Þjóðviljinn - 24.02.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.02.1952, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. febráar 1952 17. árgangur — 45. tölublað Nauðsynlegt að sammngum í togara- deilunni sé haldið áfram án tafar Eiga úfgerðarburgeisar Sjálfstæðisflokksins að fá að ráða fyrir bæjarút- gerðunum og gera þær gjaldþrcta í löngu verkfalli til þess síðan að kom- ast sjálfir yfir togara bæjarfélaganna? kRunnnS Trúnaðarmaimaíundur Fundur verður haldinn í Trúnaðarmannaráði Sósíalista- félags Reykjavíkur n.k. mánu- dag, 25. febrúar, kl. 8.30 e h. að Þórsgötu 1. Þingmenn og bæjarfulltrúar flokksins mæta á fundinum. Þess er fastlega vænst að. allir trúnaðarmenn mæti. Æ.F.K. — Málfunda- hópur tekur tjl starfa á fimmtudag- inn kemur or mun starfa einu sinni í viku í tvo mánuði. — Leiðbeinandi verður Teitur Þorleifsson. — Þeir félasar sem vilja taka þátt í hópnum snúi sér til skrifstofunn- ar. •— Stjórnin. Dagurimi í gær leið án þess að boðað væri til' samningaíundar í togaradeilunni og ekki var kunn- ugt í gærkvöld að til stæði að halda íund með samningsaðiljum í dag. Vekur það óneitanlega furðu alþjóðar að nokkurt hlé skuli á því verða að sáttatilraunum í þessari alvarlegu deilu sé haldið áfram. Fer það að vísu ekki milli mála að hér er stífni og þvermóðskuháttur forríkra útgerðarbur- geisa Sjálfstæðisflokksins að verki. Það eru menn eins og Tryggvi Öfeigsson og Kjartan Thors sem hinár sanngjörnu hagsmunakröfur togarasjómanna stranda á. Þessir herrar stefna nú opinskátt að því að flækja bæjarúfgerðum landsins út í langt verk- fall, sem myndi reynast fjárhag þeirra flestra of- viða, til þess síðan að geta sjálfir hrifsað til .sín bann myndarlega. togaraflota, sem bæjarfélögin hafa komið sér upp á undanförnum árum. Tvær komir slas- ast í hálkuoni í fyrradag slösuðust tvær koixur í Reykjavík. Varð þeim fótaskortur í hálkunni og féllu í götuna. Önnur þeirra, Elinborg Lár- usdóttir, Öldugötu 55, var á gangi eftir Öldugötunni. Brotn aði leggpípan í öðrum fæti hennar, er hún féll. Var búið um brotið í Landsspítalanum, en síðan var konan flutt heim til sín. Hin konan heitir Jóhanna Jónasdóttir, Ljósvallagötu 12. Datt hún í Túngötunni, og kom í ljós við rannsókn að einn hryggjarliðanna hafði brotnað, en mænuna sakaði þó ekki. — Er talið að hún muni þurfa að liggja rúmföst allt að cex vikum. Egypíaland og Sovétríkin verzla Egypzka stjórnin hefur gert viðskiptasamning við Sovétrík- in, og fær 2000 tonn af korni í vöruskiptum. í staðinn fá Rúss ar 22 þúsund tonn af baðmull. Það er áreiðanlega einróma krafa allrar þjóðarinnar, að komið verði i veg fyrir tilræði útgerðarburgeisanna við bæjar- félögin, bæjarútgerðirnar og þjóðina í heild. Það er því skylda allra aðilja að vinna að því að samningaumleitunum í deilunni verði haldið áfram án tafar. Hér er of mikið í húfi fyrir þjóðfélagi'ð komi til langs verkfalls, og í veg fyrir það verður að koma, með þvi að halda áfram samningum þar til samkomulagi er náð og tryggður hindrunarlaus rektur tosraranna. Almennur vilji hjá bæjarfélög- nnum til samninga. Ætli útgeiðarburgeisar á borð við Tryggva Ófeigsson og Kjartan Thors að koma í veg fyrir áframhaldandi samninga- tilraunir verða bæjarútgerðirn- ar að taka til sinna ráða. Samn- inganefndin hefur opinberlega óskað eftir sérsamningum af þeirra hálfu og vitanlegt er að almennur vilji er fyrir hendi hjá mörgum bæjarfélögunum til tafarlausra samninga, eins og gleggst kemur fram í sam- þykkt Bæjarútgerðar Siglu- fjarðar, sem birt var í Þjóð- viljanum í gær. Fyrirstaðan er hjá mönnum eins og Tryggva og Thorsurunum, sem vilja langt verkfall til þess að geta sölsað undir sig skip bæjarfé- laganna þegar fjárhagur þeirra er kominn í þrot. Samtök bæjarútgerðanna þurfa að Iinýja fram tafarlausa saran* inga við sjómenn. Matthías Þórðarson fornmiKjavörður gerður heiðursdoktor við Háskóiami og Haakon Shetelig próíessor í Oslo Bygginganefnd Þjóðminjasafnsins afhenti menntamálaráð- herra bygginguna í fyrradag. Við það tækifæri vor’u þeir Matthías Þórðarson fýrrverandi fornminjavörður og próf. Haa- kon Shetelig í OsJo gerðir að heiðursdoktorum við Háskóla Sslands. Formálsorð háskólarektors, Alexanders Jóhannessonar, er Matthías Þórðarson var sæmd- ur heiðursdoktorsnafnbótinni fara hér á eftir: „Matthías Þórðarson var settur til að hafa umsjón með Forngripasafninu 1908 og sama ár skipaður þjóðminjavörður samkvæmt nýjum lögum um verndun forminja. Þau lög voru sett fyrir atbeina Matthiasar og eru merkur áfangi í sögu fornminjavörzlunnar og þjóð- minjasafnsins. Matthías fcrð- aðist um allt Jandið á fyrstu embættisárum sínum, friðlýsti fornminjar og gerði nákvæma skrá um gripi í öllum kirkjum landsins, og er þetta stórmerk heimild. A fyrsta embættisári sínu flutti Matthías Þór'ðarson safn- ið úr Landsbankahúsinu í Safn húsið við Hverfisgötu ög setti það upp þar. Sú uppsetning hélzt til 1950, er safnið var flutt í nyju bygginguna'. Við Matthías Þórðarson flutninginn rannsakaði Matthí- as allt safnið, raðaði gripunum og skipulagði og skipti safninu í deildir. Mun safnið efaiítið alltaf búa að þessari niður- röðun og deildaskiptingu, enda Framhald á 8. síðu. En það er með öllu óþarft fyrir bæjarfélögin að láta á- form útgerðarburgeisanna heppnast. Bæjarfélögin hafa nú meirihlutaaðstöðu í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda og geta ráðið þar úr- slitum standi þau saman og beiti því valdi sem þau ráða yfir. Og þessu valdi eiga bæjarfélögin að beita þegar eins stendur á og nú. Bæj- arútgerðirnar og þau útgerð- arfélög, sem bæjaríélögin eru aðiljar að, eiga tafar- laust að bindast samtökuni til að afstýra hættunni, ná samningum við sjómenn og koma þannig í veg fyrir langa stöðvun á togaraflot- anum, sem cnginn græðir á nema pukinn á fjósbitanum, útgerðarburgeisárnir i Sjálf- stæðlsflokknum, mennirnir sem telja íslen/.ka togara- sjómenn fullsæmda af 4 tima hvíld í sólarhring. Munið MlR-fundinn i Stjömnbiói klukkan tvö í dag Þar flytur Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur erindi um friðarbaráttu Sovétríkjanna — Kvikmyndir frá Sovétríkjunum 1 dag kl. 2 e.h. hefur MlR fund og kvikmyndasýn- ingar í Stjöruubíó. Sverrir Iíristjánsson sagnfræðingur flytur þar erindi um friðar- baráttu fulltrúa Sovét- ríkjanna á þingum Sameinuðu þjóðanna. Á eftir erindinu verða sýndar frétta- myndir, fjallar ein þeirra um friðarhreyf- inguna, bæðj í Sovét- ríkjunum og víðar í heiminum. M. a. sýnir myndin komu lieims- friðarráðsins í Moskva, ennfremur er kaflj frá Kóreu. Að lokum verður mjög falleg myud frá Iandslagi og þjóðlífi I AltaifjöIIunum. \ í næstu blöðum birtir Þjóðviljinn ýtarlesra or skemmtilesra frásösrn af vetraróiympíuieikjun- s um í Osló — framliaid ■I af fréttabréfum Frí- manns Heitrasonar. — I; Fylsrizt meö þeim frá I; desri til dasrs! Samningar hef jast. . ' Forsætisráðherra Egypta- lands lýsti yfir í gær að mjög bráðlega hæfust beinir samn- ingar Egypta og Breta um Súesmálin. íslendingar 11. í boðgönguniii Oslo í gær. Boðgöngunni á Vetrar- Qlympíuleikunum er nú loldð og varð íslenzka sveitin 11. í röðinni af 13 sent kepptu. FRÍMANN. Kostnaði jafnað á leppsfjórnirnar Káð Atlaiizhaísbandalagsins samþykkti í gær mótatkvæða- laust tillögur nefudar þeirrar er falið hafði verið að gera áætlun unf skiptingu kostnaðar af hervæðingu bandarísku fylgi ríkjanna í Evrópu. Var einnig ákveðið hve niik- inn her og hvers konar þátt- tökuríki skyldu hafa áður en þessu ári lyki, og fest í sam- þykktunum að framkvæmd her- væðingarinnar eigi að taka lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Er ljóst a'ð hin sívax- andi andspyrna þjóða Vestur- Evrópu hefur neytt Bandaríkja stjórn og leppstjórnir þeirra í Evrópu til að fara sér hægar með vígbúnaðinn en æstustu stríðsæsingamennirnir heimt- uðu. Ákveðið var að hefja rann- sókn á því að hve miklu leyti Grikkiánd og Tyrkland gætu tekið þátt i vígbúnaðinum, og munu, þau ekki tekin me'ð í á- ætlunina um skiptingu kostnað- arins. Ekki er Islands að neinu get- ið í fregnnm af fundinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.