Þjóðviljinn - 17.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1951, Blaðsíða 6
 6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. október 1951 16. DAGUR kennisbúningurinn fór vel, heldur fyrir lieildarútlit sitt — og heimur hans hafði gerbreytzt. Hanil stóð í röð ásamt sjö öðrum piltum í starfsmannasalnum, bakvið skrifstofurnar í anddyrinu, og þegar herra Whipple hafði skoðað þú í krók og kring, þramm- aði átta manna hópur klukkan. sex sttindvíslega inn í and- dyrið og að langa bekknum. Herra Barnes, sem skiptist á við herra Whipple, tók ser stöðu við afgréiðsluborðið og drengirnir settust — Clyde aftastur — og biðu eftir skipunum — en deild herra Whipples sem hafði nú lokið störfum, gekk í röð inn í starfsmannasalinn til að fá frí. „Bang“. Bjallan á borði afgreiðslumannsins ihringdi og fremsti vilka- pilturinn hljóp af stað. „Bang“. Aftur var hringt og nœsti drengur þaut á fætur. „Næsti“. — ,,Mið dyrnar“, kallaði herra Barnes og þriðji drengurinn tók á rás eftir marmaragólfinu í áttina að anddyr- inu til að taka við töskum af nýkomnum gesti, sem var með hvítt vangaskegg og í ljósum tvveed-fötum og Clyde glennti upp augun. Hann fékk dularfulla og þó heilaga vitrun — drykkju- peningar. „Næsti“. Herra Barnes kallaði-. „913 er að hringja — hann vill víst kalt vatn“. Qg fjórði drengurinn hljóp af stað. Clyde þokaðist sífellt framar á bekknum. Hann sat við hlið- ina á Hegglund, sem hafði verið falið að leiðbeina honum, og hann lagði eyrun og augun við, titraði allur af eftirvæntingu og mjakaði sér tii í sífellu, þangað til Hegglund gat ekki orða bundizt: Heyrðu, taktu það bara með ró. Stilltu þig gæðingUr. Þú verður ágætur. Ég var alveg eins þegar ég byrjaði —• eitt titrandi taugabúnt. En pað dugar ekki. Þú verður að taka það rólega hérna. Og þú átt að vera á svipinn eins og þú sjáir ekki neitt — horfa beint fram fyrir þig“. „Næsti“. Það var herra Barnes. Clyde gat varla haft húgann við það sem Hegglund var að segja. „115 þarf að fá skrif- pappír og penna“. Fimmti drengurinn var þotinn af stað. „Hvar nær maður í pappír og penna ef þeir þurfa þáð?“ Hann talaði í bænarróm eins og deyjandi maður. „Við lyklaborðið, eins og óg sagði. Þarna til vinstri. Hann lætur þig fá það. Og kalt vatn færðu í salnum sem við röðuðum okkur upp í áðan — þarna hinum megin — þú sérð litlu dyrnar. Þú verður að gefa náunganum þar tíu cent öðru hverju, annars verður hann fúll“. ,,Bang“. Bjallan hringdi. Sjötti drengurinn hvarf orðalaust. „Og mundu það“, hélt Hegglund áfram, sem sá að röðin var komin að honum, og gaf því lokaráðið, „að ef þeir óska eftir víni, þá færðu það í veitingasalnum þarna fyrir handan. En gættu þess að taka vel eftir nöfnunum, annars verða þeir reiðir. Og ef þú átt að sýna þeim herbergi, þá skaltu draga niður gluggatjöldin og kveikjá ljósið. Og ef það er eitthvað í sambandi við borðsalinn, þá verðurðu að tala við yfirþjóninn — og hann fær drykkjupeningana". „Næsti“. Hann reis á fætur og hvarf. Og Clyde var fremstur í röðinni. Og númer fjiígur var kominn að hlið hans á bekknum — og horfði rannsakandi í kringum sig fil að aðgæta hvort einhvers væri þörf. „Næsti“. Herra Barnes kallaði. Clyde reis á fætur og flýtti sér til hans, feginn því að enginn gestur kom með farangur í þessu, en þó hræddur um að hann gerði einhverja skyssu. „882 er að hringja". Clyde þaut í áttina að lyftunni, sem á stóð starfsmenn, en piltur sem í þessum svifum kom út úr einni af hinum lyftunum, leiðrétti hann. „Ertu á leið upp á herbergin?" sagði hann. „Þá áttu að fara í lyftunum fyrir gestina. Hinar lyfturnar eru fyrir þjónana og farangurinn“. . Clyde flýtti sér að bæta úr þessu. „Áttunda hs?ð“, kallaði hann. Það vbru ékki fleiri í lyftunni og lyftudrengúrinn, sem var blökkuníaður, heilsáði honum s.tráx. . „Ert þú ekki nýr? Ég hef ekki séð þig h&rna fyrr“. „Jú, ég er nýkominn", svaraði Clyde. „Jæja, þér líkar áreiðanlega vel hérna“, sagði ptlturinn vin- gjarnlega. „Engum líður illa í þessu húsi. Sagðirðu ekki áttunda hæð?“ Hann stöðvaði lyftuna og Clyde gekk út. Hann var of taugaóstyrkur til að spyrja hann í hvaða átt hann ætti að fara og hann fór að líta á númerin á herbergjunum, en uppgötvaði strax að hann hafði farið í öfuga átt. Mjúkt, brúnt gólfteppið, rjómalitir veggirnir, rafmagnsljósið í loftinu — allt fannst hon- um þetta tilheyra einhverri óskiljanlegri fullkomnun, sem hann gat varla áttað sig á og var svo fjarlæg öllu því sem hann hafði áðpr þekkt. Loks fann hann herbergi nr. 882 og barði hljóðlega að dyrum og andartaki síðar birtist honum hluti af sterklegum, þrekvöxn- um líkama í bláröndóttum náttfötum og samsvarandi hluti af kringluleitu andliti með einu auga og hrukkum í kring um það. „Hérna er einn dollar. drengur minn, „virtist augað segja — og svo kom í ljós hönd sem hélt á dollarseðli. Hún var feit og rauð. Skrepptu út í einhverja herrabúð og kauptu handa mér sokkabönd — Boston sokkabönd — úr silki — og flýttu þér hingað aftur“. „Já herra“, svaraði Clyde og tók við dollamum. Dyrnar lok- uðust og Clyde hraðaði sér í áttina að lyftunni og var að hugsa um hvað Herrabúð væri. Þótt hann væri seytján ára hafði hann aldrei heyrt svona til orða tekið. Hann hafði aldrei heyrt þetta nafn fyrr. Ef maðurinn hefði sagt herrafataverzlun hefði hann undir eins skilið hann, en nú átti hann að fara í herrabúð, og hann vissi ekki hvað það var. Kaldur sviti spratt fram á enni hans. Hann titraði í hnjáliðunum. Fjandinn sjálfur. Hvað átti -—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— •—oOo-— —oOo— BARNASAGAN 5. DAGUR Sagan aí Fertram og Isól björlu Fór hún þá að íæra hana í brúðarskrautið; en begar hún fór að draga á hana reiðermarnar/ . mælti Næfrakolla: „Vel sóma ermar eiganda armi.“ Drottning sagði, að það vissu allir, að hún hefði saumað þær sjálf. Því næst voru henni fengnir hanzkar; þá sagði hún: „Þekkta eg' fingur, þá forðum gjörðu.“ Sagði drottning sem fyrr að hún þyrfti ekki að vera að klifa á því sama. Síðan var riðið út á skóg að skemmía sér. En þegar fólkið kom að læk nokkrum, mælfi Næfrakolla: „Nú er eg komin að beirri lind, sem þau Fertram og ísól bjartá bundu sína trú, og vel mun liann halda hana nú.“ Riðu menn þá lengra, þangað til komið var að gryfjunni; þá mælti Næfrakplla aftur: „Hér liggja Eyja og Meyja, báðar mínar skemmumeyjar; gekk eg upp á gullskærum móður minnar.“ Nú snéri það heim aftur; hesiur brúðarinnar hljóp þá á undán; hún mælti þá: „Skáktu þig, iskaktu þig, Skurbeinn, ginn muntu sofa í nótt, og svo mun ungi lcóngurinn verða.“ Hvert er samféiagið? Pramhald af 5. síðu. Reykjavík fyllilega trúandi til að jafna ágreininginn og sarn- ræma sjónarmiðin, þannig að giftusamleg eining haldist í mál- inú. Og um aðalatriðin munu allir sammála, að æskulýðshöll- in skuli vera miðstöð fyrir fé- lagslif unga fólksins, íþrótta- iðkanir þess, skemmtanir þesð og annað tómstundalíf. Leikur enginn efi á því, að æskulýðs- höllin mun draga til sín unga fólkið, bjarga því úr óhollustu núverandi sjoppulífs og brenni- vínsdansleikja og veita því sið- ferðilega vernd hollra skemmti- ana og þroskandi tómstunda- lifs, styrkja það í félagslegu. tilliti, gera það að traustum og góðum Islendingum. Æskulýðs- höll er lausnin á þeim mikla vanda, sem rikjandi er i æsku- lýðsmálum höfuðborgarinnar. • Virki, sem hafa mun úrslitavald í bar- áttunni Hér að framan var einkum rætt um þann siðferðisháska, sem ungum stúlkum er búinn af því ástandi, sem skapazt hefur við lcomu erlendra hermanna til landsins. Þó er þetta ekki neœa eitt atriði í miklu víðtækara máli, því að öllum hugsandi mc/mum má vera ljóst, að með dvöl erlendra liermanna í landinu hefur þjóðlegu menn- ingarþreki æskulýðs ckkar verið stefnt í hættu, og þannig er hér um að ræða brýnt sjálfstæðis- mál, sem þjóðin ætti öll að geta sameinazt um, enda hefur fjöldi félaga og annarra samtaka þeg- ar látið í Ijós fullan skilning á alvöru þess og hvátt æskuna til að gæta í hvívetna virðingar sinnar sem íslendinga gagnvart hinum erlendu hermöúnum. Má þar t. d. vitna til ályktunar þeirrar, sem gerð var á sam- bandsráðsfundi Ungmennafélags íslands 30. sept. s.l., en hún hefst á þessum orðum: „1 tilefni af dvöl erlends hers í landinu og í samræmi við stefnu ungmennafólagshreyfing- arir.nar fyrr og síðar heitir sambandsráðsfundurinn á alla íslendinga að hefja öfluga sókn fyrir varðveizlu sjálfstæðis þjóðarinnar — lagalegs og menningarlegs.“ Því verður okki trúað, að vilji Alþingis í þessu máli sé annar en hinna margvíslegu félagssamtaka þjóðarinnar. Og með því m. a. að samþykkja tillögu þá, sem hér er flutt, gæti Alþingi sýnt í verki þann vilja sinn, að íslenzk æska verði eftir megni vernduð fyrir þeirri hættu, sem þjóðlegu menning- arþreki hennar og þar með sjálf- stæði þjóðarinnar er búin af dvöl erlendra hermanna í land- inu. Með fulikominni æskulýðs- höll. í Reykjavík yrði reist það ’-virki, sem úrslitaþýðingu mundi hafa til sóknar og varnar • í þeirri baráttu. Bólstroð hiísgögn Nýkomin sófifasett í miklu úrvali. Fjölbreytt áklæði. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmunilssonar, Laugaveg 166

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.