Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 1
Fclagar! Gætið þess að srlata ekkl flokksrcttlndum vegna vanskila. Greiðlð því flokks- gjöldln skilvíslega í byrjun livers mánaðar. Skrifstofan ei opin dagicga ld. 10—12 f. h. og 1—7 e. h. Stjórnln LauRardagur 15. rnarz 1952 — 17. árgangur — 62. tölublað Augu eins Bandaríkjaþingmanns opnast: Marshalladstodifii helur sið- elns gert þá rífeu rikari Bandaríski öldungadeildarmaöurinn Matthew Neely sagöi í gær ,aö hann heföi komizt aö raun um aö Marsh- allaðstoðin heföi ekki farið til að bæta kjör almennings í Vestur-Evrópu heldur runniö í vasa auömannanna. Neely kvaðst hafa komizt að raun um það á ferðalagi um Vestur-Evrópu, að almenningur þar kynni Bandaríkjunum enga þökk fyrir Marshallaðstoðina vegna þess að liann hefði ekk- ert haft gott af henni. Tíkareigandinn Averell Harri- man, sem varð fyrir svörum af hálfu Bandaríkjastjórnar á fundi í utanríkismálanefndum beggja deilda Bandaríkjaþings, viðurkenndi að í sumum löndum Vestur-Evrópu hefði Marshall- aðstoðin runnið í vasa atvinnu- rekenda og stórgróðamanna en sagði að ráðstafanir hefðu ver- ið gerðar til að koma í veg fyrir slíkt framvegis. Marshallaðstoð inni er eins og kunnugt er lokið. Tom Connally, hinn áhrifa- mikli formaður utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar, Tillögur nm samnmg við Mstimíki Stjórnir Vesturveldanna lögðu í gær til við Sovétríkin að hafnar yrðu á ný viðræður um friðarsamning við Austurríki og lagt til grundvallar uppkast í átta greinum. Sovétstjórnin heldur því fram að ekki sé hægt að ganga frá friðarsamn- ingi við Austurríki nema fram- tíð Trieste sé ákveðin um leið. lýsti yfir á fundinum í gær, að hann væri andvígur beiðni Bandarikjastjórnar um að hald- ið verði áfram aðstoð í stórum stíl við erlend ríki. Hann sagði, að Bretland, Frakkland og önn- Ur lönd hefðu ekki sýnt þann sjálfsbjargarvilja, að þau eigi silið að haldið sé áfram enda- laust að ausa í þau dollurum. Brezlcir hermenn á Súessvæðinu þukiu Egypta í leit að vopiuun. PAPPlRSFRAMLEIÐENDUR í Svíþjóð eru taldir hafa ákveð- ið að lækka verð á blaðapappír til Bretlands og Frakklands um tíu til sautján prósent. 700.000 brezkir námumenn krefjast hœkkaSs kaups Upphaí almennrar kauphækkunarheríerðar í kjöl- íar fjárlaga íhaldsstjórnarinnar Stjórn brezka námumannasambandsins kraföist í gær hækkaðs kaups fyrir meðlimi þess. Krafizt að SÞ ræði sýlda. hernað Bandaríkj amanna í gær var skoraó á afvopnunarnefnd SÞ, aö taka til um- ræöu sýklahernaö Bandaríkjanna gegn Kóreu og Kína. 1 hámamannasambandinu eru um 700.000 manns. I kauphækk unarkröfu sambandsstjórnar- innar segir, að ljóst sé af fjár- lagafrumvarpi brezku íhalds- stjórnarinnar að kjör námu- manna verði beinlínis skert með hækkuðu verði á matvælum. Auk þess muni byggingarkostn- aður hækka og atvinnuleysi aukast við hækkun bankavaxta. Búizt er við að flest önnur verkalýðsfélög í Bretlandi fylgi námumönnum eftir með kaup- hækkunarkröfur vegna kjara- skerðingarinnar, sem fjárlögin hafa í för með sér. Blað forsætisráðherrans skýrir frá: Laumumál við Breta um landhelgismál ' Á &ú sdja „fmmburðaKtétt þjóiarknar fym smámuni" Tíminn, blað forsætisráðherrans, birtir í gær grein um landhelgismálin eftir Þórð Valdimarsson þjóðréttarfræðing, og er þar m. a. komizt þannig að orði: „Nú, þcgar Bretar sjá fram á, aö grunnsævis- kenningin er er orðin lögbundin hefð í Ameríku og búin aö ryöja 3 mílna kenningunni úr hásætii, er ekkert líklegra en að þeir láti hvísla því í eyra vissra aðila á íslandi, aö þeir séu fúsir aö sætta sig viö, að við höfum 4 míhia landhelgi eins og Norð- menn, ef við neytum ekki þess réttar okkar að að- hyllast og innleiða grunnsæviskcnningoma, sem þeir óttast meira en allt annað.“ Þjóðréttarfræðingur Tímans segir síðan að eflaust séu íörráðamenn okkar „ailt of mjlklir vitmeisn til að bíta á agnið og selja þannig frumburðarrétt þjóðarinnar fyrir smániuni“. llins vegar er enginn efi á því að þessi umniæli hans stafa af samningamakki sem nú á sér stað að tjalda- baki milli Breta og háttsettra agenta þeirra hérlendis — enda gerir blað forsætisráðherrans enga athugasemd við ummælin. Vaxandi atvinnuleysi. Atvinnuleysisskýrslur sýna, að atvinnuleysi vex jafnt og þétt í iBretlandi. f febrúarlok var tala atvinnuleysingja komin upp í 400:000 og hafði þeim f jölgað um 15.000 í mánuðinum. VaWarænmgiim vill koma sér vel Batista hershöfðingi, sem í vikunni hrifsaði völdin á Kúbu, sýndi í gær að hann veit hvað til þess þarf að koma sér vel við Bandaríkjastjórn, sem þrá- sinnis hefur skipt um stjórn á Kúbu ef henni hefur boði'ð svo við að horfa. Lofaði hann að koma 'á ströngu eftirliti með starfsemi Kommúuistaflokks Kúbu en kvaðst ekki myndi banna hann að svo stöddu. — Hershöfðinginn vildi ekkert segja um það, hvenær þingkosn ingamar, sem hann hefur lof- að, myndu fara fram. Hervæðing óvin- sæl í Japan Tillaga Josliida, forsætisráð- herra Japan, um hervæðingu landsins, liefur lireppt strang- an mótbyr á þingi. Ekki ein- Ungis stjórnarandstæðingar heldur einnig ýmsir af flokks- bræðrum hans hafa mælt tillög- unni í mót. Einn stjórnarand- stöðuflokkurinn hefur boðað að liann muni bera fram tillögu um að stefna Joshida fyrir landsdóm vegna þess að her- væðingartillagan brjóti í bág við ákvæði stjórnarskrárinnar um að Japan muni aldrei fram- ar taka þátt í hemði. BREZK könnunarsveit hóf 5 gær skothríð á þrjá undirfor- ingja úr egypzka hernum og gkaut einn til hana. Segjast Bretarnir hafa haldið að her- mennirnir væru ske.mmdarverka menn. Á fyrsta fundi nefndarinnar í New York í gær sagði Malikj fulltrúi Sovétríkjanna, að síð-1 ustu atburðir í Kóreustyrjöld- inni sýndu ótvírætt, hver nauð- syn væri á því að nefndin ynni bráðan bug að því að banna notkun villimannlegra múg- drápssvopna. í upphafi fundarins bar Co- hen, fulltrúi Bandaríkjanna, fram tillögur um dagskrá ráð- stefnunnar. Eru þær á þá leið, að fyrst skuli rætt um úttekt á vopnum allra ríkja og eftirlit með að hún sé rétt en síðan skuli rætt um afvopnun. Hnefaleikameist- Hnef%leikameistaramót Ár- manns fór fram í gærlcvöldi í íþróttahúsinu að Hálogaiandi. Þessir urðu sigurvegarar: Fluguvigt: Hörður Hjörleifs- son Á. — Bantamvigt: Kristinn Álfgeirsson Á. — Fjaðurvigt: Kristján Sveinsson Á. — Létt- vigt: Friðrik Guðnason Á. — Léttmillivigt: Sig. Jóhannsson Á. — Veltivigt: Bjöm Eyþórs- son Á (bezti leikm. kvöldsins). Millivigt: Hreiðar Hólm Á. — Léttþungavigt: Björgvin Ja- kobsson Á. — Þungavigt: Ál- fons Guðmundsson sigraði Karl A. Haraldsson (Vestra) í úr- slitum. Karl hafði áður sigrað Halldór Christiansen Á. UTANRlKISRÁÐHERRAR Norðurlanda komu saman á fund í gær í Kaupmannahöfn. Eitt af umræðuefnum þeirra verður takmarkanir á ferða- frelsi diplómata frá Sovétríkj- unum. Malik sagði, að tiigangur Bandaríkjamanna með þessum tillögum væri að grafast eftir leyndarmálum annarra ríkja án þess að þurfa að láta uppi sín eigin kjarnorkuleyndarmál. — Kvaðst hann myndi athuga. til- lögur Cohens og bera síðah fram gagntillögur. Pólitiskar afiökur á Spáni í gær voru teknir af lífi í Barcelona á Spáni fimm menn, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir „pólitísk afbrot“. Aftökusveit skaut þá. Spönsku fasistayfinmldin tilkynntu:, að mennirnir væru úr verkalýðs- samtökum stjórnleysingja. — Dauðadómum yfir sex öðrum var breytt i ævilangt fangelsi. Dómsmálaráðherranum í stjórn Francos var í fy.rradag send áskorun frá þingflokki brezka Vei'kamannaflokksíns um að hætta við aftökurnar en hún var að engu höfð. Lögreýlan í rerhííúli Allir starfsmenn bæjarfélaga í Belgíu, meira að segja lög- regluþjónarnir, lögðu niður vinnu í gær til að reka eftir kröfu sinni um hækkað kaup. Samgöngur stöðvuðust milli borgarhiuta í Antwerpen og öll vinna féll niður við höfnina þar. Skoroð á Vestur-Þióðverja að krefjast frlðarsamnlngs Sijórnmálamenn í Bonn greinir á um aístöðuna til orðsendingar Sovétríkjanna Stjórn Adenauers í Vestur-Þýzkalandi er -klofin uni af- stöðuna til orösendingar Sovétríkjanna um friöarsamning viö Þýzkaland. Fréttaritarar í Bonn segja, að Adenauer og aðrir kaþólskir menn í Kristilega demokrata- flokknum og meirihluti ráð- herranna vilji ekkert tillit taka til orðsendingar sovétstjórnar- innar heldur hraða sem mest samningum við Vesturveldin. Sósíaldemokratar og mótmæl- endur í Kristlega demokrata- flokknum, þeirra á meðal Kais- er, sem fer með málefni, er varða Þýzkaland allt, álíta að engu tækifæri megi sleppa til að athuga möguleika á að sam- eining Þýzkalands nái fram að ganga. Þing Austur-Þýzkalands kom saman á .aukafund í gær og flutti G“otewolil forsætisráð- herra ræðú þar sem hann lagði til að þingið skorað-i á vestur- fýzka þingið í Bonn að styðja tillögu sovétstjórnarinnar um fjórveldaráðstefnu urn friðar- samning við Þýzkaland. Grotewohl sagði að stjórn hans væri alltaf reiðubúin tii að ræða við vesturþýzku stjórn- ina frjálsar kosningar um allt Þýzkaland en hinsvegar áliti hún nefnd SÞ enga heimild hafa til að skipta sér af þýzk- um innanlandsmálum. Um þá yfirlýsingu Grotewo- hls, að landamæri Þýzkalands og Póllands meðfram ánum Oder og Ncissc væru fastá- kveðin sagði Kaiser ráðherra í Bonn' í gær, að aldrei yrði faliið frá kröfmini um að Pól- land láti Austur-Prússland og Pommern af liehdi við Þýzka: laiid;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.