Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 16. október 1951 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) rréttaritstjóri: Jón Rjarnaso.n, B'aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm.'Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. RitstjórriT afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. NiSurlæging démsmálaráðherrans Þegar bandarísku árásarmennirnir á Keflavíkurflug- velli hafa komiö til „Rinkydink“ hafa þsir haft sérstakan áhuga á því að koma af stað átökum við íslendinga, enda talaði blaðamaður fjöilesnásta blaðsins 1 Bandaríkjunum fjálglega um götubardaga sem hér ættu sér stað í frá- sögn sinni um þennan ömurlegasta stað hnattarins. Tví- vegis hafa bandarískir hermenn gert tilraunir til að myrða íslendinga, enda tilheyrir slík iðja sél’grein þeirra og fagi. Tilraunirnar mistókust þó báðar, og nú hafa tveir h-sr- mannanna verið dæmdir fyrir þessar tilraunir sínar, annar í 800 kr.. sekt, hinn 1 3 mánaða varðhald. Hafa leppblöðin talað fjálglega um þessa dóma sem sönnun þess af hvílíkri röggsemi íslenzk yfirvöld fjalli um mál árásarhersins. Nú mun flestum finnast það sé orðin tiltölulega ó- dýr skemmtun að reyna að drepa íslsndinga, þegar það kostar ekki nema smásekt eða óverulega varðhaldsvist, og þó eru dómar þessir nokkurt nýmæli og sönnun þess að Bjarni Benediktsson er loks orðinn hræddur við að ganga allt of langt í bjónkun sinni við árásarherinn. Allt til þessa hsfur sá maður nefnilega gætt þess vandlega að islenzk lög væru ekki látin ná til hinna erlendu manna og talið þeim heimilt að iðka hverja þá iðju sem þeim sýndist án nokkurra viðurlaga. Á undanförnum árum hafa að heita má öll íslenzk lög verið þverbrotin á Kefla- víkurflugveili í skjóli í'slenzka dómsmálaráðhsrrans. Hafa einstck atriði margsinnis verið rakin og kærð hér í blað- inu og víðar án þess að viðbrögð æðsta manns laga og réttar yrðu önnur en þau að reyna að beita refsivaldinu gegn Þjóðviljanum fyrir að ljóstra upp um hneykslin! Þar syðra hafa verið gróðrastíur smygls og ólifnaðar undir vernd fyrrverandi prófessors í lögum við háskóla íslands! í hinni löngu röð hneykslismála var eitt ssm vakti sérstaka athygli almennings. 26. apríl s.l. fannst á Kefla- víkurflugvelli lík af ófullburða barni. Það lá vafið í um- búöapappír í snjóskafli á afviknum stað á bak við bragga. Þrír læknar athuguðu fóstrið, Baldur Johnsen, Árni Björnsson og Karl C. Magnússon og lýstu þeir yfir þvi að það væri fjögurra til fimm mánaða gamalt og hefði auðsjáanlega verið framkölluð fæðing, enda hafði annar handleggurinn verið slitinn af líkinu. Rannsókn var þegar hafin út af þessu óhugnanlega máli og gekk hún það grsiðlega að tveim dögum eftir fundinn skýrði fulltrúi Guðmundar í. Guðmundssonar sýslumanns frá því að rannsókninni væri lokið og yrðú niðurstöður hennar tilkynntar blöðunum. Það varð þó aldrei meira en loforðið. Sýslumaðurinn skýrði degi síðar svo frá að hann hefði afhent málið Bjarna Benedikts- syni dómsmálaráðherra, en hann hefði mælt svo fyrir að almenningur skyldi ekkert fá að vita um málið. Frá ráðherranum hefur síðan skkert heyrzt nema ein yfirlýs- ing þess efnis að „ráðuneytið hefði til athugunar hvaða framhaldsaðgerðir það fyrirskipar í máli þessu“. Sú at- liugun virðist enn standa yfir! Dómsmálaráðherranum hefur margsinnis verið bent á það hér í blaðinu að slík málsmeðferð væri algerlega óþolandi. Það hefur msira að segja verið reynt að leiða hcnum það fyrir sjónir að skjólstæðingar hans hefðu allra sízt hag af því að málið væri þaggað niður á svo furðulegan hátt, heldur ýtti það undir hvers kyns sögu- sagnir, sem eflaust væru margar verri en veruleikinn sjálfur. En það hefur ekki tekizt að koma nokkru viti fyrir ráðherrann, þar virðast þeir hafa átt hlut aö máli sem svæfðu jafnvel cinföldustu vitsmunaályktanir, svo að ekki sé minnzt á lög og rétt. Slíkur atburöur sem þessi gæti ekki gerzt í neinu lepp- ríki Bandaríkjanna nema íslandi. Hvergi hafa Banda- rikin verið svo heppin — eða óheppin — að eignast slíkan yíirmann laga og utanríkismála. Þjónslund hans viö inn- rájsarherinn er tvímælalaust hrímsmet 'eins og margt annað í fari íslenzku ríkisstjórnarinnar. Dýr verkfæri. Trésmiður skrifar: „Engin trésmiðaverkfæri fást iyi flutt til landsins nema fyrir hinn svo nefnda bátagjaldeyri. Þetta hef- ur komið mjög hart niður á okkur trésmiðunum, öll endur- nýjun verkfæra kostar ggysifé að maður tali nú ekki um hvern ig þeir nýsveinar eru settir, sem verða að kaupa öll sín verk færi á þessu r'ánverði. Eins og aðrir iðnnemar koma trésmíða- nemarnir frá náminu með létta pyngju og skapar þessi ráðstöfun þeim allt að því ó- viðráðanlega erfiðleika. Það er varla um annað að ræða en slá sér einhversstaðar út l'án, sé þess þá nokkur kostur og þá nægir engin smáupphæð eins og nú er komið. Nauðsynlegustu verkfæri í okkar fagi kosta fleiri þúsundir króna síðan þessi fráleita skipan komst á innflutning verkfæranna. Ábending til Alþingis. Ég heyrði útvarpið skýra frá því fyrir stuttu að tveir þing- menn flyttu um það tillögu á Alþingi, að varahlutir til bif- reiða yrðu undanþegnir báta- gjaldeyrisálagi, og efast ég ekki um að það er nauðsynlegt og réttmætt. Nákvæmlega sama máli gegnir um smíðaverkfæri. Hér -er um að ræða tæki, sem heil starfsstétt manna getur ekki án verið atvinnu sinnar vegna. Ég vona að þingmenn taki það til athugunar, þegar þeir fara að fjalla um tillöguna um bifreiðavarahlutina að jafn ríka nauðsyn ber til að gefa frjálsan innflutning á trésmíða- verkfærum. Bátagjaldeyris- álagningin á þessa bráðnauð- synlegu vöru er þegar búin að valda of tilfinnanlegum erfið- leikum og fjárhagstjóni. — Trésmiður". Klaufalegar varnir Fyrir skömmi . sagði Morgun- blaðið að það hafi verið af einskærum áhuga fyrir sparn- aði sem íhaldið lióf atvinnuof- sóknirnar gegn strætisvag.na- stjórunum sjö, er það lét for- stjóra strætisvagnanna svipta atvinnunni án minnstu sa'ka um síðastlioin mánaðarnót. — Venjulegir menn eiga érfitt með að skilja þessa röksemd blaðs- ins þótt þeir leggi sig alla fram. Það er nefnilega ekki kunnugt að nýju vagnstjórarnir vinni fyrir lægra kaup en hinir höfðu og a. m. lc. jafn margir voru ráðnir aö nýju og sviptir voru atvinnunni. Eina. skýring- in er sú að Morgunblaðið sé á þeirri skoðun að nýliðarnir tveir, sem áður höfðu orðið að hætta störfum hjá fyrirtæk- inu vegna óreiðu og ölvunar við akstur, ver'ði til að auka sparnað og öryggi í rekstri strætisvagnanna! Ótrúleg ónærgætni Annars er það ótrú'.eg ónær- gætni af Morgunblaðinu gagn- vart borgarstjóranum og for- stjóra strætisvagnanna ao halda því * fram dag eftir dag að „hæfnin ein“ hafi ráðið vaii vagnstjóranna. Allir bæjarbúar vita að alls engar sakir hafa verið bornar á bílstjórana sem hraktir voru úr starfi, og að þeir hafa í höndum vottorð eftirlitsmanna strætisvagnanna um að þeir hafi sýnt trú- mennsku og samvizkusemi í starfi. Þeir voru með afbrigð- um vinsælir af farþegunum, sem höfðu reynt þá í mörg ár að lipurð og traustleika í akstri. I stað þeirra eru svo ráðnir a. m. k. tveir menn, sem stræt- isvagnarnir höfðu áður neyðst til að losa sig við, einmitt vegna skorts á þessum nauðsynlegu eiginleikum. Mikið í húfi Þetta er svo alvarlegt atriði að Morgunbláðið ætti að hafa vit á að minna ekki oftar á það en nauðsyn ber til. Er það satt að segja furðulegt að for- stjórinn og húsbændur hans í Holstein skuli telja sér fært að bjóða reykvískum almenn- ingi upp á jafn ótrygga og varhugaverða þjónustu. Það hlýtur að vera samróma krafa allra bæjarbúa að strætisvagn- arnir séu ekki látnir í hendur manna, sem reynzt hafa ófærir til aksturs vegna vöntunar á ábyrgðartilfinningu og reglu- semi. Hér er of mikið í húfi til þess að verjanlegt sé að nota vagnstjórastörfin til umbunar vikaliprum kosningasmölum í- haldsins, sem reynzt hafa ó- hæfir til þessa starfs vegna ó- reiðu og ölvunar. Morgunblaðið ætti því að fara varlega í um- ræður um ,,hæfni“ vagnstjór- anna, það og flokkur þess græðir ekki á slíkum skrifum. Reykvíkingar vita sannleikann í þessu máli og hann er sá, að íhaldið skipuleggur pólitískar njósnir meðal vagnstjóranna, flæmir síðan sjö þeirra úr starfi og ræður í þeirra stað a. m. k. tvo vildarmenn sína sem aldrei ættu áð snerta á almenningsvagni. Engar vífi- lengjur eða blekkingar geta hrakið þessar staðreyndir, þær eru þegar kunnar öllum Reyk- víkingrim. fljúga til Akurcyrar, Hólmavíkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja, Næturlæknir er í læknavarðstoí- unni, Austurbæjarskólanum. -- Sími 5030. Næturvörður er i lyfjabúðinni Iðunn. — Sími1 7911. SilfurbrúCkaup eiga í dag frú Þóra Þorbjörnsdóttir og Hjör’eifur Sveinsson, Landagötu 22, Vest- mannaeyjum. Síðastliðinn laug- ardag opinberuðu trúiofun sina uhg»- fr ú Ó'ína K. Jóns dóttir, Miðhúsum, A.-Barðarstrandar- sýslu og Ottó J. Gunnlaugsson, Hringbraut 99, Reykjavík. yjS 19,30 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,20 Tónfeikar (plötur): Tríó i a-moll nr. 2 op. 50 eftir Tsc- haikowsky; samið til minningar um Nicholas Rubin- stein (Arthur Catterall, William Squire og William Murdoch leika). 21,10 Erindi: Kristófer Kólumbus (Baldur Bjarnason magister). 21,35 Tón'eikar (plötur). 21,45 Upplest- ur: Guðmundur Frimann skáld les úr ljóðabók sinni „Svört verða sólskin". 22,10 Vinsæl lög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. R'kisskip Hekla fór frá Akureyri í gær á aústurieið. Esja fer frá Reykja- vik um hádegi á morgun austur um land í hringferö. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið var væntanleg til R- víkur í gærkvöld að vestan og norðan. Þyrill er í Reykjavík. Ár- mann átti að fara frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Einiskip Brúarfoss kom til Grimsby 14. þm. fer þaðan til Amsterdam og Hamborgar. Dettifoss kom til R- víkur 13. þm. frá Leith. Goðafoss kom til N.Y. 9. þm. frá Reykja- vík. Gullfoss fór frá Reykjavik 13. þm. til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss er á Akureyri, fer þaðan 17. þm. til Húsavíkur. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fer vænt anlega i’rá N.Y. IG.10. til Halifax o. g Reykjavíkur. Bravo lestar í London og Hull til Reykjavíkur. Vatnajökull lestar í Antverpen 15.- 16. þm. til Reykjavíkur. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell er í Helsingfors. Fer þaðan væntanlega í kvöld til Kotka. Arnarfell er í Genova. Jökulfell kom til Guayaquil 14. þm. frá New Orleans. Loftieiðir 1 dag verður flogið til Akur- eyrar, Hellissands og Vestmanna- eyja. Á morgun er árotlað að ,S. 1. laugardag var gamli maður- inn frá Hriflu af- bjúpaður af vini sínum Jóni Ey- þórssyni í fögrum skógarlundi fyrir ofan I.akjgar- vatn. Fróðlegt væri að vita hvernig Jónas hefur bi r/.t vlðstöddum að afhjúpuninni lokinni. Tveir strákar voru nýlega að selja Þjóðviljann og AI- þýðublaðið á Lækj- artorgi. Hafði ann- ar lokið sölu Þjóð- viljans en áttl eftir stóran búuka af Alþýðublaöinu. Víkur hann sér 1 >á aö félaga sínum og biöur hann að skifta við sig, láta sig hafa nokkra Þjóðviija fyrir jafn- mörg eintök af Alþýðublaðinu. 1 arð hinn við þeim tilmæium. Segir þá stráksi sigri hrósandi: „Þarna lék ég á þig, þaö er nefni- iega ómögulegt að selja Alþýðu- blaðið!“ ■ ■--- - - i 1 gær voru gef- in saman í hjónaband af sr. Garðari Sva- varssyni, ung- frú . Stefanía Magnúsdóttir, Slcólavörðustíg 6 og Þorgeir J. Einarsson, bílaviðgerð- armaður. Heimili þeirra verður að SkólaVörðustig 6. — Nýlega vqru gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Svavarssyni, ung- frú Rognhildur Ingibjörg Sigurð- ardóttir og, Þórður Vilhjálmsson, verzlunarmaður. Heimi’i þeirra verður að Laugarnesvegi 46. — — Söngæfing í kvöld í Edduhús- inu við Lindargötu. Söpran og allt mæti kl. 8. Tenór og bassi kl. 8,30. Nýir kórfélagar óskast. — Húsmæður! Ef ykkur vantar ódýra, fallega kjóla og annan barnafatnað fyrir jólin, þá komið i Templarahúsið í dag kl. 2. Eitthvað fyrir alla. — Bazarinn. Prentarinn, 3.—4. tbl. og 5.—6. tbl. er komið. Efni m. a.: Vinna og verð- mæti og kaupgjald. Til hvers keypti prentarafé’agið Miðdal? Kauplags- samningum breytt. Hvort af tvennu illu? Af dönskum prentur- um. Jan Tscliichold og verk hans. Framleiðsluaukning og kaupgjald. Frá miðvíkudagsmorgni til ‘sunnu- dagskvölds. Langvinn launabar- átta. Merltisafmæli. Prentsmiðja Odds Björnssonar fimmtiu ára. Orð og nöfn og stefnur og stílar. — Héils.uvernd, timarit Náttúru- lækningafélags ís’ands, 3. heftl Framhald á 7. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.