Þjóðviljinn - 16.02.1952, Qupperneq 3
Laugardagur 16. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Hjalmar Andersen setur nýtt ævin-
áisfflet -102
Osló í janúar.
Hinn 9. og 10. f.m. var al-
þjóðlegt skautamót í bænum
Hamri í Noregi. Þetta var
keppni milli Norðmanna ann-
ars vegar og „alls heimsins"
hins vegar. Veður var svo gott
sem á varð kosið, glaða sól-
skin og lítið frost, svo að ís-
inn var hreinasti „olíuís“ á
borð við Davos og Alma Ata.
Hinn ósigrandi skautakóngur
Hjalmar Andersen hafði ekki
ætlað að taka þátt í öðru en
500 m hlaupi að þessu sinni,
var ákveðinn í að hvíla sig nú
eftir eitt hið harðasta keppnis-
programm í manna minnum síð
ustu vikurnar. En þegar Hol-
lendingurinn Kees Broekman
hafði á laugardaginn hlaupið
5000 m á svo frábærum tíma
sem 8,11 mí* — Norðmönnum
almennt til stórrar skelfingar
— gat „Hjallis" ekki staðizt
mátið og skellti sér í 10 000
metrana á sunnudag. Hann
hafði sett upp áætlun um að
hlaupa á 16,48 mín (3 sek betri
tíma en hið hálfsmánaðar-
gamla heimsmet hans), en
fljótt varð Ijóst, að hann
myndi fara langt framúr þeirri
áætlun. Barinn áfram — bros-
andi einsog endranær — af
villtum lirópum 7000 áhorfenda,
sterkari og mýkri en nokkru
sinni brunaði hann í mark á
16 mín 32,6 sek, sem er 19 sek.
betra en hið hálfsmánaðar-
gamla met hans, og er alveg
ótrúlega góður tími. Kees
Broekman hljóp á 16 mín 56,3
sek, sem líka er afburðatími,
eða þriðji bezti, er náðst hefur
á þessari vegalengd.
Annars eru N»iY*menn að
verða alláhyggju'fullir útaf
skautahlaupunum á ólympíu-
leikunum. Það er nefnilega svo
langt bil á milli „Hjallis“ og
hinna Norðmannanna, og inní
þetta bi] storma nú ýmsir út-
lendingar svo sem Broekman
Lamrnie, Finnlandi, Huiskes
Hollandi, Asplund, Svíþjóð o.
fl. — Nokkur sárabót er þó, að
allt útlit er á, að Norðmönn-
unum Finn Helgesen og Sig-
mund Söfteland muni takast að
slá Ameríkanann Ken Henry á
500 m. — Á 1500 m er Vim
van des Voost, Hollandi, talinn
mjög sigurviss, en honum er
þó fast fylgt eftir af Norð-
mönnunum Ivar Marthinsen,
Roald Aas og Hroar Elvenes.
Gallinn er bara sá, að norsku
skautahlaupararnir hafa keppt
svo alltof mikið síðan um nýjár,
iðulega tvisvar í viku, og hefur
þótt áberandi uppá síðkastið,
að þeir voru farnir að þreyt-
ast. Nema Hjalmar Andersen.
hann er svo gegnum þjálfaður,
að á hann virðist ekkert bíta.
— Ekkert nema reginóhapp
virðist geta afstýrt, að hann
kræki í gullið á 5 bg 10 000
metrunum á ólympíuleikunum.
Séra Eiríkur Helgason
Leppum sýnd lítilsvirðing
Baráttan fyrir atvinnu hefur
sett svip sinn á starfsemi
verkalýðsfélaganna um allt
land á þessura vetri. Það er
sama hvert litið er, í öllum
landsfjórðungum hafa verka-
lýðssamtökin gert baráttuna
gegn vágesti atvinnuleysis og
skorts að höfuðinntaki allrar
félagsstarfseminnar í vetur.
Þessi viðbrögð verkalýðsfé-
laganna eru í fullu samræmi
við núverandi aðstæður. At-
vinnuleysið þjakar þúsundir al-
þýðuheimila um allt land. Aft-
urhalds- og skemmdarpólitík
ríkisstjórnarinnar hefur að
nýju leitt hungur og allsleýsi
yfir íslenzk alþýðuheimili. Al-
þýðuheimilin geta ekki lengur
veitt sér allra nauðsynlegustu
lífsþarfir. Alþýðumenn, um allt
land, konur þeirra og börn
hafa á ný orðið herfang at-
vinnuleysisins og þeirrar neyð-
ar sem fylgir í kjölfar þess.
Þrátt fyrir þessar staðreynd-
ir hefur afturhaldsstjórnin í
Alþýðusambandi Islands sofið
værum svefni og ekkert látið
frá sér heyra í atvinnumálun-
um á þessum vétri. Það er eins
og þessi stjórn svörtu samfýlk-
ingarinnar hafi ekki hugmynd
um að atvinnuleysið þjakar ís-
lenzkan verkalýð og er að
leggja heimili hans í rústir fá-
tæktarinnar.
Hvernig má.þetta ske? Hvar
gæti það hent annarsstaðar að
stjóra heildarsamtaka verka-
lýðsins héldi að sér höndum og
hefðist ekki að undir svipu'ð-
um kringumstæðum ?
Þótt hægrikratar séu víða
um lönd langt leiddir í þjón-
ustu sinni við auðstéttaröfl og
þeirra hagsmuni myndi lengi
þurfa að leita jafnhundslegr-
ar auðraýktar og þeirrar sem
Alþýðusambandsstjóm svörtu
samfylkingarinnar á Islandi
sýnir afturhaldsstjóm Ihalds
og Framsóknar.
Alþýðublaðið skýrði frá því
fyrir skömmu áð Alþýðusam-
bandsstjórn hefði mánuðum
saman beðið eftir samtali við
ríkisstjórnina um atvinnuleys-
ið, en ríkisstjórnin ekki svo
mikið sem virt hana svars.
Virtist Alþýðublaðið alveg
undrandi á því virðingarleysi
sern fram kæmi 1 þesSári af-
stöðu ríkisstjómarinnar.
Nú ér það kunnugt áð ríkis-
stjórnin og einstakir ráðherrar
hafa ekki færzt undan því að
eiga viðtöl við nefndir og full-
trúa frá verkalýðssamtökuniim
um þetta vandamál, þótt þeir
hafi fram að þessu talað þar
fyrir daufum og skilningssljó-
um eyrum. Það virðist þvi vera
Alþýðusambandsstjórn ein, sem
nýtur þeirrar sérstöðu hjá rik-
isstjórn afturhaldsins að ná
ekki tali af henni um vanda-
mál hins atvinnulausa fjölda,
sé frásögn Alþý'ðublaðsins sann
leikanum samkvæm.
Gengið út frá því að fiá-
sögn Alþýðublaðsins hafi Við
rök að styðjast, er aúðsætt að
ríkisstjórnin sýnir Alþýðusam-
bandsstjóm lítilsvirðingu sem
engri annarri stofnun verka-
lýðsins er boði’ð upp á, Mætti
þetta verða Alþýðublaðinu og
öðrum aðstandendum Alþýðu-
sambandsstjórnar til aukins
Framhald á 6. síðu.
I dag er séra Eiríkur Helga-
son Bjarnancsi í Hornafirði sex-
tugur að aldri. Hann er fæddur
að Eiði á Seltjarnarnesi 16.
febr. 1892. Voru foreldrar hans
Helgi Árnason bóndi á Eiði og
kona hans Kristín Eiríksdóttir.
Séra Eiríkur gekk í mennta-
skólann og tók stúdentspróf
1914. Innritaðist sama ár í guð-
fræðideild háskólans og lauk
kandidatsprófi 1918. Var hann
sama ár vígður til Sandfells i
Öræfum og þjónaði því presta-
kalli til vors 1931, en þá var
hann kosinn prestur í Bjarna-
nesprestakalli í Hornafirði.
Hefur hann þjónað því síðan
eða um 20 ára skeið.
Þegar skrifuð er afmælisgrein
um einhvern mann á merkum
tímamótum' í æfi hans, þá segir
upptalning æfiatriða slík sem
þessi næsta lítið um raunveru-
legt æfistarf, og enn þá minna
um hæfileika og mannkosti
þess, sem afmælið á. Svo er
éinnig í þessu tilfelli.
En það er vandasamt verk að
skrifa persónulega um menn og
þar sem ég þekki af langri kynn-
ingu við séra Eirík, að hann
metur persónulegt lóf næsta lít-
ils mun slíku verða mjög stillt
í hóf í þessum línum.
Eins og að líkum lætur, héf-
ur prestsþjónustan verið aðal-
starf séra Eiríks. Ungur vigð-
ist hann því og hefur nú verið
þjónandi prestur yfir 30 ár. Nú
um nokkur ár hefur hann verið
eini prestur í Austur-Skafta-
fellssýslu og þjónað þar þrem-
ur prestaköllum Hefur sýslan
löngum verið ein hin erfiðasta
á landi hér hvað samgöngur
snerti, vegna stórvatna og því
einatt reynt á dugnaðinn við að
sinna hinum prestlegu skyldu-
störfum.
1 preststdrfinu hefur séra
Eiríkur notið sín vel. Ætla ég
þar fyrst og fremst komi tvennt
til greina.
1 fyrsta lagi hinar f jölbreyttu
gáfur, sem hann er gæddur,
skarpskyggni og glögg innsýn
í kjarna livers máls og í öðru
lagi sú lífsskoðun, sem hann
þegar á unga aldri tileinkaði
sér, þ.e. lífsskoðun sósíalism-
ans.
Alloft er minnzt á það, að ís-
lenzka kirkjan sé orðin lítils
virt stofnun í þjóðfélagi okkar,
og boðskapur sá, er prestar
hennar flytja af prédikunar-
stólunum sé innantóm orð,
„hljómandi málmur og hvell-
andi bjalla“, eins og höfundur
kristninnar komst að orði. Mér
er það kunnugt að á þessu
vandamáli hefur séra Eiríkur
sínar sérstöku skoðanir, sem
hann fer ekki dult með. Hans
dkoðanir eru þær að hlutverk
kirkjunnar auk þess sem henni
er opinberlega ætlað sé engu
síður það, að leggja fram sína
krafta til að bæta úr mannlegu
böli og eymd hvar og livernig
sem það birtist, berjast á móti
þeim öflum, sem valda skorti,
fátækt, eyðileggingum og styrj-
öldum. Með öðrum orðum, kirkj
an eigi að láta mannfélagsmálin
til sín taka, gerast öruggur
málsvari allra þeirra, er fótum
troðast í hinnj villimannlegu
baráttu um réttinn til að lifa,
sem hinn kapitalistiski heimur
nútímans neyðir einstaklinginn
til að berjast. Og röksemdir
fyrir þessari skoðun hefur séra
Eiríkur á takeinum úr biblíunni
sjálfri, orðum og kenningum
Krists, postula hans og spá
mannanna.
Og það er þetta viðhorf til
kirkjunnar, lífsskoðun hans og
efni, er hefur gert hann að
þeim úrvalsræðumanni í prédik
unarstólnum,. sem sóknarbörn
hans þekkja svo vel, ekki síður
sextugur
en þegar hann ræðir um önn-
ur efni utan kirkjunnar. Mundi
ekki athugandi sfyrir íslenzka
préstastétt sem heild, áð beina
áhuga sínum og kröftiim að því
að gera kirkjuna að stofnun,
sem teldi sér ekkert mannlegt;
óviðkomandi, og kirkjan þá jafn
Séra Eiríkur Ilelgason
framt vaxa að áliti og virðingu
og verða það afl í þjóðfélaginu,
er lyfti því á hærra stig menn-
ingar og félagsþroska ?
Þegar séra Eiríkur í prédik-
unarstólnum leggur út af orð-
um Krists, postula hans og spá
mannanna, og sýnir fram á það
með sannfærandi rökum, hvern-
ig lífsstarf þeirra var öðrum
þræði ádeila á þjóðfélagsástand
síns tima, fjárdrátt, misk-
unnarleysi og kúgun spilltrar
yfirstéttar, og a'ð öðru leyti
barátta fyrir réttindum hinna
minni máttar, þá opnast gleggri
yfirsýn yfir þau verkefni er
liggja fyrir hverjum þeim er
gjaman vill sjá baráttuna fyr-
ir betra mannlífi bera árangur,
og jafnframt að sú barátta er
árþúsunda gömul.
Ekki hefur séra Eiríkur látið
við það sitja að rækja prests-
starfið eitt.
Hann hefur ætíð tékið mjög
virkan þátt í almennu félags-
starfi í prestaköllum sínum.
Meðan hann þjónaði Sandfells-
prestakalli var hann lengst af
deildarstjóri í Öræfadeild í
Kaupfélagi Vestur-Skaftfell-
inga. Eftir að hann kom að
Bjarnanesi hefur hann verið
mjög virkur þátttakandi í
hverskonar menningar og fram-
faramÉdum Nesjahrepps. Um
nokkur ár hefur hann átt sæti í
stjórn Búnaðarfélags hreppsins,
deildarstjóri Nesjadeildar í
Kaupfélagi Austur-Skaftfell-
inga og þegar jarðræktarsam-
band var stofnað sameiginlega
með þremur eystri hreppum
sýslunnar Bæjar-, Nesja- og
Hafnarhreppi, þá var hann þeg-
ar kosinn í stjórn þess og hef-
ur átt sæti þar síðan. Er áhugi
hans á framförum landbúnaðar-
ins í héraðinu alþekktur.
Þá hefur hann og um margra
ára skeið átt sæti í stjórni
Menningarfélags Aiistur- Skaft-
fellinga og áhrifa lrans .mikið
gætt á hinum árlegu mótum
þess, enda er hann fundarmað-
ur og fyrirlesari mjög góður.
Þannig hefjir sé.ra Eiríki tekizt
að sameina á hinn prýðilegasta
hátt prestsstarfið við önnur
störf í almennum félags-, át-
vinnu- og menningarmálum
þess héraðs, sem hann ungur
flúttist í og hefur lielgað starfs-
krafta sína síðan.
Um afskipti séra Eiríks af
opin’berum málum verður ekki
rætt hér nema lítið. Ungur að
aldri hneigðist hann til sósíal-
Framhald á 7. síðu.
Loftleiðir áætla 2
millj. kr. halla
Loftleiðir tilkynntu eins og
'kunnugt er að félagið myndi
hætta áætlunarflugi, eftir að
ráðherra hafði áltveðið skipt-
ingu leiðanna milli féláganna.
í greinargerð frá Loftleiðum
fyrir ákvörðun þessari segir,
að Loftleiðum hafi verið út-
hlutað hinum styttri flugléið-
um, er séu mun óhagstæðari í
rekstri og myndi því tap af
rekstri þeirra verða uffll
2 millj. kr. Segir svo m. a. £
greinargerðinni:
„Til grundvallar tekjuhlið-
inni voru lagðar farþegatölurí
ársins' 1950 og bætt við þær
þeirri hundraðstölu, sem heild-
araukning innanlandsflugsinsi
nam árið 1951-
Með slíkum útreikningi komi
í ljós að heildarárstekjuú
myndu ekki verða meiri en tæp-
ar 3 milljónir króna (krónup
2.900.000.00). Greiðsla væntan-
legra póstflutninga var þó eigi
talin hér. með, en ósennilegt
þótti áð hún myndi nema veru-
legum fjárhæðum.
Til þess að geta veitt æski-
lega þjónustu á þessum leið-
um og rækt óaðfinnanlega þær
skyldur, sem réttinduúum1
fylgdu, bar nauðsyn til þess aði'
hafa vegna sérleyfisins fjóraú
flugvélar í förum, tvær Dougl-
asvélar og tvær Catalinavélar.
Samkvæmt þessum sömu út-
reikningum nemur árlegur
kostnaður vegna þessa rekst-
urs tæpum 5 milljónum króna
þó eigi gert ráð fyrir ýmsum;
þeim hækkunum nokkurra út-
gjaldaliða, sem ætla má að
verði á þessu ári“.
Áðalfimdiir Þróttar á Siglufirði
Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans
Aðalfundur Þróttar var haldinn 4. þ.m. Sú breyting var gerðl
á lögunum að fjölgað var í Stjóminni úr 5 í 7. Eins og áðup
hefur verið frá sagt var stjóm Þróttar sjálfkjörin.
Eftirtaldir menn voru kosn-
ir í aðalstjórnina: Formaður
Gunnar Jóhannsson, varaform.
Jónas Jónasson, ritari: Gunn-
laugur Hjálmarsson, gjaldkeri:
Óskar Garibaldason, meðstjórn-
endur: Gísli Hreiðar Elíasson,
Bjarni Þorsteinsson og Frið-
rik Márusson. Varastjóm rit-
ari Gisli Sigurðsson, gjaldkeri
Kristmar Ölafsson, meðstjóm-
endur: Steingrímur Magnússon
og Gunnar GuðbrandSson. End-
urskoðendur: Einar Albertsson
og Jóhann Möller.
Úr stjórninni gekk Jón Jó-
hannsson, en hann er nú fbr-
maður sjómannadeildar félags-
ins.
Eignir félagsins höfðu aukizt
á árinu um 34 þús. 945,83 kr.
Skuldlaus eign þess er nú 255
þús. 374,92 kr. — að meðtöld-
um hjálparsjóði þess, sem er
107 þús. Samþykkt var að
hækka árgjald félagsmanna úq
kr. 100 í 110.