Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Alþýðnflokksbrotldarnir nnnn gegn þessii rétt- lætismáli sjónumna eins lengi og þeir þorðu Vökulagafrumvarp þaö sem þingmenn Sósíalista- flokbsins hafa flutt á Alþingi ár eftir ár hsfur komiö inikilli hreyfingu á réttlætismál togaraháseta, aukinn hvíldartíma, og tvímælalaust átt mikinn þátt í því aö sjómenn eru á góðum vegi aö sigra í því máli. Flutn- ingsmenn málsins eru Sigurður Guönason og Einar Olgeirsson. Aðalgreinar frumvarpsins eru þessar: ★ Þá er skip er að veiðum með boínvörpu eða á siglingu milli innlendra hafna og fiskimiðanna, skal jafnan skipta sólar- hringnum í f jórar sex stunda vökur eða tvær tólf stunda vökur, eftir því sem hásetar á viðkomandi skipi kjósa heldur. Skal eigi nema helmiingur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helm- ingurinn eiga hvíld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klukkustunda hvlld á sólarhring hverjum. Samningar milli sjómannafélaga og útgerðarmanna um lengri vinnutíma en fyrir er mælt í grein þessari skulu ógildir vera. Skipstjóri og útgerðarmaður bera sameiginlega ábyrgð á því, að fyrirmælum þessara laga sé fylgt, og varðar ítrekað brot skipstjóra stöðumissi. I greinargerð segir: ,,Frumvarp það, sem hér ligg- ur fyrir, hefur verið flutt hvað eftir annað á Alþingi af þing- mönnum Sósíalistaflokksins. Skal hér rakin í stuttu máli gangur þess til þingsins 1950, eins og sagt var frá honum í áliti 1. minnihl. sjávarútvegs- nefndar Nd. (Áka Jakobssonar) í nál. 13. apríl 1950: Fyrsí ílutt 1942 „Frv. það, sem hér liggur fyrir, var fyrst flutt á Alþingi 1942 (sumaiþinginu) af þm. Sósíalistaflokiksins, þáv. 2. landsk. þingm., Isleifi Högna- syni. Frv. var þá vísað til sjáv- arútvegsnefndar, en var ekki afgreitt úr nefndinni og dagaði nppi á þinginu. Árið 1942 var allur togaraflotinn á ísfiskveið- um, en meirihluti háseta dvaldi i landi á meðan á siglingu til Englands stóð, en bún tó'.r venjulega 10 daga. Af þessu leiddi, að þau ceðlilegu fyrir- mæli gildandi laga, að hásetar ' á botnvörpuskipum skuli vinna 16 klst. á sólarhring, eftir ao verkafólk í landi var almennt farið að vinna 8 klst. á sólar- hring, urðu ekki til eihs mikils baga og síðar kom fram. Veiði- ferðirnar stóðu í allt að 14 daga, og þótt það væri erfið hvíld, þeir sem heima biðu, og miklu hægari vinnu hinir, sem sigldu. Þegar frv. þetta var upp- haflega flutt, var ekki ríkjandi nógu almennur skilningur é þýðingu þessa máls. Alþýouflokkurinn „hlutlaus" Næst var mál þetta flutt á þingi 1946 af tveim þm. Sósíal- istaflokksins, þeim Hermanni íslelfur Ilögnasou skorpa og jafnvel hættuleg heilsu manna, voru memi þó öruggir um að fá um 10 daga Einar Olgeirsson Guðmundcsyni og. Sigurði Guðnasyni. Frv. náði þá enn ekki að verða afgreitt á þing- inu, en sjávarútvegsnefnd Nd., sem fékk málið til meðferðar, afgreiddi það þó. Afgreiðslan varð sú, að meiri hl., þeir Sig- urður Kristjánsson og Pctur Ottesen, fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, og •Skúli Guðmunds- son, fulltrúi Framsóknarflokks- inj, lýstu sig andvíga málinu ng lögðu til, að frv. yrði fellt. Finnur Jónsson, fulltrúi Alþýðu flokksins, lýsti yfir því; að hann væri ekki við því búinn að taka afstöðu til málsins, en fulltrúi Sósíalistaflokksins, Áki Já’.rohs- son, lagði til, að frumvarpið .yrði samþykt. Áskorun írá togara- sjómönnúm Meðan málið lá fyrir þinginu 1946 var það mikið rætt meðal sjcmanna á togaraflotanum, og kom þá í Ijós, að áhugi var mjög mikill og almennur fyrir því að lögfesta 12 tíma hvíld- ajrtíma á togurunum. Þessi mikli áhugi kom fram i því, að um 400 starfandi togarasjó- menn sendu alþingi áskorun um að samþykkja frv. Eins og áð- ur er sagt, dagaði frv. þetta uppi á þinginu 1946. Þríílokkarnir sammála I þriðja sinn var mál þetta borið fram á þinginu 1947 og þá af hinum sömu tveim þing- mönnum Sósíalistaflokksins, er fluttu frv. 1946. Enn var máli þessu vísað til sjávarútvegs- nefndar Nd., sem afgreiddi það þannig, að meiri hlutinn, full- trúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Sigurður Kristjánsson og Pét- ur Ottesen, fulltrúi Framsókn arflokksins. Halldór Ásgeirsson og fulltrúi Alþýðuflokksins, Finnur Jónsspn, lögðu til, að frv. yrði vísað til ríkisstjórnar- innar gegn loforði hennar um *>.ð athuga málið sjálf eða skipa nefnd til þeirrar athug- unar. Minni hlutinn. fulltrúi Sósíalistaflokksins, Áki Jakohs- son, lagði hins vegar til, að frv. yrði samþykkt óbreytt. Var málið síðan afgreitt í deild- inni þannig, að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknat- flokksins og Alþýðufiokksins samþykktu gegn atkvæðum þingmanna Sósíaíistaflokksins að vísa málinu til ríkisstjórn- arinnar. Máli þessu var vísað til ríkis- stjórnarinnar í marzmánuði 1948, en hinn 8. júní s. á. skip ■ aði þáv. forsætis- og félags- málaráðherra, Stefán Jóh. Ste- fánsson, 6 manna nefnd til að endurskoffa gildandi > löggjöf um hvíldartíma háseta á botnvörpu- skipum. I nefnd þessa voru skipaðir: Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari og Torfi Hjartarson tollstjóri án til- nefningar, Karl Guðhrandsson (síðar Borgþór Sigfússon) og Sigfús Bjarnason, tilnefndir af samtökum sjómanna í Ryík og Hafnarfirði, og Skúli Thóraren- sen og Ingvar Vilhjálmsson af hálfu útgerðarmanna. Málið taíið í tvö ár Nefnd þessi starfaði í röskt ár. Hún safnaði ýmsum upp- lýsingum um hvíldartíma sjó- manna í öðrum löndum, og verður ekki séð, að hún hafi unnið úr þeim upplýsingum. Nefndarálitin eru þrjú, fulltrú- ar sjómanna tveir leggja til. Sigurður Guðiiason að lögboðin verði 12 tíma hvíld á togurunum. Fulltrúar útgerð- ármanna tveir' leggja til, að frv. um lögfestingu 12 tíma hvíldartíma verði fellt. En þeir tveir menn, sem ríkisstjcrnin Hermann Guðmundsson skipaði án tilnefningar, Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardóm- með fulltrúum stétta þeirra, ari og Torfi Hjartarson toll- stjóri, gerðu enga tillögu um málið, enda lýstu þeir yfir því í áliti sínu, að starf þeirra í nefndinni hafi í rauninni ein- ungis verið í því fólgið að leita sátta um lausn málsins sem hlut eiga að máli, en þau sáttastörf hafi engan árangur borið. i1 Það kemur raunar engum á óvart, að enginn árangur varð af störfum þessarar milliþinga- nefndar. Á það var bent þegar, er sú tillaga að vísa máli þessu til ríkisstjórnarinnar var til meðferðar á Alþingi í marz 1948, að upp úr fyrirhugaðri rannsókn fengist ekkert annað en að tefja framgang málsins um stundarsakir, enda snerust ákveðnir andstæðingar þessa máls strax til fylgis við þá tillögu að vísa því tU ríkis- stjórnarinnar til athugunar í því skyni. Nefndarskipunin til áð gera tillögur um hvíldartíma háseta á botnvörpuskipum hefur því ekki borið annan árangur en þann að tefja framgang þessa máis í nærri tvö ár. Vegna setu þessarar nefndar yar- ekki unnt að bera fram frv. um lögfest- ingu 12 tíma hvíldartíma há- seta á togurum á þinginu 1948. því að nefndin skilaði ekki áliti sinu fyrr en síðari hluta árs 1949. En á því þingi leituðusr, flutningsmenn frv. frá þinginu 1947 við að ýta við nefndinni með þvi að bera fram fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar um, hvað liði störfum hennar. Framhald á 6. síðu. ,Mesta hœftan er ekki éveSrið, heldur að « Jaf® 9 B t yrsta bókmenntakynning Máls og memiingar í fyrradag hófst hinn nýi þáttur í menningarstarfi Máls og menningar með bókmennta- kynningu í Austurbæjarbíói. — Var liúsið langt til fullskipað,- þótt samkoman væri á nokkuð óhentugum tíma. í upphafi flutti Kristinn E. Andrésson ávarpsorð. Síðan las Sverrir Kristjánsson upp tímo- bæra og athyglisver'ða kafla úr ritgerðum Jóns S.igurðssonai’ forseta og fjölluðu þeir um al- þingismenn og kjósendur. Þor- steinn Ö. Stephensen flutti af- burðasnjallt kvæði eftir Pabio Neruda í þýðingu þeirra Sig- fúsar Daðasonar. og Jóns Ösk- ars. Gunnar Benediktsson flutti nýstárlegt og skemmtilegt er- indi um Gísla sögu Súrssonar. Hins vegar urðu það vonbrigði að tíminn entist ekki til þess að Þórbergur læsi upp, og eiga ménn það inni til næstu kynn- ingar. í inngangsorðum sínum ger'ði Kristinn E. Andrésson grein fyrir tiigangi Máls og menning- |ar með þessum bókmenntakynn- ingum og komst hann þannig að orði: Ég leyfi mér fyrir hönd Má!s og menningar að bjóða ykkur velkomin á þennan fvrsta- bók- menntafund okkar í vetur. Þegar menn eru úti í stormi og frosti er þeim að gamalli trú gefið eitt ráð, að leggjast ekki fyrir til svefns. heldur gæta þess að halda á sér hreyf- ingu, svo að frostið læsist eklh að þeim og spenni þá helgreip- um. Ég hef heyrt úr bókum Vilhjálms Stefánssonar að hann haldi því frani að óþarft sé í byljum að grafa sig í fönn, hezt sé að hvíla sig áveðurs á beru hjarni, láta storminn og frostið vekja sig, ef menn sofna, og standa jafnharðan á fætur og hreyfa sig sér til hita. Bjartur í Stimarhúsum hafði þá venju, ef svefn sóPi að honum úti í óveðrum að nóttu, að taka upp björg milli þess að honum rann í brjóst, þar til hitinn híjóp aftur í hlóðið. Sú líking mun ekki liggja fjarri að íslenzka þjóðin sé um þessar mundir stödd úti í hörð- um byl, ekki aðeins með hók- menntir sínar lieldur lífshætti sina og athafnafrelsi, en mest hætta sé ekki óveðrið, heid- ur að við sjálfir kunnum ekki að standast það. Bókmenntafélagið M'ál og menning er orðið til í trú á al- þýðu, menningarþrá hennar. og trú á íslenzkar bókmenntir, ekki sem fornan arf eingöngu, heldur lifandi nútíð, með öðr- um orðuni trú á bókmenntirn- ar sem skapandi afl í framvindu • þjóðarinnar, vörn hennar og sókn, þar í innifalin t.rú á þann nýgró'ður sem sprettur, trú á æskuna og ungu sk'áldin. Ýms- ir segja okkur. jafnvel vinir, að það sé unnið fyrir gýg að gefa út rit Jóns Sigurðssonar, orð hans eigi ekki hljómgrann lengur ís'enzk rettjarðarásr sé dauð. Aðrir segja að við eigum engin skáld lengur, unga kyn- Framha’d á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.