Þjóðviljinn - 28.02.1952, Side 3
Fimmíudagur 28. feferúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (.3
^ Ritstjóri: Þóra Vigfúsdóttir j
Llfið inn fil hi
Fyrir eitthvað rúmum tuttugu árum sá ég frú Þuríði Friðriks-
dóttur f fyrsta sinn, það vár á opinberum verkalýðsfundi I Keykja-
n'k. Mér er það minnisstætt að það var aðeins ein kona sem tók
Til máls á þessum fundi, fyrirmannieg og drengileg á svip og fannst
mér þá strax að hverjum máistað væri betur borgið, sem þéssi kona
iegði iið. Konan var Þuríður Friðriksdóttir. Ég kynntist henni Svo
tíðar. Við urðum og erum pólitískir samherjar og Ieiðir okkar lágu
saman í ýmsum kvennasamtökum, og þar hef ég einnig kynnzt
Þuríði sem hinni einörðu hreinskilnu og djörfu bardagakonu og um
það mun flestum koma saman, að hvort sem hún stendur í fund-
arsal og deillr á andstæðinga sína — eða samherja, sem hún á stund-
um til að gera þegar lienni finnst þörf að segja okkur eitthvað tii
syndanna — eða situr veizlubúin á skémmtifundum með öðrum kon-
um, þá fari þar svipmikll og drengiieg kona.
I tilefni tuttugu ára afmælis Þvottakvennafélagsins Freyja 7. febr.
síðastiiðinn notaði ég tækifærið til að heilsa upp á Þuríði og fá að
heyra eitthvað um afmæiisbamið.
Þvottakvennafélagið er stofn-
að 7. febrúar 1932 að tilhlutun
Jóhönnu Egilsdóttur, segir
Þuríður. Verkakvennafélagið
Framsókn áleit nefnilega ekki
þá að það hefði aðstöðu til áð
hefja baráttu fyrir bættum
kjörum þeirra kvenna sem unnu
að ræstingu í opinberum bygg-
ingum, einkafyrirtækjum eða
yfirleitt fyrir kjörum kvenna
sem hefðu slík störf sér til
framdráttar. Þessar konur voru
óskipulagður hópur, þær höfðu
engin réttindi, kaupið var ó-
heyrilega lágt. Bærinn stækk-
aði. Skrifstofur og stórbygging-
ar þurfti áð ræsta svo vinna
fór að verða töluverð við þessi
störf.
Og bú tókst að þér að hefja
baráttu fyrir bættum lífsbjör-
um þeirra sem fengust við
þessa illa launuðu atvinnu?
Já, það má segja það. Við
vorum 30 konur sem stofnuð-
um félagið, ég var kosin for-
maður og hef verið það síðan.
Jóhann Egilsdóttir var fyrSti
varamaður, og gjaldkeri félags-
ins frá byrjun hefur verið Sig-
ríður Friðriksdóttir, systir mín,
en fyrsti ritari félagsins var
Svava Jónsdóttir.
Fyrsta verkefni félagsins,
heldur Þuríður áfram, var að
reyna að ná samningum við
ríki og bæ og aðra atvinnurek-
endur á þessu sviði. — Það
tókust brátt samningar við rík-
ið, þar sem Þvottakvennafélag-
ið Freyja var viðurkenndur
réttur samningsaðili í þessum
atvinnuvegi, en bærinn viður-
kenndi taxta félagsins. Næsta
skref var svo að kynna sér
kaup og kjör þessara kvenna
og kom þá í ljós hve miklum
misrétti þær höfðu verið beitt-
ar, borið saman við aðrar at-
vinnugreinar og fyrir utan hið
lága kaup fengu þær mjög víða
ekki að þvo gólfin nema úr
köldu vatni, en þvi var nú
★
★
Lítil
hvit blússa.
Takið eftir erm-
unum, þær eru
nýjasta tízka
★
★
strax kippt í lag með öðrum
kjarabótum.
Á Pósthúsinu og Stjórnar-
ráðinu var stúlkum f jölgað um
helming við ræstingar og kaup-
ið hækkað um helming eða ríf-
lega það. Á öðrum stöðum sem
konur höfðu unnið árum saman
fengust ríflegar kjarabætur fyr
ir milligöngu félagsins. Framan
af fórum við venjulega samn-
ingaleið í kröfum okkar, en
seinna tók félagið upp fermetra
taxta, sem er það lang réttasta,
þar sem gólfflöturinn segir til
hve mikið sé þvegið og hvað
þvottakonan því réttlátlega
eigi að bera úr býtum.
Tókst ykkur að herja út ein-
hver önnur fríðindi?
Já, félaginu tókst að fá við-
urkennt 12 daga sumarfrí og
45 daga veikindaforföll og
njóta stúlkur í þessari atvinnu-
grein þessara hlunninda áfram-
haldandi. Nú er atvinnuleysi
aftur að berja að dyrum og
mun það ekki sízt koma niður
á þessari stétt, því er það ekki
svo, segir Þuríður, að konunni
er venjulegast ýtt til hliðar
þegar á að fara að spara og
dragá saman. Maður hélt hérna
á velmagtarárunum að íslend-
ingar mundu aldrei oftar sjá
framan í kreppu og atvinnu-
leysi, en það ætlar að takast
furðanlega fyrir stjórnarvöld
unum að koma öllu i rúst og
kaldakol. Já, mikið höfum við
kjóséndur landsins á samvizk-
unni.
Hvemig hefar svo félágSStaríið
veríð hjá ykkur í öll þessi ár?
Samstarfið hefur verið ágætt
og „Freyja“ hefur tekið ríkan
þátt í kvenfélagastarfseminni
yfirleitt. Við erum í Kvenrétt-
indafélagi Isiands. Eigum fuli-
trúa í Mæðrastyrksnefnd og
eins í söfnunarnefnd Haliveig-
arstaða, og leggjum fram
allmikið starf í þágu „Vorboð-
ans“. Þvottakvennafél. ,Fieyja‘
er enn á fegursta aldri, seg-
ir formaður þess, við s.-m höf-
um starfað bar um tuttugu
ára skeið vorum að þessi fe-
lagsskaþur oxkai eigi eftir a'S
þroskast og dafna og okkur
auðnist ævíjilega a.i leggja
fram okkar skerf til að starf-
andi fólk megi ber-« þax úr být-
um sem bv, rviti'egj ber. Þnu
kjör sem islanzk alþýða iÁi
við í dag hafa ekíi k.ir.jð af
sjálfu sér, hvert fet sem okk-
ur hefur miðað áfram til betri
lífskjara hefur kostað baráttu
og stundum harða baráttu, en
sú barátta hefur líka kennt
okkur að samtakamáttur al-
þýðunnar þýðir sigrar hennar.
Það hefur náttúrlega blásið
svalan um þíg eins og aðra
sem gerast Iiðsmenn nýrra
þ jóðf éla gshugs jóna ?-
Ég veit ekki, það hrín víst
ekkert á mér. Maður kveður
þá sér til hugarhægðar ef eitt-
hváð blæs á móti. Ég skal
Fá$£egur klútur gretur iífgrað upp gamlan kjól.
— Á myndinni er klútnum smeygrt undir kjól-
kragrann og bundin stór slaufa.
I sfuftu máli
Þuríður Friðriksdóttir
segja þér að það er ekkert
eins hressandi og að kveða
rímur og ferskeytlur þegar
maður er þreyttur á fundar-
höldum og stjórnmálastappi.
Ég er í kvæðafélaginu „Iðunn“
og hef verið þar síðan 1929.
Ég álít að kvæðafélagið Iðunn
gegni merku þjóðfélagsstarfi,
sem ekki hefur verið nógu
mikill gaúmúr gefinn, og svo
er annað að þáð er engin
skemmtun á við að heyra vel-
kveðnar rímur með mörgum
kenningum og miðrími. En rím-
urnar hafa líka verið tónleikar
alþýðunnar gegnum aldaiaðir.
Mér finnst alltaf fara áð
syngja í hjartanu þegar ég
heyri vel kveðið.
EG kveð Þuríði. Á leiðinni
heim er ég að hugsa um hvað
hún sé ævinlega hressileg og
ung í anda og áhuginn lifandi
fyrir öllu þvi sem lýtur að hag
og velgengni alþýðunnar í !and-
in'u. Starf hennar í þágu Þvotta
kvennafélagsins „Freyja“ verð-
ur einhvern tíma meti'ð að verð-
leikum og megi félagið enn
um langt skeið njóta krafta
hennar og forystu.
Þ. V.
KONUR t BÆNUM ræða mikið
um „Snorralaug", almennings-
þvottahúsið nýja, sem tekið er
til starfa hér í bæ. Nú eru ailir
ieiðinda þvottadagar úr sögunni,
segja þær. Við búum okkur upp
á, tökum bíl, förum með okkar
þvott, stingum 4 kg ofan í hverja
vél og löbbum okkur síðan út í
bæ. Öll blöðin segja að við get-
um farið í búðir og verzlað (hvar
éigum við að taka peningana?),
eða bara spókað okkur á götun-
um meðan vélarnar þvo þvott-
inn. Þetta er allt saman gott og
blessað og von að almenn hr'ifh-
ing ríki yfir því að vélarnar taki
af okkur stritið og við getum
hugsað um okkar þvott í vist-
legum húsakynnum. Það er alltaf
einhver höggormur í paradísinni.
Ætli að okkur verkamannakonun-
um sem höfum tæplega til hnifs
og skeiðar verði ekki ofviða að
leggja í bílkostnað þann sem fyig-
ir svona fyrirkomulagi, það kost-
ar skilding að taka bíl úr út-
hverfunum inn á Snorrabraut, en
svona almenningsþvottahús ná
fyrst tilgangi sínum ef þeir fá-
tækustu i þjöðfélaginu geta notað
sér slíka tækni. Létta mundi und.
ir ef kæmu ódýrar bílferðir frá
„Snorralaug" á vissum dögum í
hin ýmsu hverfi bæjarins, þar
sem þvotturinn væri fluttur fyrir
húsmæðurnar fram og til baka.
Við skulum vona að „Snorra-
laug" eigi eftir að verða almenn-
ingsþvottahúsið sem allir geta
notfært sér.
□
TÍMARITIÐ „Virkið í Norðri" er
nýkomið út. Þar eru m. a. birtar
blaðagreinar þær frá öllum blöð-
unum, sem spunnust út af Kven-
réttindafélagsfundinum 7. mai s..l
vor. Þessi sögulegi fundur vakti
féikilegt umtal í bænum og út
um land og urðu mikil blaða-
skrif í sambandi við það. 1 þessu
riti geta konur lesið allar grein-
ar blaðanna og borið þær saman
við staðreyndirnar. Þær eru ó-
fögur lýsing á æsiblaðamennsku
sumra dagblaðanna hér í höfuð-
staðnum, þar sem beztu konum
þjóðarinnar eru valin hin háðu-
legustu orð í pólitísku ofstæki og
geðshræringu út af að hafa íeng-
ið erlent herlið inn í landið þenn-
an dag.
□
NÝLEGA VAR haldinn fundur
hér í bænum á vegum Stúdenta-
félags Reykjavikur um menningv
armál, þar sem ýmsum mönnum
var boðið að hafa framsögu. ÞaS
vekur furðu að enginn kona
skyldi verða fyrir valinu. Við eig-
um hóp af íslenzkum konum
sem hafa lagt drjúgan skerf til
menningarmála þjóðarinnar og
það ætti vissulega að heyrast
raddir frá konum þegar rædd eru
þessi mál opinberlega. Þrátt fyrir
allt jafnrétti á pappírnum eru
þær áreiðanlega ekki enn þá sköð-
aðar þær vitsmunaverur að þær
eigi að hafa orðið þegar rætt
er um andleg mál íslenzku þjóð-
arinnar.
75 ára
Guðrun Jónasson
Frú Guðrún Jónasson kaup-
maður og bæjarfulltrúi átti 75
ára afmæli 8. febrúar síðastlið-
inn.
Þegar ég fyrst heyrði á hana
minnzt, var það í sambandi við
að hún hafði stutt málaleitun
A.S.B., félags starfsstúlkna í
brauða- og mjólkurbúðum,
í bæjarstjórn Reykjavíkur, og
var það henni mjög í vil í huga
mínum.
Ég hugsa að hún hafi kosið
sér að reyna að hafa sem já-
kvæðast viðhorf til málefna.
kvenna yfirleitt. Á landsfundi
kvenna 1944 kom hún fram.
með þá tillögu, þegar skipulag
Kvenréttindafélags Islands var
rætt, að í stjórn félagsins ætti
sæti 1 kona frá hverjum póli-
tískum flokki, og var það hugs-
að sem sameiningargrundvöllur
til málefnabaráttu og varð það
úr. Og hefur sú tilhögun áreið-
anlega verið félaginu til góðs,
þó að hugsjón Guðrúnar væri
miklu stærri en svo að lágkúru-
legum flokkssjónarmiðum.
hentaði.
Enda segir sú góða kona í
viðtali á afmælisdaginn: ,,Við
þurfunt svo mikið á því að
halda að geta staðið santan. Ef
við gerffum það yfirleitt, vært
ruiörgum steini rutt úr vegi“.
Ég veit að Guðrún Jónasson
mælir hér af djúpri reynslu og
að hún skilur það til fulls
hversu konur eiga í vök að verj-
ast með sérmál sín á Alþirigi
og víðar. Hvenær fáunt við
sömu laun fyrir samskonar
störf, hvenær fáum við frjálst
Framhald á 6. síðu. j