Þjóðviljinn - 22.01.1952, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.01.1952, Síða 7
Minningarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjó- manna fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: skrif- stofu Sjómannadagsráðs, Grófinni 1, sími 80788 (gengið inn frá Tryggva- götu), skrifstofu Sjómanna- félags Reykjavíkur, Alþýðu- húsinu, Hverfisgötu 8—10 Tóbaksverzluninni Boston. Laugaveg 8, bókaverzluninni Fróða, Leifsgötu 4, verzlun- inni Laugateigur, Laugateig? 41, og Nesbúðinni, Nesveg|l 39. I Hafnarfirði hjá V." Long. Iiúsgögn: Dívanar, stofuskápar, klæða- gkápar (sundurteknir), borð- stofuborð og stólar. Ásbrú, Grettisgötu 54. Ensk fataefni fyrirliggjandi. Sauma úr til- lögðum efnum, einnig kven- draktir. Geri við hreinlegan fatnað. Gunnar Sæmundsson, klæðskeri, Þórsgötu 26 a, sími 7748. Stofuskápar, Idæðaskápar, kommóður vallt fyrirliggjandi. Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1. Eðja h.f.( Lækjarg. 10. Úrval af smekklegum brúð- argjöfum. Skermagerðin Iðja, Lækjargötu 10. Myndir og málverk til tækifærisgjafa. Verzlun G. Sigurðssonar, Skólavörðustíg 28. Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Iðja h.f. Ödýrar ryksugur, verð kr. 928.00. Ljósakúlur í loft og á veggi. Skermagerðin Iðja h.f., Lækjargötu 10. Svefnsófar, nýjar gerðir. Borðstofustólar og borðstofuborð úr eik og birki. Sófaborð, arm- lar o. fl. Mjög lágt verð. skonar húsgögn og inn- :ingar eftir pöntun. Axel jóifsson, Skipholti 7, sími Daglega ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. KENNSLA Þýzkukennslan ;or byrjuð. Edith Daudistel, ILaugaveg 55, uppi. Gerizt áskrif- endur aS Þ‘ió<SvH}anum VINNA Gúmmíviðgerðir Gerum við allskonar gúmmí- ; kófatnað. Setjum rennilása á bomsur. Höfum fengið ; ifflað gúmmí, sem er ómiss i’.ndi í hálkunni. Allt á sama dað: Skóviðgerð — gúmmí- viðgerð. — Skóvinnustofan, Njálsgötu 25, sími 3814. Nýja sesidihílasiöðin. Aðalstræti 16 — Sími 1395 Athugið Tökum blautþvott, einnig gengið frá þvottinum. Sann- gjarnt verð. Allar upplýsing- ar í síma 80534. Sækjum — Sendum. Útvarpsviðgerðir Radíéviimusloían. Laugaveg 166. Sendihíiaslöðm Þór StMI 81148. AMPER H.F., raftækjavinnustofa, Þingholtsstr. 21, sími 81556 Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Ljósmyndastofa Laugaveg 12. Lögfræðingar: ^Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. Sími 1453. Innrömmum ^málverk, ljósmyndir o. fl. Ásbrú, Grettisgötu 54. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- «!giltur endurskoðandi: Lög-J fræðistörf, endurskoðun ogj fasteignasala. Vonarstræti 12. — Sími 5999. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvéla- viðgerðir. S Y L G I A Laufásveg 19. Sími 2656 IeiaosltI Þróttarar! 3. f.l, æfing í kvöld ikl. 7—S í Austurbæjarskólanum. Þjálfarinn. — Meistarar, 1. og 2. fl., mjög áríðandi æfing í kvöld kl. 8,30—9,20. Mætið allir. Stjórnin. Ármenningar Skíðamenn Munið skíðaleikfimina á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 8.— Áríðandi að allir !;mæti. Stjórnir Þriðjudagur 22. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (7 företar her- taha Esmailia 1 gær og fyrradag hefur brezkur her haft á valdi sínu egypzku borgina Ismailia við Súesskurð. Hafa hermenn ein- angrað hvert borgarhverfið af öðru og leitað í hverju húsi að vopnum og skæruliðum. I gær kom til vopnaviðskipta í graf- reit á útjaðri borgarinnar. Féllu þar fimm Egyptar að sögn Breta og segjast þeir hafa fund ið 2000 loftvarna- og s'krið- drekabyssukúlur í einni graf- hvelfingunni. í fyrradag var bandarísk nunna úr frönsku nunnuklaustri í Ismailia skotin til bana er IBretar og Egyptar skutust á. Kenna hvorir öðrum um að hafa skotið hana. Blað í Kairó, höfuðborg Egyptalands, skýrir frá því í gær, að Ibn Saud Arabíukon- ungur hafi borið fram mála- miðlunartillögu í deilu Breta og JCgvpta. Segir blaðið, að hann hafi undanfarið staðið í bréfa- skiptum við Truman Banda- ríkjaforseta um þessar tillög- ur sínar og hafi Truman lýst yfir samþykki sínu við þær. Tillögurnar eru sagðar á þá leið, að Bretar verði á brott með her sinn af Súessvæðinu en Egyptar gangi til hernaðar- samstarfs við Vesturveldin og fái vélknúin hergögn fyrir 30. 000 manna lið frá Bandaríkjun- um til að geta annazt varð- stöðu við Súesskurð. Efnahagszáðstefna Framhald af 1. siðu. fyrir þátttöku ítalskra lcaup- sýslumanna í ráðstefnunni í Moskva. Ráðstefnan í Moskva á að hefjast 3. apríl og tala þátttak- enda takmörkuð við 400. Á und irbúningsráðstefnu í Kaup- mannahöfn í vetur var ákveðið að á ráðstefnunni skyldi ræða afleiðingar hervæðingarinnar fyrir atvinnulífið og aukin við- skipti milli austurs og vesturs. Fimm menn fórnst Framhald af 8. síðu. við Þórkötlunesið. Nokkru síð- ar sást að kveikt hafði verið bál á þilfarinu. Var þá brugí- ið við með björgunartæki á tveim bi’.um, en vegna ófær'ðar komst ekki nema annar bíllinn eins langt og vegurinn nær út á nesið, en síðan tekur við stórgert hraun. Þegar menn svo komu út á nesið var Grindvíkingur horf- inn. Lík allra mannanna hafa fundizt. Brakið úr bátnum hef- ur einnig rekið, hefur hann brotnað í spón, enda er mjög slæmur staður þarna til að stranda: á, háir klettahryggir og djúpar gjótur á milli. Grindvíkingur var stærsti báturinn í Grindavík, 66 tonrf, smíðaður 1947. Áhöfn mun hafa átt verulegan hlut í hon- um. Framkvæmdastjóri var Svavar Árnason. Símasambandslaust var við Grindavík á laugardaginn og fór því fréttaritari Þjóðviljans í Keflavík til Grindavíkur. Var eindregið mælzt til þess við hann að fréttin um þetta sorg- lega slys yrði ekki birt í Þjóð- viljanum daginn eftir og var • orðið við þeim tilmælum. Skjaldarglíma Ármanns verður háð föstudaginn 1. febrúar n.k. Keppt verður um Ármannsskjöldinn, hand- hafi Rúnar Guðmundsson, Ármanni. Keppendur gefi sig fram við stjórn Glímufél. Ármanns fyrir 25. þ.m. Stjórn Ármanns. Yfir Mosfells- heiði Framhald af 5. síðu. bæinn en skildi hestinn eftir. — Hvernig leizt þér á snjó- bílinn ? — Hann hcfur reynzt sann- ur bjargvættur í vetur, komið margar ferðir með símamenn og aðra sem ekki hefðu kom- izt öðruvísi. Sími og rafmagn hefur alltaf verið að bila og hefði off ekki verið hægt að koma viðgerð við ef snjóbíllinn hefði ekki verið. Við þyrftum að eiga fleiri slíka. Þsír fjórðu Sjárlaga ... Framhald af 8. síðu. . „Fjarstæðukennd vopn.“ Eftir að Truman hafði sent þinginu fjárlagaboðskap sinn skýrði hann blaðamönnum frá, að hann myndi síðar biðja þingið að veita í vicbót fimm til sex þúsund milljónir dollara til smíði kjarnorkuvopna og yrði féð notað á næstu fimm árum. Kvað hann hér vera um að ræða ný „fjarstæðukennd vopn“. ASalfundur Sjó- mannafélagsiiis Framhald af 8. síðu. liðnu ári og hefur sjaldan heyrzt önnur eins eymd frá einni stjórn í verkalýðsfélagi. Aðeins einn fundur hafði verið haldinn á árinu, að öðru leyti hafði félaginu verið stjórnað með skrifstofumennsku og það lélegri. Gerður hafði verið einn kjarasamningur á árinu, hinn illa þokkaði farmannasamning- ur, einn kjarasamningur hafði fallið úr gild, samningur- inn um lúðuveiðar og annað eft ir þessu í þeim efnum. Fjár- hagur félagsins stendur höllum fæti og var um allmikinn tekju- lralla að ræða á árinu brátt fyr- ir góða innheimtu á félagsgjöld um, og um 25 þús. krcna te'kj- ur af aukameðlimum í félaginu, sem stjórn S.R. hefur í mörgum tilfellum meinað um að ganga í félagið, í algerri mótsögn við lagafyrirmæli. Meginhluti tekna félagsins fór í laun til stjórnar og starfs manna félagsins, sem þó liggur lítið eftir í starfi. Árgjald fé- lagsins var hækkað upp í 100 krónur. Á fundinum var enn fremur rætt um togarasamn- ingana, hafði stjórn fólagsin? fátt fram að bera í þeim efnum og voru menn litlu nær um gang þeirra mála af málflutn- ingi hennar. Samþykkt var þó að gerast aðilí. í samkomulagi þvi er samþykkt var á sjó- mannaráðstefnunni í haust. Á fundinum var ennfremur sam- þvkkt áSVorun til Alþingh um. að samþykkja togaravckulögin. Áburðarverk- smiðjan Framhald af 5. síðu. til 1948 hefur verið 14% til jafnaðar, en það svarar til nærri 4-földunar á hverjum áratug. Ef því sami vöxtur verður áfram eins og meðaltal- ið hefur verið 1922—1948 er þörf á að allt Sogið verði virkjað á einum áratug, enda þótt ekki komi til áburðar- verksmiðja. Má því svara spurningunni: tvímælalaust já“. Tvenns ltonar hætta, sem sósíalistar vildu fyrirbyggja. Þetta eru umsagnir þeirra sérfræðinga sem bezta höfðu aðstöðuna til að dæma um möguleika þá sem fyrir hendi eru í sambandi við raforkuna. Og samhljóða niðurstaða er sú, að nóg sé við alla raf- orkuna að gera þótt engin á- burðarverksmiðja komi til. Nú má vitanlega um það- deila, ef raforka er takmörkuð hvort fremur á að nota hana til þessa e'ða hins. Formælendur á- burðarframleiðslu geta auðvit- að sagt, og munu segja,, að hún sé svo nauðsynleg, að réttmætara sé að nota rafork- una til hennar en margs ann- ars. Hins vegar verður því ekki neitað, að til þess að á- burðarframleiðslan sé réttmæt, verður að vera a. m. k. nokk- urnveginn tryggt að aðstæð- urnar leyfi svo lítinn fram- leiðslukostnað sem kostur er. Sé þess eltki gætt getur fram leiöslan beinlínis orðið bjarn- argreiði við þann aðila, sem á að njóta hennar, þ. e. ís- lenzka bændastétt. Tillögur sósíalista hnigu að því, að stigið yrði stærra spor bæði í rafmagnsframleiðslu og áburðarvinnslu, svo hvorki væri sú hætta fyrir hendi að raf- magn þyrfti að skorta til ann- arra hluta, eða of lítil fram- leiðsla skapaði of háan fram- leiðslukostnað. Verður gerð grein fyrir þeim í næstu grein. Á. S. En vísað var frá tillögu um að skora á Alþýðuflokkinn og ' Sósíalistaflokkinn að sameinast um að koma fram vckulögun- um á Alþingi. Vakti málflutning ur Sigurjóns Á. Ólafssonar í sambandi við afgreiðslu þeirrar tillögu hina mestu furðu, en hann hélt í því sambandi eina hina 'kunnu æsingaræðna sinna um illsku kommúnista o.s.frv. og skoraði síðan á landherinn að fella þessa ótætistillögu kommúnista, sem var gert. AJlur bar fundurinn þess vott hve forusta félagsins er í mol- um og málflutningur þeirra hinn herfilegasti. Nokkrr sjó- menn er voru í landi tóku til máls á fundinum og deildu rök- visst á störf stjórnarinnar. Faðir minn, BJÖRN BOGASON, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðvikudag- inn 23. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hans, Þórsgötu 5, kl. 1 e.h. Jarðað veröur í gamla kirkjugarðinum. Fyrir hönd vandamanna, Klemens Björnsson Faðir okkar, PÁLL SIGURÐS SON frá Snotru, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 23. þ. m. kl. 1,30. Börn hins látna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.