Þjóðviljinn - 13.02.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. febrúar 1952
1- ' - 5
Eftirþáíiki...
Framhald af 3. síðu
um þeirra eru aðeiris fimm
árum yngri en þau sjálf. Fatn-
aðúr iþeirra sumra er sniðinn
fyrir ■ hitabeltislönd. Manni
verður á að spyrja: livers-
vegna fara börnin beint úr
rúiriinu út í snjóinn, án þess að
klæða sig fyrst? Heyrðu litla
stúlka, af hverju ferðu ekki í
föt? En litla stúlkan hristir
bara öskugrátt hárið. Því börn-
um sem alast upp við kulda
og Seyru er yfirleitt heldur ó-
greitt um mál. Þau vantar
frelsið í sálina.
Það hlýtur að vera óskap-
leg synd sem þéssi börn eiga
að gjalda.
Svo ikoma útlendir menn til
landsins. Og við segjum þeim
að ef við legðum saman allar
borholurnar á Réykjum og
gerðum þær að einni, þá næði
hún gegnum jörðiriá, og þannig
mætti skaffa þeim heitt vatn í
Ástralíu líka. Þjóðleikhús höf-
um við, og háskóia, menningu
og alþing. Hins vegar kemur
það fyrir í hörðum vetrum að
framkvæmdirnar grafast undir
snjó, atvinnan verður úti í hríð-
inni. Og daglaunin villast fram
hjá vösuin okkar. Heima sitja
börnin og fá frost á diskana.
Hver er framtíð þeirra barna
sem nú vaxa upp köld og svöng
í þessum bæ? Það er til þess
ætlazt að þau verði misheppn-
uð æska, vansköpuð kynslóð.
Þeir sem ráða þessu þjóðfélagi
miðá athöfn sína við það að
þau snapi vín austur í Tryggva
skála eftir fjörutíu ár. Og
eætti sig við sitt daglega skip-
brot.
Enda skal verða nóg
brennsluspritt á prímusinn.
B. B.
Krossgáta
26.
í. 1 i 1 S <0
7 8
9 'O it
11 '3 'V
<S 'k
'} n <9
lo
Lárétt: 1 ljómar — 7 hefur ekki
8 hermann — 9 draup — 11 skóg-
arguð — 12 byrði — 14 tveir
samhljóðar — 15 mönnum — 17
fæði — 18 hnöttur — 20 huglaus.
Lóðrétt: 1 hrip — 2 hina — 3
tveir eins — 4 flakk — 5 saurgar
6' húsi — 10 hreysi — 13 völdu
15 slæm — 16 þhéytt — 17 skáld
19 upphafsstafir.
Lausn 25. krossgátu.
Lárétt: 1 frýði — 4 sá — 5 sé
7 sat — 9 elt — 10 aki — 11 ósk
13 af — 15 au — 16 ásinn.
Lóðrétt: 1 fá — 2 ýta — 3 is
4 skera — 6 élinu — 7 stó — 8
tak — 12 sói — 14 fá — 15 an.
SkautamétiS
Framhald af 8. síðu.
grímsson (Þrótti) 10:10,2. 3.
Björn Baldursson (SA) 10020,4
4- Hjalti oÞrsteisnons-mn,l
4. Hjalti Þorsteinsson (SA)
10:23,2. Hlupu þeir aliir undir
fyrra meti á þessari vegalengd.
Björn Baldursson er aðeins 16
ára og mjög efnilegur skauta-
hlaupari.
Stigafjöldi hæstu keppend-
anna er þessi að mótinu loknu:
Kristján Árnason: 228,317,
Þorsteinn Steingrímsson: 231,
006 og Björn Baldursson: 232,
507 stig.
99. DAGUR
sem vantaði einnig fleiri saumakonur. Og ef þær virtust hæfar
til að framkvæma stimplunina, vorur þær sendar til Clydes til
reynslu. En áður en Liggett sendi nokkra þeirra til Clydes,
skýrði hann vandíega út fyrir honum, eftir hvaða reglum þessar
bráðabirgðaráðningar og uppsagnir færu. Hversu vel sem ný
starfsstúlka reyndist, mátti aldrei gefa henni í skyn að hún
ynni nema sæmilega, þangað til búið var að fullreyna leikni
hennar. Það hafði ruglandi áhrif á þjálfun þeirra. Einnig var
óhætt að taka eins margar stúlkur og þörf krafði þegar svona
stóð á, og segja þeim síðan upp þegar annatímanum var lok-
ið — nema einhver sérlega dugleg stúlka væri meðal hinna
nýkomnu. Þá var yfirleitt ráðlegt að reyna að halda í ha-na,
annaðhvort með því að segja einhverri annarri upp eða flytja á
milli deilda, til þess að veita nýju blóði inn í fyrirtækið.
Daginn eftir komu. fjórar stúlkur sitt í hvoru lagi og alltaf
var Liggett í fylgd með þeim og sagði í hvert skipti við
Clyde: „Þessa stúlku getið þér ef til vill notað. Hún heitir
ungfrú Tyndal. Þér ættuð að taka hana til reynslu." Eða: „Þér
ættuð að athuga, hvort þér getið notazt við þessa stúlku.“ Og
þegar Clyde var búinn að spyrja þær spjörunum úr, um fyrri
vinnustaði þeirra, hvað þær hefðu lært, og hvort þær byggju
heima á heimilum sinum eða einar (Ver’ismiðjan tók síður
stúlkur sem bjuggu einar), skýrði hann út fyrir þeim starf
þeirra og launakjör og kallaði síðan á ungfrú Todd, sem fylgdi
þeim fyrst inn í almenninginn, þar sem yfirhafnirnar voru
geymdar, og síðan að einu borðanna, þar sem þerm var sýnt
hvað þær áttu að gera. Og svo var það hlutverlí Todd og
Clydes að fylgjast meo afköstum þeirra og hvort það væri ó-
maksins vert að hafa þær kyrrar í starfinu.
Að undanteknum þeim fáu stúlkum sem Clyde leizt vel á,
höfðu verksmiðjustúlkurnar yfirleitt fallið honum illa í geð.
Honum fannst þær flestar þunglamalegar og einfalaar, og
honum hafði dottið í hug hvort ekki væri hægt að ráða snotr-
ara kvenfólk. Því ekki það? Voru engar álitlegar stúlkur í
Lycurgus sem unnu í verksmiðjum? Þessar stúlkur voru flest-
ar handstórar, stórleitar með svera fætur. Sumar töluðu jafnvel
erlendmn hreim, voru Pólverjar eða afkomendur Pólverja og
áttu heima í fátækrahverfinu fyrir norðan verksmiðjuna. Og
þeim var öllum efst í huga að „ná í strák“ farar með honum
á dansleik og dálítið meira. Og Clyde hafði einnig tekið eftir
því, að bandarísku stúlkurnar voru allt öðruvísi, horaðri, tauga-
óstyrkari, fáskiptnar og gagnteknar hleypidómum hvað snerti
kynþætti, siðgæði og trúarbrögð, svo að þær komust ekki í
kynni við hinar stúlkurnar, hvað þá karlmenn.
En meðal nýju stúl'.manna sem sendar voru til hans næstu
daga, var loks stúlka, sem Clyde leizt betur á en nokkra aðra
sem hann hafði séð. Við fyrstu sýn virtist honum hún gáfulegri
og viðfelldnari — skynsamari — og þrátt fyrir yndisþokka
sinn var hún hraustlega vaxin og mjúk í hreyfingum. Hon-
um virtist hún hafa til að bera yndisþokka fram yfir allar hin-
ar stúlkurnar sem unnu þarna, angurværð og tilfinninganæmi,
sem blandaðist hugrekki og.einbeitni. En hún sagðist þó ekki
hafa neina reynslu af svona vinnu og vissi ekki hvort hún gæti
lært hana.
Nafn hennar var Róberta Alden og eins og hún sagði strax,
hafði hún áður unnið í lítilli sokkaverksmiðju í borginni Tripp-
etts Mills, fímmtíu mílum fyrir norðan Lycurgus. Hún var
með lítinn brúnan hatt, sem var engan veginn nýlegur og
hann slútti fram yfir andlitið, sem var smágert, reglulegt og
fallegt, umkringt gljáandi, ljósbrúnu hári. Augu hennar voru
gráblá og skær. Kjóllinn hennar var hversdagslegur og skórn-
ir slitnir, en sólarnir þykkir og sterklegir. Hún virtist hagsýn
og alvarleg en þó var hún svo fjörleg og hrein, vinnufús og
vongóð, að hann varð undir eins hrifinn af henni eins og Ligg-
ett, sem hafði talað við hana fyrst. Hún var bersýnilega fremri
öllum stúikunum sem þarna unnu. Og hann fór ósjálfrátt að
hugsa um hagi hennar meðan hann talaði við hana, því að
hún virtist svo eftirvæntingarfull og taugaóstyrk yfir þessum
spurningum, eins og þetta væri mjög merkilegur atburður í
lífi hennar.
Hún sagði að fram að þessu hefði hún átt heima hjá for-
eldrum sínum í nágrenni borgar sem hét Biltz en byggi nú hjá
vinum sínum í þessum bæ. Tún talaði svo hreir.lega og opinskátt,
að Clyde fylltist samúð með henni og langaði til að hjálpa
henni. En um leið fannst honum sem hún væri of góð til að
vinna störf af þessu tagi. Augu hennar voru opinská, blá og
greindarleg — varir hennar, nef, eyru og hendur svo nett og
geðþekk.
„Og þér ætlið þá að setjast að í Lycurgus, ef þér getið fengið
vinnu hér?“ sagði hann til þess eins að geta haldið áfram að
tala við hana.
„Já,“ sagði hún og horfði beint á hann.
„Og nafn yðar var?“ Hann tók skrifblokk.
„Róberta Alden.“ . '
„Og heimilisfang yðar ihér?“
„Taylor stræti 228.“
„Ég veit ekki einu sinni hvar það er,“ sagði hann við hana,
af því að hann hafði ánægju af að tala við hana. „Ég er
sjálfur nýkominn hingað.“
Seinna fór hann að velta því f>Tir sér, hvers vegna hann hefði
strax farið að segja henni þetta um sjálfan sig. Siðan bætti
hann við: „Ég veit ekki, hvort herra Liggett hefur skýrt fyrir
yður starfið hérna. En þetta er ákvæðisvinna, skiljið þér, þessi
stimplun á flibbunum. Ég skal sýna yður það, ef þér viljið gera
svo vel að koma með mér.“ Og hann gekk á undan henni að
einu borðinu. Fyrst' lét hann hana virða fyrir sér hvernig
stimplunin fór fram án þess að kalla á ungfrú Todd, og síðan
tók hann upp einn flibbann og hélt áfram að gefa henni upplýs-
ingar um allt sem hann vissi.
Um leið var hann dálítið feiminn og vandræðalegur vegna
áhugans í svip hennar, meðan hún horfði á hann og athafnir
hans. Það var eitthvað rannsakandj og stingandi í augnaráði
hennar. Þegar hann var aftur búinn að skýra út fyrir henni,
hversu mikið borgað var fyrir hvert knippi og hve mikið sum-
ar unnu sér inn og hve lítið aðrar fengu, kallaði hann á ungfrú
Todd, sem fór með hana fram í almenninginn, þar sem hún gat
hengt frá sér hatt sinn og yfirhöfn. Og brátt sá hariri, að hún
kom aftur og Ijóst hárið lók um enni hennar, kinnar hennar voru
rjóðar og augu hennar áköf og alvarleg. Og hann sá að hún
bretti upp ermarnar að ráði ungfrú Todd, og þá komu í ljós
fallegir handleggir. Svo tók hún til starfa og Clyde sá af
hreyfingum hennar, að hún gæti unnið bæði hratt og örugg-
lega. Því að henni virtist mikið í mun að fá þessa stöðu.
Þegar hún var búin að vinna um stund, gekk hann til henn-
ar og horfði á hana meðan hún tók upp flibbana og stimplaði
þá og fleygði þeim síðan - til hliðar. Og hún var nákvæm og
fljótvirk. Og svo sneri hún sér að honum andartak og brosti
til hans, sakleysisleg og hugrökk, og hann endurgalt bros
hennar með ánægjusvip.
—oOo— ■—o Oo— —oOo—- —o O o— —oöo— —oOo— —oOo—*
BARNASAGAN
JVeyttu, á meðan á nefinii * “
2. DAGUR
Þegar kerling er búin með þetta srnjör, segir hún
karlinum: ,,Kallað er í kóngsríkinu enn, og er ég
enn beðin að koma og halda þar barni undir skírn."
„Far þú þá,” segir karl. Kerling fer og segist eiga:
að sækja smjör. Tók hún nú svo mikið, að hún sá
í löggina. Þegar heim kom, spyr karl, hvað barnið
heiti. Kerling segir: „Lögg heitir Ijót mær.”
Nú leið og beið, þangað til kerling var enn orðin
smjörlaus. Þá segir hún við karlinn: „Kallað er í
kóngsríkinu enn." „Á hvern og til hvers?” spyr
karl. „Á mig til að halda barni undir skírn,” segir
kerling. „Far þú þá," segir kariinn. Kerling fer
og segir sem fyrr í kóngsríkinu, að hún eigi að
sækja smjör. Tekur hún þá allt, sem eftir var í
tunnunni. Þegar hún kom heim, spurði karlinn,
hvað barnið héti. „Botni heitir burðugur sveinn,"
segir kerling.
Nú líður og bíður fram á útmánuði. Þá fór að
verða hart í búi hjá karli og kerlingu. Þá segir
karlinn við kerlingu sína, að nú sé bezt að sækja
smjörtunnuna í kóngsríkið. Kerling fellst á það, og
fara þau nú bæði og segjast ætla að sækja tunnuna
sína. Þeim var íengin tunnan, og sáu þau, að um-
búðirnar voru óhaggaðar. Velíu þau nú tunnunni
heim til sín og inn í kotið. Opnaði karlinn nú tunn-
una, en þá var hún galtóm. Karli bregður heldur
en ekki í brún og spyr kerlingu sína, hvernig á
þessu muni standa. Hún lézt nú ekki verða síður
hissa á þessu en hann og þóttist ekkert skilja í,
hverjum brögðum þau væru beitt. En í sama bili séc