Þjóðviljinn - 02.03.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1952, Blaðsíða 4
4) ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur "2. marz 1952 þJÓWlUINN Uígefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðinundsson. Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. Blaðam.: Ari Kárason, MagnusTorfi Ólaísson, Gúðm. Vlgfússon. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. j Þeír brutust §nn og stálu Fyrir nokkru komu tveir ungir bræður til Reykjavík- ur. Þeir gátu ekki dvalizt heima hjá sér lengur aíýms- um ástæðum og hugsuðu sér að hefja sjálfstætt Líf í höf- uðborginni. Þeir fengu herbergi á Herkastalanum til bráðabirgða, en ætluðu að koma sér betur fyrir, þegar þeir hefðu unnið sér fyrir fé. Þessi lífsvenjubreyting virt- ist ekki vandasöm, þeir voru ungir og hraustir og vel fallnir til vinnu. Þsir mættu á hverjum morgni snemma niöri við höfn til að fá vinnu, fá aö nota krafta sína, — tn þar var aldrei neina vinnu að fá. Þeir leituðu fyrir sér víðar, en hvarvetna var'sama svar: engin vinna, við höfum enga þörf fyrir stárfskrafta tveggja ungra, hraustra íslendinga. Og senn kom að því að fjármunina þraut, þeir voru reknir af Herkastalanum fyrir skuldir. Þeir þraukuðu enn um skeið. sváfu úti, undir bátum og í skúmaskotum, en ekkert leystist úr vandkvæðum þeirra, heldur mögnuðust þau dag frá degi. Eina nóttina, þegar þeir höfðu ekki borðað í tvo sólarhringa og lítið sofið lengi, brutust þeir inn í verzlun og stálu. Þessir ungu menn höfðu leitað fiér að verkefni í þjóð- félaginu og ekki fundið það. Það var engin þörf í'yrir krafta þ-sirra og hæfileika, og þjóðfélagiö lét sig ekki neldur neinu skipta örlög þeirra, hvort þeir höfðu mat cða sultu, hvort þeir höfðu þak yfir höfðinu eða sváfu á Vi'ðavangi. hvort þeir lifðu eða dóu. — Þangað tii þeir brutust inn og stálu. Þá vaknaði allt í einu áhugi þjóð- félagsins. Þeir voru teknir næsta dag, og allt í einu sá þjóðfélagið þcim fyrir húsnæði og mat, betra viöurværi en þeir höfðu sætt lengi áður. Síðan hafa þessir ungu bræður brotizt inn aftur og aftur, og þeir hafa sagt hreinskilnislega frá því að tilgangurinn væri að fá mat og húsaskjól í tugthúsinu. Þeir hafa verið látnir afplána dóma sína á Litla-Hrauni, og þegar þeir voru fluttir bangaö voru þeir kátir og eftirvæntingarfullir og undu þar hag sínum hið bezta. Þeir höfðu fundið leiðina til aö hfa í hinu íslenzka þjóðfélagi. Þessi saga er sönn og hún varpar ljósi lahgt inn í eðli þess auðvaldsþjóðfélags sem við búum við. Hún skýrir einnig að nokkru þau fyrirbæri síðustu tíma sem mestan ohug hafa vakið. að innbrot og ofbeldi eru að verða dag- legir viðburðir í Reykjavík. Það etoðar ekki að fórna höndum í örvæntingu og fella harða dóma um ungt fólk andspænis slíkum atburðum, þeir eiga sér sínar þjóðfé- lagslegu forsendur, þeir eru ein afleiðingin af hinni bandarísku kreppupólitík ríkisstjórnarinnar. Ungu bræðurnir brutust inn vegna þess að þeir gátu ekki fengið að vinna, þeir fengu hvorki mat né húsa- skjól. Stundum eru skýringarnar margbrotnari. Þróun ' síðustu ára hefur leitt til óvissu og efa, ótta og vonleysis, og það hefur aftur leitt til þess að margt ungt fólk hefur orðið rótlaust, komizt á andlegan vergang. Síðast en ekki sízt hefur dýrkun ofbeldis og siðleysis færzt mjög í vöxt og er einn öflugasti liðurinn í þeirri bandarísku ,,menningar"-pólitík sem flætt hsfur yfir landið. Bandarískar kvikmyndir fjalla mestmegnis um morð, rán og ofbeldi, verulegur hluti bandarl'skra bók- mennta sömuleiðis — og ekki sízt myndasögur þær j?em sérstaklega eru ætlaðar börnum! Það er táknraent iim ávöxt þessa áróöurs aö margir tugir manna gáfu sig í'ram viö bandaríska sendiráðið fyrir rúmu ári og vildu myrða fólk í Kóreu, og þaö' siðleysi sem vart verður í vaxandi mæli hér innanlands er einnig skilgetið afkvæmi þessa áróðurs. Þarna eru orsakirnir. og meinin verða ekki bætt nema grafið sé fyrir ræturnar. Þegar Tíminn leggur til að teknar verði upp strangari. refsingar auglýsir hann ann- aðtveggja skilingsleysi sitt eða viljaleysi til'skilnings. Og þegar sama blað velur sér bandarísk sorpblöö til fyrir- myndar í frásögnum af ofbeldisverkum er það að rsyna að gera sér siðleysið að' féþúfu og stuðla að vexti þess. Vaxandi ofbeldi, siðleysi og þjófnaður er bein afleið- ing af hinni bandarísku stefnu ríkisstjómarinnar og mun fylgja henni meðan hún fær að ríkja í landi. / S. K. skrifar: — „MÉR SKILST að Reykjavikurbær eigi innan sinna vébanda allmargt „úti- gangshesta" sem ekkert er af bæjarfélagsins hálfu gert fyr- ir annað en þetta: að kasta þeim einstöku sinnum í Stein- i inn. eða kjallarann. *^L Það hefur æ&i oft ^ verið rætt um að stofna hæli fyrir þessa menn, en þar strandar alltaf á sama skerinu: vilja- leysi stjórnarvaldanna, bæjar og ríkís. • „Ntr VILDI svo til, a'ð einn daginn datt ég ofan á lausn þessa máls. Ég legg til að Reykjavíkurbær leysi vanda- mál þessara allslausu heimilis- leysingja með hliðsjón af sögu- legum staðreyndum, eða rétt- ara sagt reynslu annarra. Og ég skal skýra mál mitt með eftirfarandi sögu: • „Þegar ÉG óx upp aust- ur í Skeiðahreppi var þar mað- ur einn, sem alltaf gekk undir nafninu Langi-Fúsi. Hann var maður mjög vandmeðfarinn, hafði varla verksvit, lærði t. d. aldrei að slá. ¦— Því var það ráð upp tekið a'ð láta hann dvelja stuttan tíma í einu á hverjum bæ. Lauk því svo að Fúsi hafði að lokum fasta á- ætlun, hann dvaldi eina viku í einu á hverjum bæ sveitarinn- ar, skipti um vist á hverju sunnudagskvöldi. Þannig leystu Skeiðamenn á mannúðlegan hátt vandamál þessa manns. Þá viku sem hann dvaldi á hverj- um bæ í einu, mun hann án undantekningar hafa notið' sama atlætis og annað heimilis- fólk, nema hvað honum hefur kannske verið skammta'ð þeim mun ríflegar en heimilisfólkinu, sem hann vár meiri matmaður en aðrir. Þessi skipan hélzt alla ævi Fúsa og undu allir vel við. • ,.NÚ VIL ég það gera að tillögu minni, að Reykja- vikurbær ieysi vandamál sinna manna á sama hátt og Skeiða- menn gerðu í gamla daga, úr því hann hefur ekki betri úr- ræði. Hinir heimilislausu um- renningar séu skrá^ettir. Ofr þeim síðan skipað niður á þau heimili í bænum, sem bezt hafa húsakynni og aðstæður allar. Ég þykist vita. samkvæmt kosningastefnuskrá Kristínar L. Sigurðardóttur að hún tæki tillögu þessari fegins hendi. Þar lýsti hún því fagurlega, að vegna. trúarskoðana sinna hefði hún sérlegan áhuga á að leysa vandamál þeirra. er und- ir hefðu orðiö í lífsbaráttunni. • „fiCx ÞYKIST og vita. að margar sjálf stæðisfrúr Rvík- uf séu sama sinnis og fn'i Kristín, og þess 'vegna veroi blátt áfram fögnuður á heimil- vim þeirra, er þær frétta, að þeim hafi verið úthlutað ein- um „útigangshesti". Það getur verið a'ð hann sé illa útleikinn, og dálítið óhreinn. En á heim- ilum betri borgara Reykjavík- ur eru sem betur fer góð hrein- lætistæki, og það mun ekki þurfa að líða langur tími á hinu nýja heimili. — hinu fyrsta kannski í mörg ár — þar til náunginn þekkir varla sjálfan sig. • „AÐ S.IALFSÖGÐU er haim settur til borðs með hús- bændunum og í öllu að honum búið á þann hátt, sem megi verða til þess a'ð vekja sjálfs- virðingu hans, — Ég fæ ekki betur séð en þarna sé glæsi- legt hlutverk að vinna fyrir trúaðar sjálfstæðiskonur eius og frú Kristín L., Guðrúnu Guðlaugsdóttur o. fl. • „OG EF TILLAGAN ekki kemst í framkvæmd, er það þér að kenna, Bæjarpóstur góður. — Þú hefur þá a'veg láti'ð undir höfuð leggjast a.ð minna þær góðu frúr á, að það er ekki nóg að segja: herra, herra, heldur ber þeim að gera vilja föður síns á himnum og hugsa um hina fátæku og aumu og gera eitthvað fyrir þá. Ann- ars getur svo farið að þær verði önnur aðalpersónan í dæmisögunni um ríka manninn og Lazarus. S.K," Sunnudagur 2. marz (Simplicius). Guðspjall: Djöfullinn freistar Jesú. 62. dagur ársins. — Vika af góu. Tungl í hásUðri kl. 17.46. — Ár~ degisflóð kl. 9.20. Síðdegisflóð kl. 21.58. — Lágflœði kl. 3.12 og kl. 15.32. Eimskip Brúarfoss fór frá Rvík 29. fm. til London, Boulogne, Antwerpen og Hull. Dettifoss fór frá Flateyri um hádegi í gær til Bíldudals, Patreksfjarðar, Breiðafjarðar os? Vestmannaeyja. Goðafoss fór frá New York 28. fm. til Rvíkur. Gullfoss er væntanleR-ur til Rvík- ur á moreun. Lagarfoss fór frá Hafnarfirði 21. fm. til New York. Reykjafoss fór frá HamborK 28. fm. til Belfast osr Rvíkur. Sel- foss fór frá Rvik 29. fm. til Vest- mannaeyja, Bremen, Hamborsrar og Rotterdam. Tröllafoss fór frá Rvík 22. fm. til New York. 5'oI<l. in lestar í London í byrjun næstu viku til Rvíkur. Ríkisskip Hekla fer frá Rv'k um há'lepri á þriðjudaslnn austur um land í hringferð. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Oddur fór frá Rvík i gærkvöldi til Hornafjarðar. Flugfélas; Islands 1 das verður flogið til Akureyr- ár og Vestmannaeyja. Á morgun til - sömu staða. Freyjugötu 28, er opinn daglega kl. 1—7. — Sími 2564. Rafmagnstakmörkunin i dag Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalsiræt- SKALKURINN 50. dagur _________ ,Hver á flest spor ú fslnndi'.* Ráðning síðustu gátu: F 1 ó r ís, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Rafmagnstakmörkunln á morgun Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grímsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn- arnes fram eftir. MESSUR I DAG: ít'íi Vb'to Nesprestakall. Messað i Kapellu Háskólans kl. 2. Sr. Jón Thoraren- sen; —¦ Hallgríms- sókn. Messa kl. 11 f. h. Sr. Jakob Jónsson. Ræðu- efni: Á freistingasagan erindi til Reykvíkinga. Barnaguðsþjónusta kl. 1.30. Sr. Jakob Jónsson. —- Messa kl. 5 e. h. Sr. Sigurjón Þ. Árnason.' — Dómltlrkjan. Messa kl. 11. Sr. Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 5. Sr. Jón Auðuns. — Fríkirkjan. Messa kl. 2. Sr. Pétur Magnússon frá Vallanesi prédikai'. — Lauarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15. b':ói kl. 11 f. h. á morgun. — Sr. Jón Auðuns. 70 ára verður á morgun, mánu- daginn 3. marz, María Jónsdóutir, Höfðaborg 97. Á . afmælisdagitin verður María stödd á heimili son- ar síns í Efstasundi 73. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir n. k. þriðjudagskvöld kl. 8.30 Drauga- Iestina. Un>ímennáfélag Öháða fríkirkju- &afnaðarins heldur almennan fund að Laugaveg 3 kl. 5 e. h. i dag. Nýlega voru gefin saman í hjónabahd af sr. Emil Björns- syni, ungfrú Þóra Ingibjöríj' Jónsdóttir 'og Ingólfur G. Björns- son, Akurnesi í Hornafirði. Þau reisa bú að Grænahrauni i Horna- firðí. —¦ • 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Thorarenscn, Inga H. Jónsdóttir hárgreiðsiu- dama, Arnargötu 8 og Erlendur Guðmundsson vélstjóri. Nönnu- götu 12. Heimili Ungu hjónanna verður að Arnargötu 8. Helgidagsteknir: Jóhannes Björnsson, Hraunteig 24. — Sími 6489. Læknavarðstofan Austurbæjar- skóianum. Sími 5030. Kvöldvörður: B.iarni Jónsson. — Nætui-vörður: María Hallgrímsdóttir. — Á morg- un. Kvöldvörður: Björgvin Finns- son. Nætui-vörður: Oddur Ólafs- son. Næturvarzla er t í Lyf jabúðinni Iðunni. Sími 7911.' Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund annað kvöld kl. 8.30 í Tjarnarkaffi. — Meðal skemmtí- atriða er erindi. sem séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum flvtur, Framhald á 6. síðu. Lausn á taflþrautlnni: Svartur leikur Hb3—g3! ^:'.-: 't&g&BttOSk Hodsja Wasreddin kunni einnig að meta góða máltíð. 1 einu andartaki át hann þrjár skálar af hvítingum, þrjár skálar af hríshlaupi og að lokum tuttugu kjöthnúða. Þegar hann komst loks und aftur var hann ' löðrandi af var þreklaus og máttfarinn, ei hefði verið í baðhúsi í hön nuddara.'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.