Þjóðviljinn - 06.09.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.09.1951, Blaðsíða 1
Fímm mflljónir Japana mótmæla upp- kasti Bandarikjanna að friðarsamningi Gromiko krefsf að Kina verBi toð/ð að senda fullfrua á friSarráSsfefnuna Undanfarið hefur verið safnað í Japan undir- skriftum undir mótmæli gegn uppkasti Bandaríkj- anna að friðarsamningi við landið. Þrátt fyrir hvers- konar ofríki af hálfu stjórnarvaldanna til að koma í veg fyrir undirskriftasöfnunina, hafa fimm milljón ir Japana þegar skrifað undir mótmælin. Fyrsti jeglulegi fuadur frið- arráðstefnunnar í San Francis- co var í gær. Acheson beitir ofbeldi. Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var kjtirinn for seti ráðstefnunnar. Þegar Gromiko, fulltrúi Sovétríkjanna tók til mála og lagði til að Kína yrði boðið að senda full- trúa á ráðstefnuna, tók Ache- son af honum orðið. Sömuleið- is tók hann orðið af fulltrúum Tékkóslóvakíu og Póllands. Acheson Ilét tvo af fulltrúum bandaríska uppkastið, voru síðan samþykkt með 48 atkv. gegn þremur. Ástralskir verliamenn mótmæla. Þing alþýðusambands Ástral íu samþykkti í gær, að senda Truman Bandaríkjaforseta mót mæli gegn uppkasti stjórnar hans að friðarsamningi við Jap an. ANDREI GROMIKO Mótmœía Kóreustríðinu með því aó neita orðu sonar síns fylgiríkja Bandaríkjanna draga pálska fulltrúann með valdi níður úr ræðustólnum. Fundarsköp Bandaríkjastjórn ar, sem skera niður umræður og banna breytingatillögur við SAN FRANCISCO (Telepress). Foreldrar 22 árs bandarísks hermanns, sem nú er stríösfangi í Kóreu, tjáöu andúð sína á Kóreustríöinu meö því aö hafna boöi herstjórnarinnár að fara til Washington og taka á móti stríösheiðursmerki fyrir hönd sonar síns. Kolin hækka um 33% í dag hækkar heimkeyrt kolatonn úr 490 krónum í 6S9 krónur jj Samkvæmt auglýsingu sem fairtist í dag- j; ; blöðunum í dag hækkar verð á heimkeyrðum ’ kolum úr kr. 490,00 í kr. 650,00 pr. tonn frá j: : og með deginum í dag. Nemur þessi verð- hækkun á kolunum hvorki meira eða minna : en 33 %! ji Er þetta ein gífurlegasta verðhækkun | einnar vöruteaundar sem um getur um langa hríð, og eru þó stjórnarvöldin ekki smátæk ji í hækkunum á vöruverði upp á síðkastið. Má . segja að yfir almenning gangi nú slík óöld i; verðhækkana og vaxandi dýrtíðar að full- |i komnum undrum sæti, og er stefnt í fyllsta ó- jj efni með afkomu alþýðu manna með samskon- i; ar þróun í verðlagsmálum. j: Fer varla hjá því að öllum almenningi jj byki sú. „barátta", sem ríkisstjórn íhalds og ii Framsóknar þykist heyja gegn dýrtíðinni, ji harla einkennileg í framkvæmd. Og allur al- jj menningur, sem tæplega hefur fyrir brýnustu i: lífsnauðsynjum þótt ýtrustu aðgæzlu sé gætt ji í öllum útgjöldum, hlýtur að spyrja: Hvað jj getur þetta gengið lengi? Stefnir ríkisstjórnin i; beinlínis að því vitandi vits að skapa fjár- j! hagslegt öngþveiti og algjöra uppgjöf á ís- jj lenzkum alþýðuheimilum? Hr. Paul Schnur og kona hans, foreldrar Pauls Schnur sem sæmdrur var heiðursmerki fyrir „hetjuframgöngu" 16. sept. í fyrra í nágrenni Changn Yong, svöruðu hershöfðingjan- um er boðið sendi: „Þegar sonur okkar kemur lieim getur hann sjálfur tekið þátt í slíkum athöfnum ef hon- um sýnist svo“. Heiðursmerkið er „þýðingarlaust" að dómi þeirra hjóna, sagði móðir her- mannsins í viðtali við blaða- mann frá Peoples World. ,,Við hugsum mest um það að fá Paul heim til okkar“, sagði hún“. Og auk þess langaði sig lítið til að taka þátt í slíkri við- höfn, eftir þau kynni af Kór- eustríðinu seni hún hefði fengið úr bréfum sonar síns. I einu þeirra hafði Paul Schnur skrif- að: „Ég hef samúð með kór- esku þjóðinni og hef viðbjóð á því hvernig við förum með hana! Ég hef séð of mikið af óþarfri tortímingu og harma að ég skuli eiga minn þátt í henni. Ég vona og bið að sam- einuðu þjóðirnar komizt að samkomulagi og láti Kóreu eftir kóresku þjóðinni, er þegar hef- ur þjáðst svo mjög.“ „Ég trúi því einlæglega", skrifar hann, „að Kínverjar og kóreski al- þýðuherinn vilji ekki stríð við okkur eða neina aðra“. Sænska stjómin hefur kall- að aukaþing saman til fundar i dag vegna kjaradeilu hjúkr- unarkvenna. Milljónir íor- dæma hervæð- inguna Fulltrúar tveggja milljóna brezkra verkamanna greiddu í gær atkvæði með því á Alþýðu sambandsþinginu í Blackpool, að skora á brezku stjórnina að eiga frumkvæði að friðarstefnu, sem bindi enda á kalda stríð- ið og geri mögulega allsherjar- afvopnun. Fulltrúar 1% millj- óna greiddu atkvæði með á- skorun um aukin viðskipti við Austur-Evrópu og mótmælum við afskiptum Bandaríkjanna af útflutningsverzlun Bretlands. Hægrikrötunum í samsteypu- stjórninni tókst þó að fá meiri hluta gegn báðum tillögunum. Hinsvegar voru samþykkt mót- mæli gegn komu sendiherra frá fasistastjórn Francos til Lon- don og lýst yfir, að afstaða ríkisstjórnarinnar í Spánarmál unum sé svik við þau loforð, sem verkalýðshreyfingunni hafa verið gefin. Marsjaíl- ijflokkarnir allir ii ábyrgir fyrir stöðvun síldar- |i söltnnarinnar ;j Margir hafa spurzt fyrir j; um það hjá Þjóðviljanum !; hverjir séu í síldarútvegs- ; nefnd og beri þannig form- :; lega ábyrgð á stöðvun síld- !■ arsöltunarinnar hér sunn- anlands. Þess vegna þykir J; rétt að upplýsa að nefnd- ina skipa þessir menn: Jón 1; L. Þórðarson framkvæmd- arstjóri, Björn Kristjáns- i; son fyrrv. alþm., Kópa- ;; skeri, Erlendur Þorsteins- Í! son framkvæmdastj., Ósk- í; ar Jónsson framkvæmda- ;j stjóri og Ólafur Jónsson i; framkvæmdastjóri, Sand- gerði. j! Það eru þannig fulltrú- !; ar allra marsjallfl., einn- jj ig „hinnar ábyrgu stjórn- í; arandstöðu“, sem standa að því skemmdarverki að j! stöðva síldarsöltunina, og !; svifta hundruð manna at- vinnu við hagnýtingu hennar. ;j Allur almenningur er stór :: lega undrandi á þessum fráleitu vinnubrögðum og verður ekki öðru trúað að !; óreyndu en ríkisstjórnin ;j og síldarútvegsnefnd sjái að sér og aflétti söltunar- banninu án frekari tafar. IRANSSTJÚRN SETUR BRETUM URSUTAKOSTI Eekur alla brezka olíustarfsmenn úr landi ef brezka stjórnin lætur ekki nndan í olíudeilunni Mossadegh, forsætisráðherra Irans, tilkynnti öld- ungadeild þingsins í gær, að f dag myndi stjórn hans setja brezku stjórninni úrslitakosti í olíudeilunni. Iransstjórn hefur ákveðið, að reka úr landi eftir hálfan mán- uð alla brezka starfsmenn, sem eftir eru við olíuhreinsunarstöð- ina miklu í Abadan, nema brezka stjórnin gangi að til- lögum Iransmanna um Iausn olíudeilunnar eða beri sjálf fram nýjar tillögur, sem Irans- stjórn telur aðgengilegar. Sérfræðingar frá smá- ríkjum og Austur-Evrópu. Mossadegh lýsti yfir, að Ir- ansmenn myndu aldrei fallast á að Bretar fái einkarétt til að selja iranska olíu, að Bretar taki við yfirstjórn neinnar grein ar olíuiðnaðarins né að skipta ágóða af olíuvinnslunni til jafns við Breta. For&ætisráðherrann skýrði frá því, að ef til þess kæmi að vísa þyrfti Bretum úr landi, yrðu ráðnir til Irans olíu- sérfræðingar frá Sviþjóð, Sviss, Hollandi og Austur-Evrópu. Iransmenn myndu ekki ráða bandaríska sérfræðinga, því að þeir væru vísir til að ganga erinda Breta og hinna alþjóð- legu olíuhringa. Fær einróma traust. Þegar Mossadegh hafði lok- ið máli sínu, fór fram atkvæða- greiðsla um traust á stjórn hans og stuðning við þessa síð- ustu ákvörðun hennar í olíu- deilunni. Af 28 viðstöddum öld- ungadeildarmönnum greiddu 26 atkvæði með traustsyfirlýsing- unni en tveir sátu hjá. Hussein Fatemi, varaforsætis ráðherra í stjórn Mos&adegh, sagði eftir þingfundinn, að brezka stjórnin hefði ætlað að biða eftir iþví, að erindrekar hennar gætu fellt stjórn Mossa- degh. Hún hefði búizt við, að Iransmenn myndu ekki hafast neitt að til að koma olíuiðnað- inum í gang uppá eigin spýtur. Anglo Iranian, brczka olíu- félagið, sem hafði með hc'ndum olíuvinnsluna í Iran, hótaði í gær málsókn öllum þeim, sem flyttu eða seldu olíu fyrir Iransstjórn. Síðustu fréttír: Úrslitakostunum Irestað Eftir stjórnarfund í Teheran. siðdegis í gær var tilkynnt, að ákveðið hefði verið að fresta. um óákveðinn tíma að senda Bretum úrslitakostina. Er þessi ákvörðun talin runnin undan rifjum Iranskeisara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.