Þjóðviljinn - 20.01.1952, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 20.01.1952, Qupperneq 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Súnnudagur 2Ö. janúar 1952 Bæjarfréttir Framhald af 4. síðu. og Brahms. c) „Aladdin", svíta eftir Carl Nielsen (Tivoli hljómsv. í Khöfn; Christian Felumh .Hj.; 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Barna- tími (Baldur Pálmason): a) Otto Marteinsson leikur á munnhörpu. b) Guðmundur Þórðarsón frá Jónsseli les úr bókinni „Knútur og Herdís" eftir Johannes Bech. c) Viðar Alfreðsson (15 ára) leik- ur á píanó. d) Upplestur. 19.30 Tónleikar: Casals leikur á celló (pl.) 19.45 Auglýsingar. 20.00 Frétt- ir. 20.20 Sinfóníuhljómsveitin leik- ur lög eftir Jóhann Strauss; Al- bert Klahn stjórnar: a) Forleikur að óperettunni „Leðurblakan". b) Syrpa, af lögum úr óperettunni „Sígaunabaróninn". 20.45 Erindi: Dómkirkjan í Skálholti; fyrra er- indi (Magnús Már Bárusson próf.) 21.10 Tónleikar (pl.) 21.15 Upp- lestur: Smásaga eftir Loft Guð- mundsson (Edda Kvaran leik- kona). 21.35 Einleikur á píanó- Wilhelm Lanzky-Otto leikur: a) R'ondó nr. 2 í a-moll (K511) eftir Mozart. b) Þrjú intermezzi og rhapsódía í a-moll op. 79 nr. 2 eftir Brahms. 22.00 Fréttir og veðurfr. 22.05 Danslög (pl.) til 23.30. Útvarpið á morgun 8.00 Morgunútvarp. 9.10 Veður- fr. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. — 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18.10 Framburðarkennsla í ensku. 18.25 Veðurfr. 18.30 Islenzkukennsla; I. fl. 19.00 Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. Tónleikar. 19.45 Aug- lýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Lt- varpshljómsveitin; Þóraripn Guð- mundsson stj.: a) Lög eftir :s- lenzk tónskáld. b) Tveir menú- ettar eftir Karl O. Runólfssor. 20.45 Um daginn og veginn ' sr. Jakob Jónsson). 21.05 Tónleikar (pl.) 21.10 Erindi: Utanríkisverzl- un Islendinga á þjóðveldisöldinni; IIL (Jón Jóhannesson prófessorj. 21.40 Búnaðarþáttur: Framfa' afé- lag Hornfirðinga og Lónmanna, — frásaga eftir Þorleif Jónsson fyrrv. alþm. í Hólum (Haukur Þorleifsson aðalbókari flytur). -- 22.00 Fréttir og veðurfr. 22.10 „Ferðin til Eldorado", saga eítir Earl Derr Biggers (Andrés Krist- jánsson blaðam. flytur). IV. 22.3C Tónleikar: The Deep River Boys syngja. dægurlög (pl.) 23.00 Dag- skráilok. Helgidagslæknir er Eggert Steinþórsson, Mávahlíð 44. Sími 7269. — Kvöidvörður í læknavarð- stofunni Austurbæjarskólanum er Þorbjörg Magnúsdóttir. — Nætur- vörður er Jóhannes Björnsson. Sími varðstofunnar er 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. — Sími 1618. Krossgáta Lárétt: 1 seppa — 4 næ í — 5 króna — 7 yfir vatn — 9 tifa — 10 slag- brandur — 11 hríð — 13 eftir- herma — 15 tvíhljóði — 16 bónir. Lóðrétt: 1' 'hó — 2 þegar — 3 keyr — 4 veinda — 6 drasli — 7 hryggur — 8 dýr — 12 von — 14 fljót á Italíu — 15 sögn í nútíð. Lausn 6. krossgátu Lárétt: 1 mannleg — 7 át — 8 nótu 9 tak — 11 ann — 12 ýt — 14 ag — 15 ósár — 17 ás — 18 rok 20 skrafar. Lóðrétt: 1 mátt — 2 ata — 3 nn — 4 lóa 5 Etna ,— 6 gunga — 10 kýs — 13 tára — 15 ósk — 16 rof — 17 ás 19 K.A. 80. DAGUR SJÖTTI KAFLI Herbergið, sem Clyde tók á leigu þennan sama dag með að- stoð frú Braley, var í Thorpe Street, götu, sem var ekki mjög fjarri götunni sem frændi hans bjó við, en var þó eins og í öðrum heimi. Já, munurinn var nógu mikill til þess að auka á hug- myndir hans um sjálfan sig sem starfsmann hans og skyld- menni. Hip fátæklegu, brúnu, gráu eða rauðleitu hús, sótug og hrörleg — ber og lauflaus trén, virtust þrátt fyrir ryk og sót gefa vonir um væntanlegt vor. En þegar hann gekk eftir götunni ásamt frú Braley voru margir fölir og rytjulegir menn, stúlkur og gamlar konur sem líktust frú Braley á leið heim úr vinnu sinni í hinum ýmsu verksmiðjum handan við ána. Og við dyrn- ar tók fátækleg kona með hreina bómullarsvuntu yfir dökk- brúnum kjól á móti honum og frú Braley, og hún gekk á undan þeim upp í herbergi á annarri hæð, sem var hvorki of lítið né of fátæklegt — og það sagði hún að hann gætj fengið fyrir fjóra dollara án fæðis og fyrir sjö og hálfan með fæði -— og hann gekk að því, því að frú Braley áleit að betra byðist ekki annars staðar. Hann þakkaði frú Braley aðstoðina og ákvað að vera kyrr — og síðan át hann kvöldverð með nokkrum af- greiðslumönnum og verkamönnum, ein.s og hann hafði verið van- ur að umgangast í Paulina Street í Chicago, áður en hann fékk starfið hjá Union League klúbbnum. Eftir kvöldverðinn gekk hann eftir aðalgötum Lycurgusbæjar, en rakst ekki á annað en lítilsiglt veúkafólk, sem honum hefði aldrei dottið í hug að héldi sig á þessum götum á kvöldin — piltar og stúlkur, menn og konur af ýmsum þjóðflokkum — (Bandaríkjamenn, Pólverjar, Ungverjar, Frakkar, Englendingar — og flest þetta fólk bar á sér merki fáfræði, heimsku, smekkleysis og sljólei'ka — undir- heimafólk, sem hann hafðj aldrei séð áður. En í sömu götum og verzlunum, einkum þeim sem næstar voru Wykeagy Avenue sást þokkalegra fólk, sem starfaði sennilega í skrifstofum hinna ýmsu verksmiðja — snyrtilegt og f jörlegt fólk. Og Clyde ge'kk fram og aftur frá klukkan átta til tíu, og allt í einu hvarf allt fólkið af götunum, svo að þær voru auðar og tómar eftir, Og hann bar lífið hérna saman við lífið í Grein Eðvarðs Sigurðssonar Framhald af 5. síðu. Formaður og starfsmenn Dagsbrúnar áttu tvo viðræðu- fundi við fulltrúa togaraeig- enda eftir að bréfið var sent. Afstaða okkar Dagsbrúnar- fuiltrúanna var í stuttu máli þessi: Það kemur ekki til mála að ræða neina tilslökun frá kaup- gjaldsákvæðum samninganna. Við töldum óþarft að hefja vinnu fyrr en á venjulegum byrjunartíma, vegna þess a'ð ef svo margir togarar legðu héý upp að húsin hefðu nóg að vinna úr ættu jriau ailtaf fisk frá deginum áður til að byrja á. Ef þetta hins vegar slitnar í sundur, þá boða frystihúsin ekki verkafólk sitt fyrr en um hádegi þann dag, sem upp- skipun hefst að morgni. Við reyndum aí sýna full- trúum togaraeige'nda fram á hvaða erfiðleikar væru á að hefja vinnu kl. 6. Bærinn hef- ur þanizt út svo margir verka- menn eiga nú eins til tveggja klukkutíma gang frá heimiium sínum niour að höfn og yrðu því að leggja af stað til vinn- unnar kl. 4-5 að morgni. Og jafnvel þótt sérstakar strætis- vagnaferðir væru teknar upp fyrir þessa menn, þá yrði aldr- ei komið í veg fyrir, með því endemis skipulagsleysi sem ríkir á ráðningum manna til vinnu 'við höfnina, að mikið fieiri menn en vinnu gætu feng- ið myndu flyklgast niður_a5 höfn kl. 6 á morgnana. Aðalatriði málsins Ef hægt væri að tala um eitthvert -vandamá] við- losun togaranna hér, töldum við það vera, ef skipin þyrftu að stanza hér lengur en þann sólarhring, sem tilskilinn er í samningum sjómanna. Þetta litum við á sem aðalatriði fyrir alla áðila og töldum okkur reiðubúna að ræða málið á þeim grundvelli, ef á þyrfti að halda. I þessu sambandi gengum við inn á að ákveðin tala verkamanna mætti hefja vinnu nokkru fyrir kl. 8 (fyrir næturvinnukaup) við undirbúningsstörf svo sjálf uppskipunarvinnan gæti hafizt klukkan 8. Af fossu er ljóst að það er síður en svo að Dagsbrún hafi komið í veg fyrir að íogararn- ir iönduðu hér, enda er þa'ð aðal áhugamál verkafólks í bænum að togaramir leggi hér upp afla sinn. Um útgerðarmenn er það hins vegar vitað, að þeir voru miög tregir til að hefja þessar veiðar, enda hafa þær nú að mestu lagzt niður á sama tíraa og þurft hefði að margfalda þær. Verkamenn gruna út- gerðamenn um græsku Verkamenn gruna atvinnu- rekendur um græsku í þessu máli, þeir telja a'ð kröfur þeirra hafi haft tvennan tilgang: I fyrsta lagi, að nota sér neyð- arástand atvinnuleysisins til að ganga á rétt þeirra, og í öðru lagi, að koma sekt þeirra, sem raunverulega eiga sök á því að togararnir landa ekki liér og hundruð manna ganga nú at- vinnulausir, yfir á samtök. þeirra — Verkamannafélagið Dagsbrún. Eðvarð Sigurðsson. Chicago og Kánsas City. (Hvað myndj Ratterer hugsa, ef hann sæi hann núna — hið glæsilega hús frænda hans og verk- smiðju hans?). Honum geðjaðist vel að þessu öllu, af því að það var í svo smáum stíl — Lycurgus hótelið, bjart og glæsilegt og í kringum það var líf og fjör. Og pósthúsið og kirkjan með fal- legum turni, ásamt gömlum og sérkennilegum kirkjugarði við hliðina á bílasölu. Og á næsta horni var nýtt kvikmyndahús. Piltar og stúlkur, menn og konur voru á ferli til og frá, og Clyde varð víða var við ástleitni. Og yfir öllu þessi livíldi von, lífsgleði og æskublær — von og lífsfjör æskunnar, sem er und- irstaða alls sköpunarmáttar í heiminum. Loks sneri hann aftur heim á herbergi sitt í Thorpe stræti, anægður og hrifinn af þess- um nýju heimkynnum. sínum. Þarna yrðj gaman að eiga heima. Hin dásamlega Wykeagy Avenue. Hin stóra ver'ksmiðja frænda hans. Hinar fallegu og fjörlegu stúlkur, sem hann hafði scð á ferli. Á meðan hafði Gilbert Griffiths — faðir hans var á ferðalagi í New York, en það vissi Clyde ekki og Gilbert hafði ekkj hirt um að segja honuna það — sagt móður sinni og systrum frá því að hann hefði hitt Clyde, og þótt hann væri ef til vill ekki manna leiðinlegastur, þá virtist að minnsta kosti ekki mikið í hann varið. Þegar hann kom heim um hálfsexleytið og rakst á Myru, sagði hann: „Jæja, þessi frændi okkar frá Chicago birt- ist í dag." , ,,Jæja,“ sagði Myra. „Hvernig er hann?“ Faðir hennar hafði lýst Clyde sem greindum og prúðmannlegum ungum manni, en hún þekkti Lýcurgus og líf verkamannanna hér, og hún hafði furðað sig á því að Clyde skyldi vilja ’koma hingað. „Mér finnst ekkert sérstakt við hann,“ svaraði Gilbert. „Hann virðist hafa meðalgreind og er ékk; ólögulegur að sjá, en hann viðurkennir að hann hafi aldrei lært neitt. Hann er alveg eins og allir þessir piltar sem vinna á hótelum. Hann leggur víst allt upp úr fötunum. Hann var í ljósbrúnum fötum, með brúnt bindi, brúnan hatt og bnina skó. Bindið hans var of áber- andi og hann var í einni af þessum röndóttu skyrtum, sem voru notaðar fyrir þrem fjórum árum. Og fötin hans fóru ekki vel. Ég vildi ekki hafa orð á því við hann, af því að hann er nýkominn og við vitum ekki hvort hann ílendist eða ekki. En ef svo verður og hann ætlar að ganga hér um sem frændi okk- ar, þá verður hann að lækka seglin lítið eitt, annars bið ég gamla manninn • að tala við hann. Að öðru Ieyti býst ég við að hann geti orðið sæmilegur verkstjóri í einhverri deildinni þeg- ar frá líður. Hann gæti ef til vill orðð sölumaður með tíman- um. Eln ég skil ékki, hvers vegna honum hefur þótt ómaksins vert að koma hingað. Og ég er hræddur að gamli maðurinn hafi ekki gert honum nógu ljóst hvað hérna eru litlir mögu- leikar á að komast áfram fyrir aðra en taframenn.“ Hann sneri baki að arninum. ■ oOo— —oOo— ■ oOo— —oOo— —■oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN Sagan af Kolrössu krókríðandi 6. DAGUR Morguninn eítir er risinn snemma á íótum, tekur belginn á bak sér og heldur með hann heim ao karls- koti. Þegar hann var kominn æði-kipp írá hellinum, bykir honum belgurinn íurðu þungur, setur hann því aí sér og hvílir sig. Þegar hann er búinn að setja af sér baggann, segir önnur þeirra svstra: ,,Ég sé í gegnum holt og hæðir og helli minn." Þykist nú risinn vita, að Helga sjái til ferða sinna og segir: „Aldrei skal eg í belginn bauka, þó brotni í mér liryggurinn; glöggt er auga í Helgu minni, hún sér í gegnum holt og hæöir og helíi sinn.“ Síðan snarar hann belgnum á bak sér aftur; en þó kemur þar, að hann lýist í annað sinn og finnst belgurinn kynja þungur, setur hann af sér, og er hann heyrir: „Ég sé í gegnum holt og hæðir og helli minn," mælir hann sömu orðum og fyrr og heldur enn áfram. Þannig gekk og hið þriðja sinn, er hann hvíldi sig, að bæði heyrir hann hin;]SÖmu orð og hefur sömu ummæli sjálfur sem hið fyrsta sinn. Síðaii kernst: hann heim í kot og selur belginn í hendur karli og kerlingu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.