Þjóðviljinn - 04.10.1951, Page 3

Þjóðviljinn - 04.10.1951, Page 3
Fimmtudagur 4. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Fáein minningarorð um Kristján Ó. Skagfgörð Fyrir tæpri viku síðan kom- um við nokkrir samstarfsmenn Kristjáns Ó. Skagfjörðs í Ferðafélagi Islands ofan af ör- æfum, sennilega úr seinustu ó- byggðaferð félagsins á þessu hausti. Þá var Kristján látinn. Að vísu kom slík fregn okk- ur ekki á óvart. Veikindi hans voru upp á síðkastið með þeim hætti áð ekki gat þar á orðið nema einn endir. Samt setti mig hljóðan. Og nú er ég hefi lofað Þjóð- viljanum að skrifa fáein minn- ingarorð um Kristján, vefst. þetta allt fyrir mér. Og í raun er mér það að því leyti nauð- ugt, að ég get ekki gert þetta í örstuttu máii eins vel og ég vildi og hann á skilið. Kynni mín við hann hafa beint og óbeint orðið einn þátt- ur í hamingju minni og gleði um röska.n áratug. I fylgd hans um byggðir og öræfi Islands hef ég átt óteljandi ánægju- stundir, og í starfi því, sem ég hef gegnt sem leiðsögumaður ferðahópa um landið undanfar- in ár í þágu þess starfs, sem hann sá um framkvæmdir á, hefi ég kynnzt nokkru af þeirri sömu fegurð, sem hreif hann svo djúpt og sem færði okkur báðum þá djúpu gleði, er menn minnast æfilangt og búa að, en trauðla verður með orðum tjáð. Og þegar mannkostir hans og vinátta, heil og brestalaus er svo fast saman ofin við þessi áhrif og minningar, er þetta allt huganum svo létt og sam- gróið, en pennanum svo erfitt og ótiltækt. Því eru þessar línur fátæk- legar og tregar. Kristján 0. Skagfjörð var Breiðfirðingur að ætt, fæddur í Flatey 11. október 1883. En til Skagafjarðar átti hann og ætt að rekja. Ungur mun hann hafa byr.iað verzlunarstörf; um skeið á Patreksfirði. 1913 lauk hann prófi í verzlunarfræðum í Lundúnum, og í Englandi vann hann við þau efni í nokk- ur ár. 1916 hóf Kristján umboðs- og heildsölustörf í Reykjavik og gegndi þeim æ síðan öðrum þræði. Um þá starfsemi hans verð- nr hér ekki ritað. Það gera ef- laust aðrir kunnugri. Þó fór það ekki leynt. jafnvel okkur. sem áttum með honum samstarf í a.Ilt öðrum efnum. að í kaup- sýslu sinni var Kristján sami grandvari heiðursmaðurinn sem öllum öðrum verkum. er hann innt.i af höndum um langa æfi. Lífið og sálin í Skíðafélagi Reykjávíkur var hann og um fjölda 'ára. En bað eru störf hans í Ferðafélagi Islands. er ég hygg að halda. munu mirminfru hans hæst og lengst á lofti. Þar var hann brautryðjandi. Þar vann lrann hátt á annan áratug mik- ilsverðustu störfin og af þeirri einlæFni, þeim heilhug og giftu að fátítt, mun Ferðafélag Islands á ýmsum ágætura mönnum mikið að bakka, allt frá stofnun þess og til þesna dags. Samt mun eng- um bei-*'* góðu manna rangt til gert/ þótt fullyrt sé. að ekkert eins mnnns nafn beri þar jafn hátt og hans, sem borinn er til moldar í dag. Undir hans framkvfpmdastiórn óx F.I. uup í einn fiölmennasta félansskan á landinu. Hann kenudi fólki að férffast. Hann kenndi mönn- um ferðamenningu Og hann kenndi okkur að bekkia land okkar og met.a. Ekki með há- værum áróðri, ræðuhöldun) né auglýsingaskrumi, heldur með því fyrst og fremst að gefa okkur kost á ferðalögum með hagkvæmu móti um byggðir og öræfi og sjá eigin augum ýmsa fegurstu og svipmestu staði og svæði. Og það má vera furðu sljófur hugur og sál, er ekki býr að þeim áhrifum lengur og betur en mörgu því, sem annars er talið hverjum manni KRISTJÁN Ö. SKAGFJÖRÐ þroskavænleg nauðsyn. Sjálfur var Skagfjörð hinn mesti ferða- garpur og eirði óvíða betur en uppi um fjöll og jökla. Auk þess fór hann flest sumur vest- ur á Breiðafjörð til átthag- anna, þar sem hann átti hvar- vetna vinum að máeta. Síðasta fjallaferðin hans var í fyrra sumar, seint í ágúst. Vi'ð höfð- um þá nokkurn grun um, að hann gengi ekki heill til skóg- ar. Þegar leggja átti af stað upp á Hánípur frá sæluhúsinu í Kerlingaf jöllum veigraði hann sér við fjallgöngunni og fékk annan leiðsögumann. En er hóp- urinn var kominn upp á Há- nípujökul, sást til ferða Skag- fjörðs. Hann unnti sér ekki friðar, en hélt af stað hálf- tíma síðar en aðrir. En upp á Snækoll komst hann 10 minút- um seinna en förunautar hans. Einhver bezta leiðin til áð unna ættjörð sinni, vinna henni sem mest og bezt af heilli, yfirdrepslausri ást, er að kynnast henni, alveg á sama hátt og sá, er nemur tungu okkar af næmum skilningi og dýpt verður hrifinn af kostum hennar og fegurð og gerist upp frá því hennar verndari eftir því stm efni hrökkva til. Og nú er Kristján Skagfjörð horfinn — sjónum okkar að minnsta kosti. En minnistæð verða mér orð eins félaga míns er við komum heim úr seinustu fjallaferðinni og fréttum áð hann hefði dáið kvöldið sem við héldum inn á öræfin. — ..Kannski hann hafi verið með okkur þarnp uppfrá“! Já, kannski það. Eitt er víst: minning hans fylgir okkur hve.r sem við eigum eftir áð fara um öræfi Islands. Sú minning er björt. og hlý. Ástvinir hans og ættingiar eiga Iiér á bak að s.já um- hyggjusamri forsjá og kær- leiksríkum vini. Og við samstarfsmenn hans einhverjum mætasta sæmdar- dreng sem við höfum kynnzt. HalÍEcr. Jónasson. ★ I dag kveðjum við Kristján 0. Skagfjörð í hinzta sinni Á plíkri kveðjustund ríkir eftirsjáin. Því dýpri alvara og freai sem sá er kvaddur er var meíri mannkostamaður. — En góðra drengja er gott að minn- ast. Minningin lifir þótt maðux-- inn hverfi. Minjiing í verkum, Fmmvarp sósíalista um endurgreiðslu á þriðjungi söluskattsins: Fjárhagsörðuglelkar bæjar- og sveif- arfélaga eitt stærsta vandamálið Sésíalistafl. itmn beita sér fyrir algerri niðurfellmgu ■ söfiuskatts frá áramótuui Eins og áður hefur verið getið í Þjóðviljanum hafa þiug- menn sósíalista þeir Brynjólfur Bjarnason, Firmbogi Rútur Valdimarsson og Steingrímur Aðalsteinsson, borið fram í efri deald Alþingis frumvarp um sölnskattinn. Efni þess kemur fram í greinum frumvarpsins, en þar segir svo m. a.: ,,Af tekjum af söluskatti (skv. 21. og 22. gr. laga nr. 100/1948 sbr. 2. gr. þessara laga áriö 1951) skal greiöa bæjar- og sveitarfélögxim í landinu Vá hluta söluskatts- upphæöarinnar. Nú innheimtir bæjar- eöa sveitarfélag útsvarsálag með aukaniöurjöfnun á árinu 1951 og missir þaö þá rétt til hluta af söluskatti skv. þessari grein. „Hluta bæjar- og sveitarfélaga af söluskatti skal skipt milli þeirra í réttu hlutfalli viö íbúafjöldann í hverju einstöku bæjar- eöa sveitarfélagi við árslok áriö 1950. — Nú hefur bæjar- eða sveitarfélag innheimt út- svarsálag á árinu 1951 og 'skal þá þeim hluta söluskatts, sem iþví hafði borið, skipt eftir sömu reglu milli annarra bæjar- og sveitarfélaga. „Fjármálai'áðuneytiö annast skiptingu á hluta bæjar- og sveitarfélaga af söluskatti." 1 greinargerð segir: „Af öllum þeim margvíslegu sköttum og gjöldum, sem þegn- um þjóðfélagsins er gert að greiða er söluskatturinn óvin- sælastur og það ekki að ástæðu- lausu. Sölusikatturinn er marg lagður á sömu vöru og sclnu þjónustu og verður því í ýmsum tilfellum mjög veruleg upphæð, sem hefur átt drjúgan þátt í að auka dýrtíðina í landiiiu. Söluskatturinn veldur auk þessa ýmsum truflunum í viðskipta- lífinu og er iþó engin vissa fyrir því, að allur sá söluskattur, sem innheimtur er komi endanlega til skila í rSkissjóð. Loks er söluskattur ófyrirleitinn nef- skattur, sem leggst þyngst á hina fátæku í þjóðfélaginu. Þess er að vænta, að sölu- "katturinn verði ekki látinn gilda nema til ársloka og mun Sósíalistaflokkurinn beita sér ryrir því, að skatturinn verði ’átinn falla niður um næstu íramót. Á fjárlagafrv. fyrir 1951 eru íætlaðar tekjur af söluskatti 55 millj. r.cróna. Allt bendir til þess, að þessi tekjuliður fari verulega fram úr áætlun vegna hins aukna innflutnings. Hins vegar eiga bví nær öll bæjar- og sveitar- félög í landinu í liinum mestu fjárhagskröggum, og það svo að ýms ])eirra geta ekki staðið við suldbindingar sínar. Á und- anförnum 4 árum hefur ríkis- valdið teygt sig æ lengra í hverskonar skattlagningu og tolla álögum á almenning. Á hverju þingi þessi 4 ár hafa verið lagðir á nýir skattar, sém nema nú samtals mikið á annað hundrað milljónir króna. Með bessu hefur ríkisvaldið gengið svo nærri greiðslugetu almenn- ings, að lítið’ er orðið eftir minning í huga. Kristjáns Skag- fjörðs og starfs hanns verður minnzt með gleði og þakklæti svo lengi sem íslenzkir menn gista í fjallaskálum Ferðafé- lag; íslands. Minningin um Kristján Skag- f.jörð, hinn glaðværa, liressa. einlæga drengskaparmann, ylj- ar öllum sem áttu því láni að fagna að kynnast honum. Vertu sæll, Kristján Skag- fjörð. Þökk fyrir samverustund- irnar. J. B. fyrir bæjar- og sveitasjóðina til að leggja á og mjög erfitt að innheimta útsvörin. Fjárhags- örðugleikar bæjar- og sveita- félaga er nú orðið eitt stærsta vandamálið í þjóðfólaginu og þeir hljóta að aúkast verulega, ef ríkisvaldið heldur ;uppteknum hætti að síauka álögur sínar jafnframt þeim ráðstöfunum, sem bankar og ríkisvald eru nú að framkvæma við að draga saman atvinnulífið í landinu cg minnka atvinnuna. Frv. þessu er ekki ætlað að leysa fjárhagsvandamál bæjar- og sveitafélaga, iþó það veiti nokkra úrlausn til bráðabirg.ða. Ekki þýkir ástæða til þess, að þau bæjar- eða sveitafélög, sem innheimta viðaukaútsvör á árinu 1951 njóti tekna af frv. þessu.“ Harpa fer enn tvær ferðir á þessu hausti urn Strandahafnir frá Ingólfsfirði til Hólmavíkur og til baka. Hefjast ferðimar á Ingólfsfirði á þriðjudaginn (9. cg 16. okt.). Herðubreið austur um land til Raufarhafn- ar um næstu helgi. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar í dag. Farséðlar .seldir á morgun. Sú breyting verður á áætlun skipsins, að iþað fer ekki lengra en til Rauf- arhafnar. Ármann til Vestmannaeyja í kvöld. Vöru móttafía í dag. Skjaldbreið til Skagafjarðar og Eyjafiarð- arhafna hinn 9. þ.m. Tekið á móti flutningi til Sauðárs- króks, Hofsóss, Haganesvíkur, Ölafsfjarðar og Hríseyjar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á mánudaginn. Alþýðoblaðið og Jbræðra- ! Ílolílíurinn" ★ Léttúð Alþýðnblaðsins S umgengni við sannleikann er alkunn, og í gœr bitnar virðing. arleysi þess fyrir staðreyndum: óþyrmilega á „bræðraflokknum44 brezka. Fregn þess af flokks- þingi hans er samsuða af ó- sannindum og missögnum« Blað- ið segir að I miðstjórn flokks- ins hafi hlotið kosningu „þrír úr fylkingararmi Bevans. .... . að honum meðtöldum .... Hinir fjórir eru kosnir voru eru úr fylkingararmi Attlees'd Vill Alþýðublaðið gera grein fyrir hvern af f jórmenningu: ::in Bevan, Castle, Driberg og Mik- ardo það eignar „fylldngar- armi Attlees“? ★ Alþýðuþlaðsmenn em auðvitað ekki það kunnugir for- ystuliði „bræðraflokksins" að þeir kannist við nafn frú Bar- böru Castle og kalla hana „Costello“, hafa líklega villzt á henni og bófaforingjanum; fræga í New York með því nafni! Ekki er þekkingin meiri á starfsháttum flokksins, blað- ið segir að „þingflokkur Al- þýðuflokksins" hafi kosið 12 miðstjórnarmenn en hann kýs ekki einn einasta, það vora verkalýðsfélögin, sem kusn 12 menn í miðstjórnina. ★ Hætt er við að Bevan kæmi ýmislegt ókunnuglcga f.vrir sjónir í frásögn Alþýðu- blaðsins af ræðu hans á ílokks- þinginu, svo sem er það held- ur því fram að hann hafi vaiað við „örlögum þeim, er rúss- neska (svo) jafnaðarmanna- flokkurinn hlaut“ í rússneskn byltingunni, „of mikilli íhalds- semi flokksins, er leiddi til valdatöku kommúnista“. Það sem Bevan sagði var að stefna brezkra ílialdsmanna og þá. einkum ChurchiIIs gagmarfi byltingunni 1917 hefði orðið þess valdandi að hún hefði orð- ið blóðug og' bitur og cins' myndi fara nú ef íhaldssíjórn undir forystu Churehills ætti að ráða stefnu Bretlands gagn- vart byltíngarhreyfingunni í Asíu og MiðauSturlöndum. ★ Af þessum fréttaflutningi Alþýðublaðsins af flokksþingi öflugasta sósíaldemokrataflokks heimsins geta nienn nrarkað, hvern trúnað er hægt að leggja á frásagnir þess af atburðum, sem erfiðara er að afla vitn- eskju uni og þar sem ætla má að allar aðstæður séu Alþýðu- bíaðsmönnum enn ókunnugrL Ef svo skyldi vera, sem raun- ar virðist ótrúlegt, að Alþýðu- blaðsmönnum þyki viðkunnan- legra að einhver heil brú sé framvegis í fréttum IJaiV; þeirra af „bræðrafIokknmn“. skulum við Þjóðviljamenn ekkí skorast undan að veita þeimi tilsögn um menn og málefni í „brezka Alþýðuflokknum".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.