Þjóðviljinn - 06.09.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. sept. 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (7 KENNSLA Lítið reiðhjól (drengja) til sölu. Verð kr. 400,00. Upplýsingar í af- gréiðslu Þjóðviljans. Sími 7500. Samúðarkort Slysavarnafélags Isl. kaupa flestir. Fást hjá slysavarna- deildum um allt land. I Reykjavik afgreidd í síma 4897. Umboðssala: Verzlunin Grettisgötu 31 Sími 3562 Daglega ný egg, soðin og hrá. Iíaffisalan Hafnarstræti 16. K a u p u m Karlmannafatnað, útvarps- tæki, hljóðfæri, notuð ísl. frímerki o. fl. Sími 6682. Fornsalan Laugáveg 47. IÐJA H.F. : Lækjarg. 10. Úrval af smekklegum brúð- argöfum. Skermagerðin Iðja, Lækjargötu 10. Herraföt — Húsgögn ; Kaupum og seljum ný og I notuð húsgögn, karlmanna- ; föt o. m. fl. Sækjum — Sendum Söluskálinn, ’Klappastig 11 — §ími 2626 Almenna Fasteignasalan, 1 Ingólfsstræti 3. Simi 81320 Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16 ELAGSy Ferðafélag íslands ráðgerir tvær skemmtiferð- ir um næstu helgi. Aðra lagt af stað kl. 2 á laugardag og ekið norður í Brunna ( við Kaldadalsveg) og gist þar í sæluhúsinu. Á sunnudaginn farið yfir Kaldadal að Húsa- felli, niður Reykholtsdal fyr- ir Hvalfjörð til Reykjavíkur. — Farmiðar séu teknir fyrir kl. 4 á fSstudag. — Hin er' í Raufarhólshelli. Ekið upp í Smiðjulaut á Hellisheiði. Gengið þaðan á Skálafell og í Raufarhólshelli. Til baka er gengið um Eldborgar- hraun, Lönguhlíð og Lága- ; skarð í Hveradali. — Far- 1 miðar séu teknir fyrir kl. 12 á laugardag. — Allar I upplýsingar í skrifstofunni ! að Túngötu 5. Framköllun Kopering — Stækkanir. Aðalbúðin, Lækjartorgi. Útvarpsviðgerðir Radíóvinnustofan, Laugaveg 166. Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. Sími 1453. Sendibílastöðin h. f. I Ingólfsstræti 11. Simi Viðgerðir á allskonar stoppuðum hús- gögnum. Húsgagnaverksmiðjan Bergþórugötu 11 ^Saumavélaviðgerðir — Skrifstcíuvélavið- gerðir. SYL6JA Laufásveg 19. Sími 2656. Ký|a scndibílastöðin. Aðalstræti 16. Sími 1395. AMPER H.F., raftækjavinnustofa, ! Þingholtsstr. 21, sími 81556 RAGNAR ÓLAFSS0N í hæstaréttarlögmaður og lög- [ giltur endurskoðandi: Lög- > fræðistörf, endurskoðun og [fasteignasala. — Vonar- ; stræti 12 Sími 5999. Komið meS kjólinn til okkar Fatapressa K e n n i ensku, frönsku og þýzku Þórch’s Kalmán, Bárugötu 23, sími 3943 vestur um land í hringferð hinn 12. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi til Patreksfjarðar, Tálkna fjarðar, Bíldudals, Þingeyr- ar, Flateyrar, Isafjarðar, Siglu- f jarðar og Akureyrar á morgun og árdegis á laugardag. Far- seðlar seldir á mánudag. liggur ieiðin iKáónesi um Bandaríkin O * r 1 • •!*% r 1 c* ^jomarnialieiinilio a bigínhroi »»####################ir####'#»#«« l Grettisgötu 3 Hverfisgötu 78 Framh. af 5. síðu eruð cfstækisfull þjóð i kyn- þáttamáium. Ykkur gezt ekki að fóiki, sem er ykkur frá- brugðið á hörundslit. Þessi hleypidómur á sér svo djúpar rætur og er svo útbreiddur, að hann kemur fram í kaup- sýslu ykkar, í skólum ykkar, í samkvæmum ykkar, í stjórn- málum ykkar, í iðnaði og verka- lýðshreyfingu ykkar. Ekki einu sinni kirkjur ykkar eru lausar við þennan ósóma. Stjórnmál ykkar eru stjórn- mál hvítra manna. I heimsmál- um, þar sem deilt er um rétt og órétt, takið þið alltaf mál- stað hvítra litbræðra ykkar. Tökum sem dæmi hernaðar- sælnina um heim allan. Þið er- uð alltaf í félagi með öðrum hvítum þjóðum. Afríka og hluti Asíu er enn undirokað af hvíta Evrópumanninum, og þið styðj- ið hann með allskonar ráðum, dulbúnum og ódulbúnum. Þess vegna getum við ekki treyst Fjórða atriðinu ykkar. (Áætl- un Trumans um aðstoð við þjóðir. sem eru skammt á veg komnsr. Aths. Þjóðv.) I okkar augum er það nýtt kænsku- bragð hvítu mannanna. Við er- um búnir að þekk ja hvíta mann- inn of lengi og hann er full- ur Ivmsku. Valdastreita ykkar og hern- aðaratferli spennir um allan heiminn. Eina stundina spúið þið úr ykkur hugsjónafroðu til áð fólk vai’i sig ekki á ykkur og á næsta augnabliki, þegar það er ekki lengur á verði, skenð þið það á háls, efnahags- lega, hernaðarlega og stjórn- arfarslega. Þið viljið all'faf hafa ráðin. Þið eruð svo ríkir og voldugir. að þið hafið misst allt skyn á siðlegum og and- "legum venðmætum.- =Með«*>ykkur- Sumarið 1950 hófst starfsemi Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar, sunnudaginn 18. júní. Er það í 12. sinn, er heimilið tekur til starfa. Heimilið starfaði til síðasta september, eða í 104 daga. Eins og áður er heimilið starfrækt af stúkunni Fram- sókn nr. 187 og í sömu húsa- kynnum. Heimilið er opnað kl. 10 á morgnana og lokað kl. 11,30 e. h. Starfsfólk heimilisins var að þessu sinni 10 manns, 9 konur og 1 karlmaður: Frú Lára Jó- hannesdóttir, er veitti heimilinu forstöðu, Kristjana Aðalsteins- dóttir, Marheiður Viggósdóttir, Elsa Jónsdóttir og Ragnhildur Eiríksdóttir, er allar unnu við framreiðslu í veitingasal. Bald- vina Baldvinsdóttir vann í eld- húsi. Anna Steinþórsdóttir sá um bakstur fyrir heimilið. Við b5ðin unnu: Gyða Pálsdóttir og Viktoria Gestsdóttir. Ennfrem- ur starfaði Jóhann Þorvaldsson, kennari, við heimilið um tveggja mánaða skeið. Tilhögun á starfrækslu heim- ilisins var hin sama og undan- farandi ár. Veitingar: mjólk, kaffi, öl og gosdrykkir, voru framreiddar alla daga. 1 veit- ingasal lágu frammi flest blöð og tímarit. Pappír og ritföng fengu gestir eftir þörfum end- urgjaldslaust. Annast var um móttöku og sendingu bréfa, peninga og símskeyta, og land- símasamtöl afgreidd. — Geymd voru föt og ýmsir munir fyrir sjómenn. Útvarp var jafnan í gangi á útvarpstíma. Píanó og orgel var til afnota fyrir gesti, ef þeir óskuðu þess. Bókasafn heimilisins telur nú um 2200 bindi. Bækur voru lánaðar í skip í sérstökum kössum, er lieimiiið lagði til. Voru afhent 10 bindi í einu. 42 skipshafnir fengu bókakassa og margar skiptu oft um í kössunum. Skipverjar á Jóni Stefánssyni, V.E., fengu flestar bækur, eða, 60 bindi. AUar skips hafnir skiluðu bókum og kössum aftur óskemmdum að mestu. Sumir skiluðu fleiri bókum en þeir fengu, t. d. skipverjar af Jóni Stefánssyni, sem gáfu heimilinu 10 bækur. Mikið af bókum safnsins gengur úr sér árlega og verða alveg ónýtar, en heimilið hefur ekki fjár- magn til að kaupa bækur svo nokkru nemi. Ýmsir velunnarar heimilisins styrktu safnið með bókagjöfum, svo sem ýmsir bókaútgefendur, svo og útgef- endur blaða og tímarita. Má þar nefna Guðm. Gíslason, bók- bindara, Reykjavík, er afhenti safninu 120 bindi ýmissa bóka, Pálmi H. Jónsson, bókaútgef- andi, Akureyri o. fl. Er þessi hugulsemi þessara góðu manna, og annarra slíkra, heimilinu ó- metanlegur styrkur. Þá bárust heimilinu mörg tímarit og flest dagblöð endurgjaldslaust, og er það mikilsvirði og ber að þakka. hefur ekki þróazt sá næmleiki samvizkunnar og það andlega samræmi, sem sprettur af þján- ingum og lífi í sárri fátækt og 4árumvog-sveita“. - • - -- - - Böðin voru starfrækt á sama hátt og áður, alla virka daga. Notkun baðanna var mun minní en áður. Til þess liggja fyrst og fremst tvær ástæður. 1 fyrsta lagi tók til starfa á þessu sumri sundlaug í Siglu- firði, sem var opin til afnota alla daga og minnkaði, af þeirri ástæðu, milcið aðsókn að böð- unum, og í öðru lagi var hér fátt aðkomufólk og síldarskip- in sjaldan í höfn í Siglufirði. Tala baðgesta var: júní 318, júlí 853, ágúst 1665, september 650; eða samtals 3286. Aðsókn að heimilinu var mun. minni en oft áður, og er það eðlilegt, því a'ðkomufólk í landi var mikið færra en áður, og síldveiðin öll fyrir austan, það lítil hún var, og skipin komu. því mjög sjaldan til Siglufjarð- ar. -— Gestaíjöldi var sem hér segir: júní 641, júlí 4521, ágúst 8647, september 3616; samtals 17425. Margir gesta sátu í lesstofu og lásu blöð, bækur og skrifuðu bréf. Skrifuð voru 707 bréf í heimilinu og þau tekin í póst. Heimilið tók á móti og kom til skila 140 bréfum til sjómanna. Heimilið naut eins og á'ður opinberra styrkja til starfsemi sinnar. Þessir styrkir, ásamt tekjum af veitingasölu, eru rekstrarfé heimilisins, en rekst- ur þess er all dýr, t. d. störf- uou við lieimilið 10 manns yfir sumarmánuðina 1950. — Þess- ara styrkja naut heimilið á árinu: Sigluf jarðarkaupstaður 1000, Stórstúka íslands 1500, ríkissjóður 5000. — Þá liafa f jölmargir sjómenn styrkt heim- ilið mcð peningágjöfum. Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar hefur nú starfað 12 sumur. Þáð hóf starfsemi sína sumarið 1939. Þá var á- standið þannig hér á Siglufirði, að sjomenn og verkafóik, sem vann i síldarvinnu í landi, hafði hvergi stað, er það gat komið inn í nema braggana, bíóið og þá staði, sem böllin voru í það og það skiptið. Sjómanna- og gestaheimili Siglufjar'ðar var þvi kærkominn griða- og greiða- staður sjómanna og verkafólks enda sýnir aðsóknin að heim- ilinu þessi 12 sumur, að sió- menn kunna að meta starfsemi þess. Að vísu eru húsakynni heimilisins að ýmsu leyti ó- fullnægjandi og standa til bóta. en því verður ekki neitað, að með stofnun þess var unni'ð þarft verk, sem halda verður áfram. Sjómenn og ýmsir aðrir vehmnarar heimilisins hafa á undanförnum árum styrkt heimilið fjárhagslega með pen- ingagjöfum og á ýmsan arin- an hátt. Fyrir það vill stjórn Sjó- manna- og gestaheimilis Siglu- fjarðar þakka, og væntii þess. að heimilið megi á ókomnum árum njóta velvildar sem flestra og verða sjómönnum og öðrum gestum sannkallað heim- ili og griðastáður. Stjórnin vill að síðustu fiytja starfsfólki og velunnurum heim ilisins, nær og fjær, beztu þakk- ir fyrir samstarfið og margs- konar stuðning á liðnu starfs- ári. I stjórn Sjómanna- og gesta- heimilis Siglufjarðar: Pétur Björnsson, Andrés Hafliðason, Óskar J. -Þorláksson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.