
ir íþróttastarfið og þroskann en
einmitt gagnkvæmar heimsókn-
ir og kynning. Mundi mörgum
íslending það góð skemmtun að
sjá og ferðast um hinar sæ-
bröttu og víða hrikalega eyjar.
Kveðjur
Kvöldið sem við fórum, var
ferð, en því verður sleppt hér.
Þó vil ég minnast eins manns
sem fylgdi okkur allan tímann
og var lífið og sálin í ferðalagi
okkar á eyjunum, en það var
formaður færeyska íþróttasam-
bandsms, herra Martin Holm.
Hvar sem við dvöldum og hvar
sem við fórum um, var okkur
tekið með vinsemd og gestrisni,
og fyrir það allt stöndum við
í mikiili þakkarskuld. — Þessi
ferð hefur gefið okkur minning-
ar sem við seint gleymum.
Ný þvottavél
Framhald af 5. síðu.
gegnum vatnið og berja óhrein-
síðan til allra hliða út frá því
indin úr þvottinum, án þess að
slíta honum hið allra minnsta.
Framleiðendurnir segja að vél-
in vinni svo vel, að hún nái
jafnvel úr olíu og öðrum fitu-
blettnm.
Fólki er stranglega tekinn
vari fyrir að nota vélina við
diskaþvott, þar sem hljóðöld-
urnar í vatninu eru svo sterk-
ar að þær mola leirtauið mélinu
smærra.
Maður skyldi halda að vél
sem þessi, sem stöðugt sendir
frá sér sterkar hljóðöldur,
væri mjög hávaðasöm. Þannig
er það líka í raun og veru, og
vélin væri áreiðanlega ekki í
húsum hafandi, hávaðans vegna
ef liljóðöldurnar sem hún fram-
leiðir. væru á því tíðnisviði sem
mannlegt eyra getur skynjað.
En með því að hafa hljóðöld-
umar mikið tíðari en maðurinn
getur skynjað, virðist hún
vinna starf sitt algerlega hljóð-
laust“. a.
Þetta Septembermót má telja
fremur dauflegt og má að vísu
um kenna slæmu veðri fyrri
daginn, en síðari daginn var
veður gott. Ef til vill hefur
okkur áhorfendum líka fundist
dauft vegna þess að svo margir
góðir íþróttamenn voru ekki
með éða mættu ekki til keppni.
af einhverjum ástæðum. Hins-
vegar má geta þess að þarna
komu fram ungir efnilegir
íþróttamenn og er það að sjálf-
sögðu gleðiefni.
í lokakeppni mótsins 1000
m boðhlaupi setti Ármann nýtt
íslandsmet.
Það er varla hægt að láta
hjá líða að minnast örlítið á
400 m hlaupið. Keppendur voru
aðeing tveir: Guðmundur Lár-
usson og Ingi Þorsteinsson.
Þessir ágætu íþróttamenn virt-
ust engan veginn taka þetta
hlaup alvarlega. Héidu að því
er virtist uppi samræðum meðan
hlaupið stóð yfir, og sýndist
svo sem á síðari helming hlaups
ins að hvorugur mætti á undan
öðrum vera, svo jafnt fylgdust
þeir að, þar til að rétt er að
marki komið oð Guðmundur
danglar í Inga og skýtst sem
svarar skrefi fram fyrir við
mark og fær betri tíma, en
tíminn var svo lélegur að Inga
hefði ekki munað mikið um að
hafa grindurnar líka ef hann
hefði „gert sitt bezta“ eins og
það er orðað annarstaðar.
Iþróttamenn mega aldrei
gleyma því að áhorfendur hafa
greitt aðgöngumiða sinn fullu
verði og fyrir það fá þeir að
horfa á keppni þar sem hver
og einn hvort sem hann getur
mikið eða lítið ó „að gera sitt
bezta“. Það var leitt að þeíta.
skyldi henda svo góða drcngi
og íþróttamenn. og vonandi
kemur það ékki aftur fyrir þá
eða aðra. Heiðu:' þeirra ei' ekki
aðeins í veði iieldur líka vin-
sældir frjálsíþróttamóta. Það
er ekki fullgild afsökun þó að
menn eigi eftir að keppa í ann-
ari grein á þvi sama móti.
Úrslit í einstökum greinum:
200 nr hlaup: Hörður Har-
aldsson A 21,9.
Stangarstökk: Torfi Brjnr-
geirsson KR 3,65.
Kringlukast: Þorsteinn Löve
IR 48,31.
Sleggjukast: Þórður B. Sig-
urðsson KR 42,26.
800 m hlaup: Guðmundur
Lárusson Á 2:02,9.
3000 m hlaup: Stefán Gunn-
arsson Á 9:37,2.
100 m hlaup: Hörður Har-
aldsson Á 10.8.
Langstökk: l'aldimar Öiti-
ólfsson ÍR 6,63.
Kúiuvarp: Þorsteinn Löve ÍR
13,42.
1500 m hlaup: Stefán Gunn-
arsson Á 4:24,0.
Hástökk: Birgir Helgason ÍR
1,76 m.
400 .m hlaup: Guðmundur
Lárusson Á 55,3.
Spjótkast: Mngnús Guðjéns-
son Á 51,93 m.
1000 m boðhlaup: A-sveit
Ármanns 1:57,3, nýtt met
(eldra metið var 1:58,6). 2:
sveit KR á 2,01,0 og B-sveit
Ármanns 2:13,6. Á