Þjóðviljinn - 02.03.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.03.1952, Blaðsíða 6
Minningarorð Framhald af 3. síðu 6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2 marz 1952 þekkingin, sem gefur alþýðu trúna á sjálfa sig og máttinn til að sprengja af sér fjötrana og breyta mannlífinu í það horf sem beztu menn allra þjóða hefur um aldir dreymt um. Já, fráfall þitt vinur, er okkur sorgarefni. iEn sú er bót harma, að sá dagur, sem þig dreymdi, dagur fólksins, dagur lífsins á þessari dásamlegu jörð er í nánd, — og þá skiptir það ekki öllu máli hvoru megin grafar sól hans skín á þig eða mig. Jón Rafnsson. Göngukeppmn Framhald af 3. síðu er þar með ennþá betri tíma 48,20, og þegar tilkynningin um það að Hallgeir Brenden hefði gengið 48,20 ætluðu ópin allt að æra og nú þótti sýnt að Brenden yrði fyrstur. Þeg- ar hann kom í ljós ætláði allt um koll að keyra. Hann var sigurvegari og sum blöð líkja honum við beztu göngumenn sem Noregur hefur átt, eins og Thorleif Haug og John Grötumsbráten. Undanfarin ár hafa Norðmenn orðið að horfa á Svía og Finna sigra í 18 og 50 km göngu en Brenden stöðv aði þá sigurgöngu og það á sjálfum olympíuleikjunum. — Þetta var stór dagur fyrir Nor- eg: Gull í 18 km óvænt, gull í 1500 m. skautahlaupi svolítið óvænt og gull í stökki og göngu samanlagt! Frímann. Félag Nýalssinna heldur fund í Tjarnarkaffi, uppi sunnudaginn 2. marz kl. 2 e. h. Krossgáta lárétt: 1 slá — 4 belja — 5 ná 7 kúgun — 9 skrá — 10 fugl — 11 stilli — 13 friðsæld — 15 skóli 16 föll. FóSrétt: 1 búslóð — 2 íiát — 3 fors. — 4 fiskar — 6 sundin 7 álegg — 8 lykt — 12 hest — 14 vafði — 15 kvartett. Lausn 40. Urossgátu. Lárétt: 1 klettur — 7 aá — 8 tala 9 snæ — 11 111 — 12 fá — 15 fast 17 sá — 18 arð — 20 skárúða. Lóðrétt: 1 kast — 2 lán — 3 tt 4 tal — 5 ullu — 6 ralla — 10 æfa — 13 ásar — 15 fák — 16 trú 17 ss — 19 ðð. 114. DAGUR þegar þau voru komin hingað og elskuðu hvort annað á þennan ýiátt, og hitt fólkið virtist svo fjörugt og hamingjusamt, þá virtist henni það alls ekki syndsamlegt. Því skyldi fólk ekki dansa? Stúlkur eins og hún og piltur eins og Clyde? Yngri systkini henriar voru staðráðin i að læra að dansa, þrátt fyrir skoðanir foreldranna í þeim efnum. „Æ, hvaða vandræði," hrópaði hann og gerði sér í hugarlund, hve dásamlegt væri að halda Róbertu í faðmi sér. „Við gætum skemmt okkur svo vel, ef þú kynnir að dansa. Ég gæti kennt þér það á nokkrum mínútum, ef þú vildir." „Ég veit ekki,“ svaraði hún glettnislega og út augum hennar mátti lesa ánægju yfir þessari uppástungu. „Ég er ekki sérlega leikin í þeim sökum. Og auk þess er dans ekki álitinn sérlega siðsamlegur í heimahögum mínum. Og ég veit að foreldrum mínum geðjast ekki að því.“ • „Hvaða vitleysa,“ svaraði Clyde glaðhlakkalega. „Þetta er hara bull í þér, Róberta. Uss, það dansa allir nú á dögum eða næstum allir. Hvernig getur þér dottið í hug, að eitthvað sé athugavert við það?“ „Jæja,“ svaraði Róberta og það var undarlegur hreimur í rödd hennar. „Ef til vill þykir bað viðeigandi i þínum hópi. Og eg veit að flestar verksmiðjustúlkurnar dansa. Og ég býst við að þar sem peningar og metorð eru annars vegar sé allt leyfilegt En það er öðru máli að gegna um stúl’cu eins og mig. Ég býst ekki við að foreldrar þínir hafi verið eins strangir og foreldrar mínir.“ „Hver veit,“ sagði Clyde hlæjandi, enda hafði hann tekið eft- ir orðunum „þínum hópi“, og einnig „þar sem peningar og met- orð eru annars vegar.“ „Já, þú veizt ekki betur,“ hélt hann áfram. „Þeir voru eins strangir og foreldrar þínir og jafnvel enn strangari. En ég dans- aði samt sem áður. Það er alls ekkert Ijótt, Róberta. Komdu, leyfðu mér að kenna þér það. Gerðu það, elskan mín.“ Hann lagði handlegginn um mitti hennar og horfði í augu hennar, og hún lét undan, yfirbuguð af þrá til hans. í sömu svifum stanzaði hringekjan og ósjálfrátt lá leið þeirra í áttina til dansskýlisins, þar sem dansfólkið — fátt en fjörugt — barst léttilega um gólfið. Lítil hljómsveít lék foxtrotta og one-step. Skálinn var umgirtur og við hliðið sat ung og falleg stúlka og seldi miði — tíu sent fyrir dansinn. En litirnir, lögin og dansfólkið, sem leið léttilega um salirtn, höfðu djúp áhrif á Clyde og Róbertu. Hljómsveitin hætti að leika og dansfólkið kom út. En það var ekki fyrr komið út en farið var að selja miða á ný. ■ „Ég hugsa að ég ^eti það ekki, sárbændi Róberta um leið og Clyde ýtti henni gegnum hliðið. „Ég er hrædd um að ég sé svo klunnaleg. Ég hef aldrei dansað eins og þú veizt.“ „Þú klunnaleg, Róberta," hrópaði hann. „En sú fjarstæða. Þú sem ert svo einstaklega liðug og mjúk í hreyfingum. Sjáðu bara til. Þú átt áreiðanlega eftir að dansa mjög vel.“ Hann var búinn að borga fyrir þau og þau voru komin inn fyrir. Gagntekinn dirfsku, sem að miklu leyti stafaði af því að hún skyldi halda að hann tilheyrði yfirstéttinni í Lycurgus, leiddi bann hana með sér inn í skot og fór þegar í stað að kenna henni undirstöðuatriðin. Þau voru auðlærð stúlku eins og Róbertu. Og þegar hljómsveitin byrjaði að leika og Clyde tók hana í fang sér, átti hún auðvelt með að fylgja honum í dansinum og dans þeirra var frjáls og eðlilegur. Það var dásamleg tilfinning að hvíia í örmum hans og láta hann ráða hreyfingum sínum — líkamar þ’eirra hreyfðust eftir sama hljóðfalli. „Elskan mín,“ hvíslaði hann. „Þú dansar yndislega. Þú ert s'trax búin að læra það. Þú ert alveg einstök, elsku barn. Ég trúi þessu varla." * • Þau dönsuðu aftur um gólfið og enn einu sinni, áður en hljóm- sveitin hætti að leika, og þá var Róberta gagntekin ólýsanlegum unaði. Að hugsa sér, hún hafði verið að dansa. Og það var svona dásamlegt. Og hún hafði dansað við Clyde. Hann var svo grann- að taka næsta vagn til Fonda — tíminn hafði liðið svo fljótt. Þegar skilnaðarstundin nálgaðist voru þau með hugann full- n af áætlunum .varðandi morgundaginn. Því að þá kæmi Ró- berta aftur, og ef hún gæti komið því við að fara snemma frá. systur sinni, þá gæti hann komið til móts við hana frá Lycurgus. Þau gætu eytt tímanum í Fonda, til ldukkan ellefu að minnsta. 'kosti, þegar síðasta lestin frá Hómer var væntanleg. Og þá gat ur og fíngerður — langglæsilegastur af piltunum á dansgólf- inu, fannst henni. Og hann var að hugsa um, að hann hefði aldrei kynnzt eins yndislegri stúlku og Róbertu. Hún var svo' fjörug, aðlaðandi og blíð. Hún var ekki að reyna að hagnast af honum. Og hváð Sondru Finchley snerti, þá hafði hún ekki virt hann viðliteí, svo að honum var óhætt að hætta að hugsa um hana — og þó gat hann ekki gleymt henni, jafnvel ekki þarna í örmum Róbertu. Klukkan hálfsex, þegar hljómsveitin var hætt að leika vegna ónógrar þátttöku og hengt var upp spjald sem á stóð: „Opnað aftur kl. 7.30“, þá voru þau enn að dansa. Síðan fengu þau sér ís og þvínæst matarbita, og að því loknu urðu þau tímans vegna liún látið eins og hún hgfði komið með þeirri lest og þau gætu orðið samferða til Lycurgus, ef enginn sem þekkti þau væri í lestinni. Og þau hittust eins og ákveðið hafði verið. Og þau gengu um Slæ|arlrétíif Framhald af 4. síðu. Leiðrétting í aug;l. í blaðinu í gær um fund verkalýðsfélaganna, er halcfa á á morguh, misritaðist nafn tré- smiðafélagsins, er það nefnt Tré- smiðafélag Islands en á vitanlega að vera Trésmiðafélag Reykja- víkur. 11.00 Morgunút- varp (pl.): a) Tríó í B-dúr op. 11 fyr- ir klarínett, celló og píanó (Gassen- hauer-tríóið) eftir Beethoven (Kammertríóið í Miin chen leikur). b) Píanókvintett í A-dúr op. 114 (Silungakvintettinn) eftir Schubert (Wilhelm Backhaus og International strengjakvartett- inn leika). 14.00 Messa í Frí- kirkjunni (sr. Pétur Magnússon í Vallanesi prédikar; sr. Þorsteinn Björnsson þjónar fyrir altari). •15.15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15.30 Miðdegistónleikar (pl.): a) Fiðlusónata i G-dúr eftir Grieg (Paul Godwin leikur). b) Gerhard Húsch syngur lög eftir Kilpinen. c) „Ossian“-forleikur- inn eftir Gade (Danska útvarps- hljómsveitin leikur; Launy Gron- dahl stjórnar). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Sófasett og einstaldr stólar, margar gerðir. Húsgagnabólstrun Erlings Jónssonar Sölubúð Baldursg. 30, opin kl. 2—6. Vinnustofa Hofteig 30, sími 4166. Guðrún Pálsdóttir syngur barna- lög við ijóð eftir Margréti Jóns- dóttur; Anna Péturs leikur undir. b) Margrét Jónsdóttir les frum- samda sögu — o. f). 19.30 Tón- leikar: Andrés Segovia leikur á gítar (pl.) 20.20 Einsöngur; Sig- rid Onegin syngur (pl.) 20.35 Er- indi: Hertogaynjan af Gajanello; fyrra erindi (Þórunn Elfa Magn- úsdóttir rithöfundur). 21.00 Tón- leikar ((pl.): Rhapsódía eftir Rachmaninoff um stef eftir Pag- anini (Sinfóniuhljómsveitin í Philadelphíu leikur; Leopold Sto>- kowsky stjórnar). 21.45 Upplestur: „Eiginmenn á englavegum", smá- saga eftir Loft Guðmundsson (Edda Kvaran leikkona). 21.40 Tónleikar: Comedian Harmonists syngja (pl.) 22.05 Dansiög (pl-> til kl. 23.30. Útvarpið á morgun 18.10 Framburðarkennsla í ensku. 18.30 Islenzkukennsla; I. fl. 19.00 Þýzlcukennsla; II. fl. 19.25 Tón- leikar: Lög úr kvikmyndum (pl.) 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórar- inn Guðmundsson stjórnar; a) Forleikur að óperunni „Töfra- flautan" eftir Mozart, b) Dans- sýningarlög úr óperunni „Rósa- munda“ eftir Schubert c) „Ave Maria" eftir Ivahn. 20.45 Um dag- inn og veginn (Þórarinn Hclga- son bóndi). 21.05 Einsöngur: Sig- urður Ólafsson syngur; Fritz: Weisshappel leikur undir. a) „Sjó- draugar" 'eftir Sigurð Þórðarson- b) „Fögur sem forðum" eftir Árna Tliorsteinsson. c) „Þú biður mig að syngja" eftir Bjarna Böðvars- son. e) „Þú litli fugl" eftir Denza- 21.25 Dagslcrá Kvenfélagasam- bands Isláhds. „Bláa . ströndin", ferðaþáttur frá Miðjarðarhafi (frú Sigríður Ingimarsdóttir). 21.50' Tónleikar (pl.) 22.10 Passíusálmur (19). 22.20 „Ferðin til Eldorado", saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Kristjáhsson blaðamað- ur. 22.40 Tónleikar: IClassískir dansar (pl.) til 23.10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.