Þjóðviljinn - 24.02.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.02.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJóÐVILJINN — Sunnudagur 24. febrúar 1952 INNBROT ENN I fyrrinótt var brotizt inn í Viðtækjaverzlun ríkisins, Garðarstræti 2. Var peninga- ikassi í skrifstofu fyrirtækisins sprengdur upp og stolið úr hon um nokkurri peningafúlgu. Hafði verið brotinn gluggi á bakhlið hússins, en hurðin að skrifstofunni að þriðju hæð sprengd upp. Er peningakass- inn hafði verið tæmdur var hann borinn niður og skilinn eftir í ólæstum skúr að húsa- baki. Jólasveinar Framhald af 3. sí3u Númer fimm er svo grín- mynd af heljarmikilli höggor- ustu, þar sem aðalhetjan virð- ist ríða klofvega gandreið á sverði. Eru mótherjarnir svo aðframkómnir og langhungrað- ir á svipinn, að Steini hefði varla þurft annað en taka upo kaffibrúsann til þess að þeir hefðu hætt. Perlan í þessu öllu er þó •síðasta skrýtlan, sem er par- ódía um stofnun Alþingis 930. ,,Eru þetta jólasveinarnir á fjöllunum, pabbi?“ spurði snáð- inn minn, þegar hann gamnaði sér við myndirnar. Hér sitja þeir, blessaðir, svo satrtan- kýldir, að það er gjörsamlega óhugsandi að þeir geti nokkurn tíma staðið á fætur aftur. Og Hlfljótur, sem ég hef alltaf haldið að verið hefði öllum mönnum yfirlætislausari, er að springa af belging, bísperrt.ur eíns og framsóknarhreppstjóri tyrir norðan. Ja, þvílík sam- kimda, drottinn minn! — En sem sagt, — miki1' er þáð yndislegt, að eitthvað skuli vera eftir af húmor í þessum bæ, — og eiga meira að segja til aflögu handa útlenzkum. B. Tb. Ií. - .............. imm liggur leiðin Krossgáta Lárétt: 1 fægja — 7 kusu — 8 hörð viðureigrn — 9 regni — 11 prír fjarskyldir — 12 nei (útl) — .14 mergð — 15 svara — 17 fisk — 18 tímaskeiða — 20 hólinu. Lóðrétt: 1 demba — 2 hvíld — 3 þyngdareining —, 4 morgunviti — 5 þefa — 6 tröllkarl — 10 und- ir þak — 13 heill — 15 fæða — 16 örn (fornt) — 17 góður tími — 19 úttekið. I.ausn 35. ltrossgátu. IArétt: 1 hætta — me —■ 5 al — 7 brá — 9 túr — 10 lýk —r 11 úrs — 13 ar — 15 ór — 16 •ógnin. L.óðrétt: 1 he — 2 tár — 3 aa ■— 4 metta — 6 lokar — 7 ■ brú — 8 áls — 12 Rín — 14 ró — 15 -ón, 108. DAGUR augnaráð, þrungið þakklæti og blíðu. Þau höfðu átt svo yndis- legar stundir saman. Og þótt hann óttaðist að hann hefði hagað sér óskyasamlega, fór hann að hugsa um hve ömurlegt það væri að hann og Róberta hefðu ekki getað verið þarna lengur. Og strax og þær voru farnar, hélt hann einn til borgarinnar. Morguninn eftir hlakku.ði hann mjög mikið til að sjá Róbertu aftur. Og þótt hann. gæti e.kki sýnt tilfinningar sínar í vinnutím- anum, sá hún af brosurn hans og augnaráðum að áhugi hans á henni var ekki minni en kvöldið áður. Og hún fann að eitthvað lá í loftinu, og þrátt fyrir hina nauðsynlegu launung, sem henni var mjög á móti skapi, gat hún ekki stillt sig um að senda honum ljómandi augnaráð. Að hugsa sér, að hann skyldi hafa áhuga á henni. Hvílíkur unaður og hamingja. Clyde uppgötvaði strax að tilfinningar hans fundu hljóm- grunn hjá henni. Og hann vissi að honum var óhætt að ávarpa hana ef tækifæri byðist. Og nokkru síðar sá hann að stúlkurnar sitt hvoru tnegin við haoa, fóru fram fyrir, og þá notaði hann tækifærið til að ganga í áttina til hennar og greip einn flihbann sem hún hafði verið að stimpla og lét sem hann væri að tala um hann: ,JÆér þótti leiðinlegt að þurfa að skilja við yður í gær- kvöldi Ég vildi óska að við gætum verið þarna út frá í dag í stað þess að vera hér, bara við tvö, þér og ég.“ Róberta snéri sér við og henní var ljóst, að nú varð hún að taka ákvörðun um það, hvort hún ætti að taka vinarhótum han3 eða ekki. Samtímis langaði hana mest af öllu að sýna honum bug sian allan, þrátt fyrir vandkvæðin sem á því voru. Hvílík augu. Hvílíkt hár. Hvílíkar hendur. Og í stað þess að sýna hon- um fálæti eða kulda leit hún á hann augnaráði, sem sýndi aðeins hik ’og uppgjöf. Clyde sá að hún var jafn óviðráðanlega hrifin af honum og hann af henni. Og hann var staðráðinn í að segja meira við hana, þegar hann gæti, — ráðgast um hvar þau gætu hitzt án þess að til þeirra sæist því að það var augljóst að hún var jafnáköf í að halda þessuin kunningsskap leyndum og hann var. Hann gekak ekki að því gruflandi að ihana var að hætta sér út á hálaa ís. Hann fór að reikna skakkt, og hann var hræddur um að hann gæti alls ekki haft hugann við vinnu sína, þegar hún var svona nálægt honum. Hún var svo hrífandi og ómótstæðileg í augum hans. Það var svo mikil hlýja, glaðværð og alúð í fari hennar, að hann var vÍ3s um að haan yrði hamingjusamastur allra manna ef hann gæti unaið ástir hennar. En hann mátti ekki gleyma reglunum, og þótt hann hefði sannfærzt um það úti á vatninu daginn áður að líf hans væri engan veginn viðunandi, þá áleit hann nú að hann hefði meiri ánægju af þvi að vera kyrr fyrst Rcberta var komin til sögunnar. Gat hann ekki fyrst um sinn þolað afskiptaleysi Gríffithsfjölskyldunnar? Og gat ekki vel verið að þeim dytti í hug síðar að veita honum inngöngu í sam- kvæmislífið, ef hann gerði ekkert af sér? Og samt hafði hann í hyggju að gera eiamitt eitt af því, sem faonum hafði verið harð- bannað. En ef hann kæmist að samkomulagi við hana, þá gátu þau jafavel hitzt í leyni og komizt hjá öllu umtali. Þanaig hugsaði Clyde meðan hann sat við skrifborð sitt eða gekk um gólf. Nú gat hann ekki hugsað um annað en hana. Hann á-kvað að stinga upp á því við hana að þau hittust í litlum garði, sem var rétt fyrir utan bæinn við Mohawk ána. En hann íékk ekkert tækifæri til að tala við hana allan daginn. Það leið fram að hádegi og hann fór niður til að borða og kom óvenju- Fuemma upp aftur í þeirri von að geta komizt í færi við hana. En stúlkumar voru alls staðar í nánd og dagurinn leið án þess að honum yrði að ósk sinni. Þegar hann fór úr vi.inunni datt honum í hug, að hann gæti óhræddur gefið sig á tal við hana ef hann hitti hana eina á götunni. Hann vissi að hún óskaði þess — hvað sem hún segði. Og hann yrði að finna eitthvert ráð, sem liti jafnsakleysislega út í augum hennar og annarra. En um Ieið og verksmiðjufláu’tán bjés og hún gekk heimleiðis, slóst önnur stúlka í för með henni, cg hann varð að gefast upp í bili. f stað þess að sitja heima í húsi frú Peyton, fara í bíó eða rölta einhverja erindisleysu eins og venja lians var til að stytta sér stundir og bægja frá sér óyndinu, fór hann út til að leita uppi húsið sem Ró'berta átti heima í við Taylor Street. Það var ekki sérlega ásjálegt hús, ekki nærri eins snoturt og hús frú Cuppý eða húsið sem liann átti heima í núna. Það var of gamalt og veðrað, hverfið of lítiífjörlegt þótt það væri þokkalegt. En Ijósin sem loguðu í iherbergjunum gáfu því vingjarnlegan svip. Og trén fyrir framan það voru viðkunnanleg. Hvað skyldi Ró- berta vera að gera núna. Hvers vegna beið hún ekki eftir honum í verksmiðjunni? Hann óskaði þess af hjarta að hann gætL sent henni hugskeyti um að hann væri þartta fyrir utan, svo að hun kæmi út. En hún kom ekfei út. Aftur á móti sá hann herra List og samtélag Framhald af 5. sé*u. ið frjáls, hvar á •heimskringl- unni sem hann kann að vera þau Hfsstraumi framvmdunnar,staddur) að öðru leyti en því hefur hann ráðizt gegn^ h‘nl-'sem barátta hans gegn þvílíkri rotna og úrelta hver sem í umthörmungu getur gert hann *ttí og_ við hversu mikiðmfur-frjáísan Að það að hafa leýfi til að sitja annaðhvort rólegur eða skjálfandi í fílabeinsturn- inum sínum sé andlegt frelsi eins og enn er ástatt í Heirain- um — því neita ég harðlega og því mun þróun menningarinnar einnig harðlega~-neita ef ég þekki hana rétt. efli sem var að etja. Engin per3Ónuleg sjónarmið hpfa get- að svipt hann hinu eina sanna frelsi: að viðurkenna nauðsyn- ina — berjast fyrir réttlætinu. Hann hefur verið ofsóttur: orðið. landflótta, etetið í fang- elsum — og það enn þann dag í dag. En því grknmari sem hin afturhverfu öfl.hafa snúizt gegn honum, því skærar héfur sköpunarverkið ljómað í list hans,. því dýrðlegri hefur gjöf hans til einstaklings og sam- félags orðið, því nær hefur manneskjan dregizt hjarta hans. Því er það að þrátt fyrir allt og allt stefnir hin dýpsta þrá hverrar óspilltrar mann- esikju einmitt í þessa átt — áttina til lífsins sem listnautn- ar og listsköpunar — og ein- mitt í þá átt rn.ua menningar- þróunin þessvegna ganga. Svo sannariogo b«to MM eftir sinni lausnarstund — bið- ur eftir lausninni frá einokun, arðráni, striti, atvinnuleysi, hungri, ótta, styrjöldum. Það bíður eftir sínu tækifæri til að móta heiminn í sinni mynd — búa til sit-t listaverk: sköpun- arverk heilbrigðrar manneskju sem leitar hins ótúlkanlega, hinnar einföldu hamingju, í æ fullkomnara formi sjálfrar lífs- fegurðarinnar. Og nú kem ég að þeirri á- lyktun máls míns sem ég þori ekki að ábyrgjast að allir vilji skrifa undir: hvernig sem ég velti hlutunum fyrir mér get ég, eins og sakir standa, ekki séð nema eina tímabæra leið til slíkrar lausnar, þá leið sem valin hefur verið í hinum nýju alþýðuríkjum heimsins, leið sósíalismans til ikommúnisma — til sameignar hinna efnis- legu verðmæta. Allt er að vísu enn í deiglunni í þeim hluta heims og ótal 'hindranir í vegi. Eitt er þó víst: þar er í fyrsta skipti í sögunni markvíst að því stefnt að veita múgnum, alþýðumiiljónunum, aðild að rífci listarinnar, gera hverja manneskju jöfnum höndum unnanda hennar og skapanda — gera listina með öðrurn orð um að almenningseign. Ög þar skeður það jafnframt í fyrsta sinn að listamaðurinn sé kall- aður til þegnlegrar skyldu og ábyrgðar gagnvart samfélagi sínu, uppbyggingu þess og framtíðaráætlunum. Manni finnst nú í fljótu byagði að slíkt tækifæri ættí að geta verið hverjum góðum listamanni samboðið. Eigi að síður hefur raunin orðið sú að hér í vorum vestræna heimi virðast sumir, og þar á meðal hinir ólíklegustu menn, líta með skelfingu upp á þetta nýja fyrirbrigði. Þeir telja að með slíku sé hið andlega frelsi lista- mannsins úr sögunni. Æjá — allir viljum vér frelsinu unna. En nú er frelsi afstætt hug- tak eins og allir vita — og einhvemveginn finnst manni óisennilegt að á meðan tveir þriðjungar mannkynsins svelta fyrir daglegt brauð, hvað þá listnautn og listsköpun, geti yfirleitt nokkur listamaður ver- BÆJARFRÉTTIR Framhald af 4. síðu. strokhljóðfæri eftir Bloch (Al- fredo Casello og Pro Arte kvart- ettinn leika). 13.00 Erindi: ísl. orðatiltæki; IV. (Halldór Halldórs- son dósent). 14.00 Messa í Aðvent- kirkjunni: Óháði fríkirkjusöfnuð- urinn í Reykjavik (séra Emil Björnsson). 15.15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15.30 Miðdeg- istónleikar a) Lög eftir Emil Thoroddsen og Þórarin Jónssoh. b) 16.00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur; Albert Klahn stjórnar. 18.30 Barnatími (Baldur Páima- son): a) Níu ára telpa og tólf ára drenyur If>sa ævintýri. b) „Strokudreng-urinn“, frásaga eftir Tónleik- Alexand- er Brailowsky leikur á píanó. 20.00 Samleikur á fiðlu og píanó (Ruth Hermanns og anzkv-Otto: Sónata í E-dúr eftir Bach. 20.35 Erindi: Maðurinn, tæknin og trúin (séra Óskar J. Þorláksson). 21.00 Óska- stundin (Ben. Gröndal ritstj.). 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 18.10 Framburðarkennsla í ensltu. 18j25 Veðurfr. 18.30 Islenzku* kennsla; I. fl. 19.00 Þýzkukennsla II. fl. 19.25 Tónleikar: Lög úr kvikmyndumi. 20.20 Útvarpshljóm- sveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar: a) Forleikur að óper- unni Norma eftir Bellini. b) Sere- nade eftir Rachmaninoff. c) „Við Dónárfljótið fag-urbiátt,“ vals eft- ir Johann Strauss. 20.45 Um dag- inn og veginn (séra Eiríkur Bryn. jólfsson). 21.05 Einsöngur: Guiln- ar Óskarsson syngur; F. Weiss- happel leikur undir: a) „Kirkju- hvoll“ eftir Árna Thorsteinson. b) „Nú gyllir ylrík sólin sæ“ eft- ir Sig. Þórðarson. c) „Ideale" éft- ir Tosti. d) Aría úr óperunni „Ástardrykkurinn" eftir Donizetti. e) Aría úr óperunni „Tosca" eftir Puccini. 21.20 Erindi: Baráttan við geispann (séra Pétur Magnús- son). 21.45 Hæstaréttarmál (Há- kon Guðmundsson hæstaréttarr.). 22.00 Fréttir og- veðurfr. 22.10 Passíusálmur (13). 22.20 Ferðin til Eldorado, saga eftir E.D. Biggers (Andrés Kristjánsson baðamað- ur.) — XV. 22.40 Tónléikar: Alex- ander og harmonikuhljómsv. hans (plötur). 23.10 Dagskrárlok. SIESSUR I DAG: Frikirkjan. Messa kl. 5. Barnaguðs- þjónusta ki. 2. :r— Séra Þorst. Björns son. — Laugarnés- kirkja. Messa kl. 2. Sr. Garðar Svay- arsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15. Fossvogskirkja. Messa kl. 11 f. h. Séra Gai-ðar Svavarsson. Nesprestakall. Messa í Mýrarhúsa- skóla kl. 3.30. Séra Jón Thoraren- sen. — Óháði fríkirkjusöfnuður- inn: Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e. h. Þessir sálmar verða sungn_ ir: Nr. 223, 374, 13 og óprentaður sálmur. UFJMIISJ er opinn kl. 1—7 dagl. Sími 2564. MÍR-sýningin: Stórvlrki í þágu friðarins opin daglega kl. 4—10 síðdegis í Þingholtsstræti 27. Kvikmynd sýnd kl. 9 á hverju kvöldi. Naeturvörðnr í Reykj avíkurapó, teki — Sími 1760.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.