Þjóðviljinn - 12.09.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1951, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. september 1951 — 16. árgangur — 206. tölubl. ÆFH Pélagsfundur verður n. k. föstudag kl. 8,30 að Þórsgötu 1. — Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 10. þing ÆP, 2. Kosning uppstillinganefndar. 3, Prá Berlínarmótinu. 4. Félagsmál, — Skorað er á félaga að fjöl-t menna. — Stjórnin. Hefur ríkisstjórn íslands gngnað fyrir brezku yaldboði um landhelgismálið? Islendingar eiga ekki að viðurkenna rélt Haagdómstóls- ins til að dæma sjáifsákvörðunarrétt þjóða um landhelgi sína ólögmætan Brezkir ráðherrar hafa skýrt frá því á þingi að brezka stjórniu hafi farið þess á leit við ríkisstjórn íslands að engar ráðstafanir yrðu gerðar til stækkunar íslenzkri landhelgi fyrr en alþjóðadómstóllinn í Haag hefði fellt úrskurð í deilu Norð- manna og Breta um fjögurra mílna liandhelgi við Noreg. Islenzka ríkisstjórnin hefur ekki verið að hafa fyrir því #að láta Islendinga fylgjast með þessum nýju tilraunum brezk'a stjórnarinnar til ósvífinnar íhlutunar um Iandhelgismál Islands, beldur látið eins og oftar fréttirnar um þær berast utan úr löndum. Nú hefur hins vegar ríkisstjórn Islands að því «r virðist beygt sig fyrir þessari erlendu íhlutun og ákveðið að gera ckkert í málinu fyrr en Haagdómurinn er fallinn. Það tilkynnir hún í i réttatilkynningu í gær. Það mun álit flestra Islendinga og er yfirlýst afstaða fleiri þjóða að aiþjcðadómstóllinn í Haag sé ekki rétti aðiKnn til að dæma um rétt þjóða að ákveða upp á eindæmi stækkun land- helgi sinnar. Tilraun brezku stjórnarinnar að tengja Iandhelgis- mál Islands úrskurðinum í Haag, bdðar ekkert gott fyrir má!- stað íslendinga. Islendingar eiga ekki að viðurkenna að Haag- dómstóllinn geti dæmt sjálfsákvörðunarrétt þjóða um landhelgi sína ólögmætan. Þjóðviljanum barst i gær þessi „fréttatiikynning frá ut- anrikisráðuneytinu“: „Þar sem dómur i landhelg- ismáli því, sem nú er fyrir Haag-dómstólnum milli brezku og norsku ríkisstjórnanna, hlýt- ur að hafa þýðingu um hverj- ar aðgerðir sóu vænlegastar til árangurs af Islands hálfu til friðunar á fiskistofninum við landið, hefur ríkisstjórnin falið þeim hrd. Gizuri Bergsteinssyni og þjóðréttarfræðingi Hans G. Andersen að vera við munn- legan flutning málsins, sem hefst í Haag hinn 25. þ. m. og gefa ríkisstjórninni síðan skýrslu um hann og viðhorf málsins. Við dómi í málinu er búist um n. k. áramót. Að svo vöxnu máli þykir því rétt að taka ekki ákvörðun um frekari aðgerðir skv. lög- unum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og beit- ingu reglugerðarinnar skv. þeim lögum gagnvart öðrum en þeim, sem hún þegar tekur til, fyrr en sýnt er, hvernig málið horf- ir við eftir méðferð landhelg- ismáls Breta og Norðmanna í Haag.“ Meðal heiðursgesta á alþjóða æskulýcsmótinu í Berlín var mesta núlifandi skáld Tyrkja, Nazim Ilikmet, sem í fyrra var sleþpt úr lialdi eftir þrettán ára fangelsisvist, er hann varð að þola vegna stjórnmálaskoð- ana sinna. Lögreglustjóri bannar útsölur! Bútasalan hjá Álafossi heldur þó áfram Klæðaverksmiðjan Álafoss hefur undanfarið haft út- sölu í verzlun sinni í Þingholtsstræti. Hafa ágætisvörur verið seldar þar fyrir hálfvirði og hafa margir bæjarbúar notað sér tækifærið til að gera þar kjarakaup. Lögreglustjóri hefur nú tilkynnt að bannað sé að hafa útsölur á tímabilunum frá 5. sept. til 10. jan. og frá 10. marz til 20. júlí. Þetta mun vera samkvæmt lögum frá 1933 — en sem menr. minnast ekki í íljótu bragði að hafi verið framkvæmd, a. m. k. ekki s. 1. áratug. Þótt útsalan hjá Álafossi hætti, samkvæmt fyrirskipun lögreglustjóra, heldur bútasalan áfram og ættu bæjarbúar að nota sér hana, nú þegar allar vörur hækka svo að segja daglega, því þar fá þeir fyrsta flokks innlenda framleiðslu fyrir hálfvirði. Iransstgórn sendir Bretum úr- slitakosti með Harriman Búizt var við því í gærkvöld, að úrslitakostir Irans- stjórnar til Breta i olíudeilunni yrðu sendir á hverri stundu. Vitað varr. að sendiherra Ir- ans í Washington hafði veríð skipað að vera við því búnum að færa Averell Harriman, sem Truman Bandaríkjaforseti sendi til Irans til að reyna að miðla málum, úrslitakostina. Irans- stjórn hefur ákveðið, að biðj-i Harriman að koma úrslitakost- unum á framfæri í London. Úrslitakostimir eru á þá leið, að Bretum er tilkynnt, að 350 Bretum, sem enn eru í olíu- hreinsunarstöðinni í Abadan, verði vísað úr landi, ef brezka stjórnin hafi ekki innan 15 daga borið fram nýjar tillög- ur í olíudeilunni. Talið er, að auk þess sé í orðsendingu Ir- ansstjórnar mótmælt þeirri á- kvörðun brezku stjórnarinnar, að hætta að greiða innstæður Irans í Bretlandi í dollurum, ef þess er óskað. Sugar Ray og Turpin keppa I kvöld fer fram í New York hnefaleikakeppni, sem beðið hefur verið með mikilli eftir- væntingu. Þá reynir Banda- ríkjamaðurinn Sugar Ray P.ob- inson að vinna aftur af Bret- anum Randy Turpin heimsmeist aratitilinn í millivigt, sem hann tapaði til hans í sumar. Út- varp frá keppninni á 1500 m frá London hefst klukkan tva eftir miðnætti í nótt eftir ís- lenzkum sumartima. NÝTT MET HEIMSMEISTÁRANNÁ: Vísitalan 148 stig Kauplagsneínd og hagstofan hafa nú reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík 1. september og reyndist hún 148 stig, miðað við grunntöluna 100 1. marz í fyrra. Heimsmeisturunum í dýrtíð hefur því tekizt að bæta enn heimsmet sitt verulega, því 1. ágúst var framfærsluvísitalan 144 stig og heíur þv( hækkað um 4 stig á einum mánuði. „NjósnaréítarliöW” i Noregi rminu alveg út í saitdimi Undirréttur Osló hefur einróma. sýknaö son fyrr- verandi yfirmanns norska flotans af ákæru urn njósnir fyrir Sovétríkin, Þegar að því kom á laugar- dag í fyrri viku, að kveða átti upp dóm yfir Per Edvard Dani- elsen lautienanti, var réttar- salurinn troðfullur. Sýknuninni fagnað Þegar Aasgaard lögmaður hafði lesið dómsniðurstöðuna tóku áheyrendur að klappa, en hættu þegar hann minnti þá á, að það væri brot á virðingu réttarins að láta í ljósi vel- þóknun eða vanþóknun á dðms- úrskurði. I forsendum dómsins segir, að ákæruvaldið hafi ekki fært fram sannanir fyrir því, að Danielsen hafi á nokkrum af þrem fundum sínum með Kos- jeleff flotafulltrúa við sendiráð Sovétríkjanna, látið honum í té upplýsingar, sem halda hefði átt leyndum fyrir erlendu ríki. Ekki hefur heldur verið sannað, að ákærði hafi haft í hyggju að koma slíkum upplýsingum Stjömulifíræði- stöð í Kasakstan á framfæri nó að hann hafi safnað upplýsingum um hern- aðarleg málefni. Hinsvegar segir í forsendum, að með því að hitta Kosjeleff á laun hafi Danielsen komið mjög óheppilega fram og geti hann því sjálfum sér um kennt að mál var höfðað gegn honum. Ráðstefnur hafnar 1 gær var annar dagur við- ræðna utanríkisráðherra Vest- urveldanna í Washington. Sátu þeir á fundi allan daginn Ache- son og Morrison. Talið er, að þeir hafi einkum rætt Asíu- mál, Iran og Kóreu. Viðræð- urnar í fyrradag munu hinsveg- ar hafa snúizt um Þýzkaland. Halli 2 milljj• dollara á hlst• MOSKVA, (Telepress). Sovét- stjörnufræðingurinn G. A. Tík- hoff hefur lagt grundvöll að nýrri vísindagrein — stjörnu- líffræði. 1 bók, sem vísindafé- lagið í Kasakstan er að gefa út, skýrir hann frá rannsókn- um, sem hann hefur gert og hafa sannfært hann um að líf sé á reikistjömunum Mars og Venusi. Hann telur einnig mögu legt að smásæjar lífverur þríf- ist á stóru reikistjörnunum Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi og byggir það á nið- urstöðum sovétvísindamanna að þær geta lifað við mikið frost. Vísindastofnun með sérstökum stjömuturni verður reist í Kasakstan sunnarverðu til að rannsaka líf á stjörnunum. — Verður það fyrsta stjörnuiíf- fræðistofnun í heimi. Ríkisreikningar Bandaríkj- anna sýna, að í apríl í vor var greiðsluhalli ríkissjóðsins um tvær milljónir dollara á ldukku- stund. Útgjöld, aðallega til her- væðingarinnar, námu 100 millj. á dag að meðaltali en tekjur að- eins 53 milljónum. Þetta er mesti greiðslulialli, sem nokkru sinni hefur verið í Bandaríkj- unum á friðartímum og búizt er við, að hann eigi enn eftir að aukast. Atkvæði hermanna ótalin Eftir var í gær að telja at- kvæði hersins í kosningunum í Grikklandi. — Einræðisflokkur Papagos fyrrverandi yfirhers- höfðingja, hafði fengið um 35% atkvæða en miðflokkarnir til samans um 45%. Þrátt fyrir það að kosningarnar voru víða falsaðar og ófrjálsar fékk lýð- ræðisbandalag vinstri flokk- anna um 10% atkvæða. Nokkrir daga líða áður en búið verður að telja hermannaatkvæðin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.