Þjóðviljinn - 25.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJóÐVILJINN — Fimmtudagur 25. október 1951 21. DAGUR rðlaðandi og þeim þótti vænt um. Stundum höfðu þau ekki haft að borða. Oft höfðu þau verið borin út á götuna, af því að húsa- ieigan var eklci greidd. Tommý og systir hans höfðu ekki fengið reglulega skólagöngu. En þegar hann var fjórtán ára að aldrei hafði hann farið til Kansas City, uniiið þar alla algenga vinnu, þangað til hann var svo heppinn að fá stöðu hjá Greefl-David- son, og þá fluttust móðir hans og systir til Kansas City til þess að búa hjá honum. En íburður og þægindi hótelsins höfðu ekki mest áhrif á Clyde, og ekki ungu mennirnir heldur, sem hann var smám saman að kynnast; heldur hinn stöðugi straumur smápeninga í hægri buxnavasa hans: fimm sent, tíu sent, tuttugu og fimm sent, hálfir dollarar, og þessi straumur fór sívaxandi þegar fyrsta daginn, og um niuleytið voru fjórir dollarar komnir í vasa hans og um tólfleytið, þegar hann átti að fara heim hafði hann rúmlega sex og hálfan dollar milli handanna — jafnmikið og hann hafði áður verið viku að vinna sér inn. Og af þessu þurfti hann aðeins að afhenda herra Squires einn dollar — meira ekki, eftir því sem Hegglund sagði — og það sem eftir var, fimm og hálfur doilar, fyrir skemmtilega — já, dásamlega og ævintýraríka vinnu kvöldsins, átti hann sjálfur. Hann gat varla trúað þessu. Þetta var ævintýralegt, hann var eins og sjálfur Aladdín. En engu að siður hafði bjalla hringt einhvers staðar klukkan tólf á miðnætti þetta fyrsta kvöld — fótatak hafði heyrzt og þrír piltar höfðu komið í ljós — einn tók við af Bames við afgreiðsluborðið og tveir áttu að vera í snúningum. Og eftir skipun frá Barnes höfðu hinir átta, sem viðstaddir voru, risið á fætur, snúið til hægri og gengið út. Og frammi í gangi hafði Clyde gengið til herra Squires, þegar hann var að búast til brottferðar, og rétt honum silfurdollar. „Ágætt“, sagði herra Squires. Það var allt og sumt. Síðan fór Clyde inn í fatageymsluna ásamt hinum piltunum, skipti um föt og geíkk út á dimmt strætið gagntekinn hamingju og um leið kveið hann þeirri hamingju sem í vændum var — og hann titraði frá hvirfli til ilja. Að hugsa sér, að hann skyldi vera búinn að fá svona góða atvinni. Að hugsa sér að hann skyldi fá svona mikið fé á hverj- um degi, ef vel gengi. Hann fór að ganga áleiðis lieim og hon- um datt fyrst í hug, að hann yrði að fara strax að sofa, til bess að vera vel undir vinnuna búinn næsta dag. En þá mundi hann eftir því, að hann þurfti ekki að byrja að vinna fyrr en klukkan 11,30, og þá fór hann inn á veitingastað og bað um kaffi og ávaxtaköku. Og nú hugsaði hann ekki um annað en það, að hann þyrfti aðeins að vinna frá hádegi og til klukkan sex og þá ætti hann frí til klukkan sex næsta morgun. Og hann fengi enn meiri peninga. Og megninu af þeim gæti hann "eytt eins og honum sjálfum sýndist. ÁTTUNDI KAFLI Það sem Clyde hafði mestan áhuga á fyrst í stað, var það .. hvernig hann gæti sjálfur haldið megninu af tekjum sínum. l'rá því að hann byrjaði að vinna sér inn peninga, hafði verið gengið að því sem vísu, að hann legði til heimilisins drjúgan hiuta af launum sínum —að minnsta kosti þrjá fjórðu af þessum litlu launum sem hann hafði fengið. En ef hann segði for- eidrum sinum frá þvi, að hann fengi að minnsta kosti tuttugu og fimm dollara á viku — að viðbættum fimmtán dollara mán- aðarlaunum og ókeypis fæði — þá færú þaú áreiðanlega fram á að hann borgaði tíu eða tólf. En svo lengi og ákaft hafði hann þráð að vera vel til fara eins og aðrir piltar, að hann stóðst ekki þá freistingu að fá ser fatnað, þegar tækifæri bauðst honum. Hann ákvað því að segja móður sinni að þeir drykkjupeningar sem hann fengi, væru sjaltínast meiri en einn dollar á dag. Og til þess að fá umráð yfir frístundum sínum, þá sagði hann ennfremur ^ð ti! viðbótar hinum langa vinnutíma annan hvern dag, væri þess krafizt af honum að hann ætti að hlaupa í skarðið fyrir aora pilta sem væru veikir eða önnum kafnir við önnur störf Og hann skýrði ennfremur frá því að hótelstjórnin krefðist þess af drengjunum, að þeir gengju vel til fara bæði utan hótels- ins og innan. Hann gæti ekki látið sjá sig öllu lengur í þess- um fötum sem hann var í núna. Herra Squires hafði gefið það í skyn, sagði hann. En til þess að di’aga úr högginu, hafði einn piltanna bent honum á stað, þar sem hann gæti fengið allt scm hann þyrfti með afborgun. Og móðir hans Var svo óreynd í þessum sökum, að hún trúði honum. En þetta var ekki allt og sumt. Nú var hann kominn í sam- l .nd við pilta, sem fyrir sakir þekikingar sinnar á lífinu, mun- rði þess og löstum, voru þegar komnir inn á braut spillingar og lasta, sem Clyde hafði ekkert hugboð haft um hingað til og fyllti hann undrun og blygðun fyrst í stað. Hegglund hafði sagt Lonum, að nokkrir piltanna á þeirra vakt, væru vanir að fara út saman í ævintýraleit kvöldið eftir útborgunardaginn. Þessi ævintýri miðuðust við fjárhag þeirra og skap, en leiðir þeirra lágu að jafnaði í einn eða tvo allþekkta næturiklúbba, sem höfðu ekki alltof gott orð á sér. Á samtölum þeirra fræddist Lann um það, að þeim fannst skemmtilegast að vera í smá- hópum og snæða ríkulegan náttverð með nægum drykkjarföng- um og eftir það voru þeir vanir að fara á glæsilegan dansstað og ná sér í stelpur, eða fara í illræmt — eða frægt — pútna- hús, sem gekk undir nafninu pensjónat, og þeir gortuðu af því að þeir gætu fengið „livaða stelpu sem þeim sýndist" fyrir lít- inn pening. Og auðvitað var gert mikið veður út af þeim á —oOo--oOc---oOo— —oOo— oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN ' 2. DAGUR Sagan af Línelk og Laufey clroítning haíði þetta mælt, andaðist hún; bar hann sig mjög aumlega eftir fráíall hennar og sinnti lít- ið ríkisstjórn. Eftir. nokkurn tíma var það einn dag, að hinn æðsti ráðgjaíi gekk fyrir kóng og bar upp þau vand- kvæði lýðsins, að ríkisstjórnin væri öll í ólestri og að hann sinnti ekki stjórnarstörfurn sökum harms og trega eftir drottningu sína; „og er hitt konung- legra,” segir ráðgjafi. ,,að herða upp hugann og hyggja af hörmum sínum, en leita þess ráðs, sem þér væri sæmd og' virðing í." „Slíkt er ailmikið vandamál," segir kóngur, „en fyrst þú hefur hér orði á komið, þá er bezt þú íáir virðinguna og vandann af þessu; vil ég íela þér að leita mér þess kvon- fangs, sem mér sé sæmd í, en það vil ég áskilja, að þú kjósir mér ekki konu úr smábæjum eða út- eyjum.” Er nú ferð ráðgjaíans þegar búin með hin- um beztu föngum og fögru íöruneyti. Siglix hann svo frá landi, cg þegar hann hefur nokkra stund farið leiðar sinnar, gerir á hann svo mikla þoku, að hann veit ekkert, hvar hann er. Hrekst hann í þessum hafvillum heilan ríiánuð, svo hann finnur hvergi land, en þegar hann varir sízt, verður fyrir honum land nokkurí, sem hann þekkir ekki. Hiitir hann á góða höfn og setur tjöld á land. Togaraslysin Framhald af 1. síðu. ið var. Hann hefði minnzt á það dæmi nú, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, vegna þess hve erfitt hefði reynzt til þessa að fá þingmenn til að hlusta á rök málsins og sinna því. Sjómenn! Fylgið málinu eftir Þetta var fyrri urnræða til- lögunnar. —- Var tillögugreinin samþykkt með 26 samhljóða at- kvæðum og tillögunni vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Sjómenn verða að fylgjast vel með þessu máli svo takist ekki að svæfa það enn eina sinni og eins hinu að andstæð- ingum hennar, Gísla Jónssyni og öðrum áiíka, takist ekki 'að skemma hana svo í meðförum að hún verði gagnslaus þó sam- þykkt yrði. Ný uppeldisaðíezð? Framhald af 8. síðu. af ýmsum félagssamtökum sem láta sér annt um hag og fram- tíð íslenzkrar æsku og örlög íslenzkrar menningar. Sem beint svar við ura- ræðum þessum kemur svo frétt- in um að nemendur elztu menntastofnunar þjóðarinnar eigi að fara að stunda íþróttir í samneyti við hernámsliðið Er vart að efa að þetta nýmæli er tekið upp með samþykki rek- tors, ‘ Pálma Hannessonar, að öðrum kosti hefði hanh að sjálfsögðu tekið í taumana. Og nú er mörgum spurn: Er þetta . nýmæli í samræmi við einhverj- ar nýjar nppeldishugsjónir þjóð- varnarmannsins Pálma Hannes- sonar? Er ætlunin að þessum nánu kynnum menntaskólanem- enda og hernámsliðsins verði haldið áfram? Verður ef til vill næsta skrefið að bjóða banda- rísknm hermönnum á danssef- ingar til að kenna nemendun- um nýjustu sporin í bandarísk- um jazzi? Væntanlega gerir rektor menntaskólans grein fyr- ir því opinberlega hvað fyrir honum vakir með þessari nýju uppeldlsaðferð. Sióvimmnámskeið Framhald af 8. síðu. Á námskeiðinu læra nemend- umir ýmislegt það, sem a.ð gagni má koma við vinnu á fiskiskipum svo sem viðgerðir á netjum, aðallega botnvörpu, kaðal- og vírsmeygingar (splæs) o. fl. þvíumKkt. — Ennfremur mun verða reynt að veita til- sögn í fiskaðgerð og söltun ef því verður við komið. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi yfir í 6 vikur. Ennþá er unnt að bæta við nokkrum nemend- um. Kennarar á námskeiðinu. verða þeir Guðmundur Ingvai’s- son, sem er forstöðumaður þess, Ágúst Oddsson og Jóhann Bjarnason en allir þessir meirn kenndu á námskeiðinu í fyrra. Bzezku kgsningamai Framhald af 1. síðu. „Star“ segir í gær, að þeir muni fá 35—40 þingsæta meirihluta. FréttaritarUsænska útvarpsins í London hafði það í gær eftir „fróðustu mönnum“ í forustu- liði íhaldsmanna, að meirihluti þeirra mýndi verða 20—25 sæti. T i I ►* liggur leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.