Þjóðviljinn - 06.09.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudag'ur 6. sept. 1951
37 þáso manBS fá
verri aobáð en
skepnur
Framliald af 5. síðu.
I hertjöldum, sem gerð eru
fyrir fjóra hermenn, hafast við
allt að fjörutíu karlar, konur
og börn. Við hver ný öagmál
eru einhverjir, sem eru lausir
við þær þjáningar, sem þessi
viðureign, sem margir Kórear
skilja ekki enn, hefur lagt á
þá.
Sjö eða átta af þessu fólki
deyr á hverri nóttu, vegna þess
að það er neytt til að lifa við
verri aðbúð, en nokkur húsdýr
bandarískra bænda, vegna þess
að það fær ónóga læknishjálp
og oft vegna þess ao vilji þess
til að halda áfram að lifa hefur
brostið við móttökumar, sem
það fékk hjá þeim mönnum,
sem það áleit siðustu bjargar-
von sína.
Yfirvöld SÞ vita, að yfir-
gnæfandi meirihluti þessa flótta
fólks er andkommúnistar. Ekki
er vitað með vissu um einn ein-
asta, sem hlyntur er komrnún-
istum. Samt hefur því verið
smalað saman einsog búpeningi
og neytt til að búa við lífs-
skilyrði, sem myndu drepa
hvern meðal Bandarikjamann
áður en mánuður væri liðinn.
Það trúði loforðunum um ,,mat,
fatnað og aðra nauðsynlega að-
hlynningu“, en launin fyrir það
trúnaðartraust hafa fyrir
marga verið hægfara dauði.
„Önnur nauðsynleg aðhlynn-
ing“ í búðunum er bráðabirgða-
sjúkrahús, sem getur tekið á
móti um það bil 120 sjúkling-
um, og fimm læknar og átján
hjúkrunarkonur starfa við. I
dag voru þar 817 sjúkar og
dauðvona manneskjur, liggj-
andi á strámottum á sjúkra-
húsgólfinu, þeir einir, sem
þyngst voru haldnir, komust í
þau fáu rúm, sem þarna eru.
Þessi smáborg dauða og
drepsótta telur 37.000 marms,
og af þeim eru 2.000 Suður-
Kórear. Óbreyttir borgarar, sem
eru fulltrúar SÞ á staðnum.
hafa unnið sólarhring eftir sól-
arhing að því að bæta ,úr á-
standinu. Skrifíinnska, sem er
að gera vini að beizkum óvin-
urn, hefur bundið þá í báða
skó.
Richard Evans, sem hefur
það hlutverk á hendi fyrir SÞ
að sjá almenningi hér um slóðir
borgið, hefur varla sofið dúr
vikum sarnan af viðleitni til að
gera það, sem hann veit að
er 'rétt.
Svðrin, sem hann fær, eru
venjulega á þá leið, að „beiðni
yðar verður komið á framfæri
eftir réttum leiðum“.
Meðan hellirigning og rok
geisaði um Kóreuskagann í gær
með þvílíkum ofsa, að samn-
ingamennirnir við vopnahlésum-
ræðurnar komust ekki yfir belj-
andi árnar, reynþi umkornu-
laust kóreskt alþýðufólk í þess-
um hörmungarbúðum að hjúfra
sig hvort uppað öðru í lekum
tjöldum og köldum leirkofum.
Þeir allra bágstöddustu.
reyndu að skýla hvorir öðrum
fyrir úrfellinu með því að
hjúfra sig saman undir hrun-
inni brú í grendinni. Þeir kom-
ust hvergi fyrir í tjöldum eða
íkofum.“
Appelsín hérna. Eigið þið Medína sígarettur?
Mjólk.
' Kaffi.
Larsen og Sönstegárd eru á fleygiferð með bakkana. Ungl-
ingarnir flykkjast að borðinu og velja sér kökur. Frú Krane
hefur ekki tíma til að andvarpa, hún stendur með reiddan köku-
spaðann og afgreiðir kökur. Hún heyrir ekkert hvað er að gerast
inni á prívatiiiu. Hún stendur of langt í burtu, og það er of
mikil ókyrrð í salnum.
Allt of mikil ókyrrð.
Söngur og stapp hækkar og lækkar, hverfur alveg um stund,
upphefst aftur í öðru homi, hækkar, lækkar. Stundum kveða
jafnvel við einstök orð. Frú Krane kannast við vísuna.
Henni er aftur orðið allt of heitt, og þó eru hendur hennar
kaldar og rakar. Þegar raulið fer aftur hækkandi o.g virðist
vera að bseytast í söng, tekur hún rögg á sig.
Ekki þennan hávaða.
Það verður hljótt um stund. Og Sönstergárd sýgur úr tctnn-
unum sigrihrósandi. Alltaf er Sönstegárd að sjúga úr tönnunum.
Það er jafn ógeðfellt. hvort heldur hún er ánægð eða afundin.
Ef hún er með skemmdan jaxl verður hún endilega að láta
gera við hann.
Við erum bara að syngja, segir einhver.
Þetta er enginn söngstaður, segir frú Krane eins vingjam-
lega og henni er unnt.
En þetta er dansstaður.
Það er allt annað mál.
Einmitt það.
Um leið veit hún að' eitthvað óttalegt á eftir að gerast. Og
það gerist innan skamms. Hún lítur yfir borðin. Flestar flösk-
umar eru tómar og diskamir líka.
Þið megið ekki teppa svona mörg borð til lengdar, stynur hún
upp og um leið fær hún svima yfir höfuðið: Það geta komið
aðrir gestir hvenær sem vera skal. Þeir verða að geta feagið
sæti------
Uss, það koma víst ekki fleiri í dag en þegar eru komnir------
En sá svipur á Sönstegárd. Frú Krane hatar þennan svip.
Allt í einu, eins og eftir gefnu merki, byrjar einn strákling-
urinn að syngja fullum hálsi:
Ta, ta, er trú sem gull--------
Hann raular lagið til enda.
Sönstegárd flissar. Meira að segja hátt og skýrt. Ekki bætir
það úr skák. Og ekki er að spyrja að Larsen, en hún heldur j>ó
að minnsta kosti hendinni fyrir munninn. Og það er sektar-
svipur á andliti hennar.
Við viljum ekki hafa nein ólæti hér. Og engan söng. Þeir sem
eru búnir, verða að fara út.
1 þetta skipti er frá Krane mjög byrst. Og hún er einbeitt á
svip. En hún er með ákafan hjartslátt.
Einn Póló í viðbót.
Appelsín takk fyrir.
Eina Napóleonsköku ungfrú.
Strax fara Larsen og Sönstegárd á stjá. Usa, þær eru eins
og skólastelpur, sem fá allt í einu hugrekki til að gera eitthvað
af sér.
Ta, ta, er trú sem gull
og tilveruna gfeður-------
kyrja margir í einu. Þetta er vísan sem hefur verið sungin um
Katinku Stordal í nokkur ár, þegar nægilega margir voru sam-
ankomnir og þeir vissu að hún hafði bragðað vín.
Nú er nóg komið. Við afgreiðum ykkur aðeins með því skil-
yrði að þið hafið hljótt um ykkur.
Frú Krane hefur víst aldrei verið svona einbeitt á ævi sinni.
Nema ef til.vill við hann Krane stöku sinnum. Heiftarleg reiði
kemur henni skyndilega til hjálpar.
Það verður líka hljótt um stund. Óvænt þögn. Póló, appelsín
og kökur er borið um. En Larsen er alveg að springa af hlátri.
Hvað eftir annað skellir hún upp úr. Hamingjan góða, þótt
þetta sé í rauninni sorglegt — —
Sönstegárd hastar á hana og segir Larsen þó. En það er engin
alvara á bakvið. Það er auðheyrt.
Frú Krane stendur uppi ein og yíirgefin. Seinna sagði hún, að
hún hefði ekki vitað hvort hún var aðeins reið og gröm, eða
einnig gagntekin eftirvæntingu' og spenningi. Undarleg reiði
grípur hana, einliver hættuleg tilfinning sem hún vill losna við
en getur ekki.
Stundum liggur við að maður óttist sjálfan sig, er sagt að
frú Krane hafi sagt í þessu tilefni.
Söngurinn upphefst á nýjan leik. 1 hvert skipti bætist ný ljóð-
lína við. Nafninu í upphafi vísunnar er sleppt í bili:
Ta, ta, er trú sem gull
og tilveruna gleður,
ef liún er ekki full — —
Ef þið getið ekki hegðað ykkur skikkanlega, þá verðið þið að
fara út, hrópar frú Krane eins og í sjálfsvörn. Ég kalla á aðstoð,
hrópar hún og er að hugsa um Gjör.
Hér er ekki drukkið annað en Póló-------
Eg átti ekki við það.
Andartaks þögn. Sönstegárd ar komin. að rennihurðinni og
lætur eins og hún sé að taka til í hillunum. Hvernig er ástandið
á prívatinu þessa stundina?
Ástandið er þannig, að Harðkúluhatturinn segir hátt o.g slkýrt:
hirtu ekki hót um þá. Þeir koma okkur ekkert við.
Þetta er lagið, það er sama lagið-------
Fari það kolað!
Kantika’ er trú sem gull
og tilveruna gleður,
ef hún er ekki full,
sem ævinlega skeður.
I þetta skipti er eins og flóðgáttir opnist. Piltarnir eru hingað
komnir til að syngja þetta og þeir draga ekki af sér. Það er
ekki fyrr en söngnum er lokið að frú Krane getur hrópað: Við
viljum ekki hafá iþessi ólæti. Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég
læt sækja Olsen lögregluþjón ef þið hafið ekki hljótt um ykkur.
Þetta eru stór orð, sem geta haft alvarlegar afleiðingar. Hún
hefur aldrei verið mikið fyrir að leita á náðir lögreglunnar.
Og það verður hljótt um stund. En Sönstegárd sem stendur
við dyrnar heyrir einhver undarleg hljóð að innan, sem líkjast
mest grátekka. Andartaki síðar segir Gjör ritstjóri: Kalla þeir
þið Katinku?
Allir í bænum kalla mig Katinku — —
Svona hefur þú verið dregin niður í svaðið. Og þú hefur látið
það viðgangast? Án ,þess að sýna mótþróa? Þú?
Katinka er hætt að kjökra. Það er dálítið erfitt að heyra
orðaskil hjá henni, því að frammi í kaffisalnum eru lágyærar
samræður á víð og dreif. En hún talar hátt og skýrt eftir
grátinn og Sönstergárd heyrir setningu og setningu á stangli
af því sem hún segir: — — víst sýndi ég mótþróa. --------öllum
stóð á sama — — stóð ein gegn öllum — — Sumir finna ekki
niðurlægingima fyrr en um seinan — þegar búið er að troða
[m
m