Þjóðviljinn - 24.01.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.01.1952, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. janúar 1952 — 17. árgangur — 19. tölublað fflíiakkunnnf Félagar! Gætið þess a3 glata ekki ílokksréttindum vegna vanskila. Greiðið. því flokks- gjöldin skiivíslega í byrjun hvers mánaðar. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 f. li. og 1—7 e. h. Stjórnin. - » ■ Ag t % ' ^ . ? ' , ■ ..'-■ ■ * . - i -v -x- '*X' -HÍ- ;■*• -■■-: *'■ w •/ - ■“ | J. ■■ Öldum saman hefur fljótið Ilúæ í Kína jafnaðarlega flætt yfir bakka sína, eyðilagt uppskeru og drekkt mönnum og skepnum. I>að var ekki fyrr en alþýðuríki var stofnað í Kína sem gerð var gangskör að því að beizla fljótið. Með frumstæðum tækjum en því meiri eldmóði gengu hundruð þusunda manna að verki og á átta mánuðum var Iokið við að reisa 1800 kílómetra Ianga flóð- garða. Á myndinni sést hópur bænda á fljótsbakkanum fagna fullnuðu verki. Bandaríkin sögð vopna Kuomintangher í Burina Taliö er aö Bandaríkjamenn séu aö skipuleggja Kuomin tangher í noröurhéruöum Burnra. Allsheriarverkföil og vopna- viðskipti í borgum Túnis Ýfingar milli Frakka og Túnisbúa fara heldur vaxandi en minnkandi. Allsherjarverkföll standa yfir eða hafa verið boðuð í ýmsum borgum til að mótmæla aðförum frönsku nýlendustjórn arinnar og manntjón hefur orðið í viðureignum lögreglu Frakka ög sveita þjóðernis- sinna. Skipulögð barátta. Sú stefna franska landstjór- ans að láta vopnað lið skjóta niður fólk, sem safnaðist sam- an til að krefjast fullveldis fyrir Túnis, liefur orðið til þess að hópar þjóðernissinna hafa byrjað skipulagðar árás- ir á Frakka. I gær var fransk- ur undirforingi skotinn til bana í Túnis og þrír lögreglu- þjónar létu lífiS er þjóðernis- sinnar tóku á sitt vald lög- reglustöð í smábæ nærri Sousse, þar sem tíu manns féilu í viðureign í fyrradag. Þegar Frakkar sendu öfluga liðssveit á vettvang yfirgáfu þjóðernissinnar lögreglustöðina og höfðu tvo lögregluþjóna á brott með sér. Svik Frakka orsökin. f Sousse var allsherjarverk- fall í gær til að mótmæla árás Berfasf & bóða bóga Fréttaritarar í Saigon í Indó Kina segja, að þar sé ekki talið að sjálfstæðishreyfingin Viet Minh hafi staSið að fjölda sprengjutilræða, sem gerð hafa verið undanfarna daga, heldur hafi óánægðir menn úr trú- flokknum caodai verið þar að verki. Trúfélag þetta heldur uppi her, sem það hefur leigt Frökkum, en fyrir skömmu gerðu um 1000 menn~úr liðinu uppreisn og hafa lýst yfir, áð þeir muni taka upp baráttu bæði gegn Frökkum og Viet Minh. Frakka á fund Túnisbúa. Frönsku yfirvöldin hafa sett herlög í Sfax, þar sem verka- lýðssamtökin hafa einnig boð- að allsherjarverkfall. Forsætisráðherra hins valda- lausa ráðuneytis Túnisbúa Framhald á 7. siðu. Krefjíi Chur- chill sagna Miðstjórn Verkamannaflokks ins brezka samþykkti í gær að krefjast þess að Churchill for- sætisráðherra geri grein fyrir för simii til Washington strax og þing kemur saman í næstu viku. Sér í lagi vill miðstjórn- in fá að vita, hvað Ohurchill og Bandaríkjamönnum fór á milli varðandi Austur-Asíu. Sex ónpplýst sverting|amofó í Flórída á niniii ári' NEW YORK, (Telepress) Svertingjahjón, sem urðu fyrir sprengjutilræði á heim- ili sínu í Flórída á jólanóttina, eru nú bæði látin. Á jólanóttina varð mikil dynamit sprenging, sem tætti í sundur hús svertingjaieiðtog- ans Harry Moore. Hann lézt samdægurs en kona hans Harri- et lifði á þriíju viku eftir til- ræðið. Hafði mótmælt fyrri morðum. Moore var fulitrúi Fram- farasamtaka hörundsdökkra Bandaríkjamanna í Flórida og hafði barizt fyrir því að fá rannsökuð fyrri kynþáttamorð í fylkinu, sem með dauða þeirra hjóna eru orðin sex á rúmu ári. Enginn morðingjanna hef- ur þurft að svara til saka. Hermdarverkafélagið Ku Klux Klan veður uppi í Flór- ida. Fjórir hvítiþ menn drógu svertingjann Melvin Womack fram úr rúmi sínu, börðu hann og skutu til bana. Nokkrum vikum síðar fleygðu hvítir morðingjar líki svertingj- ans Willie Vincent út úr bíl. f marz 1951 myrti blóðþyrst- ur múgur svertingjapiltinn Ernest Thomas, einn af fjórum sem ákærðir voru fyrir að hafa nauðgað hvítri stúlku. Þegar Hæstiréttur Bandarikj anna hafði hrundiö sektardómi yfir þrem félögum Thomas skaut Wiilis McÓall iögreglu- stjóri einn þeirra, Sanuiel Shep herd, er hann var að flytja Jiann í járnum milli fangelsa. Moore hafði forystu fyrir til- raunum, sem gerðar voru til að fá McCall dreginn fyrir lög og dóm. Fyrir þá dirfsku urðu hann og kona hans að gjalda með lífi sínu. Truman forseti, sem hefur vald til að láta leynilögregluna taka að sér rannsókn þessara morða, hefur ekki hreyft til þess fingur. Fréttaritarar í Rangoon, höfuðborg Burma, segja að þar sé það liaft fyrir satt að bandarískar flugvélar flytji vopn og hernaðarráðunauta til Kuomintanghers, sem flúði inní Burma frá suðvesturhér- uðum Kína fyrir rúmu ári. Seg- ir sagan, að Bandaríkjamenn séu búnir að sameina hina Sigra þrátt fyrir morð og kúgun Samkvæmt síðustu fréttum af kosningunum til fylkisþings í Hyderabad í Indiandi hefur bandalag kommúnista og annarra vinstri flokka fengið 23 menn kjörna, Þjóðþingsflokkur inn, sém fer með stjórn í Ind- landi 41 og sósíaldemókratar sex. Kommúnistaflokkurinn er bannaður í Hyderabad og hundr uð stuðningsmanna hans sitja i fangelsi, Yfirvöldin liafa ekki skirrzf við að beita versta of- beldi í kosningabaráttunni, þannig s'kaut til dæmis lögregl- an í þorpinu Krishnapuram þrjá erindreka vinstribandalags ins til bana. amenn játa griðrof Bandaríska herstjórnin Kóreu játaði í gær að flugvél hennar hefði varpað snrengju á hlutlausa svæðið við Kae song en sagði að það hefði verið vegna þess að flugmað- urinn hefði stutt á rangan takka þegar hann ætlaði að losa sig við tóman benzíngeymi. Einnig sagði herstjórnin, að líklegt væri a'ð flugvél hennar hefði ráðizt á bílalest samn- inganefndar norðanmanna. Vishinskí heifir Araharikjum sfuSningi Sovéfrikjanna Vishinski utanríkisráöherra hefur lýst yfir, að Sovét- ríkin muni veita Arabaþjóöunum stuðning í frelsisbar- áttu þeirra. dreifðu herflokka í heila her- deild, sem búi sig undir her- hlaup inní suðvesturhéruð Kína frá stöðvum í Burma. Stjórnin í Burma hefur ekki neitt bolmagn til áð afvopna Kuomintangsveitir, sem þar leituðu liælis, því að hún hefur ekkert lið í landamærahéruðun- um og þar ríkir algert stjórn- leysi. Acheson neitar. Blaðamenn spurðu Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í gær hvað hæft væri í þessum fregnum frá Burma. Hann neitaði að nokkur fótur væri fyrir þeim og sagði að bandarískar flugvélar flyttu hvorki vopn né foringja til Kuomintangherflokkanna í Burma. ’ept aS bjarga f gær birti Kairóblaðið A1 Misri, stærsta blað Egyptal., viðtal sem fréttaritari þess hafði átt við Vishinski. Segir Vishinski þar, að sovétstjórnin muni leitast við að veita Araba ríkjunum pólitískan og efna- hagslegan stuðning í baráttu þeirra fyrir lausn undan öki heimsvaldastefnu Vesturveld- anna. Vishinski er farinn frá ?arís heim til Moskva. Brezkur her hélt í gær áfram húsrannsóknum í egypzku borg inni Ismailia við Súesskurð. Egypzki innanríkisráðherr- ann lýsti yfir í gær, að tími motmælanna væri nú liðinn. Stjórnin hefði í undirbúningi á- hrifaríkar aðgerðir til að svara villimannlegri framkomu Breta á Súessvæðinu en þó einkum í Ismailia, þar sem þeir hefðu gert konur og börn húsvillt, eyðilagt eignir manna og farið ránshendi. Á flóðinu í nótt, rétt eftir miðnætti, átti að gera tilrauu til þess að ná Laxfossi út. f gær og fyrradag var unr.ið að undirbúningi verksins. Kkristján Gíslason, vélsmiður og skipstjórinn á Laxfossi bafa haft forystu um undirbúning- inn. Vélbáturinn Aðalbjörg fór með dæiúr og örnur tæki á strandstaðinn. Varðskipið Þór Iiefur og verið þar, og ætiaði hann að gera tilraun til þess í nótt að ná sldpinu á flot. Kafarar hafa reynt að þétta Laxfoss, en hann var nærri hálfur á kafi, og aðstaða öll er þarna hin erfiðasta. Bretum bannað að skipta um vinnu 1 gær samþykktu fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðs- félaganna á Bretlandi nýjar reglur stjórnarinnar um vinnu- ráðningar. Þær hafa ekki ver- ið birtar en talið er, að þar sé starfsfólki í ýmsum iðn- greinum bannað að skipta um atvinnu. Flugvél ferst í útborg New York Bandarísk farþegaflugvél á leið frá Buffalo til New York fórst í gær er hún rakst á hús í Elizabeth, einni af útborgum New York. í flugvélinni voru 24 mcnn, sem allir biðu bana, og að minnsta kosti átta í hús unum. Meðal farþega var Ro- bert Patterson, fyrrverandi her málaráðherra Bandaríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.