Þjóðviljinn - 02.02.1952, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 02.02.1952, Qupperneq 8
rón krefisr stjórn Fulltruaráðs svarsl um Um síðustu helgi frömdu mennirnir er stóðu að B- og C-listunum í Dagsbrún, ABmennirnir og íhaldið í Full- trúaráði verkalýösfélaganna, einhver lúalegustu svik er trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna hafa framið, þegar þeir komu í veg fyrir að atvinnuleysingjafundurinn sem atvinnumálanefnd Fulltrúaráösins ætlaði að halda gæti verið haldinn. í fyrradag sendi stjórn Dagsbrúnar stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna eftirfarandi bréf: „Formaður Fulltráaráðsins hefur upplýst -við atvinnumála- nefnd verkalýðsfélaganna, að stjórn Fulltrúaráðsins liafi samþykkt að almennur verka- lýðsfundur um atvinnuleysis- rnálin, sem nefndin liafði á- kveðið að sangast fyrir fyrri hluta s. I. viliu, skyldi ekki haldinn. Vegna þessa viljum við taka þetta fram: Við teljum að stjórn Full- trúaráðsins hafi enjía heimild haft tll að ógilda samþykkt at- vinnumálanefndarinnar og að nefndin, sem byggist á frjálsu samstarfi verkalýðsfélaganna, hafi fullt vald til að gera þær ráðstafanir í atvinnuleysisbar áttunni, sem hún telur nauð- synlegar. Um leið og við mótmælum fyrrgreindum afskiptum Full- trúaráðsstjórnarinnar af störf- Furðuleg ráS- stöfun I gær kom I ljós að ein stofnun ætlaði ekki að verða við tilniælunum um að leggja niður vinnu í dag. Póstmenn fengu skipun um það frá póst- og símamála- stjóra að vinna allan dag- inn. — Póstmenn lýstu undr- un sinni á • þessu, en samt fékkst ekki önnur breyting á þessu en að þeim var skip- að að vinna til hádegis og eftir kl. 4. Er þetta enn furðulegri ráðstöfun þegar þess er gætt að póstur úr Gull- faxa var lesinn sundur í gær og flestallir vegir lokaðir, enginn póstur sem kallar að. um atvinnumálanefndar, sem við teljum að hafi haft skað- leg áhrif á atvinnuleysisbar- áttima, þá óskum við eftir svari við þeirri spurningu, hvort atvinnumálanefndin liafi ekki, að áliti stjórnar Fulltrúa- ráðsins, framvegis óskorað vald til ákvarðana í atvinnuleysis- baráttunni án afskipta ann- arra en þeirra verkalýðsfélaga, sem á bak við hana standa. Við óskum eftir svari ykkar í síðasta lagi n. k. laugardag, 2. fehrúar. Við þurfuni naumast að taka það fram, að félag okkar er reiðubúið að taka þátt í þeim kostnaði, sem leiða kynni af á- kvörðun nefndarinnar, svo sem greiðslu fyrir fundarhús og þess háttar“. Á laugardaginn var sam- þykkti atvinnumála.nefnd Full- trúaráðsins að halda atvinnu- leysingjafund. Sama daginn á- kvað stjórn Fulltrúaráðsins að þessi fundur skyldi ekki hald- inn. Sömu mennirnir og stóðu að þeirri samþykkt Fulltrúa- ráðsstjórnarinnar tóku að sér að útvega fundarhús, sögðu að það væri ófáanlegt og héldu samþykktinni um bann fundar- ins leyndri fram á þriðjudag. Á fimmtudagsmorguninn tiþ kynnti AB-blaðið að AB-flokk- urinn (!!) ætlaði að halda fund fyrir Dagsbrúnarkosningarnar — þótt sá fundúr væri ekki haldinn fyrr en síðar, og yrði AB-mönnum til verðskuldaðrar raunar og háðungar. Fulltrúi Norðmanna Torgeir Andersen-Rysst, sendi- herra Norðmanna , verður per- sónulegur fulltrúi H.H. Hákon- ar Noregskonungs við útför forseta íslands. Finnsk samninganeínd komin tii landsins 1 gær kom til Reykjavíkur finnsk samninganefnd til að ræða nýjan viðskiptasamning milli tslands og Finnlands. — Ragnar Smedslund deildarstjóri í finnska utanríkisráðuneytinu er formaður nefndárinnar, en með honum er Bertel Sjöberg forstjóri. Af tslands hálfu hafa verið tilnefndir sem samningamenn þeir dr. Oddur Guðjónsson vara formaður fjárhagsráðs, og er hann nefndarformaður, Sig- tryggur Klemenzsson fjárhags- ráðsmaður, Pétur Thorsteins- son deildafstjóri í utanríkis- ráðuneytinu og Jón L. Þórðar- son formaður Síldarútvegs- nefndar. Með hinni finnsku samninga- nefnd kom Erik Juuranto, að- alræðismaður Islands í Hel- singfors. — (Frá utanríkis- ráðuneytinu.) þlÖÐVILIINN Laugardagur 2. febrúar 1952 — 17. árgangur — 27. tölublað Ævintýrin gerast enn með þessari þjóð Söng sig frá Halamiðum til Milanó Unguz söngvari, Ketill Jensson, heldur sína fyrstu hljómleika í Gamla bíói á þriðjudaginn Ævintýrin gerast enn með þessari þjóð — þrátt fyrir allt. Eitt þeirra er að til landsins er kominn ungur íslenzkur söngv- ari, sem fyrir fáum árum var togarasjómað'ur á Halamiðum. Margir er til þekkja telja hann efnilegasta söngvara landsins. Þessi ungi söngvari, Ketill Jensson, er fæddur hér í bæn- urn og er nú 26 ára gamall. Hann var áður togarasjómaður, og einn sumardag á Siglufirði, þegar hann var síldveiðimaður, Fulltrúi Svía Sendifulltrúi Svía, hr. Leif Öhrvall, kemur fram við jarð- arför forseta Islands sem sér- stakur fulltrúi H. H. Svíakon- ungs. og flotinn lá í höfn, söng hann sig til Milano. Af t.ilviljun varð kunnáttumaður í söng áheyr- andi að song sjómannsins og vakti athygli annarra á rödd hans, Varð það til þess að hann fór í nokkra mánuði í söngnám hjá Pétri Jónssyni óperusöngv- ara 1947 og 1948, og nokkrir söngelskir menn mynduðu „hring“ til að styrkja Ketil til náms. Nokkurn tíma 1948 var liann einsöngvari hjá Karlakór Reykjavíkur, en í ársbyrjun 1949 fór hann til ítalíu og hef- u.r síðan stundað söngnám hjá kunnum söngkennara í Milanó, Albergoni að nafni. Auk hans hafa stundað nám hjá sama kennara Þuríður Pálsdóttir, Magnús Jónsson, Jón Sigur- björnsson, Ólafur Jakobsson, og Gunnar Óskarsson. I söngvaborginni Milanó, en þar er sem kunnugt er fræg- asta ópera heimsins: Scala- óperan, hefur Ketill dvalið í Framhald á 6. síðu. MÍR-fundur í Stjörnubíói kl. 2 á morgun ' 9* ð U SffiH is! SÉ t)r kvikmyndinni um Lettland, sem sýnd verður kl. 2 á morgun í Stjörnubíói. Stórkostlegar samgöngutruflaixir af völdum fannfergis I gær var unnið að snjóruðningi á aðalvegunum og um sex- leytið í gærkvöldi var stórum bílum orðið fært upp á móts við (Brautarholt á Kjalarnesi. Keflavíkurvegurinn var fær og ennfremur opnaðist fyrir stóra bíla til Grindavíkur og Sand- gerðis. Fyrir austan fjall voru vegir erfiðir og Flóinn mátti teljast ófær. Ýtustjóramir sem lögðu af stað héðan kl. 10 f.h. í fyrra- dag vor'u 10 klst. héðan suður að Kleifarvatni, komú þangað kl. 8 í fyrrakvöld og urðu þá að byrja á að moka ýturnar upp. Á leiðinni að Kleifarvatni var þýðingaríaust að reyna að ganga sökum ófærðar, eina ráð ið að iáta 10-hjóla bíiinn er þeir voru á troða niður ófærð- ina smátt og smátt. Til bæjar- ins komu þeir aftur kl. 4 fyrrinótt og lögðu af stað suð- Loftleiðir kætta fyrst um siirn Loftleiðir tilkynna á öðr- um stað í blaðinu i dag, að þar sem félagið telji skipt- ingu á flugleiðunum alger- lega ófullnægjandi fyrir sig hætti Loftleiðir fyrst um sinn innanlandsflugi. Srmiur á báru nefnist ljó'ðabók eftir Einar Braga, sem væntanleg er á markaðinn í lok febrúarmánað- ar. Fyrsta bók Einars Braga kom út árið 1950 og nefndist „Eitt kvöld í júní“. Voru það óbundnar impressjónir, „mynd- ir af fólki og náttúru, kvik- myndir og skyndimyndir, upp- drættir af lífi, teikningar af starfi“, eins og komizt var að orði í ritdómi um bóldna; en „Svanur á báru“ er fyrsta Ijóðab.ók' hans. Bókin verður aðeins seld til fastra áskrif- enda og kostar kr. 35.—. Tek- 'i'ð er á móti kaupendum í Bókahúð Máls og menningar, Lauga\egi 19. Atvinnuleysis- skráning Á mánudaginn hefst lög- boðin atvinnuleysisskráning í Reykjavík, og stendur þrjá daga. Fulltrúaráð verkalýðs félagaima heitir á allt at- vinnulaust verkafólk að mæta til skráningarinnar, hvort sem það er í verka- lýðsfélögum eða ekki, þar eð fátt mundi öflugra vopn í atvinnuleysisbaiiáttunni. — Fulltrúaráðið hvetur alla verkalýðsfélaga til að fá at- vinnulaust fóllt, er þeir þekkja, til að mæta við skráuinguna. V______________________ Erfiðir Riiólkurflutningar Væntanlega til rajólk í dag — Vz S á msða nr. 4 Væntanlega verður til mjólk í dag og verður skannnt- áður hálíur lítri út á miða nr. 4. Fóllt ætti að athuga aö mjólkurbúðir verða aðeins opnar til kl. 12 á hádegi í dag. Mjólkurbílarnir sem fóru héð- an austur kl. 1 í gær voru enn ekki komnir til Krýsuvíkur ikl. hálfsex síðd. í gær, þegar Þjóð- viljinn hafði tal af Arna Bene- diktssyni forstjóra Mjólkursam- sölunnar. Þá hafði heldur ekki sézt frá Krýsuvík til mjólkur- bílanná sém lögðú af stað að austan í gærmorgun, en hinsv. talið víst að þeir kæmust til bæjarins einhverntíma s.I. nótt. Mjólkurflutningar úr Borgar- nesi eru enn e’.fki komnir í fullt lag síðan Laxfoss strandaði, þannig var báturinn er átti að sækja mjólkina í gær enn ekki kominn kl. 6, en talið víst að hann kæmi í gærkvöldi. Auk þess var von á mjólk af Kjal- arnesi, Kjós og Mosfellssveit, en í gærdag kom mjólk aðeins úr Mosfellssveitinni. Standist þessar áætlanir kvað fram- kvæmdastjórinn enga hættu á mjólkurskorti í dag, og verður sem fyrr segir skammtaður hálfur lí'tri' út á niifia nr. 4 — og mjóikurhúðúiiiim lokað kl. 12 á hádegi. Munið atvinnaleysisskráninguna! Hun hefst á mánudaginn í Hafnarstræti 26 og verður frá 10—12 og 1—5 eftir hádegi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.