Þjóðviljinn - 22.09.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.09.1951, Blaðsíða 8
ii Rikisstjériiin hefur m Soks fitii 1 undaíi kröfiMs uri áfram- ii haidandi síidarsöEtun \ Ríkisstjórnm hefur nú loks látið unclan kröfunni um ;! j; að leyfa áfram söltun Faxasíldar og hefur nú leyft að j! j: sölt'un megi hef jast á mánudaginn kemur og alls megi salta j; <! 1500 tunnur. !; !; Undanfarið Iiefur verið flutt töluvert magn af tunnum J; J; til verstöðvanna við Suðurnes, en jiegar ríkisstjórnin skelliti J; J; söltunarbanninu á voru tunnur ýmist þroínar eða á þrotum. ;; ;j AlIIengi undanfarið hel'ur veiðiveður verið slæmt og ;! j! varð því tjónið af söltunarbanninu ekki eins tilfinnanlegt j! !; og annars hefði orðið. Söm var ríkisstjórnarinnar gerð. j! Lengsta (ingbrant landsins verður fejá Egilsstöðuin á Héraði Víða góð aðstaða til flugvallargerðar á Austfjörðum Blaðið Austurland skýrir frá jní að fyrirhugað sé að gera nýja flugbraut á Egilsstöðum. Verður hún 1700 metrar fyrst, en á að lengjast síðar uppí 2500 metra. Mun þetta verða lengsta flugbraut á Iandinu og kosta yfir 1 millj kr. Flugbrant þessi á að geta tekið á móti stærstu flutninga- og farþegaflugvélum. Álkveðið er að hef ja vinnu við framkvæmdir þessar í haust, en hin stórvirku vinnutæki, sem flugmála.stjórniij hefur til flug- vallagerða fengust ekki flutt austur í sumar, þar eð sum þeirra eru svo þung að ekkert skip treysti hómum sínum til að lyfta þeim. Er nú til athugunar að flytja tæki þessi austur landleiðina, en það er einnig erfiðleikum bundið vegna þess að margar brýr, sem fara verður um, eru mjóar og varla nógu sterkar. Til framkvæmdanna á Egils- stöðum eru áætlaðar nú þegar 750 þúsundir króna. FlugvöII'ur hjá Þórshöfn. Á þessu hausti er fyrirhugað að koma upp flugvelli á Sauða- nesi hjá Þórshöfn á Langanesi. Er talið að 'kostnaður við þá flugvallargerð fari varla fram Akurey komin af Grænlandsmiðum úr 100 þús. kr., því aðstaða er þar ágæt. í Breiðdal er ágæt aðstaða til að gera stóran flugvöll, sem stærstu flugvélar okkar geta lent á og mun í undirbúningi að gera hann. Á Hornafirði og Vopnaifirði er aðstaða til að gera góða flugvelli. Hinsvegar er litlum vandkvæðum bundið að gera litla flugvelli fyrir botni flesti'a Austfjarðanna en þaðan mætti fljúga til Egils- staða með farþega, sem síöan færu með stærri flugvélum til Reykjavíkur og útlanda. Þá er í ráði að flytja gamla stefnuvitann í Reykjavík austur á Hérað, en sú ráðstöfun myndi auka mjög Öryggi í flugferðum austur þar. Sjómannalíí á Austurbæjarbíó Kvikmynd Ásgeirs Long, Sjó- mannalíf, er sýnd á Austurbæj-. arbíói kl. 9 í kvöld. Ættu Reyk víkingar ekki að draga að sjá þessa gagnmerku og skemmti- legu mynd úr íslenzku atvinnu- lífi. Reyðarfirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. I nótt var Lokið hér afferm- ingu togarans Austfirðings; er stundað hefur veiðar við Græn- land að undanförnu. Landað var 184 tonnum af saltfiski og rúmum 50 tonnum af mjiVli. Áður hafði verið Iandað ca. 170 tonnum af saltfiski á Eski- firði. Auk þess var togarinn með 26 tonn af lýsi. — Aust- firðingur ætlar aftur á Græn1 landsmið. Gísli Magmisson efnir til píanó- tónleika Gísli Magnússon heldur píanó- tónleika I Austurbæjarbíói þriðjudag og miðvikudag í næstu viku og hef jast tónleik- arnir kl. 7 síðdegis báða dag- ana. Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Beethoven, Brahms og Chopin, m.a. Beethoven-són- atan op. 31 nr. 2 í d-moll og tilbrigði um eigið stef op. 21 í D-dúr eftir Brahms. Þetta verða fjórðu tónleikar sem Tónlistarfélagið heldur á þessu ári. Skemmdir af eldi í steiimllarverk- smiðjunni í Hafnarfirði í gærmorgun kom upp eldur í steinu’jlarverksmiðjunni í Hafnarfirði og brann gólfið á fyrstu hæð hússins að verulegu leyti, auk þess urðu töluverðar aðrar skemmdir. Akurey kom aðfaranótt s.I. fimmtudags af veiðum á Græn- landsmiðum. Landaði hún hér 247 tclnnum af saltfiski, ágæt- um flsld. Afla þennan fékk togarinn á 15 dögum, rétt fyrir norðan Hvanf á um 50 faðma dýpi. Á iþeim slóðum var nokkur rekís. Akurey fer nú á ísfiskveiðar. Góð og ódýr hús- gögn í KR0N KRON hefur látið smíða og selur þessa dagana húsgögn, borð og stóla, á sérstaldega lágu verði eftir því sem nú gcrist. Borðin kosta kr. 950,00— 975,00 og stólarnir kr. 227,00 stykkið. — 1 húsgögnunum er fyrsta flokks efni og allur frá- gangur þeirra smekklegur. Ættu þeir sem vantar svona húsgögn að nota þetta tækifæri til þess að eignast þau á lægsta fáanlegu verði. Húsgögnunum er stillt út í gluggum vefnaðar- vörubúðar KRON á Skólavörðu- stíg 12.. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang kl. 7,15 I gærmorgun og var þá miðhæðin alelda. Stein- ullarverksmiðjan er í nýju húsi er var byggt s.l. vetur og lokið við í sumar, eru útveggir úr steinsteypu, en gólf úr timbri og þess vegna urðu skemmdirn- ar svo miklar af eldi þessum. Auk þess að gólfið brann blotn- aði steinull í geymslu, ljósaút- búnaður skemmdist, en ekki hafði í gær verið lokið við að athuga hve miklar skemmdir hafa orðið á vélum. Loftskeyfamöstur á Gddayri Landssíminn hefur nú í hyggju að koma á þráðlausu skeyta- sambandi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hefur verið sótt um leyfi til að reisa tvö loft- skeytamöstur nyrzt á Oddeyrar tanga. Bæjarstjórnin hefur veitt leyfi til þessara frámkvæmda að því tilsi’cyldu að Flugrjfe telji ekki stengurnar til óhaþ- ræðis fyrir flugsamgöngur. Leyfið var veitt til 10 ára. Ráðstefna nor- rænna íþróttasam banda haidin hér \ r • ao an Sextánda ráðstefna ríkis- íþróttasambanda á Norðurlönd- um var haldin í Osló dagana 6. til 9. septembcr sl. Voru mætt- ir 20 fulltrúar, þ.á.m. tveir frá Islandi, þeir Ben. G. Waage og Jens Guðbjörnsson. Á dagskrá ráðstefnunnar voru þessi mál: Skýrslur full- trúanna um íþróttastarfsemina í heimalöndum sínum, áhuga- mannareglurnar, tillögur Norð- manna um lög fyrir ráðstefnur þessar í framtiðinni, samstarf og samvinna hinna þriggja nor- rænu þjóða, Finna, Norðmanna ;og Svía, sem sameiginleg landa mæri. Síðasta mál á dagskrá var hvar halda skyldi næstu ráðstefnu og var einróma sam- Laugardagur 22. sept. 1951 — 16.. árgangur ■— 215. tölublað Þar sem kornið er rækfað Sámsstaðir í Fljólshlíð. Þar Iicíur Klemenz Kristjánsson stjórnað kórnræktartilraunum og margskonar öðrum tilraunum í 26 ár. í síðustu viku skrapp fréttamaður Þjóðviljans austur að Sáms- stöðum og á 5. síðunui í dag birtist rabb við Klemenz bónda. Tveir ungir málarar opna sýningu í Lisfvinasalnum í dag Habb um Spán og Norður-Afniku Tveir ungir málarar opna sýningu í dag á nokkru af verkum sínum í Listvinasaínum við Freyjugötu. Verður sýningin aðeins opin til næstkomandi fimmtudagskvölds, en þeir félagar eru á förurn til Parísar. Á sýningu þeirra eru 50—60 krítar- pastell- og vatnslita- myndir en engin olíumálverk, þau komu þeir ekki með heim, en myndirnar sem á sýning- unni eru máluðu þeir á s.l. vetri í Frakldandi. Því miður eru beztu myndirnar, þær sem mest eru unnar, geymdar úti, sögðu þeir. Málarar þessir, Benedikt Gunnarsson og Eiríkur Smith, eru báðir kornungir menn. Þeir stunduðu báðir myndlistarnám í Handíðaskólanum og þvínæst dvöldu þeir í tvö ár við ríkis- listasafnið í Kaupmannahöfn og ferðuðust auk þess nokkuð um Nor'ðurlönd. Gömlu söfnin á Spáni ágæt. Síðastliðinn vetur dvöldu þeir i Frakklandi og Spáni og fara aftur til Frakklands um áramótin. S.l. sumar dvöldu þeir í Norður-Afriku. Söfn á Spáni með nútímalist kváðu þeir léleg, en gömlu söfnin á- gæt, sérstaklega Prado-safnið í Madrid. Fólkið á Spáni er mjög elskulegt, sögðu þeir, og vill lijálpa manni allt sem það getur og gefa af nesti sínu þeg ar ferðast er í járnbrautarlest- um, en járnbrautarlestir á Spáni eru víða kunnar fyrir seinlæti, fara hægt og eiga það til að hvíla sig, nema stað- ar úti á víðavangi um miðjar nætur. Fallcgir dansar — úrelt vinnubrögð. Spánverjar eiga mikið af fallegum dönsum og eru marg- ir byggðir á nautaatinu, t. d. nautabanadansinn, en nautaatið sjálft er villimannlegt. Fólkið er fátækt og vinnubrögð virð- ast úrelt, t.d. sáum við á allri þykkt að halda hana hér í Reykjavík eftir Olympíuleik- ana í Helsinki. IEr gert ráð fyi- ir því að ráðstefnan verði eftir 20 ág. 1952 og þvkir fara vel á því, þar sem fþróttasamband íslands heldur á því ári hátíð- legt 40 ára afmæli sitt. ferðinni um Spán aðeins á ein- um stað dráttarvél, annars var alstaðar beitt uxum og múlösn- um fyrir plóga. Strangt lögreglueftirlit. Eftirlit með fólki er mjög strangt á Spáni. Lögreglan er þrennskonar. Falangistar, lið sem sérstaklega er valið í, og eru þeir vopnaðir hríðskotabyss um. Þá er umferðalögreglan og loks járnbrautalögreglan, sem heldur vörð um allar járnbraut arstöðvar og gætir járnbrautar línanna um landið. Járnbrautar lögreglan fylgir ekki lestunum sjálfum, hinsvegar eru óein- kennisklæddir njósnarar í vögn unum.. - Annarsvegar auðkýfingar og hallir — Hinsvegar betlarar og hreysi. — Þið voruð í Norður-Afríku í sumar? — Já, við vorum í ýmsum borgum og ferðuðumst allmik- ið. Mótsetningarnar, t. d. í Tangier verka ákaflegt sterkt. Gömlu Arabahverfin meö alls- konar kofum og hreysum eru þar við hliðina á nýtízku stór- hýsum. Þar ægir saman kaun- um hlöðnum betlurum í tötrum og annarsvegar auðkýfingum alstaðar að úr heiminum, Ar- öbum með múlasna og útlend- um ríkismönnum í kádiljákum. Arabarnir, hinir innfæddu, eru vinnuafl fyrir hina og eru svo fátækir að þeir klæðast striga- fötum og ganga í skóm gerð- um úr hjólbörðum. Nokkurra daga tældfæri. Sýning þessara ungu manna verður opnuð í Listvinasalnum kl. 2 e.h. fyrir styrktarmeð- limi Listvinasalsins, en þeir hafa ókeypis aðgang að öllum sýningum þar. Fyrir almenning verður opnað kl. 4 og verður sýningin opin daglega frá kl. 1 e.h. til 10 að kvöldi og henni lýkur á fimmtudagskvöldið kemur kl. 10. Frá myndunum hefur að vísu verið lítið sagi: hér •—• enda verða menn hvort sem er að fara og sjá þær sjálf- ir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.