Þjóðviljinn - 24.02.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.02.1952, Blaðsíða 8
Próf. Slexander Jóharmesson skýrði frá bygging- unni á fundi Blaðamannafélags íslands í gær Á fundi í Blaðamannafélagi Islands í gær skýrði próf. Alex-' ander Jóhannesson, formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafns Ins frá því að byggingarnefndin hefði í fyrradag afhent mennta málaráðherra bygginguna. Bygging safnsins var ákveðin á Alþingi 20. júní 1944, verk- ið hafið vorið 1946 og því lokið fyrir um það bil ári. Safnhús- Lyggingin kostaði 7 millj. 238 þús. 582,96 kr. 1 sambandi við afhendingu byggingarinnar sæmdi Háskóli Islands þá Matthías Þórðarson fyrrverandi fornminjavörð og próf. Haakon Shetelig i Osló doktorsnafnbót, og er skýrt frá ,því á öðrum stað í blaðinu. Próf. Alexander Jóhannesson kvað hugmyndina um byggingu húss fyrir Þjóðminjasafnið vera gamla. Mun hún fyrst hafa komið fram í viðtali er próf. Shetelig átti við Morgun- blaðið er hann var hér á ferð og kynnti sér safnið. Blaðamannafélagið beiíti sér fyrir málinu. Þjóðhátíðarnefndin er undir- bjó lýðveldisstofnunina skrifaði ríkisstjóminni bréf 24. apríl 1944 með tilmælum um að veitt yrði fé til byggingar þjóðminja- safns, en utanþingsstjórnin sem þá sat var ekki líkleg til að koma málinu i framkvæmd. Blaðamannafélag Islands tók málið upp ’ um þetta leyti og ákvað að beita sér fyrir fram- kvæmd byggingarinnar, og á fundi 22. félagssamtaka, er haldinn var til að undirbúa þjóðh'átíðarskrúðgönguna, flutti Valtýr Stefánsson, sem þá var formaður Biaðamannafélagsins, þetta mál, en Blaðamannafé- lagið stóð einhuga méð málinu án tillits til pólitískra skoðana félagsmanna og kvaðst próf. Alexander telja að Blaðamanna félagið ætti heiðurinn af því að málinu var svo skjótt hrundið í framkvæmd. Byggingin samþykkt á Alþingi. Þann 20. júní flutti svo Ólaf- ur Thórs, Einar Olgeirsson, Haraldur Guðmundsson og Ey- steinn Jónsson tillögu um að veita 3 millj. kr. til byggingar- innar og var hún samþykkt. 1 byggingarnefndina voru svo skipaðir próf. Alexander Jó- hannesson formaður, Matthías Þórðarson og Valtýr Stefáns- son og síðar Kristinn E. And- résson og Kristján Eldjárn, núverandi þjóðminjavörður. Komst byggingarnefndin að þeirri niðurstöðu að stækka þyrfti bygginguna um fjórðung Leikíélag Reykjavíkui sýnir í kvöld gamanleikinn „Tony vaknar til lífsins", eft- ir Harald Á. Sigurðsson. Að- sókn að leiknum hefur verið mikil og mun Leikfélagið sýna leikinn aftur á miðvikudaginn. Alfreð Andrésson leikur aðal- hlutverkið, Tony, og er mynd- in liér að ofan af honum á- samt Oks-hjónunum (Steindóri og Kristjönu Breiðfjörð). frá sem hún var upphaflega hugsuð og samþykkti nýsköp- unarstjórnin að hækka fjárveit- inguna um 1 millj. kr. Uppsetning safnsins vel á vegi. Byggingunni var raunveru- lega lokið um áramótin 1950— ’51 og tók þá Kristján Eldjárn fornminjavörður til starfa þar við að koma safninu þar upp, en þá voru ógreiddar af bygg- ingarkostnaðinum um 700 þús. krónur. Próf. Alexander kvað upp- setningu safnsins vel á vegi þótt það myndi taka um ár að setja það upp svo hægt sé að opr.a allar deildir þess. Framúrskarandi dngnaður þakkaður. Valtýr Stefánsson þakkaði próf. Alexander fyrir framúr- skarandi dugnáð við að koma byggingunni upp. Fjárveitingar umfram þær 4 millj. er upp- haflega voru veittar, hafa verið óverulegar og varð byggingar- nefndin því að útvega um 3 millj. kr. að láni til byggingar- innar — að sjálfsögðu gegn rík isábyrgð. Þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, bað þess getið að þótt byggingunni væri nú lokið vant’ aði enn mikið fé til að koma safninu fyrir svo vi&unandi væri. Ævistarf dr. Matthíasar Þórðarsonar. Dr. Matthías Þórðarson kvað stuðning blaðamanna við bygg- ingu safnsins hafa glatt sig mjög mikið Hann kvað sér alltaf minnisstætt er bygging sú er hann flutti safnið úr (Landsbankaloftið) og í Lands- bókasafnsbygginguna, varð að engu á fáum tímum. Hinu nýja þjóðminjasafnsbygging væri hinsvegar eldtraust. Þá ræddi dr. Matthias nokkuð um safnið, en því hefur hann fórnað ævi- starfi sínu öllu. M. a. ræddi hann um að hann teldi að hafa ætti sem sérdeildir nokkur söfn einstaklinga, svo sem Vídalíns- safnið, safn Magnúsar lands- höfðingja, Fiske, Þorvaldar Thoroddsen og Tryggva Gunn- arssonar. Aðíílíundur Félags blikhsmiSa Félag blikksmiða hélt aðal- fund sinn í fyrrakvöld. I stjóm voru kosnir: Þórður Svein- björnsson formaður, Finnbogi Júlíusson ritari, og Magnús Magnússon gjaldkeri. Stálu um 5000 kr. Að undanförnu hefur farið fram rannsókn í málum þriggja unglingspilta er upp- vísir hafa orðið að allmörgum þjófnuðum. Hafa þeir samtals' stolið tæp um 5000 krónum. 1 ferðum sínum ihafa þeir ekki sótzt eft- ir öðru fémæti en peningum, sem þeir hafa komizt yfir bæði í mannlausum íbúðum og verzl- unum. Vill rannsó’Ánarlögreglan af þessu ýflefni enn einu sinni brýna fýrír fólkj að skilja ekki við íbúð’- sínar ólæstar. Sunnudagur 24. febrúar 1952 — 17. árgangur — 45. tölublað .Nýyrðaorðabók á að koma út í byrjun næsta árs Veittar hafa verið 30 þús. kr. til söfnunar og útgáfu ný- yrða í íslenzku og orðabókar- nefndinni falið að sjá um fram- kvæmd þessa verks. Á blaðamannafélagsfundin- um í gær skýrði próf. Alex- ander Jóhannesson frá því að áformað væri að safna nýyrð- um er fram hafa komið á þess- ari öld einkum í sambandi við breytta atvinnuhætti og vélar. Væri ætlunin að þessu verki yrði lokið fyrir næsta haust og útgáfa gæti því hafizt eftir næstu áramót. Síðar myndi svo verða bætt við safn þetta en í því eiga að vera nýyrði yfir erlend orð og einnig hin er- lendu orð og íslenzk nýyrði yfir þau, svo safn þetta yrði sem auðveldast í notkun. — Dr. Sveinn Bergsveinsson hefur verið ráðinn til nýyrðasöfnun- ar þessarar. Rithöfundafélas: Islands heldur fund í Dyngjunni að Hótel Borg kl. 2 í dag. Til umræðu rithöf- undasamningarnir. Samningar við Ríkisútvarpið eru nú vel á veg komnir. Snorralaug Á mánudaginn opnar SlS almenningsþvottahús með 18 þvottavélum sem leigðar verða á staðnum og geta 36 húsmæð- ur þvegið 4 kg. af þvotti hver á 1 klst. Ef fólk þvær sjálft kostar kg. af blautþvotti 2 kr. en þurrkuðum þvotti 3,12, en þvoi starfslið þvottahússins kostar þvotturinn nokkru meira. Vegna þrengsla verður nán- ari frásögn að biða. Sýming MÍR opnuð í gær: Stórvirki í þágu friðarins 1 gær var opmið í Þingholtsstrætj 27 sýningin: Stórvirkj í þágu friðarins, én á sýnignunni er með mýndum, töhim og línuritum skýrt frá hinum risavöxnu rafvirkjunum og áveitu- framkvæmdum Sovétríkjanna. Skógræktarkvik myndin Þórbergur Þ%ðarson opnaði sýninguna en þvínæst flutti Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur erindi um fram- kvæmdir þær sem sýningin fjallar um. Hin nýju orkuver Sovétríkj- anna, sem á að byggja á 5 til 6 árum munu framleiða 4 millj. 220 þús. kilówött af raf- orku, sem er fjórum sinnum meir en öll raforkuver Suður- Améríku og meir en 20 stærstu orkuver Bandaríkjanna. Stærð skurðanna — sem hafa því fjórfalda hlutverki að gegna að vera áveitukerfi, orkugjafar, samgönguleiðir og sjá heilum landshlutum fyrir fersku neyzluvatni — verður bezt séð með samanburði við alþekktan skipaskurð. Panama skurðurinn í Ameríku er 81 km á lengd og var uppgröftur- inn 212 millj. rúmmetra og tólc gerð hans 34 ár. Súezskurð urinn er 166 ikm, uppgröftur 75 rúmmetra og stóð gerð lians yfir í 11 ár. Stóri Túrk- Orðabék Eiöndals Ijéspreittyð vænfanlega á næsfa ári Alexander Jóhannesson há- skólarektor skýrði frá því á blaðamannafundi í gær að í ráði væri að ljósprenta orðabók Sigfúsar Blöndals. Kvað harin verkið myndi gert hér heinaa og yrði þetta afráðið á næstu dögum. Kvað hann ætlunina að gefa orða- bókina út í 3 þús. eint. og væri verðið áætlað 500 kr,, en orðabók Blöndals gengur nú kaupum og söium á 1000— 1800 kr. — þá sjaldan eintak er fáanlegt. Þá. er ennfremur í ráði að gefa út sérstakan við- bæti við orðabókina. — I stjórn Blöndalsorðabókarinnar eru prófessorarnir Einar Ólafur Sveinsson og Alexander Jó- hannesson og Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Álþingis. menski skurðurinn í Sovétríkj- unum verður hinsvegar 1100 km langur og uppgröfturinn 400 millj. rúmmetra, en gerð hans á ekki að taka lengur en 7 ár. Á eftir erindj Sigurðar Tihor oddsen voru sýndar kvikmynd- ir, fréttamyndir og frá upp- byggingu stórhýsa í Moskva. Undanfarandi tvo sunnudaga hafa skógræktarsamtökin sýnt norsku skógræktarkvik- myndina fyrir fullu húsi svo margir hafa enn - orðið frá að hverfa. I dag kl. 1.30 verður skógræktarkvikmyndin enn, sýnd í Tjarnarbíói. Öllum þeim er áhuga hafa á skógrækt er heimill aðgangur. Matthías Þórðarson- heiðraður Pramhald af 1. síðu. hefur hann með starfi sínu langt grundvöll að safninu, bæði sem sýningarsafni handa almenningi og menningarsögu- legu safni handa fræðimönnum. Er þar ekki minnst um vert, hinar geysimiklu og rækilegu viðaukaskrár fyrir árin 1S76— ’88 og 1904—’31, er hann hef- ur samið. Eins og kirkjugripa- skráin er þetta mikla rit að mestu óprentað, en í því er fólg inn mjög mikill fróðleikur og sægur frumathugana, því að Matthías hefur haft þann hátt á að skrifa eins konar ritgerð um hvern grip, sumar langar og fullunnar. Rit Matthíasar, þau er birzt hafa á prenti, eru mikil og margvísleg. Hann hefur manna mest rannsakað Þingvöll og birt um hann greinir, bæklinga og bækur. Þá hefur hann ritað bók um Vínlandsferðir (kom einnig út í Ameríku) og gefið út fornsögur þær, er að þessu efni lúta, í safninu íslenzk fomrit. Þá er minningarrit um þjóðminjasafnið 50 ára og leið- arvisar og bæklingar, er safn- ið varða. Þá er að nefna ritið Islenzkir listamenn I—II, bók um fánann og loks hina stóru útgáfu rita Jónasar Hallgríms- sonar, og er rétt í því sam- bandi að minna á störf Matt- híasar í þágu Hins íslenzka bókmenntafélags. Enn er ótalið, að Matthías Þórðarson hefur Irá upphafi embættisferils sins haldið á merki íslenzkrar fom- leifafræði, oftast einn síns liðs, og verið fulltrúi hennar heima og erlendis. Árbók Forleifafé- lagsins hefur hann’ gefið út lengi og skrifað í hana fjölda ritgerða um íslenzk fornfræði- leg efni, sumar langar, og marg ar greinir á hann í öðrum ís- lenzkum tímaritum. I erlendum tímaritum hafa einnig birzt margar greinir eftir Matthías um íslenzka fornleifafræði, bæði fornleifarannsóknir, sem hann hefur gert sjálfur, og einstaka gripi og gripaflokka- í þjóðminjasafninu. Með þessum formála hafa heimspekideiid og háskólaráð Háskóla Islands samþykkt að sæma prófessor Matthías Þórð- arson nafnbótinni heiðursdokt- or í heimspeki: doctor philo- sophiae lionoris causa“. Haakon Shetelig. Um Haakon Shetelig segir m.a. svo: „Haakon Shetelig er éinlæg- ur vinur Islands. Hann var einn af hvatamönnum og leið- togum Snorraferðarinnar 1947. Hann var og einn af hvata- mönnum hinnar ágætu gjafar, sem norsk söfn gáfu íslending- um 1950. Hann hefur mikla. þekkingu á fornri sögu og menningu Islendinga og ÍS'- lenzkra vísinda um þessi eííii. Með ritgerðum um íslenzka forngripi hefur hann aukið skilning á því, hve mikinn auð íslendingar eiga þar, og átti hann með þessu verulcgan þátt í því, að ákveðið var að reisa liið nýja Þjóðminjasafn."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.