Þjóðviljinn - 22.09.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. sept. 1951 JÓN SIGURÐSSON Framhald af 3. síðu. og 'einn fremsti rithöfundur sem þjóðin hefur átt er engin útgáfa til af verkum hans og aðeins einn sagnfrœðingur Páll Eggert Ólason hefur fundið hjá sér köllun að rita um ævi hans og starf. Má ég skjóta því hór inn að þegar ég var í mennta- málaráði fékk ég samþykkta tillögu urn að • menningarsjóður gæfi út vísindalega útgáfu á heildarverkum Jóns. Hvað get- ur þú sem einn af menntamála- ráðsmönnum nú sagt mér um undirbúning þeirrar útgáfu? Ég hetd íslendingum sé ein- mitt mjög hættulegt hve fátt þeir hafa lesið eftir Jón Sig- urðsson þar sem enginn hefur gert Ijósari grein fyrir hvers virði er að vera sjálfstæð þjóð og fært fyrir því ekki aðeins réttarfarsleg og sagnfræðileg rök, heldur ekki sízt hagfræði- leg. Þú spyrð hvort unga kyn- slóðin muni nenna að lesa- rit- gerðir hans. Má ég benda þér á að það er gamla kynslóðin sem svikið hefur stefnu Jóns Sigurðssonar, sú sem alitaf vár með nafn hans á vönmum en las aldrei verk hans sjálfs. Hvi skyldi unga kynslóðin ekki vilja lesa rit hans? Henni verður sá einn kostur ef hún ætlar að lifa hér í landi að leita til sjálfra uppsprettulindanna í sjálfstæð- isbaráttu okkar. Orð Jóns Sig- urðssonar eru enn jafn lifandi sem áður og þau eru sérílagi töluð til ungu kynsióðarinnar og alþýðunnar i öag. Einmitt nú ber henni að set„bst að fót- um þessa mikla lærimeistara sem kennir henni hvernig eigi að stjóma landinu og læra af sögunni, og sýna skapfestu, einurð og dirfsku, en þá kosti mat hann umfram alla aðra. — Er vopnaburður Jóns Sig- urðssonar enn í fullu gildi and- spænis siðleysinu og heimsk- unni sem daglega birtist á síð- um bandarísku málgagnanna? . — Einstaka rithöfundar skrifa þannig að orð þeirra og framsetning falla aldrei í gildi. Jón Sigurðsson er einn af þeim. Vopnaburður hans stingur að vísu í stúf við málflutning nú á tímum. Það gerir hann ein- mitt ferskan og nýstárlegan. Hann þurfti aldrei að iðka lygi til varnar óheiðarlegum mál- stað. Hinn rökfasti, róiegi og einfaldi stíll hans er hverjum alþýðumanni, hverjum unglingi ljós og skiljanlegur og flestum málflutningi áhrifameiri. — Hvernig hafa félagsmenn tekið hækkun árgjaldsins? — Þeir hafa skilið að húp var óhjákvæmileg eins og allt hækkar í verði, en hver aukin útgjöld kcma nú þungt niður á menn, ekki sízt á þeim stöð- úm þar sem atvinna er stopul. Verst er að árgjaldið, þó að hækkað hafi verið upp í 75 krónur, hrekfkur ekki fyrir neinni aukinni útgáfu, en okkur sem að félaginu stöndum finnst aldrei hafa verið meiri nauðsyn að efla Mál og menningu. — Lendir Mál og menning ékki í pappírskröggum nú, þeg- ar Bandaríkin gleypa yfir öll- um pappír Vesturevrópu til styrjaldarframleiðslu og áróð- ursiðju sinnar? — Það hefur ekki síðan á kreppuárunum þrengt eins að Máli og menningu. Pappírshækk unin raskar stórlega grundvelii félagsins. Pappír hefur meira en tífaldazt í verði síðan fyrir styrjöld, og 100 króna árgjald nú mundi svara til 10 kr. gjalds- ins þegar Mál og menning var stofnað. Við verðum enn sem áður að treysta á skilning og áhuga félagsmanna til að lyfta félaginu yfir þesisa nýju erfið^ leika.. M. K. Gættu þín nú, segir Harðkúluhatturinn. Hann er líka staðinn upp. Ætlarðu að koma mamma? segir Borghildur náföl af eftir- væntingu. Og Torsen: Þér þurfið ekki að iðrast þesö, aumingja frú Stordál. En hins hefðuð þér iðrast alla ævidaga. Þeir hefðu sjálfsagt ekki orðið margir, segir Katinka. Hún brosir næstum afsakandi. Veslingurinn litli, segir Harðkúluhatturinn. Útidymar opnast aftur. Justus Gjör kemur aftur. Jörgen er í fylgd með honum og þeir stika beint inn á prívatið. Ef til vill hefur hann heyrt síðustu setninguna. Að minnjsta kosti segir hann afar alúðlega við Harðkúluhattinn: Heyrið þár, þér megið ekki augra þessa konu. Ég er ekki að angra hana. Hún er einmana eins og ég. Og allt í einu slær Harðkúluhatturinn hnefanum í borð- ið svo að það nijtrar: Ef þið væruð öll farin veg allrar ver- aldar. Ef hún væri ekki svona dauðhrædd við ykkur, þá kæmi hún til mín núna. Og yrði kyrr. Hún óttast það sem þið hugs- ið og haldið, það er heila málið. Hún er hrædd við ykkur öll. Og hræddust er hún við þau, þarna. Við okkur? segir Borghildur og JÖrgen hvort upp í annað. Já, einmitt við ykkur. Unglingar á ykkar reki eiga ekúi um- burðarlyndi til. Nú, einmitt það? Það er Jörgen sem talar. En Harðkúluhatturinn heldur áfram: Það á ekki að hræða kvenfólk. Það á að fara variega með það. Og hann beinir orðum sínum til Katinku. Með röddinni. Röddinni: Er það ékki satt? Hefðirðu ekki orðið kyrr hjá mér,--------? Katinka drúpir höfði, svarar engu. Þú þorir ekki einu sinni að segja það. Þá litur hún á hann, brosir lítið eitt, sveiflar til hendinni eins og hún væri að banda frá sér flugum: Maður verður auðsveipur og eftirgefanlegur þegar maður eldist. Og ég er orðin svo gömul, svo ótrúlega gömul, síðan — — ég veit ekki síðan hvenær. Ég var svo þreytt, að ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Þú varst------: þú varst góður við mig. Ég þoldi víst ekki heldur það sem ég fékk að drekka, frem- ur en venjulega. Ég missti víst ráð og rænu. Og á meðan hef ég orðið eldgömul. Og nú ætla óg að fara heim, segir hún rólega og stilli- lega eins og áðan. Nú ætlið þér heim, veslings frú Stórdal, segir Torsen.- Það er Torsen sem sækir utanyfirföt Katinku, þreifar á þeim til að finna hvort þau séu blaut, hristir höfuðið þegar hún sér hversu kryppluð þau eru, færir hana í fötin, setur hattinn á haiia, tekur undir handlegg hennar og leiðir hana út úr kaffihúsinu, meðan allir horfa undrandi á. Og Stordal, sem er aftur kominn á vettvang, kemur engu orði upp. Á leiðinni út snýr' Katinka sér við, nemur staðar andar- tak og horfir á Harðkúluhattinn: Þú skilur það, fyrst mig skortí hugrekki í gær, þá á ég ekfei á öðru völ. Ég þakka þér fyrir. Þakka þér fremur. En hvað verður nú um þig? Þú átt tvo vini. Annar verður að draga sig í hlé og hinn fer líka burt. Og þá ertu ein eftir innan um þetta fólk. þú verður að taka á iþig rðgg svo um munar. Ég--------tek á mig — rögg---------- Nú verðið þér að koma, frú Stordal mín. Torsen grípur fast um handlegginn á Katinku. Á eftir þeim ikoma Bcwghildur og Jörgen. Gjör Ieggur liöndina á handlegg Borghildar: Ég lít inn til yklkar áður en ég fer----- F rönskunámskeiS ALLIANCE FRANCAISE í Háskóla íslands tíma- bilið okt.—desember hefjast í byrjun október. Kennarar verða Magntis G. Jónsson mennta- skólakennari og Schydlowsky sendikennari. Kennslugjald 175 krónur fyrir 20 kennslustund- ir, greiðist fyrirfram. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á skrif- stofu forseta félagsins Péturs Þ. J. Gunnarssonar, Mjóstræti 6, sími 2012, fyrir 28. þ. m. uglegur matsveinn óskast sem fyrst til að veita mötuneyti fyrir ca. 130 manns forstöðu. Vinnuskilyrði ágæt. Fyrsta flokks rafmagnsvélar í eldhúsi. Ráðningartími rúmt ár. Upplýsingar í síma NEÐRA SOGI. Þjóðviljann vantar unglinga eða fullorðið fólk, til að bera blaðið til kaupenda víða í bænum frá næstu mánaðamót- um. — Taliö við afgreiðsluna sem fyrst. Þiððviuinn síllli BÆJARPÓSTUR Framhald af 4. síðu. þeirra langar mig til að minn- ast á annað atriði sem einnig snertir þessar byggingar. Um- hverfis lóðirnar sem fylgja bú- stöðunum hafa allsstaðar ver- ið steyptir garðar. En það hef- ur alltof víða verið látið við það sitja og ekki gengið frá görðunum til fulls með því að fínpússa þá eða sekelja. Þetta eru mikil lýti og myndi hverf- ið fá á sig allt annan brag væri úr þessu bætt. Þetta getur ekki verið það kostnaðarsamt að réttlætanlegt sé að draga pússn- inguna von úr viti. Ég vildi nú beina þvi til forráðamanna byggingarfélagsins hvort þeim þætti ekki tiltækilegt að láta ganga að fullu frá görðunum, sé það í verkahring félagsins, en eigi einstaklingarnir að sjá um það sjálfir, þá að beita sér fyrir því að hver íbúðareig- Sámsstaðir Framhald af 5. síðu. atburða, mikilla örlaga. Ein- mitt þessa dagana er verið að grafa upp brunarústimar af skála Njáls á Bergþórshvoli. Ég læðist út í skjólið í trjá- arði Klemenzar. Auk þessa garðs hefur Klemenz gróður- sett þreföld til áttföld skjól- belti á 800 m löngu svæði. — Já, líklega þurfa íslenzkir bændur að tileinka sér meiri þolinmæði en fram að þessu, ef þeir ætla ~að rækta húsavið framtíðarinnar og korn i skjóli nýrra skóga. Það verður senni- lega ekki fram hjá því komizt 'að hugsa í lengri tímabilum en frá fengitíma til sláturtíðar og miða búskaparáætlanirnar við fleira en það að eta í haust það lamb sem var sleppt á fjall t vor. J. B. andi gangí a'ð fullu frá sínum garði. — Ásólfur".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.