Þjóðviljinn - 06.01.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. janúar 1952
Sælnvika
Framhald á 3. síöu.
mundu teljast Salt í kvikunni,
Skei'ð af 'silfri gjörð — þó háð-
ið 1 henni sé dálítið daufgerc
— og Kona skósmiðsins. Það
er "egiulega vel gerð saga.
nema ég skil ekki hvers vegna
síðasta blaðsíðan var ekki
strikuð út í próförk. Aðrar
sögurnar flestar eru meira og
minna óunnið hráefni- Tvær
þeirra, Selkollu og Vígsluhátíð-
ina, getur höfundur ekki botn-
að á sögulegan hitt, svo hann
skrifar bara ritgerðarstúf í
staðinn. Sagan Dalurinn er
sviplítil rómantík, en Rusl og
Sæluvika eru eins og óbeisiuð
vötn — renna a5 lokum út í
sandinn.
Margt í sögum Indriða Þor-
steinssonar bendir til þess að
lífsreynsla hans sé ennþá
hvorki djúp né auðug, kjmni
h'ans af fóiki séu einkum >á yf-
irborðinu. Víst er kynhvötin
merkileg hvöt, kyniífið mjög
athyglisvert líf. En þær bók-
menntir hafa iöngum verið
skammlífar- Þessi höfundur
spyr enn þeirrar spumingar
fyrst hvort mannlífið sé hon-
um heppilegt söguefni, hvort
hann geti nýtt manneskjur sem
sögupersónur. Allar sögur hans
fjalla um einstaklinga einvörð-
ungu, það örlar hvergi á þjóð-
lífi að baki þeim. Mannhygð
hans er hlutlaus, og það leika
tvímæli á eisku hans til fólks-
ins. Sæluvika verður ekki lang-
iíf bók fyrir eigin skuld. Sjálf-
ur má þessi höfundur ugga um
ódauðleik í bókmenntunum ef
honum tekst ekki að vikka á-
hugasvæði sitt langt út fyrir
þröng takmörk rúmfara og
holdástar. Skáld á að hjálpa
fólkinu, skýra öriög þess, leið-
beina því í lífsbaráttunni. Skáld
þarf að hafa markvísa stjórn,
j'ákvæð tök á hæfileikum sin-
um. Annars verður það bara
efnilegt. Frægð Indriða Þor-
steissonar yrði áreiðanlega von
svikin eftir aðra sæluviku —
þrátt fyrir allan safa.
B. B.
Bókmenntir
Uglur og páfagaukar
Framhald af 3. síðu.
umar eru ekki annað en skrýtl-
ur, og maður veit hvemig
kímninni reiðir af þegar hún
fer að teygja úr sér- Annars
er ekkert sérstakt um þetta að
segja, nema tvær skrýtluraar
em svo lélegar að það er full-
komlega forkastanlegt að eyða
undir þær pappír „á þessum
erfiðu tímum fyrir þjóífélag-
ið“. Þetta eru sögumar: „Litið
um öxl (án þess að snúa sig
úr hálsliðnum)", og „Jónmund-
ur Ferdinandsson og DjöfuII-
inn“. Seinni sagan á sjálfsagt
að vera djarfleg og hispurs-
laus, og þó um fram aílt raun-
hæf. En hún er ekkert af þessu.
Hún er einvörðungu dónaleg,
og geigar langt frá hverju
marki. Dónaskapur er aldrei
djarflegur. Enn sem komið er
vantar þennan höf. flest til að
vera skáld, nema hann er gædd
ur a’Imiklu ímvndunarafli og
hefur nokkra ritleikni til aö
fcera. En öll lífsskyggni og
mannúðleg alvara er honum
fjarlæg. Ilann hefur hættulega
gaman af íslenzkri fyndni.
Hann þarf að sjá sig um hönd
í því efni (án þess að snúa sig
úr axiarliðnum).
B. B.
NæturvörSur er í Ingólfsapótek)
— Simi 1330.
Næturlæknir er i læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sími 5030. ,
6'\ DAGUR
komin út úr herbergi sínu og slóst í-för með þeini.
Strax og fjölskyldan var setzt við borðið, var farið að tala
um ýmis mál sem voru ofarlega á baugi. Bella sem var aðal-
fréttasnápur fjölskyldunnar og safnaði bæjarslúðri í Snedecker
skólanum, sagði allt í einu: „Veiztu hvað, mamma? Rosetta
Nickolson, frænka frú Disston Nickolson, sem kom hingað frá
Albaný síðast liðið sumar — manstu ekki, hún kom kvöldið
sem við héldum skólaboð úti á grasflötinni — þessi ljóshærða,
rangeygða dóttir stórkaupmannsins þama yfir frá — hún er
búin að opinbera með Herbert Tickham frá Uticka, sem dvald-
ist hjá frii Lambert í fyrrasumar. Þú manst sjálfsagt ekki eft-
ir honum, en það geri ég. Hann var hár og dökkhærður, dá-
lítið iklunnalegur og hryllilega fölur, en afskapiega laglegur
-— alveg eins og kvikmyndaleikari."
„Þarna sérðu, frú Griffiths," skaut Gilbert inn í og sneri
sér að móður sinni. „Sendinefnd úr skóla Sneeker ungfrúnna
laumast öðru hverju í kvikmyndahús til þess að dýrka kvik-
myndahetjur.“
Allt i einu sagði Griffiths eldri: „Það kom dálítið skrýtið
fyrir mig í Chicago núna, og ég býst við að ykkur öllum þyki
fróðlegt að heyra um það.“ I Chicago tveim dögum áður hafði
hann af tilviljun hitt ungan mann, sem reyndist vera elzti
sonur Asa, yngra bróður hans. Og hann hafði ráðagerð á
prjónunum í sambandi við hann.
„Hvað er það, pabbi?“ spurði Bella strax. „Segðu mér frá
því.“
„Já, pabbi, leystu frá skjóðunni," bætti Giibert við, sem var
í talsverðum metum hjá föður sínum og var ævinlega frjáls-
mannlegur við hann.
„Jæja þá, þegar ég var í Chicago í Union League klúbbnum,
iiitti ég ungan mann, sem er skyldur okkur, systkinabarn við
ykkur krakkana, — elzti sonur Asa bróður mins, sem á núna
heirna í Denver. Ég hef hvorki séð hann né heyrt frá honum í
þrjátiu ár.“ ITann þagnaði og varð hugsi á svip. .
„Er það hann sem pródikar, pabbi ?“ spurði Bella og leit upp.
„Já, einmitt. Að minnsta kosti gerði hann það eftir að hann
fór að heiman. En sonur hans sagði mér, að nú væri hann hætt-
ur tþví. Mér skilst að hann starfi nú í Denver í sambandi við
eitthvert hótel.“
„En hvernig er sonur hans?“ spurði Bella, sem þekkti ekki
annað en vel búna unga. menn af auðugu foreldri, og fylltist
strax áiiuga. Sonur hóteleiganda að vestan!
„Frændi okkar? Hvað er hann gamall?“ spurði Gilbert strax
og langaði til að vita öll deili á honum.
„Þetta er mjmdarmaður, virðist mér,“ hélt Griífiths áfram
hugsandi og dálítið hikandi, því að hann var ekki enn búinn að
mynda. sér skoðun á Clyde. „Hann er aðlaðandi í útliti og kem-
ur vel fyrir — hann virðist vera á aldur við þig, Gil, og er
talsvert lík.ur þér — mjög líkur — augun, munnurinn og hakan
eru hin sömu.“ Hann virti son sinn rannsakandi fyrir sér.
„Hann er eilítið hærri en þú og virðist grennri, en ég veit þó
ekki hvort hann er það.“
Við tilhugsunina um frænda sem líktist honum í útliti — var
ef til vill alveg eins aðlaðandi — og bar sama nafn, fór lirollur
um Gilbert. Fram að þessu hafði hann í Lycurgus verið alþekktur
eem einkasonur cg erfingi flibbdverksmiðjanna að þriðja hluta
ef é’.'M meira. Og ef nú kæmi á daginn, að hann ætti frænda, ná-
skyldan frænda á svipuðu reki, sem líktist honum í útliti og
framkomu —- honum fannst tilhugsunin óbærileg. Ilonum var
strax Ijóst, að honum var illa við þennan frænda ( hann gat
ekki að því gert og skildi ekki hvers vegna).
„Hvað gerir hann núna?“ spurði hann stuttur í spuna og
rödd hans var dálítið gremjuleg, þótt hann reyndi að leyna
gremju sinni.
„Atvinna hans er nú ekki upp á marga fiska,“ sagði Samúel
Griffiths og brosti við. „Núna er hann vikadrengur hjá Union
League klúbbnum.á.Chicago, en hann er mjög prúður og aðlað-
andi piltur. Mér Teizt einstaklega vel á hann. Hann sagði mér
einmitt að hann hefði litla möguleika á frama þar sem liann
væri, og hann vildi gjarnan fá atvinnu við eitthvað sem gæfi
meira í aðra hönd og gæfi honum tækifæri til að verða eitthvað.
Ég sagði honum, að ef hann vildi koma hingað og freista gæf-
unnar.hjáokkur, þá gætum við ef til vill gert eitthvað fyrir hann
— gefið honum kost á að sýna hvað í honum býr, ef ekki an:iað.“
Hann hafði ekki ætlað sér að segja fjölskyldúnhi' þégár í
fatað, hversu vel honum hefðj litizt á frænda sinn, en — í stað
þess að bíða ;átekta og ráðfæra sig hvað eftir annað .við konu
?ína og son, hafði hann gripið tækifærið þegar það gafst hon-
um. Og þegar þessu var lokið, þá var hann ■ ánægður, því að
hann langaði til að liðsinna: Clyde á einhvern hátt, af því að
hana var &vo líkur Gilbert.
En Gilbert rann kalt vatn milli skinns og liörunds, og frú
Griffiths hafði svo miklar mætur á syni sínum ,að hún vildi
helzt að hann losnaði við all®. frændur og keppinauta, en Bella
og Myra urðu himinlifandi. Frændi þeirra, sem bar Griffiths
nafnið, glæsilegur og á aldur við Gilbert — tilliugsunin ein
vakti með þeim ánægju, en frú Griffiths, sem tók eftir gremju-
svipnum á Gilbert, var ekki eins hrifin. Gilbert myndi ekki
geðjast að honum. En hún bar fulla virðingu fyrir dómgreind og
skarpskyggni eiginmanns síns og sagði því ekki neitt. En
Bella lá ekki á skoðun sinni.
,,Ó, pabbi, ætlarðu ekki að láta hann hafa atvinnu?“ spurði
hún. „Þetta var gaman. Ég vona að hann sé laglegri en hinir
frændur okkar.“
,Bella,“ sagði frú Griffiths ávítandi, en Myra, sem mundi
eftir kauðalegum föðurbróður og syni hans, sem höfðu komið
í heimsókn til þeirra. frá Vermont, samsinnti Bellu með því að
brosa. En Gilbert var sárgramur og velti þessu fyrir sér fram
og aftur. Honum fannst hugmyndin einskis virði. „Auðvitað
rekum við ekki umsækjendur á dyr, ef þeir vilja læra þessa
iðngrein,“ sagði hann gramur.
,,Ég veit hvað þú átt við,“ svaraði faðir hans. „Auk þess er
þarna um frændsemi að ræða. Enda virðist mér pilturinn greind-
—oOo--oOo--oOo— —oOo— —oOo-oOo--oOo—
BARNASAGAN
SKESSAN Á STEÍNNÖKKVANUM
3. DAGUR
Þegar ekki sáfft lengur til nökkvans, fór sveinninn
kóngsson að hrína, og var bað hvort sem annað, að
tröllkonan lagði sig lítt til að hugga hann, enda
tjáði það ekki. Gekk hún þá með sveininn á handlegg
sér niður undir þiljur, þar sem kóngur svaf, ocr vek-
lii hann með hörðum átölum, að hann hirði ekki um,
hvernig um sig fari, þar sem hún megi vera ein með
son þeirra á þiljum uppi, en hann sofi og hrjóti og
öll skipshöfnin með honum; telur hún það mikla ó-
nærgætni og ofætlun af honum að láta engan ann-
an vaka hjá sér á skipinu, því fátt segi af einum,
enda sé nú svo komið, að hún fái með engu móti
huggað sveininn cg kysi því helzt að komazt þang-
að með sveininn, sem hann ætti að vera, og væri
bess nú kosíur, ef nokkur dugur eða dáð væri sýnd,
bar sem kominn væri blásandi byr. Sigurði kóngi
kemur það mjög á óvart, að drottning hans er svo
íasmikil og harðorð, er aldrei hafði eitt móðsyrði
til hans talað. Hann tekur þó ávarpi hennar með
blíðu, og þykir henni mikil vorkunn, þó hún sé
ömruleg. Ilann ’leitaðist við að hugga með henni
sveininn; en það tiáir ekki. Fer hann þá til og vek-
ur skipverja og biður bá taka til segla, því nógur
var byr kominn og beinn til hafna. Því næst var
siglt sem mest mátti, og segir ekki frá ferðum
beirra, fyrr en þeir komu við land, þar sem Sigurð-
ur átti fyrir að ráða; íór hann þá til hirðar sinnar,
og voru bar allir hryggir vfir fráfalli föður hans,
en glöddust, er þeir höfðu hann aftur heimt heilan
á hófi, og var honum gefið kóngs nafn, og tók hann
við ríkium. Sveinninn kóngsson numdi nálega
aldrei af hljóðum hjá móður sinni, frá því hann var
skilinn eftir einn hjá henni á þilíarinu, sem áður
er sagt, bótt hann væri áður mesta spektarbarn,
svo að kóngur varð að fá houm fóstru, einá' aí hirð-
meyjunum. Þegar sveinninn var til hennar kom-
inn, tók hann skjótt spekt sína aítur og hrna fyrri
værð. . ivaqiBví u
Nú er frá því að segja, að eftir sióf8fiM‘j-foiínst
kóngi sem drottning.væri mjög breytt ofðfhl,ftoörgr ;■
um háttum og það ekki til batnaðar. þinkitm þótti ■
honum hún; mikilfengari og stygglyndari ;og>róyi0'-. ■>
felldnari en hann átti von á. Þó virtist hún kurteis
og látprúð; en fljótt bar að því, að fleíírKerindu'