Þjóðviljinn - 12.09.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1951, Blaðsíða 4
4 — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. september 1951 IMÓÐVILIINN Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson, SlgurSur GuBmundsson (áb.) Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafseon, GuBm. Vlgfússon. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Kltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Askriítarverð kr. 16 á mánuði. — LausasöluverB 75 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. --------------------------------------------------^ „GóSgerðastarfsemi“ utanríkis- ráðherrans Það er vafamál hvort marsjallblöðin hafa nokkru sinni gripið til jafn fáránlegra blekkinga í vanmáttugum varnartilraunum sínum fyrir það skemmdarstarf, sem Bjarni Benediktsson hefur unnið í markaðsmálunum á síðastliðnum fjórum árum, eins og í skrifunum undan- larna daga um hækkun kolaverðsins og kolakaupin frá Póllandi. Þegar ríkisstjórnin er staðin að því að halda daglega áfram að bæta sín fyrri heimsmet í dýrtíðar- aukningu, ekki aðeins hvaö kolaverðið snertir, heldur og Verðlag á velflestum nauðsynjavörum landsmanna, grípa marsjallblöðin til þess veika hálmstrás að reyna að varpa sökinni af kolahækkuninni á Pólverja og lofsyngja jafnframt Bjarna Ben. fyrir þá „góðgerðastarfsemi“ sem hann reki með því að taka þessa dýru vöru upp í ís- lenzkar afurðir, af einskærum áhuga fyrir því að halda uppi viðskiptum við þjóðir austan ,,járntjalds“! 'í gær var hér í blaöinu sýnt greinilega fram á hve fráleitt er að ætla að halda þessari kenningu að nokkr- um manni, sem hefur minnsta snefil af þekkingu á við- í’.kiptamálum. Að maður nú ekki tali um hve líklegur Bjarni Benediktsson, hundflatasti leppur bandarísks auð- valds á íslandi, er til þess að kaupa kol eða aðra fram- leiðslu alþýðulýðvelda Austur-Evrópu til þess eins að viðhalda viðskiptum, sem hann hefur lagt sig allan fram við að eyðileggja áriun saman og tekizt að verulegu leyti, til stórkostlegs tjóns fyrir íslenzka útflutnings- framleiöslu. Sýnt var meö rökum fram á að kol eru nú ein allra eftirsóttasta og torfengnasta vara sem um get- ur á heimsmarkgðinum. Eitt stjórnarblaðið, Tíminn, skýrir einnig í gær frá því hvernig þessum málum er nú raunverulega háttað. Er fróðlegt að bera þá frásögn saman við skríf íhalds- blaðanna og Alþýöublaðsins um ,,góðgerðastarfsemi“ Bjarna Ben. í viðskiptunum við Pólverja. Tíminn segir orðrétt um kolaskortinn í Vestur-Evrópu: „Síðan styrjöldinni lauk hefur kolaskorturinn verið eitt mesta vandamál Evrópu. Þetta hefur valdið fram- leiðslunni þar miklum erfiðleikum, þar sem hún hefur meira og minna byggzt á kolanotkun. Útlit er nú fyrir að Vestur-Evrópa komi til með að horfast í augu við meiri kolaskort á komandi vetri en nokkru sinni fyrr. Áætlað hefur verið, að seinasta árs- fjórðung þessa árs vanti Vestur-Evrópu um 9 millj. smál. tonna af kolum til þess að fullnægja venjulegri notkun. Takist ekki að útvega þetta kolamagn að mestu leyti, get- ur það valdið alvarlegri truflun í framleiðslunni. í Bretlandi er kolaframleiðslan minni en fyr’r stríð- ið og kolaútflutningurinn þaðan er nú ekki nema 1/6 af því, sem þá var... í Vestur-Þýzkalandi er kolaframleiðslan 25% minni en fyrir stríðið. ... í Frakklandi er kolaframleiðslan nú svipuð og fyrir stríðið, en Frakkar framleiða hinsvegar ekki nóg handa sjálfum sér. Vestur-Evrópa hefur und- anfarið fengið mildð af kolum frá Póllandi, en sá inn- flutningur getur stöðvdst þá og þegar, ef sambúðin milli austurs og vesturs versnar. Vestur-Evrópa getur íengið kol frá Bandaríkjunum, en skortur er á skipum til flutninga. Ef fullnægja ætti þörfinni með innflutningi frá Bandaríkjunum þyrfti að bæta við 500 Liberty-skip- um (10 þús. smálesta skipum) til flutninganna. Slíkt er ekki mögulegt fyrst um sinn. — Allar horfur eru á, að flest Vestur-Evrópulöndin verði að taka upp meiri eða minni kolaskömmtun í vetur, ef vandræðum á að verða afstýrt“. Með þessari greinargóðu lýsingu stjórnarblaðsins T/mans á ástandi kolaframleiðslunnar í Evrópu er svo skilmerkilega flctt ofan af lygum og blekkingum íhalds- blaðanna og Alþ.bl. um pólsku kolakaupin að fleiri orða er ekki þörf. En óneitanlega væri fróðlegt aö fá 'skýring- ar þessara marsjallmálgagna á því, að það skuli kosta 300 kr. á tonn að flytja kolin hingaö. frá Póllandi og dreifa þeim til reykvískra notenda. Gallar togarasamning- anna. Sjómaður skrifar: „Einn af mörgum göllum núgildandi samninga okkar togarasjó- manna, sem landkrabbamir í stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur neyddu upp á okkur í fyrra, er að ekkert ákvæði er kynimakki sínu við útgerðar- í þeim um aflaverðlaun af menn’ Miki11 hluti af orku okk’ er um borö.? ar sjcmanna fór í baráttu við Víti til að varast. Þegar við togarasjómenn und irbúum nú uppsögn togarasamn inganna getum við byggt á dýr- keyptri reynslu frá síðustu samningum. Þá tókst landherr- um Sjómannafélagsstjórnarinn- ar, að hindra fullan sigur með mjöli, sem unnið í skipunum. Þetta gat í samn- ingana hefur m.a. gert það að verkum, að við höfum borið langt um minna úr býtum en ella mundi, þegar nýju togar- arnir hafa fiskað á fjarlægum miðum. Er veiðiferð b.v. Jóns Baldvinssonar, sem Þjóðviljinn gerði að umtalsefni fyrir nokkru, skýrasta dæmið um þetta. Biskviskoðandinn þrætti. Þegar Þjóðviljinn benti rétti- lega á þessa staðreynd brást hinn sjálfskipaði málsvari sjó- mannafélagsstjórnarinnar, bisk- vískoðandinn Sæmundur Elías Ólafsson, við hinn versti og ruddi úr sér óþverraskömmum í Alþýðublaðinu. Þrætti biskví- skoðandinn algjörlega fyrir það, að samningarnir væru jafn illa úr garði gerðir og Þjóðvilj- inn hafði haldið fram. Hér væri aðeins um ranga túlkun útgerðarmanna á samningunum að ræða, sem væru hinir full- komnustu frá hendi hinna þrautreyndu forustumanna Sjó mannafélagsins. Um þetta sagði biskvískoðandinn orðrétt: „Þá er það mjölframleiðslan um borð í nýju togurunum. í samningunum er gert ráð fyrir því að aflaverðlaun séu greidd af öllum afla, sem veiðist og nýttur er“. Samherjar rassskella biskvískoðandann. í sambandi við atkvæða- greiðsluna sem nú er að hefjast um uppsögn togarasaminganna hefur stjórn Sjómannafélagsins sent frá sér bréf til togara- sjómanna þar sem rakin eru tildrögin til atkvæðagreiðslunn ar. Segir þar m.a.: „Þá er og það, að samningamir eru okkar eigin „forustu", sem all- an tímann var reiðubúin til upp gjafar og þröngvaði í lok deil- unnar upp á okkur samningi sem enginn sjómaður var á- nægður með. Ég efast um að nokkur starfsstétt vinnandi manna hafi fyrr eða síðar þurft að heyja kaupgjaldsbar- áttu við svipaðar aðstæður. Þetta er ástæðan til þess að við náðum ekki fram 12 stunda hvíld á öllum veiðum og að aflaverðlaun af mjölinu voru ekki tryggð o.s.frv. Ég efast ekki um að reyfit verður að leika sama leikinn næst, en‘ vissulega ætti hann að verða örðugri en síðast, því nú get- um við byggt á reynslunni sem þá fékkst, þótt hún hafi orðið olckur býsna dýr. — Sjómaður. ★ Eimskip Brúarfoss kom til Antwerpen 11. þm.; fer þaðan til Rvíkur. Dettifoss fór frá Akureyri í gær til Hjalteyrar, Óiafsfjarðar og Sig-lufjarðar. Goðafoss fór frá Rotterdam í gær til Gautaborg- ar og- Reykjavíkur. Guilfoss fór frá Leith 10. þm. til Reykjavhcur. Lagarfoss fór frá Rvík 8. þm. til New York. /Selfoss er i Rvík. Tröllafoss fór frá Halifax 10. þm. til Rvíkur. Ríkisskip Hek’a er á Austfjörðum á suð- urleið. Esja fer frá Rvík í kvöld vestur um land í hringferð. Herðu- breið er á Austfjörðum á norður- leið. Skjaldbreið fór frá Rvík i gærkv. til Húnaflóa. Þyrill er á leið' til Norðurlandsins. Skipadeiid SIS Hvassafell fór frá Stettin 9. þm. áleiðis til Isafjarðar. Arna.rfell hvergi nærri svo skýrt orðaðir iestar saltfisk á Eyjafjarðarhöfn- í öllum greinum, sem æskilegt um- væri, og er þess varia að vænta, þar sem þeir eru raunverulega sú sáttatillaga er samþykkt var, enda hefur við framkvæmd þeirra orðið verulegur ágrein- ingur um ainstök at.riði, er ekki hefur náðst samkomulag um, hverni^ skilja beri, svo vantar og í samningana ákvæði varðandi aflaverðlaun, t. d. af mjöli, sem unnið er um borð o. fl.“ -— Þannig hrekja sjálfir samherjar biskvískoðandans staðleysur hans og þvætting um fullkomleika þeirra nauð- ungarsamninga, sem hann átti meginþátt í að þröngva upp á okkur sjómenn í deilunni í fyrra. Er Sæmundur vel að þessari flengingu kominn og ætti hún að verða honum á- Nýlega voru gefiri saman í . hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ung- frú Kristín J. Guðbjartsdóttir, Grenimel 26 og Guðmundur B. -Guðmundsson, Laufásveg 50. Heimili þeirra verð- ur að Grenimel 26. — Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Indíana Jónasdóttir, frá Suðureyri í Súg- <■ andafirði og Magn- ús Gunnarsson (Gunnars Magnúss rithöfundar). — Nýlega opinber- uðu trúlofun sina ungfrú Elísa- bet M. Víglundsdóttir, Laugaveg 84 og Sigurður H. Guðmundsson, Stýrimannastíg 10. — S. 1. föstu- dag opinberuðu trúlofun slna Viktoria Kolbeinsdóttir, Sóleyjar- götu 21 og Jóhannes Markússon, f’.ugstjóri, Mjóstræti 2. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ung- frú Steinunn Eyjólfsdóttir og Gunnar Gunnarsson, bóndi á Sel- fossi. A31t um íþróttir. Ágústhefti er kom ið út. Efni: Hvern- ig lyktar tugþraut- arkeppni næstu G’ympíuleika? Tugþrautareinvígið. Reykjavikur- meistaramótið og þátttaka amer- ísku íþróttamannanna. Frændur vorir sögðu. Leikur Válerengen olli vonbrigðum. Frjálsíþróttamót Austurlands. Islenzkir íþróttamenn XI. (Hörður Felixsson). 25. meist- aramót Islands í frjálsíþróttum. 10. drengjameistaramót Islands. Ársþing Frjálsíþróttasambands Is- iands. Evrópuárangurinn 1951. Ennfremur eru i heftinu myndir frá tugþrautareinvíginu, skrá yf- ir frjálsíþróttamet í Rúmeníu o.f?. — Bergmál, septemberheftið 1951, er komið út. Efni: Söng- og dans- textar, Manuela, smásaga. Að lesa í lófa. Pétur og Páll, smá- saga. Heilabrot, Paducha, smá- saga. Flýgur fiskisaga, smásaga. Gaman og alvara. Anna beitir brögðum, smásaga. Töfrafiðlan, smásaga. John Agar. Sigui-vegar- arnir, smásaga. Hvers vegna gift> ast sumar konur ekki? Spurning- ar og svör. Þjófurinn, sniásaga. Johnson, landvarnaráðh. Banda- ríkjanna. læknisfrúin, framhalds- saga. Krossgáta o. £!. <■ Margir lesendur Morgunbíaðsins hafa veitt því athygli að hinar föstu rógkiaus- ur á 4. síSu blaðs- ins l>\irfu jafnskjótt og Bjarni leppur Benediktsson tók sér far vestur um haf með Lagarfossi á fund sinna bandarísku yfirboð- ara. Sennilega er Bjarni elni ut- anrikisráðherra veraldarinnar sem leggur svipaðar ritsmíðar og þess- ar fyrir sig. En væri nú ekki ráð fyrir Moggann að reyna aö halda framleiðslunni áframl þótt í smærri stli væri, til þess að op- inbera ekki um of skömm og niðuriægingu ráðlierrans? Frá Slysavarnaféiaginu. Myndir úr skemmtiferð kvennadeilda Slysavárnafélagsins í Reykjavlk og Hafnarfirði eru komnar og óskast sóttar í skrifstofu félags- ins í dag og á morgun milli kl. 4 og 6. Septembersýningin í Listamanna- skálanum, er opin dagl. kl. 10—22. KRON opnaði í gær nýja brauða- og kökuútsölu á Vitastig 10. Loftleiöir 1 dag verður flogið til Vest- m.eyja, Isafj., Akureyrar, Siglufjarð ar, Sauðárkróks og Kefíavíkur (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferð- ir), Isafjarðar, Akureyrar og ICeflavíkur (2 ferðir). Frá Vest- mannaeyjum verður f’ogið’ til Hellu, 8 00-900 Morgun- GENGISSkrANTNG. utvarp. 10,10 Veð- urfregnir, 12,10 til 13,15 Hádegisútv. 15,30 Miðdegisútv. 16,25 Veðurfregnir. Tónleikar: Óperulög (pl.) Auglýsingar. 20,00 Fréttir. Útvarpssagan: „Upp við eftir Þorgils Gjai’anda; X. 19.30 19,45 20.30 Fossa’ 1 f 1 $ USA 100 danskar kr. 100 norskar kr. 100 sænskar kr. 100 finnsk mörk 100' belsk. franlcar 1000 fr. frankar 100 svissn.fr. 100 tékkn. kr. 100 gyllini kr. 45.70 kr. 16.32 kr. 236,30 kr. 228.50 kr. 315.50 kr. 7.00 kr. 32.67 kr 46.63 kr. 373.70 kr. 32.64 kr. 429.90 (Helgi Hjörvar). 21,00 Einsöngur: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Skúla Halidórsson. 21,20 Er- indi: Fótgangandi um fjöll og byggð: Bárðardalurinn (Þorbjörg minning um að halda sig eftir- Árnadóttir magister). 21,45 Tón- sundi 3.. Opið þriðjudaga 3,15—4 og leiðis ein^öngll að kexinu sinil lcikar: Melacrino strengjasveitin fimmtudaga 1,30—2,30. , -, leikur en sletta ser minna fram í mai- efni sjómanna hér eftir. Ungbarnavernd Líknar Tempiara (p'.) 22,00 Fréttir og veð- urfregnir. 22,10 Danslög (pl.) til Næturlæknir er í læknavarðstof- kl. 22,30. unni. — Sími 5030.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.