Þjóðviljinn - 30.10.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1951, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur .30. október 1951 lnómmmMM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) rréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jóíisteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. \______________________________________________________y Atvinnuleysisskráiringin á Bíiduda! SíðastliÖinn laugardag skýrði Þjóðviljinn frá niður- stöðu atvinnuleysisskráningar fyrir ágústmánuð, sem framkvæmd var af Verkalýðsfélaginu Vörn á Bíldudal. Þótt um væri að ræða einn af sumarmánuðunum sýndi atvinnuleysisskráningin að þeir fjölskyldumenn, sem til tiennar mættu, höfðu haft aðeins kr. 250,76 til framfæris hverjum fjölskyldumeðlim í ágústmánuði. Þótt þessi atvinnueysisskráning og niðurstöður henn- ar taki aðeins til fámenns kauptúns á Vestfjörðum, er langt frá því að hér sé um nokkurt einsdæmi að ræða. Svipað þessu er atvinnuástandið víðsvegar út um land og jafnvel enn hörmulegra. Það er kunnugt að á Siglu- firði, ísafirði, Ólafsfirði og víðar hefur atvinna algjörlega brugöist og það svo að við fullkomnu neyðarástandi ligg- ur á þessum stöðum, verði ekki gripið til ákveðinna ráð- stafana til bjargar í tíma. Haldbeztu og traustustu rökin fyrir kröfum verka- lýðsins um fulla atvinnu eru reglubundnar mánaðarlegar skráningar atvinnulausra manna og þær staðreyndir sem þær leiða í ljós um tekjur og afkomu verkamanna. Verka- lýðsfélagið Vörn á Bíldudal hefur lengi verið öðrum verka- lýðsféögum fyrirmynd í þessu cfni. Það hefur undanfarna vetur framkvæmt mánaðarlegar skráningar á félagssvæði sínu og tekizt með því að vekja alþjóðarathygli á atvinnu- ástandinu á Bíldudal. Ættu önnur verkalýðsfélög að taka sér Vörn til eftirbreytni á þessu sviði og láta fram fara skráningu atvinnulausra manna á sínum félags- svæöum þegar ástæða þykir til. Sú ríkisstjórn, sem nú situr að völdum og sá þing- meirihluti sem veitir henni brautargengi, er síður en svo hkleg til nokkurra raunhæfra aðgerða í atvinnumálun- um nema hún verði til þeirra knúin af valdi fólksins sjálfs og samtökum þess. En ríkisstjórnin má engan frið fá fyrr en hún lætur undan réttlátum kröfum almennings um atvinnu og brauð. Um það verða verkalýðssamtökin að sjá og linna ekki kröfum sínum og baráttu fyrr en undan er látið og allir verkamenn búa við næga og örugga atvinnu. Fiirðulsg sljérnarandstaða Alþýðuflokkurinn læst vera í harðvítugri andstöðu við núverandi afturhaldsstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og á Alþýðublaðið varla nægilega hástemmd orð til að lýsa vasklegri glímu Stefáns Jóhanns, Gylfa Þ. og annarra berserkja Alþ.fl. á alþingi við stjórnina og fylgilið hennar. Alþýðublaðið segir aö flokkur sinn sé and- vígur kjaraskerðingum gengislækkunarinnar, bátagjald- eyrinum, okurstarfssmi heildsalanna og öðru slílcu, sem einkennir stjórnarstefnuna og fylgir í kjölfar hennar. Fordæmir Alþ.bl. þetta cllt réttilega, kveður þessa þróun alla stefna til hins mesta ófarnaðar fyrir íslenzka alþýðu. Oftsinnis hefur liér í blaðinu verið bent á þann skrípa- leik sem einksnnir pólitíska afstöðu foringja Alþýðu- flokksins. Þeir eru innilega sammála grundvelli stjórnar- stefnunnar og kjaraskerðinganna. marsjallstefnunni og þjónustunni við Bandaríkin, en afneita óhjákvæmilegum og rökréttum afleiðingum hennar. Þeir nota hvert tæki- færi sem gisfst til að lýsa yfir samstöðu með stjórnarflokk- unum í utanríkismálum og fyllsta trausti sínu á auðvirði- legasta Iepp Bandaríkjanna á íslandi, Bjarna Benedikts- syni. Flytur Stefán Jóhann aldrei mál sitt af innilegri fjálgleik en þegar hann gefur þessar yfirlýsingar. Verkalýðssamtökin eru eina aflið í landinu sem væri þess msgnugt að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar og knýja fram breytta stefnu. Einhuga afstöðu þeirra gæti eingin ríkisstjórn hundsað. En innan verkalýðssam- takanna hafa foringjar Alþ.fl. gert innilegt bandalag við flokka kjaraskerðingarinnar, Framsókn og Sjálfstæðis- flokkinn, og fá aö lafa í 'stjórn heildarsamtakanna gegn því skilyrði að halda eftir megni aftur af baráttu verka- lýðsins, tilbúnir að vega aftan að samtökum hans þegar mest á reynir, sbr. vinnud:ilurnar í vor og afstöðu Al- þýðusambandsstjórnarinnar til þeirra. Neytendasamtökin eru annað aðalvígi alþýðunnar, við hlið verkalýðsfélaganna. Við síðustu kosningar til aðal Röclcl úr sveitinni. Úlfur Uggason skrifar: — „Kæri Bæjarpóstur! Herjólfur nökkur skrifar nýlega í Þjóð- viljann um umgengni hjá okkur Islendingum. í því tilefni lang- ar mig til að biðja þig fyrir eftirfarandi: Herjólfur er mjög hneykslaður yfir umgengninni hjá bændunum á landi voru. Ekki skal það dregið í efa af mér að henni ss að ýmsu leyti mjög ábótavant og mætti vissu- lega ganga víða betur um en gert er, cllum ao kostnaðar- lausu. En reisuleg húsakynni verða aldrei byggð nema fyrir ærna fjármuni og hlutur dreif- býlisins hefur verið slíkur á undanförnum árum að hann gefur ekki tilefni til mikilla framlkvæmda. Og hafi einhverri nefndinni eða ráðinu dottið í hug að það væri máske ekki svo vitlaust að gera bændum kleift að laga ofurlítið til hjá sér, þá hafa sumir Reykvíking- ar brugðist þannig við, að það er engu líkara en að þeir haldi að jörðin muni gleypa þá með húð og hári ef eitthvað yrði úr framkvæmdum. ★ Danssalir á Raufarhöfn og Sigluíirði. ,,I þessu sambandi er skemmst að minnast útvarps- erindis, er dr. Sigurður Þórar- insson flutti nýlega, en í því sagði hann að á undanfömum árum hefði miklu fé verið varið í að viðhalda byggðinni dreift um sveitir landsins og taldi að það hefði verið nær að byggja fyrir það danssali á Raufarhöfn og Siglufirði! En þó „vakning" sú er Fegrunarfélagið hefur komið af stað hafi farið fram hjá blessuðum bændunum cikk- ar, hafa sumar vakningar borg- arlífsins þó ekki farið fram hjá sveitunum, a. m. k. hafa þær gert þar lítilsháttar vart við sig. Eins og Herjólfur réttilega segir er það eina sem frá ung- mennafélögunum heyrist að þau auglýsa dansleiki um helgar. Og svo eru það nú fleiri sem halda slíkar skemmtanir í sveit- unum. ★ Skemmtikraftar á ferð. „Nú á síðustu árum hafa ýmiskonar skemmtikraftar úr höfuðborginni gert sér nokkuð tiðfarið út um byggðina og vilja sumir meina að það só ekki eingöngu vegna^ þess að þeir vilji hre'ssa við hið fábreytta skemmtanalíf sveitanna, helclur einnig vegna hins að bekkurinn sé svo setinn í átthögunum að þeir sc'm neyddir til að róa á önnur og dýpri mið. Á skemmt- unum þessum er oft venju frem- ur taumlaus drykkjuskapur, enda ekki grunlaust um "að stundum séu veitingamenn á staðnum. Sækir þær og oft all stór hópur yeykvískra unglinga, sem virðast hvorki vilja né þurfa að spara við sig dropann eða annað. Er allt háttalag þeirra á þann veg, að okkur í sveitinni þykir lítið meiri sómi að en kofunum okkar, þó byggð- ir séu úr tunnustöfum, riðguðu bárujárni og tjörupappa. ★ Ekki „meistarastykki íslenzkrar bænda- menningar“. „Ég veit nú ekki hvemig sú vakning er, sem unglinga þessa hefur mótað, en hitt veit ég að yfirleitt munu þeir ekki vera „meistarastykki íslenzkrar bændamenningar“. Við Herjólf- ur gætum ef til vill orðið sain- mála um það, að nær hefði verið að byggja upp sveitirnar meir en gert hefur verið, heldur en að leggja fjármuni í suma þá „uppbyggingu“ sem átt hef- ur sér stað síðustu árin. E. t. v. væri þá fegurra um að litast víðar á íslandi en nú er. Það hefur verið svo á undanförnum árum að stefna þeirra manna hefur ráðið, sem hafa tekið danssalina fram yfir landið sjálft og gæði þess. Því er nú komið sem komið er. En við skulum vona að í framtíðinni ráði ijnnur stefna og heilla- drýgri. — Með þökk fyrir birt- inguna og beztu kveðju. — Úlfur Uggason." ★ Eimskip Brúarfoss er ; Gautaborg-;' fer þaðan til Rvikur. Dettifoss fór frá Ingólfsfirði í gærkv. til Isafjarðar. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss er í Rvik. Lagarfoss fer frá Rvik í kvöld til New York. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss fór frá Húsavik 26. þm. til Delfzyl í Hollandi. Tröllafoss er í Rvík. Bravo er í Rvík. Skipadeiíd SIS Hvassafell kom ti’ Akureyrar í morgun frá Póllandi. Arnarfell fór frá Malaga 26. þm. áleiðis til Rvíkur. Jökulfell átti að fara í gær frá Cubu áleiðis ti! New Yorlc. Loftleiðir h. f.: 1 dag verður flogið til Akur- eyrar, Heilissands og Vestmanna- eyja. Á morgun cr áætlað að fljúga til Akureyrar, Hólmavikur, Isáfjarðar og Vestmannaeyja. Flugfélag Isiands: I dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar. Vestmannaeyja. Biöndu óss og Sauðárkróks. •— Á morg- un eru áætlaðar flugferðir ti! .A!c- ureyrar, Vestmannaeyja, Hellis- sancls, ísáfjarðar og Hólmav.'kur. ■— Gullfaxi fór í morgun til Prest- víkur og Klíafnar; væntanlegur aftur til Rvíkur kl. 17 á morgun. WýwT í'J *fj/ 40 Ai!ir katmasí vxð gamlan orðaleík Flca manna er hljóðar á þessa leið: „í>?gar rúgbrauúið í Eyrar- bakka-búKinni koatar hvaðerþá iangt uppað Hails.koti?“ IMer datt þessi gamii orðaleikur í hug við iestur Morgunblaðsins á sunnudaginn. Atvinnutaus.ir Iiafn- arverkamenn gengu fyrir nokkr- um dögum undir forustu Sigurð- fundar í neytendasamtökum reykvískrar alþýöu stóðu foringjar Alþfl. við hlið stjórnarflokkanna og heildsal- anna. Engir sóttu það af meiri áfergju og kappi en fcr- ingjar Alþ.fl., að KRON hætti að ve::a skjól og skjöldur reykvískra alþýðuheimila á sviði verzlunarmála cn yrði í þgss stað herfang heildsala og afturhalds. * Svona furðuleg er stjórnarandstaða Alþýðuflokksins. Og hver getur tekið þann flokk alvarlega, ssm þannig hagar störfum sínum og stefnu? ar Guðnasonar upp í viðskipia- málaráðuiieyti, til að mótmæla ó- sannri fullyröingu Björns ólafs- sonar ráðherra um að eklxert at- vinnuleysi væri nú á íslandi og sanna lionum liið gagnstæða. Við- brögö Morgunblaðsins eru óneyt- anlega i ætt við orðaleik Flóa- manna. Valtýr setur eftirfarandl vizkuspurningu frani í Reykjavík- urbréfi sínu á sunnudaginn: „Er Siguröur Guönason með eða móti virinulöggjöfinni í Rússlandi? Svar óskast, já eða nei“. Þetta er nú að kunna vel til vígs í rökræöum um aivarlegt vandamál íslenzkra verkamanna, eða finnst mönnum það ekki? Fer nú sannarlega að verða vandfundinn kjörgripur á borð viö Vaitý og má Sjálfstæðis- flokkurinn vera stoltur af ritstjóra sinum. 18,15 Framburðar- kennsla í esperan- tó. 18,30 Könskuk.; II. fl. 19,00 Ensku- kennsla; I. fl. 19,25 Þingfréttir.— Tón- leikar. 20,30 Erindi: Einstaklingar, söfnuður, kirkja, eftir Christian Schelderup biskup á Hamri í Nor- egi. (Helgi Tryggvason c.and. the- ol. flytur). 21,00 Kórsöngur: Bach- lcórinn í Stuttgart syngur lög eft- ir Hal'grím Helgason (pl.) 21,20 Upplestur: „Útlegðin", smásaga eftir Leo Tolstoy (frú Margrét Jónsdóttir þýðir og les). 21,40 Tón- leikar (pl.) 21,45 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal ritstjóri). 22,10 Kammertónleikar (plötur): a) Strengjakvartett í B-dúr op. 18 nr. 6 eftir Beethoven (Lenér-kvartett- inn leikur). b) Tríó í c-moll op. 101 eftir Brahms (Leila Pirani, Charles Hambourg og Max Piriani leika). 23,00 Dagskrárlok. S.: I. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Óslcari J. Þorlákss. ungv frú Ósk Sig- mundsdóttir og Eiríkur Jensen, iðnaðarmaður. Heimili þeirra verð- ur í Drápuhlíð 42. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Elísabet Jóhannsdóttir og Arnar R. Jörg- ensen, vé’.virki. Heimili þeirra er að Hrísateig 23. — S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónanband af sr. Jóni AuSuns, ungfrú Björg Bjarndis Sigurðardóttir frá Hest- eyri og Jón Jónsson múrari frá Eskifirði. Heimili þeirra er að Bergstaðastræti 9. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Vest- mannaeyjum ungfrú Eygló Einars- dóttir og Steingrímur Arnar frá Siglufirði. Hg — Söngæfing í m fi®' lcvöld í Edduhús- inu í kvöld. Tenór og bassi mæti kl. 8, sópran og allt kl. 8,30. —• Mætið öll stundvís’ega. Hiuíavclta KR. Þessi vinnings- númer komu upp í bappdrættinu: 12864 mátarforði. 6843 ávaxtaforði. 21691 jivottavél. 3S012 bókasafn. 16392 farmiði ti! Færeyja og heim aftur 2489 flugferð til Isafjarðar. — Vinningar sækist ti! Erlendár O. Péturssonar, co. Sameinaða. Þingeylngafclagið í Roykjavlk he!dur fyrsta skemmtifund sinn á vetrinum í Breiðfirðingabúð kl. 8.30 á föstudagskvöldið, Til skemmtunar verður: Kvik'mynda- sýning, spurningaþáttur o. fl. Ríkisskip I-Iekla er á Vestfjörðum á suður- leið. Esja var á Akureyri í gær á austurleið. Herðubreið fór frá R- vík i dag til Breiðafjarðarhafna. Skjaldbreið var væntanleg til R- víkur í gærkvö'd frá Húnaflóa. ÞyríII var á Raufarhöfn í gter. Baldur fer frá Reykjavlk á morg- un til Króksfj.-ness. Sýning Ásmundar Sveinssonar i Listvinasalnum, Froyjugötu 41, er opin daglega kl. 1—10 e. h. TJngbarnavernd Líknar Templara sundi 3. Opið þriðjudaga 3,15—1 og fimmtudaga 1.30—2,30. Helgidags.læknir: Stefán Ólafsson, Laugaveg 144. — Simi 81211. Næturlæknir er í lælcnavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Simi 5030.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.