Þjóðviljinn - 06.01.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.01.1952, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Á frumniálinu „Skibet gár videre“. — Ásgeir Blöndal Magnússon þýddi. — Sjómarnaút- gáfan 1951. — Prent- smiðja Björns Jóns- sonar h.f. Akureyri Það er hálfur þriðji áratug- ur liðinn síðan ég las þessa bók á frummálinu (norskunni) þá nýútkomna, eftir nýjan óþekkt- an höfund. Ungur norskur stúdent ræður sig á skip úr verzlunarflotanum og siglir með því höfn úr höfn umhverf- is jörðina. Hann er eitt ár á þessu ferðalagi, en að því loknu skrifar hann þessa bók. Skáld- ið og sjáandinn Nordahl Grieg hefur tekið sína eldvígslu, hann hefur öðlazt reynslu heillar mannsævi á ferðalaginu og kemur heim sem fullmótaður rithöfundur, sem gefur heim- inum Iistaverk, Þetta var svo óvanalegt. æfintýri sem hér bafði gerzt að margir áttu bágt með að átta sig á því. Það var miikið skrifað í norsk blöð um bókina þegar hún kom út, og um hana stóð átakastormur úr ýmsum áttum. Nokkrir af gagnrýnendunum töldu bókina skarpa árás á útgerðarmenn- ingu norska verzlunarflotans,: aðrir sögðu að hcr væri skáld á ferð, sem dragi upp listrænar myndir mannlegra örlaga. Þessi saga gerist um borð í farmskipinu Mignon á sex vikna ferðalagi, frá Noregi til Afríku. Við kynnumst skips- höfninni, gleði hennar og sorg- um, vonum hennar og vonbrigð- um, baráttu, sigrum og ósigr- um. Himinn og haf renna sam- an í eina heild, en miðdepill alls verður skipið sem siglir sinn sjó, í blíðu sem stríðu. Það er barizt við brotsjói þar sem skipið verður eins og leik- fang tr.ylltra náttúruafla, en mennirnir sigra að lokum. I hafnarhverfum borganna er gleðinnar leitað á vínkrám í stjórnlausri drykkju, eða hjá konum er selja blíðu sína hverjum sem hafa vill fyrir nokkrar krónur. Mannleg örlög eru oft rituð með hjartablóði að lokinni einni slíkri nótt. En einstaklingurinn heyir þrot- lausa baráttu við sálarkvalir eigin samvizku. Skipshöfninni sem lagði af stað með skipinu frá Noregi fækkar smám sam- an, en nýir menn koma strax í stað þeirra sem fara, og hinir gleymast fljótt. En skipið sigl- ir sinn sjó, miskunnarlaust og lætur sig mannleg örlög engu skipta. Þetta er mikil saga þó hún sé ekkf nema 188 bls. að lengd. Þessi bók er jafn fersk og hún var fyrir íiálfum þriðja ára- tug þegar hún kom fyrst út á frummálinu. Boðskapur hennar er og verður sígildur. Ásgeir Blöndal Magnússon hefur unn- ið gott verk með því að snúa þessari sögu á góða íslenzku. Nokkrar smá prentvillur eru í bókinni, en lesandinn áttar sig á þeim, þó vil ég benda á eina TÆMÖfJR BIKAR Strákur í menntaskóla, 17 ára að aldri, alinn upp í guðs- ótta og góðum siðum — hvað getur hann gert fyrir íslenzk- ar bókmenntir? Jökli Jakobs- syni fannst ómaksins vert að svara spurningunni með verk- legri tilraun- Og nú hefur á- rangurinn birzt alþjóð. Hvað er þá títt af þessari tilraun, skáldsögunni Tæmdum bikar ? Aðalpersónan er drengur utan af landi, Hróar Flosason, sem kemur til Reykjavíkur; lendir fyrst í vondum félags- skap og er rúinn inn að skyrt- unni, gengur síðan í gegnum hin ýmsu tilverustig borgar- iífsins, æ snauðari, æ vonlaus- ari. 1 sögulok hefur hann drukkið í botn bikar hverrar þjáningar. „Horna fjaraði ald- an ótt“. Sagan gengur skykkjum og ringjum, gerist í kippum og hnykkjum. Peningar Hróars Flosasonar eru snuðaðir út úr honum í einu vetfangi. Þegar frú Friðsemd fer að tala um fyrir drengnum, leiða honum fyrir sjónir syndir hans, þá gerist hann trúaður á samri stund. Hann aíkristnast jafn- skyndilega. Þegar tími ástar- innar rennur upp í lífi hans trúlofast hann í einum hvelli. Unnustan yfirgefur hann jafn- skjótlega og formálalaust. Hann kynnist Flokknum og Blaðinu á örfáum blaðsíðum- Kaflar söguhnar eru tiltölulega laust tengdir að öðru en því að Hróar Flosason er hetja þeirra allrm- í Þennan 17 ára rithöfund v£|ntar ekki viðliorf. En þau erju öll neikvæð. Hann. veitist hí rkaiega og af fullkomnu til- litsleysi gegn öilu og öllum', ocjj hann er afarréttskapaður til munnsins. Sagan er spánný, og í henni ganga aftur nýleg- ir atburðir í höfuðborginni. Verkfallið á veitingahúsunum í vetur gefur höfundi tilefni til að ráðast gegn verkfallsfor- ingjum, og gerir hann það raunar með nokkrum sársauka. Hann veitist grimmilega að heimatrúboði og sértrúarflokk- um. Hinir merku valdhafar okkar fá velútilátinn löðrung, og það má raunar geta sér þess til hvaðan höfundur hafi fengið léða suma drættina í mynd Jónatans Bambúls. Flokkurinn og Blaðið verður einnig fyrir hnútuköstum, en það er svipminnsti kafli bókar- innar •— hvað sem veldur. Yfir- leitt þarf þessi drengur ekki að láta segja sér hlutina, hann tnkur sína afstöðu einn og sjálfur; og það er víst til of- mikils mælzt að 17 ára dreng- ur hafi búið sér fastmótaða lífsskoðun. sé reiðubúinn að hefja stríð fyrir jákvæðri hug- sjón. Hitt er líklegt að þegar raaður er búinn að rífa heim- inn niður, þá hafi maður ein- hverja þörf fyrir að reisa hann aftur úr úrstum- Gállar seg- unnar verða vitasku'd auðrakt- ir til æsku höfundarins, og við skuíum vona'að þá sé rétt rak- ið. Það mun síðar köifia' í ljós — ef hann sigrast á þeim með árunum. - Það er tæpast mikill skáld- skapur í þessari sögu. Þess má enn geta að . höfundurinn cr undir áhrifum annarra rithöf- unda. Efnisválið minnir t.d. fast á Vögguvísu. Laxness rekur sums .staðár upp kollinn á þessum síðum. Meginkost- ur .sögunnar er sá að hún er þrungin ungu skapi, óstýrilátu æskufjöri, lifandi geðsmunúm. Það er gott veganesti þó það sé ekki. einljlítt. 1 Að öðú ' leyti verður ekki spáð fyrir þessum höfundi, hvorki vel né illa- En hann sýnist ólíklegur til að láta kveða sig niður. ................ B. B. sem er slæm, þar verður verk- færið ,,ryðskafa“ að „þjöl“. En þetta eru smámunir. Áður hefur komið út á ís- lenzku eftir Nordahl Grieg. sagan: ,,Vor um alla veröld“ og kvæði í snilldarþýðingu Magnús ar Ásgeirssonar skálds. Það stóð lengst af stormur um ritverk Nordahls Griegs eins og tíðast verður hlutskipti mikilla listamanna. En í heims- styriöldinni síðari þegar norska þjóðin barðist upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni, og þetta skáld stóð í eldinum og kvað réttlætinu sigurljóð, þá fyrst skildi „öll“ norska þjóð- in hvílíkan listamann hún átti í Nordahl Grieg. En heimurinn fékk ekki að njóta lengi þessa mikla lista- manns, hann var Skotinn niður yfir Ber'línarborg í hinum blóð- ugu átökum. En orð hans og nafn munu lifa svo lengi sem sönn, tær list verður einhvers metin. Jóhann J. E. Kúld. Gísli J. Ástþórsson birtir fimmtán smásögur í bók sinni Ugiur og páfagaukar. Það er á þeim rösklegur blaðamanr.a- stíll, og sumar þeirra eru ekki alls óskemmtiiegar ej: maður heimtar ekki af þeim annað en skað’ausa dægradvöl. Svo er til dæmis um söguna „Ég sé,' hvaö þér eigið við“ —: þar sem höfundur býður okkur upp á jafnágætt orð og Rétt- framtaisráð, að ógleymdri Gauf- og puðnefndinni þar sem hann sofnar í biðröðinni seinni part dags, en er líka, fremstur í röðinni þegar hann vaknar daginn eftir. í tveimur sögunum: Barn fyrir borð, og Uglur og páfagaukar, leitast höfundurinn við að ná sér á skáldskaparstrik. En honum skrikar þannig fótur á línunni að báðar sögumar verða dauf- ar og óljósar, hvorug þeirra I AukiB orSaforBann z Gefnar eru fjórar merkingar í hverju orði, þrjár rang- £ ar og ein rétt. Hver er sú rétta? ? Funi: A) gimsteinn, B) eldur, C) ofn, D) leir. Hallur: A) torfkofi, B) fiskþurrkunarhús, C) moldar- ? hnaus, D) steinn. í Búlki: A) Vöruhlaði, B) vagnstöng, C) poki, D) fjósbás. Keis: A) ístra, B) ostur, C) hákarl, D) bátur. i Unnur: A) steinn, B) ástmey, C) alda, D) orusta. \ Gýgur: A) tröllkona, B) hvalur, C) hrosshúð, D) op, > sem hraunleðja kemur uppum. \ Lungur: A) silungur, B) lax, C) hestur, D) naut. í Hjarl: A) ófriður, B) land, C) sxegglubbi, D) hárlubbi. \ Þeli: A) klaki, B) sótthiti, C) hósti, D) hnakkur. | Drös'uII: A) hestur, B) hundur, C) köttur, D) drengur. | Ljóri: A) gluggi, B) eldur, C) vindur, D) hestur. < Ben: A) sár, B)1 bein, C) steinvala, D) dauði. 4 Ráðningar í þriðjudagsblaði. Sælu vika Nær ókunnur höfundur, Ind- riði Þorsteinsson, vann í vor 1- verðlaun í smásagnasam- keppni Samvinnunnar, eins og þúsundkunnugt er orðið. Það kom mikill skriður á hann við þessa skyndilegu upphefð; og í haust kom út fyrsta bók hans, smásagnasafnið Sælu- vika. Það er víst umræddasta vika liðins árs, frægð og ræmd í ritdómum og auglýsingum — bæði áð verðugu og eins vegna þess að menn verða að hafa einhvern til að dilla öðru hvoru. Það e^ efnilegt einkcr.ni á þessum rithöfundi að hann cr bæði safaríkur og upprunaleg- ur. Undir sumum sögunum stendur Tungusveit hauslið 1951. Það var rétt að nefna ekki bæinn eða húsið, því það er nefnilega engu líkara en sögur hans flestar síu skrifað- ar undir berum himni, úti í guðsgrænni náttúrunni. Ber það hvort tveggja til að land- ið er ein höfuðpersóna í þess- um sögum og fólk þeirra er ekki stofufólk né stólsætur, heldur veðurbarðir útigangs- menn, eða sólbrenndar og fag- urbrúnar kaupakonur, eða öl- teitir vegavinnumenn. Blóðið í þeim er hárautt og fossandi. I hverri sögu koma fyrir meira og minna lioldlegar ástir, oft- ast meira. Jafnvel hanarnir og bolarnir eru hlac'nir þessum „náttúrleik", og það tekst ekki einu sinni að vana alla klár- ana, svo ]eir eru laungraðir fram á elliár. Fer þá raunar að verða vandséð hve efnileg- ur allur þessi safi er- verður minnisstæð.gþln að öðru leyti stílar höfundurinn mest upp á fyndnina. Elestar sög- TlPramhaJd á 6. síðu. * * Höfundur lýsir fólki sínu oftast með kaldranalegu glotti, ekki illyrmislegu, en nokkuð spotzku. Hann ber næmt skyn á sérkenni þess, og hann 4 til að lýsa því þannig, í fáum orð- um, að það rísi í ljósu líki af pappírnmn, enda má hann lík- lega teljast sæmilegur. Höfund- ur er sýnilega gæddur vakandi athyglisgáfu, og smáatvik segja stundum langa sögu. Hann lætur oft vaða á súðum í frásögn sinni, samtölin eru ioulega innblásin hreykilegum fítonsanda. Það gerast einnig atburðir sem benda t.il þess að höfundur hefði lagt stund á galdur og fjöikynngi ef hann hefði verið uppi á annarri öld. Þá ber þess enn að geta í þessu yfirliti að hann er nú þegar orðinn allvel ritfær, hef- ur eyra fyrir hljómi orða, nær stundum að segja ágæta hluti á látlausaan hátt: Og þarna í morgunsólinni hafði henni orð- ið svo annt um hann........hef- ur vald 'á harðvítugu samtals- formi, kann að mála landslag í Eáorðum setningum. Því fer að vísu fjarri að stíllinn sé hnit- miðaður, ýms tiltæki hans eru misheppnuð, eins og t.d, þar sem líkt er eftir fornlegri orð- skipan.Meiri hlutf setninganna í einni sögunni byrjar á Og — sem er ekki annað en apaskap- ur. Ekki má heldur gleyma því að liöfund brestur þekkingu á tungunni, málfræðilega þekk- ingu- T.d. kann hann ekki' a'ð beygja orðið ..mær“, en mað- i*r skyldi halda að það gæti komið sér illa fyrir þvílíkt ástaskáld. Ef vikið er að einstökum sögum þá þykir mér verðlauna- sagan þeirra bezt, einkum fyr- if það hvo lánlega hún er skrifuð. Auk þess ér hún vel byggð, og umleikin ilmhöfgum morgunblæ. Næstar í röðinni Fraimhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.