Þjóðviljinn - 23.09.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.09.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. sept. 1951 PJÓÐVIIJINN Otgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritatjórar: Magnús Kjartansson, SigurOur Quðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. • Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskrlftarverð kr. lt> á mánuði.' — Lausasöluverð 75 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans hj. \ _________________________________________________✓ Ábyrgðarleysi þríflokkanna í landhelgismálinu Hverjum þeim sem síðar msir kynnir sér sögu ís- lenzkra landhelgismála hlýtur að koma kynlega fyrir sjónir skrif Morgunblaösins, Tímans, Alþýöublaðsins og Vísis undanfarna daga, en þau blöð viröast túlka afstöðu Sjálfstæöisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins til þessara mála, Komið er fast að örlagadegi í baráttu íslendinga í landhelgismálinu. Hinn illræmdi kúgomarsamningxir. brezki samningurinn um þriggja mílna fiskveiöalandhelgi viö ísland, fellur úr gildi eftir nokkra daga, 3. október 1951. Meö samningi þessum. er Danastjórn gerði 1901 voru réttindi samin af íslendingaim til langs tíma, með hinum verstu afleiðingum. Öll íslenzka þjóðin fagnar því að hann fellur úr gildi. Flestir íslendingar munu hafa talið sjá’fsagt, að þegar þeirn áfanga væri náð, yrði án tafar hafin samstillt sóknarlota af íslendinpa hálfu t.il að stækka landhelgina og vernda fiskimiðin. Öll þjóðin, fólk og blöð allra flokka, fögnuðu þeim áfanga er gerður var með ákvörðuninni frá vorinu 1950 um fjögurra mílna iandhelgi fyrir Norðurlandi, frá Horni til Langaness, enda þótt viö hana loddu hin auðmýkjandi sérréttindi Breta að fiskiskip beirra mættu enn í heilt ár miða við þriggja mílna landhelgi einnig þar, þó íslendingar og aðrar þ.jóðir yröu að hlíta banní við botnvörpu- og dragnótaveiði innan fjögurra mílna landhelgi. En allir munu hafa talið víst. að 3. október 1951 yrðu einnig þessi auðmýkjandi forréttindi istóryeldisins að engu. ásamt kúgunarsamn- ingnum sem þau voru talin byggjast á. Þá koma vonbrigöin. í allt sumar, ef ekki lengur, lrefur ríkisstjórn íslands veriö að velta fyrir sér kröfum brezku stjómarinnar um framhald þessara forréttinda, og jafnframt hefur þessi „Alþýðuflokksstjórn“ Bretlands véfengt rétt íslendinga til að stækka landhelgina og gera með því nauösynlegar í'áðstafanir til verndar fiskimiðun- um. Og ,,Albýðuflokksstjórnin“ heimtar að íslendingar gcxi ekkert í þessum málum nema bera réttmæti þess undir erlendan dómstól, sem reynzt hefur Bretastjórn vikalipurt verkfæri, nú síöast í olíudeilunni við íran. Um þessar kröfur brezku ,,Alþýðuflokksstjórnarinnar“ fá íslendingar ekki að vita nema af frásögnum brezks ráð- herra og villandi málflutningi erlendra bláða. En rétt fyrir örlagadaginn 3. október, er kúgunar- samningu.rinn brezki á aö renna út, birtir nkisstjóm íslands tilkvnningu, þar sem hinar brezku kröf- ur eru tilkynntar sem afstaða íslenzkra stjórnarvalda. Forréttindi Breta til þriggja mílna landhelgi fyrir Noröurlandi framlengd cg lofaö að gera ekki neitt til stækkunar landhelgi íslands fyrr en Haagdómstóllinn hafi kveðið upp úrskurð í landhelgismáli Norðmanna og Breta. í staö sóknarlotu samstilltrar þjóðar í þessu mikla lífsbjargarmáli kemur vssælt undanhald ríkisstjórnar ís- lands og þriggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðrsflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins, fyrir erlendu valdboði. í stáð þsss að vara þjóðina við frekjuframkomu brezku ,.Alþýðuflokksstjórnarinnar“, vísa kröfum hennar á bug og framkvæma alþjóðarvilja um ráðstafanir til stækkunar landhelgi íslands kringum allt land, setur ríkisstjórnin allt málið 1 hættu. Og b’öð þriggja stjórnraálaflokka hliðra sér hjá að ræða málið, og reyna að drekkja at- hygli þjóðarinnar á því sem er að gerast í æsiskrifum um landhelgisbrot Rússa! Annað eins ábyrgðarleysi, í jafn miklu alvörumáli og stækkun landhelginnar, hlýtur að verða síðari tíma mönnum nær óskiljanlegt. Það þarf nána þekkingu sam- tímamanns á núverandi stjórnarvöldum íslands og undir- lægjustefnu þeirra gagnvart erlendum stórveldium tiþ að skilja hvers vegna þau á slíkri örlagastundu tefla land- helgismáli íslendinga í tvísýnu. Ætlaði ekki að trúa eif>in augum Húsmóðir skrifap: „Ég ætl- aði varla að trúa mínum eigin augum þegar ég las það í Þjóð- viljanum, að heilbrigðisnefnd hefði orðið að láta framkvæma hreingerningu með lögreglu- valdi hjá Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík. ★ Stærsta brauðgerðarhús bæjarins „Þetta er svo alvarlegt og óhuggulegt að ég get ekki orða bundizt. Ráðamenn brauðgerð- arhússins hunza fyrirmæli heil- brigðisnefndar um hreinlæti, neita að hlýða settum heilbrigð- is- og þrifnaðarreglum, þrjózk- ast og halda dauðahaldi í sóða- skapinn, svo að grípa verður til lögregluvalds til þess að gcra hreint. Og þetta er stærsta brauðgerðarhús bæjarins, sem mér telst til að hafi 15 útsöl- ur, auk aðalútsölunnar sem er í brauðgerðarliúsinu sjálfu. ★ Hvað gerist þarna innanhúss? „Þessi óvenjulegi atburður hlýtur að vekja upp þa spurn- ingu, hyað gerist þarna inn- anhúss. Hversvegna er gripið til þess að gera þarna hreint með lögregluvaldi. Það hlýtur einfaldlega að stafa af því, áð þarna hefur verið um sóðaskap að ræða, sem ekki hefur tekizt að fá lagfærðan með góðu. Og sóðaskapur á slíkum stað sem þessum er bannaður, enda tal- inn hættulegur, ekki vegna þesá sérstaklega að skíturinn sé ljót- ur, ekki vegna þess að hlutirnir séu fallegri hreinir en óhrein- ir, heldur fyrst og fremst vegna þess áö þarna eru framleidd matvæli, kökur og brauð, sem þúsundir Reykvíkinga kaupa og nevta daglega. Þessar matvör- ur eru eins og allir vita mjög vandmeðfarnar, en eru nokkr- ar líkur til að skilningur for- ráðamanna brauðgerðarhússins sé annar og betri eftir það sem fram hefur komið nú í sam- bandi við skort á nauðsynlegu hreinlæti í brauðgerðinni ? ★ Heilbrigðisnefnd á þakkir skilið „Þáð er vissulega virðingar- vert af heilbrigðisnefnd að láta ekki undan síga fyrir þeirri forneskjulegu þrjózku, sem hún sýnilega hefur mætt í Alþýðu- brauðgerðinni. En spurningin er bara sú hvort þessi eina hrein- gerning, framkvæmd með lög- regluvaldi, er nægileg. Er það nóg ef maður er sóðalegur við starf, sem krefst fyllsta hrein- lætis og aðgæzlu, að rokið sé til cinu sinni og hann þvcginn ? Sé máðurinn sóðskur og geti ekki séð sig um hönd við á- minningu og ábendingu þá held ég að litlar líkur séu til að hann endurfæðist til nauðsyn- legs hreinlætis þó hann fái eina skyndiböðun. Það er því að mínu áliti engin tryggine; feng- in fyrir því að hreinlæti hafi haldið innreið sína í Alþýðu- brauðgerðina, þott heilbrigðis- nefnd hafi einu sinni latið gera þar hreint undir lögreglueftir- Krafan er: Trygging fyrir fullkomnu hreinlæti Almenningur hiýtur að krefj- ast þess að fyllsta hreinlætis sé gætt þar sem matvæli eru framleidd og meðhöndluð, ekki sízt þegar sú framleiðsla fer fram í jafn stórum stíl og hér mun um að ræða. Og það næg- ir ekki að vinnuplássið sé gert hreint. Það þarf áð tryggja að fullkomið daglegt hreinlæti sé viðliaft frá hinu smæsta til hins stærsta handtaks. Þeir sem ekki geta orðið við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu eiga ekki að fá leyfi til að hafa framleiðslu og dreifingu mat- væla til almennings með hönd- um. Þeir um það livernig þeir þjóna sjálfum sér, aimenningur hér í bæ krefst annarrar og betri þjónustu. — Húsmóðir". Björnssyni, ungfrú Guðrún Elín- borg Guðmundsdóttir, Nönnugötu 12 og Eyjólfur Tómasson,- Stór- holti 12. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þor- steini Björnssyni, ungfrú Þóra Jónsdóttir og Þorsteinn Hreggviðs son. Heimili þeirra er að Þórs- götu 5. — Nýlega voru gefin sam- an i hjónaband ungfrú Valborg Árnadóttir . (Vilhjálmssonar lækn- is á Vopnafirði) og Ingi Björn Ha’ldórsson (Asgrímssonar kaup- félagsstj. s. st.) Heimili þeirra er á Týsgötu 1. — Nýlega voru gefin saman i hjónaband ungfrú Olga Hrafnhildut' Sigurjónsdóttir, verzlunarmær og Baldur Kr. Her- maníusson, verkamaður, Nökkva- vogi 7. ihnk Ríldssklp Hckla var á Akureyri í gær á vesturleið. Esja fer frá Reykjavík á morgun austui' um land í hring- ferð. Herðubreið fór frá Reykja- vík k'. 21 í gærkv. til Vestfjarða. Skjaldbreið verður væntanlega á Akureyri í dag. Þyrill er á Vest- fjörðum á norðurieið. Ármann var i Vestmannaevjum í gær. Eimskip Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss er í London; fer þaðan til Boulogne, Antwerpen, Hamborgar og Rotterdam. Goðafos3 kom til Rvikur í gær. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Leith og Reykjavíkur Lagarfoss fer frá New York 26. þm. tii Rvikur. Reykjafoss fór frá Séte i Suður- Frakklandi 20. þm. ti'. Dordrecht í Hollandi. Selfoss er í Reykja- vik. Tröllafoss er i Reykjavík. Fiugfélag fslands li.f. 1 dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun eru áætlaðar f.’ugferðir til Alrureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Ólafsfjarðar, Neskaup- staðar, Seyðisfjarðnr, Siglufjarð- ar og Kópaskers. — Guilfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn kl. 18,15 i da.g: Flugvéiin fer til London k'. 8,00 á þriðjudagsmorgun. Loftleiðir h.f. 1 dag er áætlað a.ð fljúga til Ak- ureyrar. Á morgun á að fljúga til Isafjarðar, Akureyrar og Hellis- sands. Haustfermingarbörn í Dómkirkj- unni komi til viðtais í kirkjuna sem hér segir: Til séra Jóns Auðuns fimmtudaginn 27. sept. kl. 5 og til sr. Óskars J. Þorláksson- ar föstudaginn 28. sept. kl. 5. Helgidagsiæknir er Óskar Þ. Þórð- arson, Flókagötu 5, sími 3622. 1 gær voru gef- in saman í hjónaband af sr. Jakobi Jóns- syni ungfrú Ja- kobína Hafliða- dóttir og Óskar Sveinsson prent- ari. Ileimili 'þeirra verður á Klapp- arstig 13. — J gær voru gefin sam- an i hjónabond af séra'Jóni Auð. uns, ungfrú Jóhanna Elín Er- lendsdóttir og Bragi Sigurðsson. Heimili . þeirra verður að Vatns- stig 16. — 1 gær voru gefin sam- an í hjónaband af séra Þorsteini er opinn alla virka daga kl. 1—7 og á sunnudögum kl. 1—10. Máiverkasýning Alfreds Jensens í Þjóðminjasafnshúsinu verður opin fram á n. k. fimmtudag. 1 dag og á morgun er hún opin kl. 13—-22, en aðra daga kl. 13—19. i MESSUR 1 DAG: CltVi'a Nesprestakall. Messa í Fossvogs- kapellu kl. 2 c. h. —- Sr. Jón Thót'r- arensen. Dómkirkj- an. Messa k’. 11 f. h. —■ Sr. Óskar J. Þorláksson. Laugarneslúrkja. Messa kl. 11 f. h. —- Sr. Garðar Svavarsson. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. Messa kl. 2 e. h. — Sr. Emil Björnsson. HallgrímskirUja. Messa kl. 11. — Sr. Jakob Jónsson. Ræðuefni: Kærleiksskuldin. (Minnist þess að hafa sálmabækur með). Brúðusýningin í Iðnó verður opin. kl. 1—9 e. h. í dag. Úrslitakapp'eikir í baustmóti_ Meistaraflokks fara fram i dag' kl. 2 e. h. og keppa þá Fram — Víkingur og strax á eftir K.R. — Valur. Hjóntfmim Hólm- rQ ' fríði Finnsdóttur W Aj ^ og Ingólfi Páls- J \ syni Reykhólum \ Austur-Barð. fædd- ist 13 marka son- ur þann 20. þessa mánaðar. Nætnrlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. -- Sjmi 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. Fastir liðir eiþs og venjulega. Kl. 11,00 Messa í Dóm- kirkjunni (sr. Ósk_ ar J. Þorláksson). 15,15 Miðdegistón- leikar (pj.): a) NBC-hljómsveitin leikur létt iög; Katims stjórnar. b) Jussi Björling syrigur lög eftir Strauss, Foster, Puccini o. fl. c) „Grand Canyon", svíta eftir Ferde Grofé (André Kosteianetz og hljórn sveit hans leika). 16,25 Fréttaút- varp til Islendinga erlendis. 18,30 Barnatími (Baldur Pá’mason); a) Ferðasaga eftir fimmtán ára dreng (B. P.) b) „Stökkull í firðinum", saga eftir Jónas Árnason (Pétur Pétursson les). c) Kvæði eftir Ste- fán Jónsson kennara (B. P.) d) Tónleikar. 19,30 Tónleiliar: Pader- ewsky leikur á píanó (plötur). 20,20 Einsöngur:’ .gtefán Islandi óperusöngvai'i syngur; Fritz Weisshappel leikur undir: a) „Horfinn dagur" eftir Árna. Björnsson. b) „Þey, þey og ró ró“ eftir Björgvin Guðmu’idsson. c) „Svialín og hrafninn" í útsetn- ingu Kar.’s O. Runólfssonar. ■—- Fritz Weisshappel ieikur einleik á píanó. — d) „AmariUi" eftir Cacc- ini. e) „Chio mai vi possa" eftir Hándel. f) Aría úr óperunni „Tosca" eftir Puccipi. g) Aría úr óp. „Perlukafararnir" eftir Bizet, 20,50 Erindi: Frá Noregi; siðara erindi. (Steindór Steindórsson mennta- skólakenriari). 21,20 Sinfóníuh'jóm- sveitin; Albert Klahn stjórnar: a) Lagasyrpa úr óperunni „Héro- diade" eftir Massenet. b) „Drauma- ur Ratcliffs" eftir Mascagni. c) „Fiðri'dið" eftir Leopold. 21,45 Er- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.