Þjóðviljinn - 06.01.1952, Side 5
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. janúar 1952
Sunnudagur 6. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
JUÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
B'.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torf i Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 16
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
,! Hin aigera geðveiki
Þegar gengislækkunin var samþykkt snemma árs 1950
skorti ekki fögur orð og fyrirheit. Hún átti aöeins aö
hækka dýrtíöina um 11—13%. Engu að síður átti hún
að bæta endanlega alla örðugleika útflutningsatvinnu-
veganna. gera togaraútgerð svo arðvænlega að hægt væri
að gera út gömlu togarana msð gróða og koma bátaút-
veginum á traustan grundvöll. Þá átti hún einnig a'ö létta
af þjóðinni sköttum þeim sem lagöir höfðu v.erið á vegna
fiskábyrgðarinnar, fyrst, og fremst hinum illræmda sölu-
skatti.
Aldrei hafa nokkrir spádómar verið hraktir jafn eftir-
minnilega af veruleikanum eins og þessir. Dýrtíðin hefur
nú þegar magnazt um 51% — samkvæmt hinni tvíföls
uðu gengislækkunarvísitölu. Allir hinir fyrri skattar hafa
ekki aðeins verið framlengdir, heldur hækkaðir um tugi
og aftur tugi milljóna. Og útflutningsatvinnuvegirnir
hafa aldr.ei staðið eins höllum fæti.
Um síðustu áramót, þrem ársfjórðungum eftir gengis
lækkunina, var svo komiö að bátaútvegsmenn sögðust
alls ekki taka í mál að gera báta sína út nema með veru-
legri fjárhagslegri aðstoö. Spámennirnir miklu lögðu á
ný höfuð sín í bieyti og fundu enn bjargráðið: meiri geng-
islækkun! Að þessu sinni skyldi hún þó ekki vera al-
menn, heldur ná til nokkurs hluta gjaldeyrisins, og var
það samkvæmt fordæmi sem áður hafði verið gefið af
fyrstu stjórn AB-flokksins.
Afleiðing þessarar nýju gengislækkunar varð hið stjórn
lausasta okur á mjög víðtæku sviði, en okurgróðinn rann
að minnstum hluta til útvegsmanna. Bróðurpartinn hirtu
heildsalarnir og Eysteinn Jónsson. Þjóðviljinn sýndi t.d.
nýlega fram á að 100 kr. verðmæti af bátavörum skiptist
þannig: Innkaupsverð 25 kr.; hlutur útvegsmanna 10 kr.;
aukagróöi heildsalanna 15 kr.; hlutí Eysteins Jónssonar
og fyrri verzlunarálagning 50 kr.! Misnotkunin á þessu
kerfi hefur v.srið alveg gegndarlaus og álagningin oft skipt
hundruðum prósenta. T. d. mun heildsali einn sem flutti
inn mikið magn af niðursoðnum ávöxtum í ársbyrjun
1951 hafa grætt á sendingunni eina milljón króna!
Um þessi áramót lýstu útvegsmenn enn yfir því að
þeir myndu ekki gera út nema með stórvægilegri fjár-
hagsaöstoð og bættu því við að aldrei hefði ástandið ver-
iö jafn ömurlegt og nú, tapreksturinn aldrei jafn augljós
cg stórfelldur. Spámennirnir miklu þekkja nú orðið
vandamálin og vega enn í sama knérunn, gengið er lækk-
að einu sinni enn, svo að nemur nýjum milljónatugaút-
gjöldum fyrir almenning.
Og þessi stórfellda árás á lífskjör almennings og heil-
brigt fjármálalíf .er gerð án þess að haft sé fyrir því aö
leggja hana undir Alþingi — á sama tíma og þing situr þó.
Ástæöan til þess er augljós. Bátagjaldeyriskerfiö er sem sé
alger lögleysa, og það var ekki talið þorandi að leggja
það undir Alþingi. Ríkisstjórnina klígjaði hins vegar ekki
við því að fremja upp á sitt eindæmi margföld lögbrot.
Er nú nokkur maður í landinu sem sér-ekki að veriö er
að steypa þjóðinni niður í botnlaust díki ófarnaðar og ráð-
kysis? Skattar ríkisins eru hækkaðir um tugi milljóna.
Álögur bæjarins eru hækkaðar um tugi milljóna. Hið
skipulagða okur er aukið um tugi milljóna. Aívirinufram-
kvæmdir innanlands eru skertar á markvissan hátt. Iðn-
aðurinn er í rúst. Gjaldþrot vofir yfir hundruðum smá-
framleiðenda, kaupmanna og millietéttarmanna. At-
vinnuleysið nær til þúsunda manna um land allt. Ofan
á öllu saman situr svo Eysteinn Jónsson bísþertur og á-
nægður: þaö varð þó alltaf gróði á rekstri ríkisbáknsins!
Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar séu orðn-
ir vitskertir. Aðgerðir þeirra stangast svo við venjulega al-
menna skynsemi aö undrum sætir. Helzta markmiö þeirra
viröist vera að steypa öllu efnahagskerfi landsins 1 rúst,
þannig að ekkert blasi viö nema bandarískj hreppurinn.
Og á þeim hreppi hefur ríkisstjórnin raunar lifað allt sitt
valdaskeið. Hún hefur þegiö 3—400 milljónir af marsjall-
fé — á sama tíma og fólkið í landinu hefur orðið fátækara
úg fátækara.
j Hrenær gerir þjóðin uppreisn gegn brjálEeðinu?
BÆJARPOSTIRINN
Þurrt land —
að heita má !
Það hefur oft verið sannað
að Islendingar drekki hlutfalls-
lega minna áfengi en flestar
aðrar þjóðir. Allar grannþjóð-
ir okkar hafa lengi skarað
langt fram úr okkur í þessari
grein. Nú hefur enn birzt
skýrsla . um þessi efni, í ný
komnum Þingtíðindum Stór
stúku íslands. Þar er frá því
skýrt að árið 1949 hafi Islend-
ingar drukkið 1 Vz lítra af 100%
áfengi á hvert mannsbam í
landinu. En þá drakk hver Norð
maður og hver Dani nær 3
lítra hvor, Bretinn rösklega sex,
Italinn nær 8:%. Frakkinn yfir
17 lítra. Það lætur nærri að
við lifum í þurru landi að því
ér áfengi varðar! Samt sem áð-
ur er það staðreynd að áfengis-
mál eru óvíða meiri vandamál
en einmitt hér, drykkjusjúkling
ar ráða yfir heilum bæjarhlut-
u í höfuðborg landsins, og af-
brot framin í ölæði mundu
seint talin. Mörgum mun koma
mjög á óvart að hlutfallstala
okkar í hinni alþjóðlegu sam-
drykkju skuli ekki vera hærri
en þetta. Við sem höfðum öll
skilyrði til að bera þar sigur úr
býtum!
• .
Fyrirkom'ulag vínsöl-
unnar.
Ósigur vor í þessari alþjóð-
legu samdrykkju stafar af því
að það er ekki nógu almenn
þátttaka í henni. Líklega em
fleiri bindindismenn á Islandi
en í nokkru öðru landi heims,
„að tiltölu við fólksfjölda".
Hér eru tugir þúsunda manna
sem aldrei smakka vín. Það em
hinir, nokkur þúsund, sem
drekka vinið. Hér á landi eru
menn sem fara upp í hundrað
lítra á ári. Það eru þeir sem
erfiðleikunum valda. Vandræði
okkar stafa að nokkru leyti af
geðveikislegu fyrirkomulagi á-
fengissölunnar. Við hér i Bæj-
arpóstinum erum bannfólk. En
það er bann á bannlögum, og
áfengi er selt í sérstökum vin-
verzlunum. Þar er fyrirkomu-
lagið þannig að yfirleitt er ekki
hægt að kaupa minni skammt í
einu en þriggja pela flösku,
sem er nógu mikið til að gera
heila fjölskyldu drukkna. Það
er auðvitað ekkert leyndarmál
að vín er varla selt í smærri
skömmtum en þetta til þess að
keypt sé sem mest, með því
áfengi hefur um mörg ár ver-
ið eitt helzta lífakkeri rikis-
sjóðs. Bæjarpósturinn er þeirr-
ar skoðunar að nauðsynlegt sé
að vín verði framvegis selt í
minni skömmtum en gert hefur
verið nú um sinn. Og það væri
áreiðanlega hollara fyrir stór-
drykkjumennina ef hægt væri
að fá það víðar en nú er, t.d.
ákveðinn skammt með mat á
veitingahúsum, eins og þeir
hafa það í Svíþjóð, þar scm
aldrei sést drukki-nn maður, og
drykkjumenn eru ekkert sér-
stakt vandamál.
Eitur.
En svo er annað atriði í þess-
um málum sem menn láta sér
óftast yfirsjást. Þao eru sjálf-
ar víntegundirnar sem hér eru
á boðstólum. Hér þömbum við
sýknt og heilagt brennivín, áka-
víti, svartadauða: eitur scm
ræðst af offorsi gegn líffærum
neytendanna. Við þekkjum ekki
hér að neyta léttra drykkja í
„skynsamlegu hófi“, þeirra
góðu vína sem einu sinni var
sagt að gleddu mannsins hjarta.
Þær tegundir sterkra vína sem
betri mega kallast eru seldar
hryllilega háu verði; svo við
höldum okkur að brennivininu
og dauðanum, þessu djöfullega
eitri, sem tutlar og rífur
menn sundur ögn fyrir ögn
og gerir menn að aumingj-
um á skömmum tíma ef
heppnin er með. Þegar menn
eru líka einu sinni komnir upp
á það að neyta sterkra og
bölvanlegra drykkja þá verða
menn sólgnari í þá en aðra
drykki sem ■,,notalegri“ eru og
minna krassandi. Ekki má held
ur gléyiha brennslusprittinu
sem selt hefur verið hér í einu
apótekinu, ég veit ekki hvað
lengi. Það er m.a. ætlað á prím-
usa, og mikið lifandis skelfing
hafa margir þurft að nota prím
usa hér í bæ að undanfömu.
Brennsluspritt er hið djöfulleg
asta eitur, og eyðileggur menn
á skömmum tíma. Og nú hef-
ur Bæjarpósturinn ekki meira
pláss að sinni, en það þarf að
taka áfengismálin á Islandi öfl-
.ugum tökum heldur fyrr en
seinna. Bann er bezt.
Ríkisskip
Hekla fór frá Revkjavik í gær-
kvöldi til Isafjarðar með við-
komu á Patrekstirði í suðurleið.
Esja er í Álaborg. Herðubref5 er
á Breiðfirði. Skjaidbreið er i R-
vík. Þyrill >»ár á Ujngeyri í gær ii
suðurleið.
Loftleiðir
1 dag verður tlogið til Vest-
mannteyja. \ morgun verður flog
ið til Akureyrar, Bíldudals, Isa-
fjarðar Patrck.-t'arðar, Veit-
mannaeyja og Þir.geyrar.
grét Onasch og Kristján Ágúst
Helgason, Njálsgötu 22.
Bóiusetning gegn barnaveiki
Pöntunum veitt móttaka þriðju-
daginn 8. þ. m-., kl. 10—12 f. h„
í síma 2781. — '
(3 / N Bergmál, janúar-
hefti þessa árs, er
A komið út. t heftinu
."%\<«S§i eru m. a. þessar
sögur: Fimm krón
ur, eftir Pethisk.
Grimuballið, eftir Niels Egon.
Munkarnir, sönn smásaga. Perlu-
festin, sömuleiðis sönn. Kaup-
mannsfrúin, eftir G. Beckius.
Kappleikurinn, eftir Baume. Lækn
isfrúin, framhaldssaga eftir May-
sie Greig. Þá er grein um Mario
Lanza, greinin Amerískir eigin-
menn búa við konuríki, Vísur
eftir Leif Leirs, spurningar. og
svör, krossgáta, skrýtlur og marg-
ar myndir. Ritstjóri er H. Her-
mannsson.
Rafmagnstakmörkun
Sunnud. 6. janúar: Hliðarnar,
Norðurmýri, Rauðarár.holtið, Tún-
in, Teigarnir, íbúðarhverfið við
Laugarnesveg að Kleppsvegi og
svæðið þar norðaustur af.
Húsmæðradelld' MIR
Barnaskemmtunin sem fresta
varð vegna rafmagnsskorts verð-
ur haldin í Góðtemplarahúsinu n.
k. mánudag, 7. jan., kl. 3 e. h.
• Þeir sem vilja geta fengið að-
göngumiða sína endurgreidda á
Snorrabraut 32, 1. hæð til hægri.
Fastir liðir eins og
venjulega. Kl. 11.00
Morguntónl. (pl.):
a) Kvartett í B-
dúr (K458)) eftir
Mozart (Léner-
kvartettinn leikur). b) Oktett í
Es-dúr op. 20 eftir Mendelssohn
(International strengjakvartettinn
leikur). 13.00 Erindi: Á eldflaug
til annarra hnatta; I. (Gísli Hali-
dórsson vélaverkfr.) 14.00 Messa í
kapellu háskólans (Ásm. Guð-
mundsson próf.) 15.15 Fréttaút-
varp til Islendinga erlendis. 15.30
Miðdegistónleikar: a.) Sinfóníu-
hljómsveitin leikur iög úr „Ný-
ársnóttinni" eftir Árna Björnsson;
höf. stjórnar. b) Islenzk lög (pl.)
c) 16.00 Lúðrasv. Rvíkur leikur;
Paul Pampichler stj. 18.30 Barna-
tími: í jólalokin (Baldur Pálma-
son): a) „Álfarnir og ferðamað-
urinn", leikþáttur eftir Böðvar
frá Hnífsdal (Börn úr Austurbæj-
arskólanum í Reykjavík flytja).
b) Úrslit atkvæðagreiðslunnar um
jólasveinana kunngerð. c) . Jóla-
sveinn og börn syngja jólaþulur
úr bókinni „Krakkar mínir, kom-
ið þið sæl“ eftip Þorstein Ö.
Stephensen. d) Ólafur Magnússon
frá Mosfelli syngur álfalög. 20.20
Kórsöngur: Karlakórinn „Þrest-
ir“ í Hafnarfirði syngur; Páll Kr.
Pálsson stjórnar ; við hljóðfærið
dr. Victor Urbancic (tekið á seg-
ulband á samsöng kórsins í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði í nóv. s. 1.)
a) Kaldalónskviða: 8 lög eftir
Sigvalda Kaldalóns, útsett fyrir
karlakór af söngstjóra „Þrasta",
Páli Kr. Páissyni. b) Fimm kón-
lög eftir Friðrik Bjarnason. 20.50
Þrettándavaka: Sænsk þjóðsaga,
íslenzk danskvæði og vikivakár,
þáttur úr Flateyjarbók og sögu-
ljóð (Hallgrímur Jónasson kenn-
ari, Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður og Broddi Jóhannesson
flytja). 21.40- Einsöngur: Anna
Þórhallsdóttir syngur; Páll ls-
ólfsson leikur með á orgel Dóm-
kirkjunnari 22.05 Danslög: a)
Gamlir dansar (pl.) b) 22.30 Út-
varp frá Hótel Borg: Hljómsveit
Carl Billich. c) 23.30 Nýir dans-
ar (pl.) 24.00 Dagskrárlok.
Framhald á 7. siðu.
Keres skákmeistari Sovét-
rikjaiana 1951
P#>#*>*^*#s#n##<#*>##>#n#>##s###^##s#s#s##s**#'
6.1,—1'52.
Nitjánda skákþingi Sovétrikj-
anna lauk með sigri eistlenzka
istórmeistarans Páls Keresar.
Hann hlaut 12 vinninga úr 17
skákum. Næstir honum voru tveir
ungir taflmeistarar, Heller og
Petrosjan með 11% vinning hvor.
Fjórði varð Smysloff með 10%
vinning, en fimmti Botvinnik með
10. Broristein varð 8 í röðinni og
htaut 9 vinninga.
Þetta er í fyrsta skipti að Ker-
es vinnur skákrneistaratign Sov-
étríkjanna, en þetta er engu að
síður einhver. mesti skáksigur
hans til þessa, því að sjaidan
eða aldrei hefur skákþing Sovét-
ríkjanna verið jafnvel setið. Hell-
er hlýtur stórmeistaratitil fyrir
afrek sitt, því að þetta er í ann-
. að sinn að hann kemst í eitt af
þremur efstu sætum á þessu skák
þingi á þremur árum. Hann er
ungur maðúr og sama er að
segja um Petrosjan, sem er ekki
nema 22 ára, en varð efstur á
undirbúningsmóti í Sverdlovsk
og.er skákmeistari Moskvu.
Ekki munu margir hafa búizt
við Botvinnik í fimmta sæti,
tveimur viriningum neðan við sig-
urvegarann, en það sýnir bezt,
hve hörð keppnin hefur verið.
Hann tapaði í 6. urnferð fyrir
Smysloff, merkilegri skák, er var
birt hér í þættinum milli jóla og
nýárs, en var engu að síður efst-
ur eftir 7 umferðir. Þá var stað-
an þessi: Botv. 5 vinn. Smysloff,
Heller óg Taimanoff 4% hver;
Keres og Kotoff 4 hvor.
Enn hefur ekki nema, lítið
frétzt af úrslitum einstakra
skáka, en Keres tapaði - að
minnsta kosti fyrir Kotoff og
Kopyloff.
Kotoff lagði bæði Keres og
Bronstein að velli. Skák hans við
Bronstein var einhver fjörugasta
■skákin, sem tefld var í fyrstu
umferðinni.
1 fjórðu umferð kom Keres
flatt upp á Heller með manns-
fórn og -vann. Sú skák fer hér
á eftir.
HELLER. KERES.
1. e2—e4 e7—e5
2. Rgl—f3 Rb8—c6
3. Bfl—b5 , a7—a6
4. Bb5—a4 Rg8—f6
5. 0—0 BfS—e7
6. Hfl—el b7—b5
7. Ba4—1)3 d7—d6
8. c2—c3 0—0
9. h2—h3 Rc6—a5
10. Bh3—c2
11. d2—d4
12. Rbl—d2
13. c3xd4
14. Rd2—fl
e%—c5
Dd8—c7'
c5xd4-
Bc8—b7
Ha8—c8
Þessi staða kom einnig -fram í
skák milli Boleslafskis og Ker-
esar á skákþinginu í Budapest j
fyrra. Boleslafski lék 15. Re3 og
framhaldið varð Rxe4 16. Rf5
Framhald á 6. síðu.
Skákáálkurinn
efnir til sam-
keppni
Á þessu ári ætlar skák-
dálkurinn að taka upp þá
nýbreytni að leggja þrautir
fyrir lesendur sína og veita
verðlaun fýrir lausnir. A8
sjálfsögðu verður fram-
kvæmdinni að einhverju
leyti hagað eftir undirtekt-
uni íesenda, en ætlunin er'
sú að ein eða tvær skák-
þrautir fylgi hverjum þætti,
og senda þátttakendur iausn
ir sínar til blaðsins og
liljóta stig fyrir réttar íausn
ir. Verða veitt tvö stig fyrir
iéttar þrautir, en meira fyr-
ir þær, sem þyngri eru.
Sá, sem fyrstur kemst upp
í 25 stig, hlýtur éinhverja
skákbók að verðlaunum, og
samskonar verðiaun hiýtur
sá, er fyrstur nær 50 stig-
um, 75 stigum o.s.frv.
Um Ieið og . maður fær
verðlaun, fellur hann niðúr
í núll og verður að byrja
frá grunni að nýju.
Til þess að gera iesendum
úti á landi jafnhátt undir
höfði og innanbæjarmönn-
um verður sá háttur hafður
á, að ekki þarf að . senda
lausnir nema einu sinni í
mánuði, fyrir fjóra dálka í
senn.
Reynt verður að hafa
þrnutirnar misþungar og
f jölbreytiiegar: skákdæmi,
þar sem hvítur á að knýja
fram mát í áliveðnum leik-
fjölda; skákþrautir, þar sem
á að sýna fram á vinnings-
eða jafnteflisleið fyrir hvitt,
eða jafnvel lok lir tefldum
skákuni. — Hér koma fyrstu
tvær þrautirnar.
ABCDEFGH
Hvítur mátar í öðrum leik.
ABCDEFGH
Hvítur á að halda jafntefli.
Hernumin þjóð hefur notið
: mikillar náðar og virðingar
um þessi jól, sem kveðja í dag%
Vestur í heimalandi guðs
minntust góðhjartaðir menn
þess er líða tók að hátíð að
hundruð herraþjóðarmanna
dvöldust sem frelsarar í
fásinni á ömurlegasta stað
heims, í nágrenni þeirrar
þorgar sem kölluð er Rinky-
dink. Var ekki talin vanþörf á
að gleðja þá og hressa, og á
síðustu stundu voru 27 mennta
skólanemendur frá Washing-
ton drifnir upp í flugvél til að
syngja fyrir hina fjarlægu út-
laga. Komust þéir farsællega
á leiðarenda og héldu uppi
söng og gleðskap um jólin. En
af mildi hjartans og kærleiks-
ríku hugarfari minntust þeir
þess að það þjuggu einnig
innþornir menn á þessari eyju,
fólk sem sennilega hafði aldrei
heyrt venjulegan skólakór
syhgja; og var það ekki ein-
- mitt í anda jólanna að gleðja
svo ólánsamt fólk og veita því
örlítinn smekk af menningu
heimsþjóðarinnar? Var því óð-
ar komið á framfæri hvílík
virðing væri tiltæk, og vakti
það auðvitað innilegasta jóla-
fögnuð á æðri stöðum. Var
Tónlistarfélaginu falið það
veglega hlutverk að koma
röddum skólanemendanna á
framfæri og brást það við í
samræmi við sómann. Voru
nemendurnir látnir syngja á
Hótel Borg og auk þess í Frí-
kirkjunni eins og vera bar um
gesti frá heimalandi guðs.
★
Því miður kunnu hinir inn-
bornu misjafnlega vel að
meta þá jólamola sem hrotiö
höfðu af menningarborði her-
námsliðsins, og létu sumir sér
fátt finnast um þennan ný-
stárlega þátt í starfsemi Tón-
listarfélagsins. Sjálfir tónleik-
arnir báru þess einnig merki á
sorglegan hátt. Það er auðvit-
að hvimleið. stórmennska að
kvarta undan því að ungling-
arnir létu hina innbornu biða
eftir sér í klukkutíma — marg-
ar óæðri þjóðir hafa orðið að
' bíða lengur eftir menningunni
— Ég verð að fara. Mér liggur á. Þeir tím-
ar eru löngu gleymdir, að ég dveldist tvær
nætur i senn undir sama þaki.
— Fara? Áttu þá crindi annarstaðar sem
ekki mega bíða? Hvert ætlarðu að 'fara?
— Ég veit það ekki. En það er þegar tekið
að birta af degi. Fyrstu lestirnar eru farn-
ar af stað. Bjöllur úlfaldanna klingja. Þeg-
ar ég heyri það hljóð get ég ekki setið
kyrr.
— Farðu þá, fyrst það liggur svona á
þér, sagði unga, fallega stúikan reiðilega
og reyndi að dylja tár sín. — En segðu
að minnsta kosti hvað þú heitir að lokum.
án þess að kvarta — en hitt' er
öllu lakara að ýmsir þóttust
hafa heyrt innborna skólakóra
syngja öllu skár. Og þegar
staðið var upp að vestrænum
sið undir hallelújasöng ung-
mennanna notuðu ýmsir tæki-
færið og settust ekki aftur. Er
vonandi að hernámsliðið mis-
virði ekki þennan . skilnings-
skort fruníitæðrar þjóðar, ekki
sízt þar sem þarna voru einn-
im menn senv nú loksins þótt-
ust hafa fengið að heyra hinn
eina sahna englasöng allelújá.
Meðal þeirra var einn af
starfsmönnum ríkisstjórnar-
innar, Bjarni Guðmundsson
blaðafulltrúi. Skrifaði hann
fagra grein í Morgunbíaðið og
lagði þar sérstaklega áherzlu
á þá náð sem hernumin þjóð
hefði orðið aðnjótandi: „Var
það fálleg hugmynd að syngja
éinnig fyrir Tónlistarfélagið".
Þessi sarni ágæti starfsmaður
ríkisstjórnarinnar birti raun-
ar viðtal við sig í Morgunblað-
inu í surnar um frönsk stjórn-
mál og gaf síðar þá skýringu
að rétt merking fengist í við-
talið éf það væri skilið þveröf-
ugt við orðanna hljóðan. Von-
andi á það ekki við um hina
nýju grein.
En það var ekki aðeins að
Tónlistarfélagið gæti nú loks
komið verðugri hljómlist á
framfæri við meðlimi sína,
heldur vermdi náðarsól sú sem
um getur í sálminum her-
numda þjóð enn innilegar.
Skömmu fyrir jól var her-
námsliðinu fengið nýtt hlut-
verk, að þessu sinni við and-
lega vernd landsins. Fengu
hermennirnir fyrirmæli um
það frá McGaw að skrifa nú
stíla um mæður sínar og skyldi
ein þeirra síðan valin sem
jólagestnr hernámsliðsins. Var
gengið að stílagerðinni af her-
mannlegu kappi, og neyttu
menn allra ráða til að höndla
andann; m. a. leituðu nokkrir
hermannanna upp að Kolvið-
arhóli og minntust þar mæðra
sinna á sérstæðan hátt fjarri
skarkala þéttbýlisins. Er ekki
að efa að stílarnir hafa orðið
minnisstæð menningarafrek
og þáttur í þeirri andlegu vörn
landsins sem ekki er síður mik-
ilvæg en sú líkamlega. Því
rniður hafa þeir ekki enn birzt
okkur innbornum, en heyrzt
hefur að Bókfellsútgáfan hafi
þegar tryggt sér útgáfuréttinn
hérlendis.
★
Ekki er vitað samkvæmt
hvaða kerfi jólamóðir her-
námsliðsins var valin, en
væntanlega hefur verið höfð
hliðsjón af því hver bezt
myndi þola vist á ömurlegasta
stað heims. Var frú Butler frá
Inuiana-ríki kjörin og kom
hún hingað með hinum söng-
hneigðu menntaskólanemend-
um frá Washington. Hefur hún
eflaust unað sér vel með lönd-
um sínum við söng og gleð-
skap, dansað við McGaw og
neytt smyglaðra veitinga í mat
og drykk. En í hjarta hennar
var einnig rúm fyrir lítillæti
og náð hinnar miklu- hátíðar.
Hún minntist-þess að einnig
bjuggu innbornir menn á þess-
um hólma, enda er hún frá ríki
því sem kennt er við hina
fornu frumbyggja Ameríku, en
þeir hafa sem kunnugt er
flestum frumstæðum þjóðum
fremur notið blessunar vest-
rænnar menningar. Lét jóla-
móðir hernámsliðsins nú uppi
óskir um að sjá eyjarskeggja,
og var því þegar komið á
framfæri hvílík virðing væri
tiltæk. Var haldinn sérstak-
ur ráðuneytisfundur um málið
á jóladag, en ráðhei'rafrúnum
sex síðan falið að sjá um fram-
kvæmdir. Hófust þær þegar
handa og undirbjuggu góðan
veizlufagnað á fjórða dag
jóla í ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu, en Eysteinn lagði
fram ágætan skerf af tekjuaf-
gangi ársins til þess að veizl-
an yrði þjóðinni til sóma. Buðu
ráðherrafrúrnar tuttugu úr-
valskvinnum til fulltingis sér
til þess að jólamóðirin fengi
að sjá blómann úr íslenzku
kvenþjóðinni. Fór veizlan
fram með miklum skörungs-
skap og færðu ráðherrafrúrn-
ar jólamóðurinni þakkir sem
ágætasta fulltrúa þeirra banda
riskra kvenna, sem alið hefðu
syni til verndar fátækri þjóð
á ömurlégasta stað hnattarins.
Síðan komu ljósmyndarar á
vettvang og stjórnarblöðin
hafa birt myndir og miklar
greinar um þann sóma sem
þjóðinni hafi áskotnazt. Hafa
þau eftir móðurinni að hún
skuli segja frá því í Ameríku
að íslendingar séu eiginlega
fallegasta fólk.
★
Oss er kennt að jólin séu
haldin í minningu þess að
fyrir hálfri tuttugustu öld
fæddist sveinbarn í hernumdu
landi. Æðsti umboðsmaður
hernámsþjóðarinnar fagnaði
fæðingunni með barnamorð-
um; einnig þar fundust barns-
lík á víðavangi, enda þótt
menningin væri ekki komin á
það stig að hægt væri að vefja
þau inn í morgunblöð. Eflaust
hafa hernámskórar haldið uppi
söng um þær mundir og her-
numdar konur haldið herra-
þjóðarmóður veizlu, með-
an sveinninn amraði í
jötu þeirri sem innborin móð-
ir bjó honum í vöggu stað. —
Eftir þrjá mánuði minnumst
vér þess enn að sveinninn var
líflátinn, krossfestur, þrem
áratugum síðar samkvæmt
fyrirmælum hernámsstjórans
fyrir uppreisnartilraun gegn
hinu erlenda liði. Og ekki er
að efa að MaGaw hernáms-
stjóri vor tryggir íslendingum
einnig aðstoð til að minnast
þess at-
burðar á t
verðugan
hátt. *' ^ 4
►WWJ#####^##^###/####^##################*##*##**##***#*1^