Þjóðviljinn - 05.02.1952, Síða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1952, Síða 1
SósíalisSar HaínarfiiSi Skemmtifundur með sam- eiginlegri kaffidrykkju verð- ur í Strandgötu 41 n. k. föstudagskvökl kk 9. Á fundinum fiytut Magnús Kjartansson erindi uin Egypíaíand, upplestrar verða, söngur og að iokuiu félagsvist. mæta (i\ skráningar Hin Iögboðna atvinnuleysisskránmg hófst í gær og fór fram í Hafnarstræti 20 á efri liæðinnL í gær munu innan við 180 manns hafa komið til skráningar. Fyrir nokkrti Iétu veriíalýðssamtökin fara fram rann- sókn á atvinnuástandinu innan 13 verkalýðsfélaga og kom þá í ljós að atvinnulausir menn Lnnan þessara fé- laga væru nær 1500, og síðan hel'ur atvinnuleysið ekkert minnkað. Það er gömul reynsla að ekki kemur nema lítill hluti atvinMuieysingjaiina tiJ hinnar lögboðnu skrántngar, og það er líka síendurfcekin reynsla að þær lágu og óraun- hæfu töiur nota stjórnarvöldin ætíð sem afsökun fyrir því að gera ekki neitt, eða a.m.k. aldrei neitt viðunandi tii úrbóta á atvinnuleysiriu. Þetta vita félagsmenn verkalýðsfélaganna ofurvel af reynslunni. Þess vegna mega þeir ekki sitja heima. Hver sá atvinnuleysingi sem situr heima og mætir ekki til atvinnuleysis- skráningarinnar er þar með að svíkja sjálfan sig, heimili sitt og stétt sína. Mætið því til skráningarinnar, þið sem eru atvinnulausir. Hún fer fram í Hafnarstræti 20, annarri hæð, frá kl. 10—12 og 1—5. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna: Atvinnuleysisfundur Stjóm og atvimiumálanefnd Fnlltzúazáðs verkalýðsíéiaganna koSa tii ALMENNS FUNDðR um atvinnumái í Iðné i kvöld kiukkan 8.30. Skorað er á allt verkaiéik í bænum að Ijöl- menna á fundinn. Stjórn og atvinnomáianeínd 15 Asíuríki kæra aðfarir Frakka í Tíinis fyrir SÞ Fimmtán Austurlandaríki hafa ákveSið að kæra Frakk- land fyrir öryggsráðinu. Sakarefnið eru aðfarir frönsku nýlendustjórnarinnar í Túnis undanfarið. Eindreginni kröfu Túnisbúa um fullveldi var svar að með því að handtaka leið- toga þeirra og gera þá útlæga. Þegar Túnisbúar héldu svo fundi og hópgöngur til að mót- mæla þessu gerræði, var franskt herlið látið skjóta á þá með þeim afleiðingum, að tugir manna hafa beðið bana. í hópi þeirra ríkja, sem bera fram kæruna, eru Arabaríkin sex, Indland, Pakistan, Indónes ía og Filippseyjar. Talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði í gær, að liún myndi bera þá vörn fyrir sig, að öryggisráðið hefði ekki vald til að ræða mál- efni Túnis vegna þess að það væri ekki ríki. Viðsjár héldu áfram í Túnis í gær. Tveir Túnisbúar voru drepnir í Túnisborg, er herlið skaut á hópgöngu. Brú nálægt Bizerte var sprengd í fyrrinótt. Við Sfax var handsprengjum varpað að frönskum herflokki. HLUTI AF ÞÚSUNDUM ÞEIM SEM SAFNAZT HÖFÐU SAMAN Á AUSTURVELLI TIL AÐ KVEÐJA FYRSTA FORSETA ÍSLENZKA LÝÐ VELDISINS ( Ljósm. Siguröur Guðmundsson) Þegar þjóðin kvaddi fyrsta forseta lýðveidisins Veður var stillt og bjart á l&ugardag þegar þjóð- in kvaddi íyrsta íorseta lýðveldisins hinztu kveðju. Fánar blöktu í hálía stöng hvarvetna, cg íánalitirn- ir voru óvenju skýrir og tærir með hvítan snjó að grunni. Laust efíir klukkan eitt fór fólk að safnast saman á Austurvelli og við götur þær sem líkfylgd forsetans átti að aka um, og að lokum höfðu safn- azt saman margar þúsundir manna til að voíta hin- um látna forseta virðingu og kveðju. Gjallarhornum hafði verið komið fyrir á Aust- urvelli og þar hlustaði mannfjöldinn þögull á minn- ingarkveðjurnar í Alþingishúsinu og Dómkirkjunni, látlausar, virðulegar og hlýlegar. Andi lýðveldis- stofnunarinnar var þjóðinni nákominn á þessari stund, blandinn trega. Að Bessastöðum Að forsetabústaðnum á Bessastöðum hófst húskveðja stundarfjórðungi fyrir kl. eitt. Voru þar einungis viðstaddir vandamenn og nánustu vinir, en engir opinberir fulltrúar, en hins vegar var athöfninni út- varpað. Kistan var í viðhafn- arsal forsetabústaðarins, sveip- uð íslenzkum fána. Athöfnin hófst á því að strokkvartett lék undir stjórn Björns Ólafssonar, bróðurson- ar forseta, en kór Bessastaða- sóknar söng sálminn: Ó þá náð að eiga Jesúm. Séra Bjami Jónsson vígslubiskup flutti hús- kveðju, en sóknarpresturinn, sr. Garðar Þorsteinsson söng ein- söng: Kom dauðans blær. Hús- Við vottum ríkiisstjórn íslands, Alþingi og íslenzku þjóðinni allri innilegt þakidæti fyrir samúó og hlýhug við andlát og útför SVEINS BIÖRNSSONAB, íorseta. Georgia Bjömsson, böni, tengdaböm og bamabörn. kveðjunni lauk á því að sókn- arkórinn söng: Góður engill guðs oss leiðir. Nánir vinir forsetans úr reglu frímúrara báru kistuna út af heimilinu en lögregluþjónar stóðu heið- ursvörð. Við hliðið stóðu með- limir Ungmennafélags Garða- hrepps heiðuxsvörð og kvöddu forseta með fánakveoju. I Alþingishúsinu Fólk hafði safnazt saraan á leiðinni frá Bessastöðum til Reykjavíkur til að kveðja fyrsta forseta lýðveldisins, og í Reykjavík skipti mannfjöld- inn mörgum þúsundum. Þeg- ar komið var að Alþingishús- inu gekk á undan líkfylgdinni hópur lögregiuþjóna undir stjóm Erlings Pálssonar yfir- lögregluþjóns, síðan fór flokk- ur skáta, en þeir mynduðu á- samt félagssamtökum í Reykja- vík fánaborg milli Alþingis- hússins og Dómkirkjunnar. — Lúðrasveit Reykjavíkur lék sorgarlög. I Alþingishúsinu höfðu safn- azt saman þingmenn, rikis- stjóm og fulltrúar erlendra ríkja og þjóðhöfðingja. Þang- að var kista forseta borin af försetum deildanna, fonnönnutn. Framhald á 3. síðu. FRÁ ATHÖFNINNI í DÓMKIRKJUNNI (Ljósm. Guðmundur Hannesson)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.