Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 3
 ÍÞRÓTTIR RITSTJÚRI: FRÍMANN HELGASON ÞANKAR UM KNATTSPYRNUMÁL V, í síðasta þætti var því hald- ið fram að afsökun sú sem fram er borin fyrir því að fé- lögin geti ekki eða geti naum- lega teflt fram liðum í öllum flokkum sama dag sé í raun- inni hrópandi ásökun á sjálfa forystumenn félaganna og í- þróttahreyfinguna í heild. — í>etta kann nú að þykja nokkuð harður dómur yfir mönnum er af „ást og áhuga“ hafa unnið að þessum rp.álum um langt skeið. En við skulum nú at- huga nokkuð nánar í hvaða átt þetta starf hefur beinzt. Ef við drögum það saman í stutt mál yrði það á þessa leið: Mest af starfinu fer til þess að skapa tiltölulega fáa en svo og svo góða úrvalshópa og menn sem gefa vonir um sigra, stig éða met. Ég hef áður haldið þessu fram og fengið þunga ,,ádrepu“ hjá einum for- ystumanni íþróttamálanna í Reykjavík. Það sannfærði mig enn betur um það að menn virðast sofandi fyrir þessum sannleika og að fleiri en hann væri sama sinnis. Því er ekki að neita. að oft hefur tekizt að ná góðum árangri í einstök- um greinum en það mun oftast að bakka þeim krafti sem lagð- ur hefur verið í það að teygja fram topp úrvalsmanna og oft- ast eru það hinir vöxnu menn sem verða þess aðnjótandi. Hver verða svo 'áhrifin af starfsemi sem svona er upp- Nemeth - Strandli jafntsfli 1:1 Nemeth vann keppnina í Osló, kastáði 58,03 en Strandli 57,83. Á móti í Vikersund var það svo Strandli sem vann, kastaði 57,81 en Nemeth 56.12. Þriðja lotan verður svo í Budapest, þar sem Strandli hef- ur þegið boð um að keppa þar á íþróttamóti ásamt hlaupar- anum Andun Boysen, og verð- ur sú keppni á sunnudag. Lið hersins vann Stjórn Dynamo gagnrýnd Deildasamkeppninni rússnesku í knattspyrnu er nú nýlega lok- ið og vann lið hersins keppn- ina með 48 ptigum, Annað varð Dynamo Tiblisi með 36 stig, Jpriðja varð lið kolanámu- manna sém féíck 34 stfgT’byna- mo Moskva varð nr. 5 með 32 stig. Stjórn Dynamo í Moskva hefur sætt harðri gagnrýni af íþróttablaðamönnum fyrir það hve neðarlega þeir eru og kenna ýmsu um. Nú nýlega kom sú frétt að í síðustu viku hefði óþekkt félag frá Kalinin sem er um 15 mílur norðvestur af Moskvu „slegið Dynamo út úr bikarkeppninni" með hvorki meira né minna en 4:1. Kalininliðið komst þar með í undanúrslit. Dynamo hefur um mörg undanfarin ár verið í úr- slitum. Til gamans má geta þess að 16,000 lið taka þátt í 'Cup-keppninni rússnesku. byggð? I fáeinum tilfellum já- kvæð en í mörgum neikvæð. Nú má spyrja knattspyrnu- félögin hér: hvað hafið þið gert til að leita hins jákvæða í uppbyggingu knattspyrnunnar ? Hafið þið gefið þeirri æsku sem til ykkar leitar leiðbeining- ar í íþrótta- og félagsmálum? Hafið þið sem viðurkenndir uppalendur í þjóðfélaginu byggt upp innra starf ykkar þannig að æskumaðurinn finni það sem hann leitar að er hann gengur í félag ykkar? Hafið þið gefið honum þau verkefni sem hann þarfnast og þráir? Hafa félög ykkar nokkurntíma gert nokkuð til að rækta í hug fólksins þann kjarna sem í- þróttahreyfingin byggist á? Og I september s. 1. efndi hand- knattleiksráð Reykjavíkur til nárnskeiðs fyrir dómaraefni í handknattleik. Mæltist fram- kvæmdastjórn ISl til þess að námskeiðið væri líka opið þeim utanbæjarmönnum sem þess kynnu áð óska. Alls gáfu sig fram til þátttöku í námskeið- inu 34 menn, en 21 lauk prófi. Allan undirbúning og kennslu önnuðust þeir Hafsteinn Guð- mundsson og Sigurður Magnús- son og fórst þeim það mjög vel úr hendi. Var próftakan bæði skrifleg, munnleg og verkleg. Að námskeiðinu loknu fengu hinir nýju dómarar skírteini er gefur þeim rétt til héraðsdóm- arastarfa. Við það tækifæri á- varpaði forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, dómarana og árnaði þeim heilla í starfi sínu, Þeir sem luku prófi voru þessir:' Sigurhans Hjartarson (Val) Valur Benediktsson (Val) Halldór Halldórsson (Val) Helgi Helgason ((Val) Hilmar Magnússon (Val) Magnús Snæbjörnsson (Val) Jón Snæbjörnsson (Val) Jón Guðmundsson (Val) Jón Þórarinsson (Val) Árni Jensson (Víking) Ásgeir Mpgnússon (Víking) Þórir Tryggvason (Víking) Ásgeir Benediktsson (Þrótti) Jón Guðmúndkson (Þrótti) Þórður Sigurðsson (KR) Frímann Gunnlaugsson (KR) Sigþór Lárusson (Ármanni) Váleringen vann Fredzekstad Eftir að hafa staðið sig held- ur illa undanfarið sigraði Vaal- erengen Fredrekstad heima í Fredrekstad með 5:3. 1 hálfleik stóðu mörkin 2:1 fyrir Fred- rekstad. I síðari hálfleik kom Vaalerengen með „nýtt lið“ og lék sér að hinum margföldu Noregsmeisturum sem hafa ver- ið ósigrandi í mörg ár og setti 4 mörk gegn 1. Þessi úrslit komu öllum á óvart. hafið þið gert ykkur grein fyr- ir því að þið verðið að hafa reynda og félagslega þrosk- aða menn til að veita móttöku þeim hóp sem þið árlega skrif- ið í félögin? Því miður verða svörin við öllum þessum spurn- ingum í .þá átt, að mikið af þvi sem er grundvallandi fyr- ir íþróttaiðkanir og það starf sem gefur félögunum öruggt og haldgott líf, er mjög vanrækt. Það er því vanræksla knatt- spyrnufélaganna sjálfra á þeirra eigin málum sem eru þess valdandi að þau telja sig svo mannfá sem raun ber vitni. Þeim spurningum sem varpað var fram hér að framan verður reynt að svara í næstu þáttum. Reynir Ásgeirsson (Fram) Þorleifur Einarsson (IR) Utanbæjarmenn: Gísli Guðlaugsson (Hafnarf.) Garðar Guðmundsson (Isaf.) l FRÉTTIR :: í FÁDM ORÐUM DANSKA knattspyrnusamband- ið hefur ákveðið 15 landsleiki næsta ár, og eru það fleiri leikir en nokkru sinni fyrr. ★ VÁLERENGEN tapaði með 1 marki í undanúrslitum í norsku ,,cup“-keppninni í leik við Ask- er, sem nú mætir Sarpsborg í úrslitum á sunnudaginn á Ull- vaal kl. 13,15 (n.t.) ★ BANDARÍSKU skíðamennirnir ætla að þjálfa sig í Austurríki undir Olympíuleikana. — Jósef Bradl er ráðinn til að þjálfa þýzka stökkmenn fyrir leikina og Toni Seelos á að þjálfa Austurríkismenn í svigi. ★ FINNSKT met í 4x1500 var sett um mánaðamótin af úr- valssveit í Björneborg, og var tíminn 15,52,2. t/. líii.lihlíll ★ PRIRMO CARNERA fyrrver- andi heimsmeistari í hnefaleik keppir nú í grísk-rómverskri glímu og er all sigursæll. Felldi hann nýlega Austurríkismann- inn Georg Blumenschutz eftir 9 minútna viðureign. Caroera vóg 250 pur.d en Blumenschutz 240. " Ungverski heimsmethafinn í sleggjukasti Imre Nemeth hef- ur undanfarna daga verið í Noregi og þá sérstaklega -ti! að keppa við Strandli sem ekki hafði tapað sleggjukastkeppni í rúm 50 skipti í röð. Þetta einvígi kappanna fór svo að Lo/r/ð er dómaranámskeiSi i handknatfleik Þriðjudagur 16. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 I — n .......... e Uppskeran í Austurevrópú varð mjög góð í sumar og mun það liafa hagstæð áhrif á hinar m’hlú áætlanir sem þar er verið að framkvæma. — £ ríkj'um alþýðunnar er uppskerunni ekki brennt þegar framleiðslan eykst, heldur fer framleiðsluaukningin til að bæta lífskjör aSmennings. — Á myndinni sést ung stúlka moka eplum með sbóflu. Egyptar hafna þátttöku Framhald af 1. síðu. þykkt áframhaldandi hersetu Breta við Súes í neinni mynd. Einróma samþykktir. Eftir yfirlýsingu innanríkis- ráðherrans staðfestu báðar deildir egypzka þingsins ein- róma tilskipanir stjórnarinnar um einhliða niðurfellingu samn- ingsins frá 1936 og samnings- ins frá 1899 um sameiginlega stjórn Breta og Egypta í Súdan Jafnframt var lýst yfir konung- dómi Farúks Egyptalandskon- ungs í Súdan. Aðstoð við Breta lýst landráð. Tilkynnt var í London í gær, að brezka stjórnin myndi hafa að engu samþykktir Egypta- landsþings, herinn sitja sem fastast við Súes og Bretar halda áfram að stjóroa Súdan. Talið er í Kairo, að egypzka stjórnin muni ekki láta skríða til skarar gegn brezka setuliðinu við Súes heldur banna því all- Slijkhuis vann Reiff Á móti sem haldið var í París um fyrri helgi voru marg- ir Norðurlandabúar sem þátt- takendur og náðu góðum ár- angri. Mesta athygli vakti þó sigur Hollendingsins Slijkhuis yfir Belgíumanninum Gaston Reiff á 2 enskum mílum. Hlaup- ið átti að vera 3000 m en Reiff óskaði að því yrði breytt í 2 enskar mílur og ætlaði að gera tilraun til að hnekkja meti sínu. En svo fór áð það tókst ekki og hann varð að láta sér lynda að koma rösklega 3 sek. á eft- ir Hollendingnum í mark, sem hljóp á 9,15,8 en Reiff á 9,19.4. 400 m, vann Gösta Brannström á 48,9. 1500 mi vann Taipale frá Finnlapdi á 3,53,2. Svíinn Arne Lundquist vánn hástökk á 1,96. Stangarstökk vann Finn- inn Tukka Piironen, stökk 4,10. 100 og 200 m vann fra.nsmaður- inn Bally á 10,7 og 21,7. Kringlu kastið vann Italinn Consoline, kastaði 52,06 annar varð Dan- inn Munk Plum með 46 52. Happdrættið Framhald af 8. síðu. 32170 Keramiksett. 32950 Dívan. 33021 Hálsmen. 35854 Myndarit Ríkharðs Jóns- sonar... ----- 35998 Bókin um manninn. Vinninganna sé vitjað í skrif- stofu Sósíalistafélaga Reykja- víkur að Þórsgötu 1. ar bjargir og lýsa hvern þann Egypta landráðamann, sem lið- sinnir því á nokkurn hátt. Farið á stufana við írak og Israel. Fréttaritarar í London höfðu það eftir stjórnmálamönnum þar, að Vesturveldin væru ekki af baki dottin með Miðaustur- landabandalagið þrátt fyrir hryggbrotið í Egyptalandi. Myndi nú verða farið á fjör- urnar við Irak, sem hefur æskt endurskoðunar á hernaðarbanda lagssamningi sínum við Bret- land, og jafnvel ísrael að Ar- abaríkjunum frágengnum. — Brezki sendiherrann í Bagdad ræddi í gær í tvo klukkutíma við Nuri Al-Said, forsætisráð- herra írak. I ran 1 Framhald af 1. síðu. Anglo Iranian og sala olíu til Bretlands. Mossadegh, sem talaði á frönsku, lét aðstoðarmann sinn taka við að lesa eftir tíu mínút- ur. Sagði þar, að smáþjóðirnar myndu sjá, hvert traust þær ættu þar sem öryggisráðið er, á því hvort það styddi viðleitni Iransmanna til að öðlast sjálf- stæði eða veitti stórveldinu brezka fulltingi til að halda Iran í ánauð. Skýlaust væri, að ráðstöfun iranskrar olíu væri algert innanríkismál Irans og því í utan valdsviðs öryggisráðs ins. Fyrsti ræðumaður á ráðsfund inum var Bretinn Jeb'o, sem tók aftur fyrri tillögu Breta, sem enginn ráðsfulltrúi hafði fengizt til að styðja, og lagði fram nýja, þar sem öryggisráð- ið er beðið að mæla fyrir um bráðabirgöaskipan meðan Ir- ansmenn og Breiar. semji um olíumálin. Sel.ja olíu hverjum sem hafa vill. Hussein Fatemi, varaforsætis ráðherra Irans, sagði blaða- mönnum í New York í gær, að til að hindra f járhagsöngþveiti og atvinnuleysi yrði Iran að selja hverjum sem hafa viidi olíu. Helzt hefðu Iransmenn' viljað halda áfram að skipta við Breta, en þeir hefðu neitað að veita sérfræðilega aðstoð við olíuvinnsluna nema þeir fengju áfram að ráða yfir olíuiðnaðin- um. Fatemi sagði, að Irans- stjórn hefðu borizt umsóknir um vinnu frá olíusérfræðingum í Þýzkalandi, Svíþjóð, Italíu, Frakklandi, Bandaríkjunum,. Kanada og fleiri löndum. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.