Þjóðviljinn - 04.10.1951, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. október 1951
6. D A G U R .
við vél, leggja múrsteina, smíða, múra eða hamra, þegar aðrir
drengir, sem ekki voru hótinu betri en hann, gátu orðið skrif-
stofumenn, lyfjafræðingar, bókhaldarar, bankamenn og kaup-
sýslumenn? Var það ekki aumt líf, engu betra en líf hans
hingað til, að ganga í slitnum og óhreinum fötum, fara snemma
á fætur og vinna algenga, ómerkiiega vinnu?
Því að Clyde var jafn hégómlegur og stórlyndur og hann var
fátækur. Hann var einn hinna sérkennilegu einstaiklinga, sem
líta á sjálfa sig eins og undantekningu — hann tengdist aldrei
fjölskyldunni órjúfandi böndum og fann aldrei til þakklætis til
þeirra, sem báru ábyrgð á komu hans í þennan heim. Þvert á
móti varð honum oft á að gagnrýni foreldra s-ína, ekki með
illgirni eða beizkju, en með glöggu auga fyrir séreinkennum
þeirra og ágöllum. En þrátt fyrir glðgga dómgreind sína að
þessu leyti, gat hann aldrei — að minnsta kosti eklki áður en
hann varð sextán ára — gert neinar raunhæfar áætlanir um
framtíð sína.
Um þetta leyti var hann að komast á kynþroskaaldurinn, og
hann var þegar búinn að fá mikinn áhuga á hinu veika kyni, á
aðdráttarafli þess á hann, og því aðdráttarafli sem hann hafði
yfir að búa. Og um leið fór hann að hugsa mikið um ldæðaburð
sinn og útlit — hvort hann stæðist samanburð við aðra drengi.
Honum var raun að því að finna að hann var rytjulega klæddur;
hann var ekki eins glæsilegur og aðlaðandi og hann hefði ann-
ars getað verið. Það var hræðilegt að vera fæddur fátæ’mr og
eiga engan að til að hjálpa sér og geta ekki einu sinni hjálpað
sér sjálfur.
Þá sjaldan að hann komst yfir spegil til að skoða sig 1,
leiddu athuganir hans í ljós, að hann var ekki ósnotur — nef
hans var beint og fallega lagað, ennið hátt og hvítt, svart,
liðað hár sem stimdi á og svört augu, sem voru oft dálítið þung-
lyndisleg. Þunglyndi og dapurleiki voru .þegar farin að angra
hann, og það lofaði ekki góðu um framtíð hans. Fjölskylda háns
var skuggamein í lífinu, hann ihafði aldrei átt neina vini og gat
aldrei eignazt þá, af því að fjölskylda hans var eins og hún var.
Oft fylltist hann reiði og gremju yfir þéssu, en þess á milli var
hann afar niðurdreginn. Þrátt fyrir glæsilegt útlit, sem stóðst
fyllilega samanburð við hvern sem var, hlaut hann oft að mis-
skilja þau augnatillit sem stúlkur úr öðrum þjóðfélagsstéttum
sendu honum — fyrirlitningaraugnaráð, sem um leið voru eggj-
andi, til þess að athuga hvort hann væri móttælkilegur eða ekki,
djarfur eða huglaus.
Og áður en hann var sjálfur farinn að vinna sér inn peninga,
hafði hann alltaf sagt við sjálfan sig, að ef hann ætti aðeins
betri flibba, íallegri skyrtu, þokkalegri skó, falleg föt og glæsi-
legan yfirfrakka. eíns og sumir drengir, þá væri ekki að vita—.
0, þessi glæsilegu föt, fallegu heimilin, úrin, hringarnir, bindis-
nálar, sem sumir drengirnir gátu státað af; margir drengir á
hans aldri voru eir.s og glæsimenni til fara. Súmir foreldrar gáfu
þeim jafnvel bíla til að leika sér að. Þeir sáust oft á aðalgötun-
um í Kansas City eins og flugur sem þutu til og frá. Og fallegar
stúlikur sátu í bílunum hjá þeim. En hann hafði ekki neitt. Og
hafði aldrei haft.
Og samt voru ótal möguleikar í þessum heimi — alls staðar
var hamingjusamt og heppið fólk. Hvað átti hann að gera?
Hvert átti hann að snúa sér? Hvað átti liann að leggja fyrir
sig — sem gæti gert honum kleift að verða að manni? Hann
vissi það ekki. Og þessir undarlegu foreldrar hans gátu ekki
gefið honum neinar leiðbeiningar.
ÞRIÐJI KAFLI
Nú gerðist atvik sem varð til að auka á þunglyndi Clydes,
þegar hann var einmitt að velta fyrir sér vandamálum sjálfs
sín. Það var einnig mikið áfall fyrir Griffiths fjölskylduna í
heild. Esta, systir hans, sem hann hafði mikinn áhuga á (þótt
þau ættau fátt eitt sameiginlegt) strauk að heiman með leikara
sem var af hendingu á ferð 1 Kansas City og varð gripinn
skyndilegum ástarhug til hennar.
Þrátt fyrir strangt uppeldi Estu og þann trúarhita, sem
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
selja matvælin á smásöluverði
og koma fæði^kostnaði verka-
manna á Keflavíkurflugvelli
upp fyrir allt sambærilegt sem
vitað er um á þessu sviði. Er
þetta einkar táknrænt fyrir þær
starfsaðferðir sem harðsvíraðir
og ósvífnir fjáraflamenn beita
til þess að skara eld að sinni
köku á annarra kostnað. En
ekki er hlutur þeirra betri en
Þörbjarnar, sem gengið hafa
inn á þennan verzlunarmáta og
veitt hafa líonum aðstclðu til að
skapa sér álitlegan gróða á
þennan hátt.
Ástæðulaust að sætta
sig við okrið.
Verkamenn á Keflavíkurflug-
velli þurfa með samtökum sín
í milli að kveða okurverðið á
fæðinu niður. Einis og sakir
standa gleypir fæðiskostnaður-
inn nær allt eftirvinnukaup
þeirra. Þeir eiga að krefjast
þess að fyllsta hagsýni sé við-
höfð í innkaupum og þess gætt
að kaupa allt inn á lægsta fá-
anlegu verði án þess að það
gangi þó út yfir gæðin, enda er
það auðvelt. Þeir eiga að velja
sér sinn trúnaðarmann sem
fylgist með öllu fyrir þeirra
hönd, eins og venja er undir
sömu kringumstæðum og þarna
eru. Það er engin ástæða til að
sætta sig við okur og fjárplógs-
starfsemi og því skal ekki trú-
að fyrr en á reynir að Samein-
aðir verktakar mæti »ekki slík-
um óskum verkamanna um um-
bætur í þessu efni með skilningi
og velvilja, séu þær bomar
fram af fullri djörfung. —
Hrafna-Flóki.“
.
Á síðastliðn'um tveimur áram hafa bifreiðastjórar og bifreiða-
eigendur sannfærst um hina einstæðu eiginleika
BIFREIÐASTJÓRAR!
og er hún tvímælalaust eftirsóttasta bifreiðaolían á markað-
inum.
Það, sem gerir þessa bifreiðaolíu svo eftirsótta, er að hun
ernsar om icio og 111111 smyr
sýrumynáim og óeðlilegi slit
Stenzt ve! hita við mikið álag
Er drjág í notknn -'
Ef þér hafið ekki þegar SHELL X-100 á bifreið yðar, þá dragið
það ekki Sengur að skipta um. Notið ávallt SHELL X-100. Það
eru Iiyggindi, sem í hag koma.
H.F. SHELL Á ISLANDI