Þjóðviljinn - 06.01.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1952, Blaðsíða 1
Félagar! GætiS þess að glata ekki flokksréttindum vegna vansldla. GreiðiS l>ví flokks- gjöldin skilvíslega í byrjun hvers mánaðar. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 f. h. og 1—7 e. li. Stjórnin. Sunnudagur 6. janúar 1952 — 17. árgangur tölublað ri r\ SUBUR- OG SUÐVESTURLANOII GÆR Sogslínan bilaði — Staurabrot og bilanir á raflínum meiri en nokkru sinni áður - Austurland símasambandslaust Um miðnætti í fyrrinótt fór að hvessa af suð- austri og um k\. 5 í gærmorgun var veðurhæðin orðin 13 vindstig í Vestmannaeyjum og 11 hér í Reykjavík og komst síðar upp í 14 vindstig hér og í Vestmannaeyjum og sennilega víðar. Telur V.eðurstofan þetta eitt mesta hvassviðri sem komið hafi hér að vetrarlagi. Hvassviðrið varð mest hér, á Suðvesturlandi en um kl. 8 í gærmorgun hafði það náð til alls landsins. Stórkostlegt tjón hefur orðið á raf- og símalín- um. Sogslínan bilaði um kl. 5 í fyrrinótt oq var ekki hægt sökum veðurhæðar að hefja viðgerð hennar fyrr en kl. 4 síðdegis í gær.. — Af þessum sökum varð að hafa bæjarhverfi Reykjavíkur raf- magnslaus til skiptis í gær, þar sem aðeins var rafmagn frá varastöðinni við Elliðaár. Á miðnætSi í nótt stóðu vonis iil að viðgerð á Sogslínunni yrði lokið um kl. 2. Tveir vírar slitnuðfi á Sogs- línunni fyrir ofan Grafarholt og steinsteypustaur brotnaði á Reykjalínunni. Margir staurar brotnuðu á Lögbergslínunni fyr Framhaid á 8. síðu. Fýkur ofan af 7 manna fjölskyldu í Selási Lögregan átti annríkt í gærmorgun og frameftir degi við að aðstoða fólk, að því er Pálmi Jónsson vaktstjóri tjáði Þjóðviljanum í gær. Bárust lögreglunni margvís- legar hjálparbeiðnir af völdum óveðursins. — Þak fauk af húsinu Ásheimar í Seláshverfinu, en þar bjuggu hjón með 5 ung börn. Flutti lögreglan fjölskyldUna til bæjarins og var henni útvegað húsnæði til bráðahirgða í Camp Knox. 6 sfræfisvagnar fóru. útaf — Lög- reglasi flutti fólk s útbverfunum Slys á mönnum kvað lögreglan ekki hafa orðið þrátt fyrir veðurofsann, bílaveltur, járnplötufok og rúðubrot. Sex strætisvagna hrakti út af vegunum þegar hvassast var en skemmdust ekkert svo teljandi sé og féllu niður ferðir af þeim sökum til nokkurra staða og flutti lögreglan þá fólk sem lengst átti heim til sín svo sem að Lögbergi, út á Seltjarnarnes og víðar. Upp úr kl. 3 síðdegis komust strætisvagnaferðirnar aftur í sæmilegt lag. Járnplötur fuku af þvottahúsi Landspítalans, húsi á Eiríks- götu og Verzlunarskólanum. Ekki hægt a£ kveikja sld né Sjós í Biesngréf Slvsavaznalélagió skipulagði hjálpazsvestir Slysavarnafélagið skipulagði hjálparsveitir skáta til að vera til taks á lögreglustöðinnj um liádegi í gær. Ennfremur menn úr flugbjorgunarsveitinni. Fóru þær í eftiriitsferðir út fyrir bæinn. Sérstaklega var ástandið slæmt í Blesugróf, en þar er mikið af liúsum sem gerð eru af vanefnum. Skorsíeinar höfðu fokið svo fólkið gat ekki kveikt eld. Raftaugar að húsunum eru lausar og höfðu slitnað, svo ekki var heldur hægt að kveikja ljós. Svipað var að segja af fólkinu er býr í Kálgarðahverfinu. Hjálparsveitirnar höfðu tvc I um um Kársnes og Kópavog sterka bíla og var farið í öð.r-| Framhald á 8. síðu. Tveir Akranes- bátar ókomnir að í gærkvöld Akranesi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Ofsaveður var hér í fyrrinótt og fram yfir miðjan dag. Fjór- ir bátar réru í fyrrinótt en voru að koma síðdegis. Munu þeir hafa misst töluvert af veíðarfærum. Engar stórvægilegar skemmd ir urðu af völdum veðursins; plötur losnuðu á nokkrum hús- um o. fl. smávegisskemmdir. Rafn.agnsbilun varð í gærmorg- un en komst í lag aftur eftir stuttan tíma. Seint í gærkvöldi voru tveir af Akranesbátunum, Sigrún og Valur, enn ókomnir að landi. Hafði ekkert til þeirra heyrzt síðan um miðjan dag í gær- Samt voru menn von- góðir um að þeir myndu ná landi. 14 vindstig í Eyjura Vestmannaeyjum. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Fárviðri skall hér á í fyrri- nótt og fram eftir degi n;un veðrið hafa verið um 14 vind- stig í hviðunum. Ekki er vitað um skemmdir á bátunum, né neitt annað tjón sern teljandi sé, nema eitthva'ö hrotnaði af rúðum og grind- verk'jm. Veiðarfæratjón s Keflavik Keflavík. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Aðeins einn bátur, Andvari, réri héðan í fyrrinótt. Kom hann að landi síðdegis og hafði náð aðeins 12 bjóðum af 30. í þessari átt er skjól í höfn- inni og því allt í lagi með bát- ana, en lítilsháttar skemmdir munu hafa orðið á húsum. Rafmagnslaust var allan dag- inn- Ekkert tjón í Sandgerði Sandgerði. Frá frétta- ritara Þjóðviijans. Meira hvassviðri en menn minnast í langan tíma geisaði hér frá því snemma í fyrri- nótt. Engir bátar réru í fyrrinótt og yarð ekkert tjón á bátum hér og yfirleitt ekki teljandi skemmdir svo vitað sé um af völdum veðursins. Miltlar símabilanir urðn í ofviðrinu. I gærkvöld var Austur- land sambandslaust. Ritsímasamband var við Akureyri, en tal- sambandslaust austur frá Blönduósi að norðan en austur frá Skarðshlíð að sunnan. Ekkert hafði frétzt af bilana- svæðunum austan Akureyrar að norðan og Skarðshlíðar á Suður- landi. Agætt talsamband var hins- vegar við Isafjörð og aðra staði á Vestfjörðum. Hægt var að senda skeyti til Hornafjarðar gegnum loftskeyta- stöðina í Vestmannaeyjum. ffitaveitaíi sennilega í lagi í dag Staur brotiiaði á raflínunni aö Reykjum í fyrrinótt skammt frá Grafarholti og varð dælustöðin þar því óvirk og aðeins þriðjungur af hitaveitusvæðinu í Reykjavík hafði heitt vatn í gær. Varastööin á Reykjum var tekin í notkun síðdegis í gær og ætti hitaveitan því að vera 1 sæmilegn lagi 1 dag. íbúðarbús brann á Selfossi Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. I gærmorgun milli kl. 9 og 10 kom npp eldur liér í cinnar hæðar timburhúsi á síeyptum kjallara og brann það allt sem brunnið gat. Fólkið, um 8 manns bjargaðist út og allmiklu yarð bjargað út húsinu. í húsinu bjuggu Þorleifur Hall- dórsson og Gísli Þorleifsson á- samt fjölskyldum sínum. Óvíst er um upptök eldsins. í gærmorgun bilaði í mastri rafveitustöðvarinnar og varð r.af- magnslaust um tíma. Nokkrar rafmagnsbilanir munu einnig hafa orðið úti um sveitirnar. Framhald á 8. síðu. Togara rak á land í Geldinganesi Togarinn Helgafell frá Vestmannaeyjum (áður Surprise) slitnaði upp inni á sundum og rak á lard í Geldinganesi. Bjarni Ólafsson slitnaði upp á Akraneai í gærmorgun, en skips- hSfnin var um borð og kom togarinn híngað til Reykjavíkur. Togarann Faxa rak út á flóa I fyrririótt slitnaði togarinn Faxi (áð’ur Arinbjörn Hersir) upp þar sem hann Iá á Hafnarfirði, rak hann út fjörðinn út á Faxaílóa og seint í gærkyöld hafði ekliert til lians spurzt. Vélbáturinn Guðbjörg slitnaði frá bryggju í Hafnarfirði og rak upp að hafnaruppfyllingunni, en var brátt náð út aftur lítið eða ekkert skemmdri. Eldborg rak upp í Borgarfirði iBorgarnesi. Frá fréttaritara Þjóðviijans. Ofsaveður skall á í íyrrinótt. Eldborgin slitnaði upp undir miðjan dag og munaðj mjóu að hún lenti á Brákarsundsbrúninni, en svo rak hana upp á leirunum frainundan mjóllíursamlaginu. Er hún talin óskemmd og að hún muni nást út á næsta straumi. Annað tjón af völdum veðurs- ins varð ekki hér. Feiknasnjór var kominn og vegir illfærir, en löguðust við þýðuna. Hskla i óveðrðnu raeð 369 farþega Strandferðaskipiö Hekla kom úr strandferð að austan um níuleytiö í gærmorgun. Lenti hún f versta veður- ofsanum hér á flóanum. Með skipinu voru 300 farþegar. I gærkvöld kl. 8 var Hekla Ármann og Skógafoss fóru áleiðis til Vestmannaeyja í fyrrakvöld, en snéru við cg komu til Reykjavíkur í gær. aftur send af stað — vestur á Isafjörð til að sækja skólafólk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.