Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. október 1951 15. DAGUR Hegglund hafði ráðlagt honum að fara með einkennisbúninginn niður í fatageymsluna í kjallaranum,Jláta vörðinn iþar vísa sér á skáp og þetta gerði hann og siðan flýtti hann sóir út — fyrst þurfti hann að láta klippa sig og segja fjölskyldu sinni síðan frá þessari miklu heppni. Hann átti að verða vikadrengur á Green-Davidscn hótelinu. Hann átti að bera einkennisbúning, fallegan einkennisbúning. -Hann átti að fá gott kaup — en hann sagði móður sinni ekki allt af létta um kaupið — en hann fengi að minnsta kosti ellefu eða tólf dollara fyrst í stað. Því að nú gerði hann sér vonir um fjárhagslegt sjálfstæði, ef fjölskyldan færi ekki að hafa afskipti af honum, og hann vildi ekki skuldbinda sig til neins, en það yrði hann áreiðanlega að gera, ef þau fengju að vita sannleikann um laun hans. En hann sagðist fá fæði á staðnum, því að honum var ljúft að borða annars staðar en heima. Og auk þess átti hann að lifa og hrærast í andrúmslofti þessa glæsilega hótels — hann þurfti ekki að koma heim fyrr en tólf á kvdldin ef honum sýndist svo — hann gæti gengið vel klæddur — hann eignaðist ef til vill skemmtilega kunningja — já, það yrði dásamlegt. Og meðan ha:.n flýtti sér að ljúka erindum sínum datt honum enn eitt í hug, sem gladdi hann — hann þurfti alls ekki að fara heim til sín þau kvöld sem hann langaði í leikhús, eða eitthvað því um líkt. Hann gæti verið niðri í bænum og sagzt þurfa að vinna. Og ekki mátti gleyma fæðinu og fötunum. Tilhugsunin um þetta var svo heillandi og unaðsleg, að hann þoldi hana varla. Hann varð að vera þolinmóður. Hann varð að sjá af eigin raun hversu rnikið hann ynni sér inn í þessu dá- samlega ævintýralandi. SJÖTTI KAFLI Og eins og allt var í pottinn búið samræmdist fáfræði Griff- Iths-fjölskyldunnar — Asa og Elvíru — alltof vel draumum hans. Því að Asa og Elvíra höfðu enga hugmynd um hvers konar starf það var, sem hann var að byrja á, né heldur hvaða áhrif það gæti haft á siðferði hans, imyndunarafl hans og fjárhagsafkbmu. Hvorugt þeirra hafði nokkru sinni gist á hóteli nema af lélegustu gerð. Hvorugt þeirra hafði nokkru sinni borðað á öðrum veitingahúsum en þeim sem hæfðu fólki úr þeirra stétt. Og þeim datt aldrei í hug að Clyde aðhefðist annað en að bera töskur gestanna frá útidyrum hótelsins cg að skrif- stofunni. Og þau álitu bæði tvö í einfeldni sinni að borgun fyrir slíka vinnu hlyti alls staðar að vera léleg, fimm til sex dollarar viku, og Clyde væri þannig yfir slíka vinnu hafinn. Og þess vegna var frú Griffiths, sem hafði alltaf verið mun hagsýnni en maður hennar og haft meiri áhuga á afkomu Clydes og hinna barnanna, mjög undrandi yfir því að Clyde skyldi allt í einu vilja breyta til og fara í þetta nýja starf, sem krafðist lengri vinnutima og gaf litlu meira í aðra hönd, ef það var þá nokkuð. Að vísu hafði hann gefið í skyn að hann kynni að verða hækkaður í tigninni, en hann vissi ekki hvenær, og í hinu starf- inu hafði hann þó haft ákveðið loforð um bráðar kjarabætur. En þegar hún sá hann koma þjótandi heim á mánudaginn og tilkynna að hann hefði fengið stöðuna og yrði í snatri að skipta um flibba og bindi, láta klippa sig og fara síðan aftur á hótelið, varp hún öndinni léttara. Hún hafði aldrei fyrr séð hann svona hrifinn, og það var mest um vert að hann var sjálfur ánægður — því að honum hætti við þunglyndi. En vinnutíminn sem fór í hönd — frá klukkan sex á morgn- ana til miðnættis, að undanteknum þeim kvöldum, sem honum þóknaðist að vera heima -— og þá sagðist hann hafa fengið frí — að ógleymdum taugaóstyrk hans og eirðarleysi — þrá hans eftir að vera að heiman, nema þegar hann var í rúminu eða að hátta sig og klæða, varð foreldrum hans æ meiri ráðgáta. Hann sagði þeim var að hann væri afar ánægður með vinnu sína og hann teldi sig kominn á rótta hillu. Þetta var betri vinna en sú sem hann hafði haft áður og bráðlega fengi hann hærri laun — hann vissi ekki hvenær — en meira en þetta gat hann ekki og vildi ekki segja. Og allan tímann fannst foreldrunum að þau þyrftu endilega að flytja frá Kansas City, einkum vegna þess sem kom fyrir Estu — og flytja til Denver. Og nú var Clyde brottförinni and- vígari en nokkru sinni fyrr. Þau gætu farið ef þeim sýndist; en nú hafði hann ágæta stöðu, sem hann vildi vera kyrr í. Og ef þau færu, gæti hann leigt sér herbergi einhvers staðar —- hann gæti áreiðanlega bjargað sér — en sú tilhugsun var þeim ógeðfelld. En breytingin á lífi Clydes liafði orðið gífurleg. Fyrsta daginn, þegar hann gaf sig fram ltl. 5,45 við herra Whipple, næsta yfir- mann sinn, fékk hann hrós — ekki eingöngu fyrir hvað ein- —oOo--oOo--oOo—- —oOo— —oOo—- —oOo-oOo— BARNASAGAN 4. DAGUR Sagan af Fertram og Isól björtu manna var eítir heima. Þegar hann var íarinn aí f:tað, kom droítning á fund kóngsdóttur og spurði hana, hvort hún vildi ekki ganga út á skóg að skemmet sér. Hún játti því og fór af stað og þernur hennar tvær með henni, Eyja og Meyja; ísól blakka íór með þeim. Þær gengu víða um skóginn, þangað iil þær komu að gryfju einni; þær námu staðar á bakkanum; en þegar minnst varði, hrundu þær mæðgur hinum niðnr í gryfjuna öllum þremur, og var hún býsna djúp. Þá mælti drottning til kóngs- dóttur, að nú skyldí hún eiga hann Fetram. Gengu bær mæðgur síðan heim aftur til borgarinnar, og lét drottning dótíur sína fara í klæði hinnar og r.etjast í kastalann, svo allir héldu það væri kóngs- dóttir sjálf, en fáir töluðu um, þó hin sæist ekki, því fáum þótti hún bæta fyrir mönnum. Leið nú svo, að engin tíðindi urðu, þangað. til kóngur kom heim úr ^eiðangri; fór þá drottning að tala um, að bezt mundi vera að fresta eigi lengur giftingu Fetrams cg ísólar kóngsdóttur. Kóngur tek- ur því vel og lætur þegar stofna til ágætrar veizlu og var þangað boðið mörgu stórmenni. En þann sama morgun, sem veizlan átti að vera, kom dóitir drotíningar til móður sinnar og sagði, að nú væri komið í óefni íyrir sér, því nú væri komið að þeirri siund, að hún skyldi ala barn það, er hún gengi með og hinn gamli þræll þeirra, Kolur, ætti. „Ég kann gott ráð við því”, sagði drottning, „hérna í koti skammt frá er stelpa, sem Næírakolla heitir; íarðu, og biddu hana að setjast á brúðarbekkinn fyrir þig”. „Ætli hún sé ekki kjöftug?” segir ísól. Drottning kvaðst skyldi sjá um það, að hún talaði ekki meira en hún vildi. Fór hún síðan af stað og i kotið og fann þar Næfrakollu og bað hana fara fyrir sig og sitja brúokaupið, því hún gæti það ekki sjálf. Næfrakolla hét því og fór heim til borg- arinnar cg fann drottningu. Vökulögin Framhald af 5. síðu. Dýr aístaða Eftir að milliþinganefndin. hafði lokið störfum haustið ’49 var snemma á þessu þingi flutt frv. það, sem liér liggur fyrir. Frv. hefur verið til athugunar í nefndinni, og hefur nefndin, auk þess að kynna sér álit milli- þinganefndarinnar, sent frv. til Alþýðusambandsins og Lands- sambands ísl. útvegsmanna og lagt fyrir þessa aðila spurn- ingar, sem nefndin hefur feng- ið svör við, sem engar nýjar upplýsingar veita.“ Á síðasta þingi (1949) náði málið ekki afgreiðslu. Meiri hluti sjávarútvegsnefndar, full- trúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, lögðu þá til að afgreiða frv. með svo hljóðandi rökstuddri dagskrá: ,,Þar sem eðlilegast þykir, að verkamenn og atvinmmek- endur semji sjálfir um kaup og kjör, en Alþingi hefur þegar sett lög um lágmarkshvíldar- tima háseta á botnvörpuskipum, telur deildin ekki rétt að svo stöddu, að rikisvaldið hafi frek- ari afskipti af þessu máli. og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Þessi afstaða Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. að biida þannig samþykkt þessa hvíld- artímafrumvarps og gera það að deilumáli s.iómanna og tog- araeigenda hefur þegar orðið þjóðinni dýr, eins og togara- stöðvunin sýnir, sem þegar hef- ur kostað þjóðina um 70 mill- jónir króna í erlendum gjald- eyri.“ Skylda Alþingis Síðan var loks eftir langa og harða deilu og stöðvun togar- anna mánúðum saman, samið um það milli sjómanna og tog- araeigenda, að 12 stunda hvíld skyldi á komið á saltfiskveiðum. Hefði Alþingi borið gæfu til þess að samþvkkja þetta frum- varp 1949—1950, hefði að lík- indum aldrei til þeirrar deilu komið, En á ísfiskveiðum er 12 stunda hvíldin enn ekki sam- þykkt, og getur það atriði enn orðið langt og dýrt baráttumál, ef Alþingi eigi grípur í taum- ana. Á Alþingi 1950 var þetta frumvarp enn einu sinni borið fram, en náði ekki samþykki. 12 stunda hvíldin á togurunum er sjálfsagður réttur togarasjó- manna, þeirra manna, sem erf- iðasta vinnú hafa allra Islend- inaa. Það er skylda Albingis, ia.fnt frá siónn.rmiði mannrét.t- inda. mannúðar sem hagsýni, að löghelga sjómönnum þennan rétt, Þess vegna er þetta frum- varp nú enn einu sinni fram borið, til þess að alþingismenn fái tækifæri til að inna þessa skyldu af hendi. Heilsuspillandi hásnæði Framhald af 8. síðu. við íslenzkar aðstæður. Nóg vinnuafl væri til, nægir pening- ar, byggingartækni fullkomn- ust á Norðurlöndnm, nægur gjaldeyrir til innflutnings miklu meira bvggingarefnis en inn væri flutt. Það eina sem vant- aði væri viljann, vilja stjórnar- valdanna til athafna í samræmi við þjóðarnauðsyn og þjóða.r- hag. Frumvarpinu var vjsað til 2. umræðu og f járhagsnefndar. Frumvarp Alþýðuflokksins um útvegun fjár til byggingar verkamannabústaða var einnig til 1. umr. í neðri deild í gær og var vísað til 2. umr. og nefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.