Þjóðviljinn - 23.09.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1951, Blaðsíða 6
6) _ ÞÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. sept. 1951 Uppreisn Framh. af 5. síðu bezt á verði um hagsmuni þjóð- arinnar. Þegar í júlí 1947, á flokks- þinginu í Strasbourg, réðst Maurice Thorez á útþennslu- stefnu Bandaríkjanna og þá toættu sem af henni stafar. Á miðstjórnarfundi 29. október sama ár lýsti hann yfir: Marsj- alláætlunin stefnir að því að smíða í eina blökk dll þau ríki sem boðin er hjálp gegn því skilyrði að þau láti af hendi efnahagslegt sjálfstæði sitt, auk pólitísks sjálfstæðis síns“. Og hann bætti við. Bandaríska út- þennslustefnan, efnaliagsleg að eðli hlýtur að leiða af sér her- stöðvar í löndum þeim sem láta undan heimsvaldastefnu dollar- ans. Hið nýja hemám Fralkklands sýnir að þetta var réttur skiln- ingur. Djúptækar andstæður ríkja innan herbúða heimsvaldasinna, og það á ekki sízt við innan Atlanzhafsbandalagsins, and- stæður er varða skiptingu á- hættunnar og skiptingu hins fyrirhugaða herfangj. Enginn skyldi þó treysta því að þessar andstæður og þær „uppreisnir" er þær fæða af sér, nægi til að breyta þeirri undirgefnisstefnu sem ríkis- stjórnir marshalllandanna fylgja. Það er ekki hægt að fJkapa franska stjórnarstefnu án þátttöku verkalýðsins, ekki einu sinni án samþykkis hans. Einmitt nú þegar nýir erfið- leikar á sviði efnatoagslífs og fjármála eru að dynja yfir frönsku þjóðina, erfiðleikar nýrrar gengislækkunar, horfur á ónógum Ikolabirgðum, er nauðsyn að hafa þá staðreynd í huga og leitast við að vinna á ný, í samvinmu við alla heið- arlega Frakka, sjálfstæði þjóð- arinnar og tryggja að tekin verði upp innlend stefna. Einungis með því móti er toægt að öatja í stað valdboðs bandarísku húsbændanna milli- ríkjasamninga, sem byggjast á gagnkvæmri virðingu fyrir •sjálfstæði ríkja og gagnkvæm- um hagsmunum. Einungis með því móti er hægt að framfylgja innlendri stefnu á öllum sviðum iþjóðlífsins. Bæjarfréttir Framhald af 4. síðu. indi: Um fegrurð íslenzkrar tung'u (Sigurður Skúlason magister). 22,05 Danslög (pl.) til kl. 23,30. tltvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 13,00—13,30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Ein- arsson). 19,30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum (p'). 20,20 Útvarps- hljómsveitin; Þórarinn Guðmunds. son stjórnar: a) Lög eftir íslenzk tónskáld. b) Lagaflokkur eftir Schumann. 20,45 Um daginn og veginn (Sigurður Magnússon kenn ari). 21,05 Einsöngur: Gunnar Kristinsson syngur; Prits Weiss- happel leikur undir: a) „Fegursta rósin" eftir Árna Thorsteinsson. b) „Vögguvísa" eftir Jónas Tóm- asson. c) Heimweh" eftir Hugo Wolf. d) „Die Uhr" eftir Carl Loewe. e) „Didos Farewell" eftir Purceil. 21,20 Erindi: Tón'istar- hátíðin í Edinborg 1951 (Ingólf- ur Guðbrandsson söngkennari). 21,45 Tónleikar: Joe Loss og hljóm sveit hans leika (pl.) 22,10 Bún- aðarþáttur: Sumar og vetur (Páll Zóphóníasson búnaðarmálastjóri). 22,30 Dagskrárlok. K a f f i h Cora Sandel 47. Alveg áreiðanlegt. Ekki eruð þér hræddar við mig? Nei, ekki við yður. Það er gott, Borghildur. Katinka stanzar aftur. Hún segir með erfiðismunum, en hátt Borghildur lítur á hann galopnum augum og hún er ná- föl.í framan: Er það áreiðanlegt? og skýrt: Ég var önug og leiðinleg, Justus. Ég var hræðileg. Nú skaltu hvíla þig. Áttu nokkrar töflur ? Ég á ekki neitt. Þá skal óg útvega þér þær. Til einhvers hlýtur að vera hægt að nota svona menn? Hann hlýtur að geta gert fleira en að leika smábæjarcasanova. Hver? segir Borghildur áiköf. Virðing bofgarstjórans Framhald af 3. síðu. landi burt frá fjárhag bæjarins í öngþveiti. Hvernig lýst ráðsettum og ábyrgum sjálfstæðiskjósendum á kenningu Gunnars Thórodd- sen? BÍLSLYS Framhald af 1. síðu. bílstjórinn því að vegarbrúnin mundi þola þungan, en svo var ekki, hún lét undan. Fór bíllinn hálfa veltu og kom nið- ur á toppinn. Var mildi að hann skyldi ekki halda áfram áð velta niður hlíðina, en það hefði hann gert ef bíllinn hefði verið á nokkurri ferð. Fulltrúi sýslumanns og Páll Kolka héraðslæknir komu fljótt á staðinn og rannsókn slyssins var hafin. Farið var með þá sem meidd ust til Blönduóss og gert að meiðslum þeirra. Hólmfríður Jónsdóttir varð eftir á Blöndu- ósi vegna þess að röntgentækin þar voru í ólagi og ekki þótti ráðlegt að hún héldi áfram ferð inni án nákvæmrar læknisskoð- unar. Hún mun þó ekki vera alvarlega meidd og reyndist vera óbrotin. Þeir Bolli og Guðmundur eru báðir með brák uð viðbein en gátu þó haldið för sinni áfram til Siglufjarðar. Yfirbygging bifreiðarinnar skemmdist talsvert, en undir vagn og vél ekkert. Var bif- reiðin dregin upp á veginn af mönnum frá björgunarfélaginu Vöku og verður hún flutt til Reykjavíkur bráðlega. Fengin var bifreið af Sauð- árkróki til að flytja fólkið af slysstaðnum til Siglufjarðar og kom það þangað kl. 7 í gær- kvöld. áSTRAMA Framhald af 1. síðu. istaflokknum eftir fyrirmynd um þýzku nazistanna. En Kommúnistaflokkurinn og 10 verkalýðssambönd landsins skutu þrí til hæsta- réttar Ástralíu hvort þræla- lögin væru ekki stjórnarskrár brot, og 9. marz 1951 lýsti hæstiréttur Iögin ógild, stríð andi gegn stjórnarskrá lands ins. if Þjóðin hafnar fasisma Menzies undi ekki þessum ósigri, og undirbjó þjóðaratkvæðagr. Þing íþróttakennara I samráði við menntamála- ráðherra hefur verið ákveðið að efna til íþróttakennaraþings í Reykjavík dagana 24.—26. sept. n. k. Lestrarsalur Iþöku, bóka- safns Menntaskólans í Reykja- vík, hefur fengizt til þing- haldsins, og verður þingið sett mánudaginn 24. sept. kl. 10, af menntamálaráðherra Birni G’.- afssyni. Fundir munu standa yfir daglega frá kl. 10—12 og 14-- 19 (hlé kl. 15,30—16). Kvöld- fundir mur.u fara fram ef þörí krefur. Verkefni þingsins 1. Læknisskoðun í skólum og þáttur íþróttakennara í heilsu- gæzlu nemenda. -— 2. Iþróttirn- ar sem námsgreinar. Frum- mælendur: Sigrfður Þ. Val- geirsdóttir og Benedikt Jakobs- son. — 3. Menntun íþrótta- kennara og Iþróttakennaraskóli Islands. Frummælendur,: Björn Jakobsson og Sigríður Þ. Val- geirsdóttir. — 4. Iþróttir og uppeldi: Erindi, Bragi H. Magn- ússon. — 5 Hið frjálsa tímabii — frímínútur -— leikdagar. Frummælandi: Þorsteinn Ein- arsson. I sambandi við það rætt um skólaíþróttafélög og samband skólaíþróttafélaga. — 6. Líkamsþroski og námsgeta: Dr. Matthías Jónasson, — 7. Endurskoðun íþróttalaganna — Þorsteinn Einarsson hefur um- ræður. í samráði við landlækni leið- beinir Jón Þorsteinsson um fótaæfingar til varnar gegn il- sigi. Vegna óska margra almennra kennara að læra bekkjaæfingar (örvunaræfingar), þá mun fara fram kynning á slíkum æfing- um, til þess að íþróttakennar- ar geti frekar en er tekið að sér leiðbeiningar í þessum æf- ingum. Þá mun kennurum veit- ast tækifæri til þess að ræða ýmis sérmál sín, t. d. félags- mál, kauptaxta o. fl. (Frétt frá fræðslumálaskrifstofunni). um breytingu á stjómar- skránni i fasismaátt, sem fyrr segir. En ástralska alþýðan hef ur nú einnig hrundið þeirri á- rás, fellt stjórnarskrárbreyting ar afturhaldsins. Enginn, vina mín, hreint enginn. Líkneski, dálítil táknmynd. Sem kemur af hendingu í góðar þarfir í svipinn. Rétt eins og maður tæki smá guðalíkneski og notaði það sem bréfapressu. Svona já-------brosið þér aftur Borghildur. Það er svo gaman að sjá yður brosa. En Borghildur er á leiðinni út með hinu fólkinu. TJtidyrnar lokast. Um stund segir enginn neitt. Svo segir Stordal með miklum þunga: Jamm —- — ekki nógu sterk til að mæta erfiðleikum Iífsins. Þá kreppir Harðkúluhatturinn hnefann og rekur hann upp að nefinu ,4 honum: Þér eruð erfiðleikar lífsins. Af því að þér eruð fífl. Reglulegur erkiasni. Það er það sem þér eruð. Eruð þér með ærumeiðingar, maður minn. Yður líðst það ekki, skal ég láta yður vita. Þetta er í vitna viðurvist. En hér eftir getið þér sparað yður öll afskipti af annarra högum. Ég ætla að kæra yður, og þá skuluð þér finna hvað að yður snýr.. Stordal hefði alls ekki átt að eyða orðum á manninn. En hann hefur látið reiðina tolaupa með sig í gönur. Hvers konar fyrirbrigði eruð þér eiginlega ? spyr hann gremju- lega. Hvers konar fyrirbrigði ég er? Ég er ef til vill sá, sem hún hefði átt að fá, ef fjandinn toefði ekki slkorizt í leikinn frá byrjun. Ef ég hefði getað orðið fínn maður eins og þið, en ekki ómenntaður vesalingur, þá — — Við skiljum hvort annað, hún og ég. Bull og vitleysa. Stordal hefur vit á að láta eins og hann sjái manninn ekki. Jæja, þama Ikemur Elísa, segir hann fegins hugar: Guði sé lof að þú komst, vina mín. Nú lagast þetta allt. Þetta lagast allt. saman, eins og ég sagði. En ég er orðinn svo þreyttur á allri þessari endemis vitleysu að mér er orðið illt í höfðinu. Elísa Öyen er afundin. Já hdfðinu. Veslings höfðinu þínu. Þú gengur um, eyðileggur allt fyrir öllum og ert hreykinn af. Og allt reiknarðu út í þessu höfði þínu. Hvem fjandann áttu við ?'Eyðilegg ég? Allt fyrir öllum? Ég? Ég hef að minnsta kosti ekiki eyðilagt neitt fyrir þér. Ég hef eftir megni reynt að gera þér lífið létt, allt frá því að þú ------fylgdir rödd tilfinninganna — rödd lífsins er óhætt að segja og komst til mín fyrir fullt og allt ----- Þvættingur, grípur Elísa reiðilega fram í. Þvættingur ? Kallarðu þetta -þvætting ? Ertu með réttu ráði ? Ert þú líka gengin af vitinu? Svona Pé.tur, segir Justus Gjör: Þú skalt fara heim Pétur. Það er betra en að standa hér og tala. Það er alveg satt. Komdu Elísa ,við skulum fara. Heim til mín. Við erum dauðþreytt. Við segjum ýmislegt vanhugsað. Heim til þín? Aldrei, aldrei framar. Ég lief ágæta stöðu í bankanum. Ég get verið eins og ég var. Ég þarf ekki að flýja. frá neinu eða leita á náðir neins. Ég get flutt yfir á Grand. Gjör tekur undir toandlegg Stordals: Ég verð hjá þér á meðan. Komdu. Þeir fara. Stordal stritast á móti og rífst. Hann segir ýmis- legt á leiðinni til dyra. Það er Harðkúluhattinum ætlað: Segið mér að minnsta kosti hvað átti sér stað heima hjá yður, maður minn ? Hvað hefur gerzt ? Og þú heldur að þú fáir að vita það? Nei, minn kæri. Ég er ekkert ómenni. Þetta kemur engum við. Hvað gerðist eða hvort pitthvað gerðist eða hvort ekkert gerðist, það kemur okkur einum við, henni og mér. Við eigum líka okkar einkamál. Meðal annarra orða, við hvað áttu þegar þú spyrð hvort eitthvað hafi gerzt? Hvað áttu við með því? Þú hugsar víst aðeins um eitt------Ruddi. Nú tekst Gjör að koma Stordal út, frú Krane til ósegjanlegs léttis. Þá fyrst hefði keyrt um þverbak, ef þeir hefðu farið f handalögmál. Ofaná allt annað. Hún situr þarna og þurrlkar sér mn augun. Hamingjan má vita hvaðan tárin koma. Þau drjúpa í sífellu úr augum hennar, eins og af tré eftir regnskúr. Milli þess að hún þurrkar sér um augun með vasaklútnum: gægist hún inn á prívatið. Elísa Öyen er horfin þangað inn, stendur á miðju gólfi, bítur á vörina. tekur upp varalitinn og Iagfærir á sér munninn, bítur aftur á vörina. Það er eins og hún kenni einhvers staðar til. Hún lítur ekki á Harðkúluhattinn, sem hefur látið fallast niður á stól og situr þar og horfir á hana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.