Þjóðviljinn - 20.02.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 20.02.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. febrúar 1952 Hálf miiij. danskra króna Nýlega fékk danska tónskáld- ið Jakob Gade ávísun upp á 650 þús. danskar krónur frá danska Stefi vegna flutnings á lagi sínu „Tango Jalousie" í Ameriku, en danslag þetta kom fyrst fram í kvikmynd fyrir 25 árum. Flutningsgjöld þessí höfðu innilokast í Amer- íku eftir að Danmörk lenti í hers höndum 1940. (Frétt úr Norðurlandablö'ðum). Iðnráð Akraness Aðalfundur Iðnráðs Akraness var haldinn 29. janúar síðast liðinn. Formaður fráfarandi stjómar, Daníel Vigfússon, flutti skýrslu yfir störf Iðn- ráðs í síðastliðnu kjörtimabili. Skýrslan bar það með sér að mörg voru þau mál, sem um hafði verið fjallað. 48 fundir voru haldnir. 90 mál bárust Iðnráði til umsagn- ar og voru þau afgreidd. Skip- aðar voru 20 dómnefndir. 25 námssamningar bárust til um- sagnar. Þá hafði Iðnráð skrif- að um 100 bréf, varðandi starf- ið. Fulltrúar í Iðnráði Akraness eru nú 24, frá jafnmörgum iðn- greinum. Framkvæmdastj. hins nýkjöma Iðnráðs skipa nú, þessir menn: Daníel Vigfússon, húsasmíða- meistari, formaður. Halld. Þor- steinsson, vélvirkjam., Geir- laugur Árnason, rakameistari. Atvinnuleysisskrán- ingin og Eðja Framhaíd af 3. siðu drápi iðnaðarins fyrir mark- vissa baráttu fjöldans. Þetta sýna leiðarar blaðanna, þó þau sái blekkingum á flótt- anum. Nú þarf bara að fylgja á eftir með samstilltum kröftum, því þrátt fyrir alla þá fyrirlitn- ingu, sem peningavaldið hefur á alþýðu, þá er hún það eina sem það hræðist. Við verðum að gera þeim það alveg ljóst að þeir vinni ekki sitt dauðastríð. Halldór Pétursson. Krossgáta 32. l.árétt: 1 fressin — 7 samtenging — 8 púkar — 9 snjó — 11 óðagot — 12 ná í — 14 kvartett — 15 varp — 17 komast yfir — 18 hell — 20 fjósamaður. Júóðrétt: 1 sokkur — 2 lítið eitt — 3 lík — 4 eftirlátnar eigur — 5 tæp — G vesælar — 10 iðka — 13 hæðadrög — 15 grænmeti — 16 tíu — 17 tveir eins — 19 orð- flokkur. Fausn 31. krossgátu. Tjárétt: 1 ótæti — 4 ös — 5 má — 7 par — 9 grá — 10 ást — 11 lok — 13 ló — 15 ár — 16 krafa. Lóðrétt: 1 ós — 2 æpa — 3 inn — 4 öngul — 5 ástar — 8 rák — 12 þta — 14 ok — 15 áa. MBMSMA 105. DAGUR hennar uppgötvuðu Crum vatnið og ákváðu með fullu samþykki Newtonshjónanna að eyða fristundum sínum þar. Og það var crðin venja þeirra að aka til sumarhótelsins síðdegis á laugar- dögum og sunnudögum, og þaðan gengu þær meðfram vestur- ströndinni eftir góðum gangstíg sem lá út að trjálundi, þar sem þær gátu setzt og horft út á vatnið, því að þær gátu hvorki synt né róið. Og þarna voru villiblóm og berjarunnar sem þær gátu látið greipar sópa um. Og þar sem aðgrunnt var, gátu þær með því að vaða örlítið út í vatnið, náð í hvítar liljur með fallegum, gulum fræflum. Þær voru mjög fallegar og tvisvar sinnum höfðu þær fært frú Newton fangið fullt af blómum frá þessum slóðum. Þriðja sunnudaginn í júlí var Clyde að róa dimmbláum báti eftir sunnanverðu vatninu, skammt frá bátaskýlinu. Hann var hattlaus og jakkalaus, og sökkti sér niður í drauma um það líf sem hann vildi lifa. Víðsvegar um vatnið í alls konar bátum, voru piltar og stúlkur, menn og konur. Og hlátrasköli þeirra og samræðubrot bárust yfir vatnið. Og í fjarska voru oft aðrir bátar, sem í var ástfangið fólk. Allt stakk þetta mjög í stúf við hið einmanalega líf hans. Og hann þurfti ekki annað en sjá ástfangið fólk, iþá losnaði hin niðurbælda ásthneigð hans úr læðingi. Og í huga hans birtist önnur mynd, þar sem hann var sjálfur úti á báti á Schroon, Racquette eða Champlain vatninu með Sondru Finchley eðá stúlku á borð við hana. Eða hann var á hestbaki, lék tennis, dansaði eða ók á fleygiferð stað úr stað í glæsilegum bíl með Sondru við hlið sér. Honum fanst hann svo utangátta, einmana og eirðarlaus, allt sem liann sá kvaldi hann, því að alls staðar blasti við ást, ævintýri, ánægja. Hvað átti hann að gera? Hvert átti hann að fara? Hann gat ekki haldið áfram að lifa þessu einmanalega lífi. Honum leið alltof illa. Og hann minntist hinna fáu hamingjusömu daga í Kansas City áður en ólánið dundi yfir — Ratterer, Hegglund, Higby, Tína Kogel, Hortense, Douisa systir Ratterers — þessi fjörugi flokkur, sem hann var nýorðinn félagi i, þegar hið hræðilega slys vildi til. Og síðan Dillard, Ríta, Zella — félagsskapur, sem hefðj að minnsta kosti verið betri en þetta. Ætlaði Griffiths- fjölskyldan aldrei framar að gera neitt fyrir hann? Iíafði hann aðeins komið hingað til að láta frænda sinn sýna sér lítilsvirð- ingu og heldra fólkið hunza sig? Og jafnvel um hásumarið, þegar hlé varð á öllum skemmtunum, var augljóst hversu frjálst og hamingjusamt líf þessa auðuga fólks var. Daglega voru fregnir um það í bæjarblöðunum hvar það væri og hvert það færi, bifreiðar Samúels og Gilberts Griffiths stóðu fyrir utan aðalskrifstofuna þá daga sem þeir voru í Lycurgus — hópur ungs og þekkts fólks hafði sézt á hótelinu í Lycurgus eða fyrir utan eitt húsanna við Wykeagy Avenue, þegar því datt í hug að bregða sér í bæinn. Og þegar Gilbert eða Samúel komu í Sjálfa verksmiðjuna, klæddir glæsilegum sumarfötum í fylgd með herra Smiliie, Latch, Gotboy eða Burkey, sem voru aðalfulltrúar, og gengu eins og konungar gegnum hinar ýmsu deildir og hlustuðu á skýrslur deildarstjóranna. Og þarna var hann — náfrændi þessa Gilberts, bróðursonur Samúels sjálfs — og hann var látinn eiga sig, af þeirri einu ástæðu, að haun var ekki nógu góður til að umgang- ast þau. Faðir hans var ekki eins duglegur og þessi tigni bróðir hans — móðir hans (guð blessi hana) var ekki eins glæsileg og veraldarvön og hin kuldalega mágkona hennar. Væri ekki bezt fyrir hann að fara héðan? Ilafði það ekki verið heimskulegt af honum að koma hingað ? Hvað hafði þetta tigna frændfóik eigin- lega húgsað sér að gera fyrir hann ? Hann var reiður og vonsvikinn og hætti að hugsa um Griffiths- fjölskylduna og Sondru Finchley, sem hann miimtist með kvöl í hjarta, og íór að hugsa um Róbertu og þann heim, sem þau tilheyrðu hæði. Og þótt hún væri ekki annað en fátæk verk- smiðjustúlka, þá bar hún af öllum þeim stúlkum sem hann hafði daglegt samneyti við. En hvað það var ósar.ngjarnt og hlægilegt, að Griffithsfeðg- arnir skyldu krefjast þess af honum, að hann umgengist ekki stúlku eins og Róbertu eingöngu vegna þess að hún vann í verksmiðjunni. Hann mátti ekki einu sinni verða vinur hennar og' taka hana með sér á þennan stað eða koma í heimsóknir á heim- ili hennar. Og hann gat ekki heldur umgengizt aðrar stúlkur sem stóðu henni ofar í þjóðfélaginu, vegna þess hve fátækur og vinafár hann var. Og svo var hún svo hrífandi — heillandi í augum hans. Hann sá hana fyrir sér, þegar hún var að vinna, röskleg og yndisleg í-hreyfingum. Handleggir hennar voru svo fagurlagaðir, hörundið bjart og augu hennar ljómuðu þegar hún brosti til hans. Og hann komst í mikla geðshræringu eins og oft kom fyrir í verksmiðjunni, þegar hann hafði hana fyrir augúin sér. Hvort sem hún var fátæk eða ekki — það var aðeins kaldhæðni örlaganna að hún var verksmiðjustúlka — þá var honum ljóst að hann gætj orðið mjög hamingjusamur með henni, ef hann væri ekki neyddur til að kvænast henni. Því að hann vildi ekki kvænast nema stúlku úr hinum tigna heimi sem Griff- ithsfjölskyldan hrærðist í. Og samt vakti hún alla hans þrá. Ef hann þyrði aðeins að tala meira við hana — slást í för með henni heim úr verksmiðjunni einhvern daginn — fara með hana út að þessu vatni einhvem laugardag eða sunnudag og róa með henni um vatnið — sleikja sólskinið og dreyma í návist hennar. Hann reri fyrir odda, sem var þakinn trjám og runnum og hinum megin var grunn vík, þar sem ótal vatnaliljur flutu á kyrru vatninu. Og á bakkanum vinstra megin stóð ung stúlka og horfði á þær. Hún var hattlaus og skyggði fyrir augun með annarri hendinni því að hún horfði á mót; sólinni niður í vatnið. Varir hennar vory aðskildar og það var spurn í svipnum. Hon- um fannst hún mjög falleg, og hann hætti að róa og virti hana fyrir sér. Ermarnar á Ijósbráu blússunni náðu aðeins niður að olnboga. Og dökkblátt bómullarpils sýndi vöxt hennar enn betur. Þetta var þó ekki Róberta? Það var ómögulegt! Jú, það var hún. Næstum áður en hann var viss í sinni sök, var hann kominri Á niorgnn. 21. febrwar efnir Æskulýðsfylkingin í Reykjavík til kaífikvölds í V.R. (Vonarstræti 4) klukkan 8.30 stundvislega. ^ Dagskrá: Upplestur — Erindi um baráttuna gegn nýlendukúguninni — Ýmsir skemmti- þættir og dans. 'jÉr N.B. — Hafið samband við skrifstofuna. |iOégéO»OéÓéC1éO#OéOéOéOéOéOéOéOéO*OéOéOéOéOéOéC>#OéOéOéOéOéOéO*OfOéOéO.OéOéO#0*OéOéO»QébéOéO<»OéOéO o*o*o*o«o«oé< >oo*o*oéo*o«oéoéo«o*o«o*o«o*Oéo*oéOéo*o«o*oéo«o«oéo*o*oéo«o* o*o*o*oéoéoén«oAOéo«o*o« —0O0— 1 oOo "" —oOo— —oQo— —oOo— ■■■ ■ oOo——* ■■■■ 0O01 < BARNASAGAN Bakkabræður 3. DAGUR Einu sinni voru þeir bræður enn á ferð og mættu inanni, sem hafði dýr í barmi sínum, sem þeir höfðu aldrei séð. Þeir spurðu, hvað .þetta dýr.héti og til hvers það væri Jiaít. Maðurinn segir, að það sé köttur og drepi hann mýs og eyði þeim úr hús- um. Það þykir þeim bræðrum mikil gersemi og spyrja hvort kötturinn sé ekki falur. Maðurinn seg- ir, að svo megi þeir mikið bjóða, að ’hann selji þeim hann, og varð það úr, að þeir keyptu köttinn fyrir geipiverð. Fara þeir svo heim með kisu og láta vel yfir sér. Þegar þeir komu, mundu þeir eftir því, að þeim hafði láðst eftir að spyrja um, hvað kötturinn æti; fara þeir svo þangað, sem mað- urinn átti heima, sem seldi þeim köttinn. Var þá komið kvöld, og fór einn þeirra upp á glugga og kallaði inn: „Hvað étur kötturinn?" Maðurinn svar- ar í grannleysi: „Bölvaður kötturinn étur allt." Með það fóru þeir bræður heim, en fóru að hugsa um þetta betur, að köíturinn æti allt. Þá segir einn þeirra: „Bölvaður köíturinn étur allt og hann bróð- ur minn líka," cg svo sagði hver þeirra um sig. Þótti þeim þá ráðlegast að eiga ekki kisu lengi yíir höíði sér, fengu mann til að stúta henni og græddu lítið á kattarkaupunum. 1 Þá keyptu þeir bræður einu sinni stórkerald suður í Borgarfirði og slógu það sundur, svo það væri því hægra í vöfunum að flytja það. Þegar heim kom, var keraldið sett saman og farið að safna í það; en það vildi leka. Fóru þá bræðurnir að skoða , hvað til þess kæmi. Segir svo einn þeirra: „Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn, þó keraldið leki, botninn er suður í Borgarfirði." Síðan er það hafti fyrir máltæki: „Ekki er kyn, þó keraldið leki." ;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.